Rússíbanakvöld í boði Manchester United.
Þetta byrjaði ekki byrlega fyrir okkar menn. Eftir 90 sekúndur voru Braga-menn komnir yfir og þar var að verki tískufyrirmynd Anderson, leikmaður að nafni Alan. Hann var umkringdur varnarmönnum United en náði engu að síður skallanum og inn fór boltinn. Eftir markið var United meira með boltann en Braga ógnaði með fámennum skyndisóknum. Það var úr þannig sókn sem Braga komst í 0-2. Éder og Alan voru einir gegn svona átta United-mönnum. Éder fíflaði miðvörðinn Carrick alveg við hliðarlínuna, gaf inn í teig þar sem Jonny Evans var að horfa á einhverja sæta stelpu upp í stúku, í það minnsta ekki neitt að pæla í því hvern hann ætti að vera að dekka. Alan nýtti sér það og skoraði ágætis mark, staðan 0-2.
Okkar menn voru þó ekki lengi að minnka muninn. Fimm mínútum eftir annað mark Braga tók Robin van Persie einn nettan Zidane á þetta og snarsneri sér framhjá varnarmanni Braga við vítateigshornið. Varnarmanninum brá svo mikið að hann gat ekki annað en brotið á van Persie, boltinn barst til Kagawa inn í teignum og dómarinn gerði vel í að beita hagnaðarreglunni. Kagawa gaf boltann á fjærstöng þar sem Chicharito var einn og óvaldaður og skallaði boltann í markið. Staðan 1-2 eftir 25. mínútur. Restin af hálfleiknum einkenndist af því að United var meira með boltann án þess að ógna verulega. Staðan var því 1-2 í hálfleik.
Nani kom inná í hálfleik fyrir Kagawa og óhætt að segja að United hafi gjörsamlega átti seinni hálfleikinn. Liðið setti þunga pressu á andstæðinginn sem þurfti alltaf að færa sig neðar og neðar og það var í raun bara tímaspursmál hvenær United myndi jafna. Liðið sótti og sótti og átti nokkrar álitlegar sóknir án þess þó að ná að skora. Jöfnunarmarkið kom nú samt fyrir rest og það gerðist á 62. mínútu þegar Jonny Evans hnoðaði boltanum inn eftir frekar dapra hornspyrnu. Skítt með það, staðan 2-2.
Menn voru ekkert að taka fótinn af bensíngjöfinni og héldu áfram uppteknum hætti. Það bar árangur á 75. mínútu þegar Tom Cleverley fékk boltann úti á kanti og átti frábæra Beckham-fyrirgjöf þar sem Chicharito kórónaði frábæran leik sinn með því að skalla í markið. Hann var aftur óvaldaður á fjærstönginni og þó að hann sé smár er hann hörkuskallamaður. Þetta var óumflýjanlegt því leikmenn Braga höfðu fram að þessu ekki náð mikið meira en 3-4 sendingum á milli sín áður en þeir misstu boltann.
Eftir síðasta markið reyndu leikmenn Braga að jafna leikinn en það tókst ekki og því enduðu leikar 3-2 fyrir United. Það er alls ekki flókið að velja mann leiksins. Javier Hernandez var frábær í leiknum. Ekki nóg með það að hann hafi skorað tvö mörk heldur barðist hann út um allan völl, tók góðan þátt í spilinu og kom mönnum í færi. Tom Cleverley og Wayne Rooney voru einnig mjög sprækir og það verður að hrósa varnarlínunni í seinni hálfleik en hún stoppaði allar álitlegar sóknir Braga-manna.
Auðvitað var mjög gott að vinna þennan leik, sérstaklega eftir að hafa lent 0-2 undir. Liðið er nú með 9 stig eftir þrjá leiki og svo gott sem búið að tryggja sér efsta sætið í riðlinum (Cluj er með 4 stig í 2. sæti) meðan okkar helstu andstæðingar í deildinni eru í þó nokkru basli í Meistaradeildinni. Það sem verður hinsvegar að ræða er þessi staðreynd hér:
https://twitter.com/OptaJoe/status/260815246430728194
Ég hef aldrei séð aðra eins tölfræði. Auðvitað eru talsverð meiðsli á varnarlínunni okkar og allt það en lið sem ætlar sér að vinna titla getur einfaldlega ekki leyft sér að byrja nánast alla leiki á því að lenda marki undir, hvað þá tveimur. Það er kannski allt í lagi gegn liðum eins og Braga og Southampton en gegn stærri liðum kemur það bara í kollinn á mönnum eins og bersýnilega sást gegn Tottenham fyrir skömmu. Málið er einnig það að þessi mörk sem liðið er að fá sig eru ekki einhver óverjandi Barcelona-mörk. Mörkin eru flest að koma vegna þess að menn eru ekki að fylgjast með í dekkingu á mörkum. Menn eru einfaldlega ekki að einbeita sér og að gera grundvallarmistök aftur og aftur.
Þetta er eitthvað sem verður að laga og það verður að berja þetta í kollinn á mönnum: Einbeitið ykkur frá fyrstu sekúndu! Leikmennirnir gerðu það gegn Newcastle í deildinni og uppskáru mjög sannfærandi 0-3 útisigur. Framundan eru þrír erfiðir leikir gegn Chelsea og Arsenal. Í þeim leikjum verða menn að vera með frá fyrstu mínútu, annars fer illa.
Haukur Andri says
Menn eru að tala um að Evans hafi verið að ná augnsambandi við kærustu Cleverley.
Sú reyndist raunin ekki.
Ívar Örn Ívarsson says
Ótrúlegt að ekki skuli einu sinni vera minnst á Fletcher í þessari samantekt. Átti 99 heppnaðar sendingar af 104 og skilaði ótrúlegu vinnuframlagi að vanda.
Hann er að mínu mati sá leikmaður sem United vantaði til þess að vinna titilinn í fyrra. Verður frábært að sjá hann þegar hann er kominn í alvöru leikform.
Rakel says
Mig langar að sjá Chicharito spila meira, ég hef alveg rosalega gaman að sjá hann spila, hann er líka mjög duglegur að rífa upp vörn andstæðingana og það sást í kvöld, alveg hrikaleg barátta í honum! :D
En eitt ég skil ekki af hverju gamli tók hann út af, ég hefði viljað sjá hann skora þrennu, hann var alveg í stuði til þess! ;) En samt skil ég það, var sennilega að hvíla hann fyrir Chelsea leikina, sem ég btw missi af báðum út af vinnu!!! Hversu pirrandi!!
Að lokum, góður sigur og áfram Man utd!!!!:D:D
Tryggvi Páll says
Fletcher spilaði vel en maður tók kannski ekki jafn mikið eftir því þar sem hann var í skítverkunum og meira í því að færa boltann á milli manna án þess að eiga einhverjar afgerandi sendingar, engu að síður mikilvægt hlutverk sem einhver þarf að gegna.
Þess er óskandi að hann sé búinn að jafna sig á fullu, ég var t.d. alveg búinn að afskrifa hann en ef hann getur spilað svona áfram er hann bara eins og glænýr leikmaður fyrir okkur.
Óskar Ragnarsson says
Stórkostlegt að sjá Fletcher til baka.
Jói says
90% af sendingunum hans voru samt Joe Allen sendingar. Mér fannst hann ekkert spes í þessum leik, heldur ekki Cleverley…
Tryggvi Páll says
Til gamans má geta að þetta var í fyrsta sinn sem United kemur til baka og vinnur leik í Meistaradeildinni eftir að hafa lent 2-0 undan síðan 21. apríl 1999. Glöggir muna kannski eftir þeim leik, það var gegn Juventus á útivelli í seinni undanúrslitaleiknum þrennutímabilið fræga þar sem okkar menn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaleikinn með mörkum frá Roy Keane, Dwight Yorke og Andy Cole.
Halldór Marteinsson says
Á síðasta tímabili náði United í 3 stig eftir að hafa lent undir í leikjum, það voru 3 jafntefli en enginn sigur. Veit reyndar ekki hvort sú tölfræði eigi bara við í deildinni eða hvort það sé í öllum leikjum en það er þó mjög jákvætt að liðið er farið að geta unnið leiki eftir að lenda undir. Hins vegar sammála því að það á ekki að þurfa að gerast svona oft, einum of mikið sjálfstraust í því að gefa andstæðingunum alltaf 1-2 í forgjöf :P
jóhann ingi says
Vona Innilega ad thetta hafi verid sídasti leikur Michael Carrick tharna í midverdinum. Finnst vont ad horfa á hann spila tharna. Ekki veit ég heldur hvad thjálfarateymid hefur gert til ad laga thessar omurlegu byrjanir, en thad er ekki ad virka allavega. Thad positiva í thessu er ad vid erum hrikalega sterkir fram á vid og mér finnst vid líklegir til ad skora í hvert skipti se vid forum yfir midju.
Gaman ad sjá Chicharito líka, hann er svo allt odrumvísi framherji en hinir 3.
Annad áhyggjuefni hlýtur ad vera samvinna varnar og markmanns. Ekki edlilegt ad thad sé mark í hvert skipti sem boltanum er sparkad inn í teyg hjá okkur. Finnst De gea frábaer á milli stanganna en hann er ekki ad stjórna neinu tharna varnarlega og ég held ad varnar mennirnir treysti honum ekki og eda viti ekki hvenaer og hvort hann kemur út í boltana.
Vid hofum afrekad mest thegar vid hofum haft reynslu bolta í markinu. Ég er samt alveg til í ad gefa honum thetta tímabil til ad sýna sig og byrja ad sýna einhvern smá stoduleika en thetta virkar mjog skjálfandi allt saman varnarlega. Ef thessir jeppar fara ekki ad jafna sig á thessum meidslum sínum thá verdur kallinn bara ad kaupa í janúar. Ég sé ekkert annad í thessu. Thad er heldur ekki eins og Ferdinand eigi 10 ár eftir í boltanum :D
Áfram Man U
siggi United maður says
þvílíkt comeback! Takk United fyrir að vera svona góðir við þá sem eru að veðja, og eru ekki að fíla stuðlana á United sigur. Maður á alltaf að setja pening á United, sérstaklega þegar þeir eru 2-0 undir.