Þetta var nú meiri leikurinn krakkar mínir, fimm mörk, tvö rauð spjöld, og þrjú hrikalega mikilvæg stig. Manchester United spilaði sitt klassíska 4-4-2 kerfi með þá Rooney og Van Persie frammi, eitthvað sem allir vilja um hverja helgi en stjórinn hefur haft aðrar hugmyndir í haust. Fyrir leik fannst mér það mjög góð ákvörðun hjá Ferguson breyta yfir í 4-4-2 til að koma höggi á plön Chelsea, sem hafa eflaust stúderað 4-2-3-1 kerfið í þeim tilgangi að finna veikleika. Di Matteo sagði þó í viðtali fyrir leikinn að hann hefði verið tilbúinn fyrir þessar breytingar, en auðvitað segir hann það.
Byrjunarliðið var eftirfarandi:
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Valencia Cleverley Carrick Young
Van Persie Rooney
Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir United sem voru virkalega beitir frá fyrstu mínútu og eftir aðeins 3 mínútur skilaði það sér í marki eftir góða skyndisókn. Young tók gott hlaup sem opnaði vörn Chelsea upp á gátt, Van Persie fékk boltann inn í teig, skaut í stöngina, þaðan fór boltinn í Luiz og inn. Frábær byrjun hjá okkur mönnum og ekki oft sem slíkt gerist á Stamford Bridge. United hélt áfram að pressa á Chelsea eftir markið, sem var ótrúlega frískandi að sjá. Viti menn, eftir 12 mínútur skorum við svo aftur. Önnur góð skyndisókn, Valenca fær boltann á kantinum, sendir inn í teig og þar stendur Van Persie einn og óvaldaður og smellir honum í netið framhjá Cech. Ruglið sem vörn Manchester United hefur verið í undanfarið hafði smitað út frá sér því núna voru það varnarmenn Chelsea sem voru algjörlega út á þekju. Valencia og Young voru að teygja vel á leikskipulagi Chelsea og það virtist vera nóg pláss til að nýta sér fyrir aftan miðju Chelsea og ekki voru dekkanir varnarmanna Chelsea góðar inn í teignum. Eflaust söknuðu þeir Terry og Lampard sem er vanir að stjórna öllu á sínum vallarhelmingi.
Eftir seinna markið fóru Chelsea-menn að halda boltanum betur en náðu þó ekki að ógna eitthvað að ráði. Okkar menn virkuðu þó mjög frískir fram á við þegar þeir fengu boltann, sérstaklega Valencia sem skapaði oft mikinn usla, Cole var í hinu mesta basli með hann. Það var alveg klárt mál að 4-4-2 var að svínvirka, sem ætti ekki að koma neinum á óvart því liðið hefur alltaf spilað vel í haust þegar það kerfi er notað. Á 35 mínútu fór pressan að þyngjast verulega frá Chelsea, vorum við til dæmis ljónheppnir að fá ekki mark í andlitið þegar Evans tók fyrirgjöf á sköflunginn og þaðan fór boltinn í stöngina og útaf. United fór að panika í sínum aðgerðum og oft á tíðum var það aðeins heppni sem olli því að Chelsea skoraði ekki, annað hvort vantaði smiðshöggið eða þá að De Gea var að verja vel, til dæmis hörku skalla frá Cahill og Torres. Á 44 mínútu gaf Rooney svo ótrúlega heimskulega aukaspyrnu að ég átti ekki til eitt aukatekið orð, líklega enn eitt tilfellið þar sem hann lætur skapið hlaupa með sig í gönur en hann hafði tapað návígi nokkrum sekúndum áður. Staðsetningin var nánast eins og víti fyrir mann eins og Mata sem tók sig til og smurði boltanum út við fjærstöng. Mér er sama hvað menn segja um De Gea í þessu marki, þetta var gjörsamlega óverjandi fyrir strákinn sem var með 20 leikmenn fyrir framan sig og sá nákvæmlega ekkert. Í fyrra tók Mata tvær aukaspyrnur á svipuðum stað yfir vegginn og á vinstri hendi á De Gea, ég skil því vel að hann var á tánum fyrir þeim möguleika í þessari aukaspyrnu. Hrikalega slæmur tími fyrir mark, sérstaklega þar sem Chelsea menn æstust allir upp og ætluðu heldur betur að nýta sér þennan meðbyr. Voru ansi nálægt því að jafna leikinn áður en fyrri hálfleikur var úti, það gerðist þó ekki og staðan 2-1 þegar flautan gall. Svakalegur fyrri hálfleikur og mér leið eins og hálfvita fyrir að hafa spáð 1-1 jafntefli.
Chelsea komu svo sterkari til leiks í seinni hálfleik, virtust vera búnir að stoppa í sín göt og voru mun beittari fram á við. Hraðinn í United liðinu var ekki sá sami og vörnin var dottin í smá panik. Maður rak oft augun í bláar skyrtur óvaldaðar inn í teig United og maður var nánast farinn að bíða eftir jöfnunarmarkinu. Það kom svo á 53 mínútu þegar Ramires stökk manna hæst eftir fyrirgjöf og skallaði í netið. Chelsea átti svo 2-3 mjög hættuleg færi strax eftir markið, hraðinn í leiknum var mjög mikill og United menn voru smá vankaðir eftir markið. 63 mínúta var svo vendipunkturinn í leiknum, þá var Ivanovic rekinn útaf eftir að hafa tekið niður Young sem slapp einn inn fyrir vörnina. Ivanovic var síðasti maður í frekar augljósu broti, hárrétt ákvörðun hjá dómaranum og enginn á vellinum sem mótmælti henni. Ferguson var fljótur að bregast við þessum nýju aðstæðum og setti Hernandez inn á fyrir Cleverley, greinilegt að það átti að spila upp á sigur, enda ekkert annað í stöðunni. Chelsea svöruðu með því að skipta inn Azpilicueta fyrir Oscar og fóru að þétta til í vörninni. 5 mínútum seinna kom svo verulega slæm ákvörðun hjá dómara leiksins. Torres var einn á móti 3 varnarmönnum United, hann rekur boltann framhjá Evans sem rennir sér í hann. Snertingin ekki mikil hjá Evans og Torres lét sig detta með full miklum tilþrifum. Clattenburg spjaldar Torres fyrir leikaraskap, hans annað gula spjaldið í leiknum og þar með rautt. Í endursýningu sést að það var smá snerting hjá Evans, kannski ekki nóg til að fella Torres, en nóg til að annað hvort dæma mjög soft aukaspyrnu á Evans, nú eða bara sleppa því að flauta og láta hagnaðarregluna gilda. Það var engin hætta í gangi fyrir United, boltinn var að renna beint í hendurnar á De Gea. Þetta var að mínu mati alltaf of strangur dómur hjá Clattenburg, punktur.
Núna voru Chelsea 9 á móti 11 og það var ekki í mikið í boði fyrir þá en að setta í vörn og láta United stjórna leiknum, sem þeir svo gerðu. Á 75 mínútu skorar svo Hernandez ólöglegt mark sem er látið standa. Van Persie átti skot sem Cech varði vel, boltinn endar hjá Rafael sem spyrnir inn í teig, beint á Hernandez sem stýrir boltanum í markið. Hernandez var að koma hlaupandi úr rangstöðu og svo virtist sem hann hafi ekki verið kominn alla leið til baka þegar skot Rafaels kemur. Ég væri mjög mikið til í að sjá endursýningu af þessu atviki tekið beint fyrir aftan línuvörðinn, spilað á fullum hraða. Það gæti hafa reynst línuverðinum erfiðara en við gerum okkur grein fyrir að sjá þetta atvik þar sem vörn Chelsea (var að bakka) mætir Hernandez (sem var að koma hlaupandi út). Einnig ber að hafa það í huga að Cech gæti hafa skyggt á sjónlínuna en hann var nánast samsíða Hernandez á þessum tímapunkti. Í þeim endursýningum sem maður fékk á meðan leik stóð þá var um að ræða frekar augljósa rangstöðu. Sky útsendingin hjá mér var rofin strax eftir leik þannig að ég náði ekki að horfa á neinar umræður og endursýningar á þessu atviki. Ég allavega trúi því ekki að línuvörðurinn hafi séð það sem við sáum og ekki flaggað á það, e.t.v hefur hann verið undir áhrifum frá leik Everton og Liverpool fyrr í dag og ekki viljað flagga rangstöðu í bullandi vafa með sjálfan sig.
Eftir markið var þetta svolítið hnoð, United hélt boltanum meira en ég var samt hissa hvað Chelsea náðu stundum að gera sér mat úr sínum aðstæðum. Eftir 5 mínútur af uppbótartíma var leikurinn flautaður af og fyrsti sigur United á Stamford Bridge í 10 ár staðreynd. Ég er vissulega mjög sáttur með stigin þrjú, en mér finnst mjög bagalegt að fá tvær umdeildar ákvarðanir með okkur í svona stórleik. Núna fer allur fókusinn í að ræða um þessi atriði og blása lífi, enn á ný, í samsæriskenningar um að United sé með alla dómara í vasanum. Við fáum fullt af dómum gegn okkur, en þá sem við fáum með okkur virðast oft vera í stórleikjum, sem blæs upp umræðuna margfalt. Staðreyndin er sú að United spilaði þennan leik vel í 70 mínútur, síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu 10 í þeim seinni áttu Chelsea leikinn, fyrir utan það voru United sterkir. Þegar Ivanovic var rekinn útaf á 65 mínútur þá var ég alveg 100% viss um að okkar menn myndu vinna leikinn, vissulega hefðu hlutirnir spilast öðruvísi ef Torres hefði ekki líka fokið útaf en ég er ekki viss um að niðurstaðan hefði orðið eitthvað öðruvísi. Allt eru þetta þó „ef pælingar“.
Ég ætla að láta ykkur um að velja mann leiksins, fyrir mér var þetta sigur liðsins. Endum þetta þó á setningu frá stjóranum.
Fergie – "I've waited 10 years for a decision at this place so I'll take it" #MUFC
— United News (@Mufc_Info) October 28, 2012
Björn Friðgeir says
Línuvörðurinn sem sleppti rangstöðunni sleppti líka því sem hefði alveg mátt dæma víti á hendina á Luis. Þannig þetta er nákvæmlega ekkert spurning um ‘spillingu’ eins og sumir væla.
Magnús Þór says
Frábær skýrsla og sanngjörn. Leiðinlegt samt að einhver dómaraumræða sé að eyðileggja ánægjuna af sigrinum. Vona bara að við fáum ekki lélega dómgæslu í leiknum gegn Arsenal í kjölfarið.
Björn Friðgeir says
Já, og maður leiksins: De Gea. Hélt okkur í leiknum þegar þurfti.
ellioman says
Brilliant leikskýrsla! Finnst samt vert að nefna það Torres hefði auðveldlega geta fokið út af fyrr fyrir þetta hér: https://pbs.twimg.com/media/A6ULqkHCMAEUeNN.jpg
Gaman svo að lesa hvað meistarinn Gary Neville hefur að segja um leikinn í dag.
http://www1.skysports.com/football/news/12040/8203365/Gary-Neville-criticises-the-officials-after-Manchester-United-beat-Chelsea
Max says
Frábær leikskýrsla. Ég missti af seinni hálfleik en hún virkar amk mjög sanngjörn og ekki of lituð, maður nennir ekki að lesa þannig pésa.
Gretzky says
Jólin komu snemma í ár!
Baldur Seljan says
Flott leikskýrsla og flottur leikur í dag hjá okkar mönnum. Sammála með hvað þetta heimskulega brot hjá W.Rooney kom á hrikalega slæmum tíma sem og hrikalega hættulegum stað, en aftur á móti þá honum til varnar átti að vera löngu búið að dúndra þessum bolta í burtu af rauðklæddum eftir að Rooney hafi tapað návíginu á undan. Varðandi seinna rauða spjaldið sem Torres fékk þá var það vissulega röng ákvörðun og átti dómarinn að mínu mati bara að láta hagnaðarregluna gilda, en það verður að segjast að sjónarhorn dómarans virkaði þannig að hann sér Torres falla með miklum tilburðum eins og hann hafi verið skotinn af færi þegar að lítil/enginn snerting á sér stað. Löngu kominn tími til að leikmenn hætti þessu bulli og fari að standa í lappirnar, og þá er ég ekki bara að tala um Torres í því samhengi . Þetta er farið að sjást alltof oft í leikjum ensku deildarinnar hvort sem það tengist Chelsea, Liverpool, Manutd eða öðrum liðum. Með aukinni tilkomu erlendra leikmanna sem hafa þá oftast nær spilað í spænsku, portúgölsku eða ítölsku deildinni þá kemur þessi hugsunarháttur leikmanna skýrt fram þ.e.a.s að reyna blekkja dómarann með slíkum hætti. Ætla ekkert að fara alhæfa um þetta, en það er alveg klárt mál að menn eins og Drogba,Ronaldo,Nani,Reyes,Pires,Robben,Suarez sem og margir fleiri erlendir leikmenn eru klárir frumkvöðlar í þessum efnum og hafa þeir ensku apað eftir þeim að miklu leyti. Að horfa t.d á Barcelona eða bara spænska boltann í heild sinni fær mann til þess að verða óglatt því að það er nánast hver einasti leikmaður sem er með þessa aumingjalegu tilburði, hvort sem hann heitir Puyol,Alves,Busquets,Ronaldo,eða Di Maria..
Jói says
Robin van Persie, klárlega maður leiksins.
Egill Óskarsson says
Mér fannst Rooney reyndar spila það aftarlega að ég myndi ekki kalla þetta 4-4-2, þetta var nær því að vera 4-4-1-1 eða bara jafnvel 4-5-1. En það er svosem bara aukaatriði.
Ánægjulegt að sjá að loksins falla vafaatriði sem ráða úrslitum leiks með Man Utd á Stamford Bridge, það er ansi langt síðan það gerðist síðast. Liðið var annars að spila ágætlega en hrikalega er maður stressaður með þessa vörn alltaf. Og Evans greyið verður að fara að vanda sig betur í tæklingum, hann átti eina eða tvær í dag þarsem hann var einfaldlega heppinn að sleppa við spjald. Leiðinlegt líka að sjá hvað Cleverly átti lítið erindi í þennan slag í dag.
Steini says
Bara eitt varðandi rangstöðumarkið, minnir endilega að eitthvers staðar standi að sóknarmaðurinn eigi að njóta vafans, fyrir öll skiptin sem Hernandez hefur verið rændur marki með því að vera ranglega flaggaður, þá mátti nú eitt svona lenda hans meginn.
Ófeigur Örn Ófeigsson says
Maður tekur þessum 3 stigum fagnandi, þó svo þau hafi orkað tvímælis. En eins og Björn Friðgeir sagði í upphafi… það var alveg rjúkandi hendi þarna á Luis sem hefði mátt dæma á. En nú er það næsti leikur! Hversu næs væri að sjá sigurmark frá RVP? :D
Ófeigur Örn Ófeigsson says
Og með næsta leik… þá var ég að sjálfsögðu að hugsa um deildina. Chelsea verður þarna aftur í millitíðinni, var búinn að gleyma því! :)
Vikki says
Gott að sja United loks vinna a þessum velli i deildinni, Unnum samt þarna i hitt i fyrra i Meistaradeldinni 0 1 Rooney með sigurmarkið ;)
Friðrik says
Held ég sé að muna rétt að við unnum líka á Stamford Bridge í fyrra í bikarnum. er það ekki ?
jóhann ingi says
Hrikalega skemmtinlegur leikur á ad horfa. Mér finnst vid enn thá vera mjog haettulegir frammávid. Jafnvel tó vid séum ekki med boltan thá erum vid med frábaer gaedi theim megin á vellinum. Varnarlega var thessi leikur nokkud gódur. Ef Rooney hefdi getad sleppt thví ad brjóta á Mata tharna undir lok fyrri hálfleiks og vid sloppid inn med 0-2 thá held ég ad thetta hefdi verid mun thaeginlegra í seinni hálfleik. Thad sem er mjog jákvaett vid okkar lid núna er ad vid skopum alltaf einhver daudafaeri og ef ad Rooney og RVP haldast bádir heilir thá sé ekki hvernig vid getum skorad minna en 2 mork í leik, og vornin á bara eftir ad théttast. Madur leiksins ad mínu mati Valencia. Hrikalega sterkur varnarlega og sóknarlega og er ad mínu viti algjor lykilmadur hjá okkur. Ferdinand líka fínn.
Hlakkar mikid til ad sjá seinni leikinn vid Chelsea núna í vikunni. Verdur gaman ad sjá adra spreyta sig. Vonandi ad Smalling detti thar inn í vornina. Fáum líklega ad sjá Fletcher og Anderson inni á midjunni og Welbeck frammi thannig ad vid verdum alveg med fínt lid tharna. Langt sídan ad vid hofum verid med svona flotta breidd i lidinu. Ekki margir midlungs leikmenn í lidinu thessa stundina. Thurfum ad losna vid smá meidsli tharna í vorninni og thá lítur thetta hrikalega vel út hjá okkur.
Áfram Man U
DMS says
Finnst fleirum en mér verið að gera alltof mikið úr þessum dómaramistökum? Fyrsta rauða spjaldið er klárt rautt, seinna gula á Torres er kannski harður dómur en alveg hægt að réttlæta hann. Snertingin var lítil sem engin, Torres sér að hann er búinn að missa af boltanum og hendir sér niður í leit að aukaspyrnu. Plús að Torres var ansi heppinn að sleppa við seinna gula hér: http://therepublikofmancunia.com/picture-torres-should-have-been-sent-off/
David Luiz slapp með skrekkinn þegar Valencia skaut í höndina á honum innan vítateigs.
Hvað varðar rangstöðuna á Hernandez þá er eiginlega ekki hægt að ætlast til þess að mannsaugað nái að greina þetta með góðu móti þegar þetta gerist. Jú auðvitað voða einfalt dæmi þegar maður fær að sjá þetta nokkrum sinnum og myndin fryst á réttum tímapunkti, en Hernandez er á leiðinni úr rangstöðunni, fullt af leikmönnum í teignum þegar skotið ríður af. Ég gat allavega ekki verið viss þegar ég horfði á þetta í full speed, þannig að ég skil vel að línuvörðurinn hafi ekki verið viss og leyft honum að njóta vafans.
Hver man ekki eftir þessu marki sem Chelsea skoruðu gegn okkur á Stamford Bridge árið 2010? http://therepublikofmancunia.com/picture-just-how-far-offside-did-drogba-have-to-be/
En svo á auðvitað eftir að rannsaka meintan kynþáttaníð Clattenburg í garð Jon Obi Mikel. Hinsvegar hefur umræðan aðallega beinst að meintum mistökum hans í leiknum sem eru þá líklega seinna gula á Torres (sem var kannski harður dómur en alveg hægt að réttlæta hann) og vítaspyrnan sem hann sleppti á David Luiz. Línuvörðurinn er svo sökudólgurinn í marki Hernandez, ekki Clattenburg.
Ásgeir says
@DMS torres fékk gult fyrir þessa tæklingu sem þú settir mynd af. og sem utd maður verð ég samt að segja að torres átti ekki skilið seinna spjaldið. frekar evans. en það var líka dæmt leikaraskap á valencia í lok leiksins sem átti aldrei að vera leikaraskapur… það hefði átt að vera aukaspyrna á hættulegum stað. það er mjög auðvelt að segja að dómarinn átti ekki góðan dag.
atriði sem dómararnir gerði vitlaust.
seinna gula á torres
gult á valencia fyrir leikaraskap
markið hjá hernandes
sleppti hendi á luiz
allt þetta frekar stór atriði sem hefðu annað hvort komið utd í 3-0 og breytt leiknum til muna þar sem hendin var fyrst af þessum hlutum. united átti skilið sigurinn bara af því hversu lelegur luiz var hjá chelsea en eins og ég segi þá var þetta ein lélegasta dómgæsla sem ég hef séð þó svo að vafaatriðin hafi fallið með okkur
Arnar Sigurður says
Hendin á Luiz var reyndar í stöðunni 1-2. Annars átti Torres að fjúka útaf í stöðunni 1-2 eftir tæklingu á Cleverley og svo hefði United átt að fá víti í stöðunni 1-2. Clattenburg klikkaði samt sem áður vissulega í seinna spjaldinu á Torres og í 3 markinu.
salli says
Flott skyrsla og hörku leikur. En va þegar talað er um að kop menn seu blindir, þessi örfau komment her toppa þa 100%.
Tryggvi Páll says
Það er verið að gera alltof mikið úr þessum dómaramistökum. Það er auðveldlega hægt að réttlæta seinna gula spjaldið á Torres og annað þarf ekki að ræða nema auðvitað rangstöðumarkið. Það var rangstaða, ekkert flókið við það.
Hinsvegar hefðum við getað fengi víti og Torres hefði átt að vera búinn að fá rautt. Samt ræðir enginn um það.
Það er eiginlega bráðfyndið að sjá blaðamennina í Englandi verja Torres fyrir að láta sig detta vegna þess að það var smávægileg snerting þegar sömu menn hraunuðu yfir Ashley Young í fyrra fyrir það sama.
McNissi says
Man ekki eftir að hafa séð neinar fréttir um að Chicharito var rændur 2 mörkum í meistaraleiknum á móti Braga. Kagawa var dæmdur rangstæður þegar hann lagði upp mark fyrir Chicha, sú rangstaða var röng. Seinna í leiknum fær hann sendinguna innfyrir vörnina og er einn á móti markmanni en var dæmdur rangstæður, það var líka röng ákvörðun.
Tekin 2 mörk af honum = fær 1 mark gefins……. er ekki að segja að það réttlæti það en common svona er bara fótboltinn!
Það er gjörsamlega búið að eyðileggja þennnan FRÁBÆRA leik sem var spilaður og dramatíkin og spennan hafa þurft að víkja fyrir leiðilegri dómara-umræðu. Þetta var nefnilega magnaður leikur og spiluðu BÆÐI lið frábærlega og eiga hrós skilið fyrir það. Það er bara verst að þeir fá ekki það hrós :(
ellioman says
Það er nú bara þannig að það er lítið rætt um þá hluti sem United fær ekki en ef við fáum eitthvað þá eru atvikin endursýnd 1000x frá fjöldamörgum sjónarhornum o.s.frv. Þannig hefur þetta bara alltaf verið og ólíklegt að það breytist eitthvað á næstunni.
Fólk þarf að fara tóna niður það að þetta hafi verið einhver dómaraskandall:
Torres sparkar í Cleverley: Heppinn að sleppa (Chelsea hagnast)
Rautt á Ivanović: Hárréttur dómur
Rautt á Torres(Seinna): Harður dómur og rangur að mínu mati (United hagnast)
Hendi á David Luiz: Hefði átti að dæma þar víti (Chelsea hagnast)
Mark Chicharito: Rangstæður (United hagnast)
Gult á Valencia: Rangur dómur og hefði getað verið annað gula Mikel (Chelsea hagnast)
Margir rangir dómar? Já, en þannig geta stundum hitaleikir orðið.
Dómaraskandall þar sem hallar rosalega á annað liðið? Nei!
ari says
Já þetta jafnast að mestu leyti út. Hins vegar þarf að hafa afskaplega takmarkaðan skilning á fótbolta til að segja að hendin á Luiz hafi verið víti. Það er bombað í höndina á honum af engu færi.
Björn Friðgeir says
Ari: Hann er að gera sig breiðan með að halda úti höndunum. Og stoppar fyrirgjöf. Það má alveg dæma á það.