Enn einn háspennuleikurinn hjá Manchester United á þessu tímabili, að þessu sinni gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. Villa þurfti nauðsynlega á stigum að halda því liðin fyrir neðan náðu jafnteflum fyrr í dag, fyrir utan QPR sem tapaði enn einum leikum. Villa eiga líka erfiða leiki framundan gegn Man City og Arsenal þannig að það var mikilvægt fyrir þá að koma grimmir til leiks og reyna að hirða einhver stig. Stigin voru ekki síður mikilvæg fyrir United þar sem Man City og Chelsea eiga ansi erfiða leiki fyrir höndum á morgun gegn Tottenham og Liverpool, töpuð stig þar geta sett rauðu djöflana í góða stöðu.
Ferguson mætti nánast með sitt sterkasta liði myndi ég segja, fyrir utan Vidic auðvitað, en það leit svona út:
De Gea
Rafael Ferdinand Smalling Evra
Carrick Scholes
Valencia Rooney Young
Van Persie
Leikurinn byrjaði frekar rólega, United héldu boltanum ágætlega en voru samt ekki að skapa sér nein alvöru færi þannig lagað. Villa-menn voru flest allir á sínum vallarhelmingi að loka svæðum vel og breyttu svo skyndisóknum, en sóknarmenn liðsins gerðu illa á síða fjórðungi vallarins og náðu því aldrei neinu alvöru skoti á markið. Markmenn beggja liða þurftu til dæmis ekki að verja neina bolta nánast allan fyrri hálfleikinn. Það gekk því ekki ekkert upp í fyrri hálfleiknum hjá United, Villa vörðust aftarlega á vellinum og héldu sig mjög nálægt okkar mönnum. United náði aldrei upp neinum hraða, Valencia og Young voru að reyna að taka menn á, en án árangurs og einnig gekk illa að þræða boltanum inn fyrir vörnina, það var eins og Van Persie og Rooney voru ekki að lesa hvorn annan í dag.
Þegar maður hélt að dómarinn væri við það að flauta fyrri hálfleikinn af fær Villa skyndisókn, Benteke hleypur upp vinstri kantinn, nær að vöðva sig í gegnum Smalling, sendir boltann út í teig þar sem Weimann er mættur og smellir föstum innanfótar-boltanum beint yfir hausinn á De Gea. Menn geta rifist um það hvort Benteke hafi gerst brotlegur gegn Smalling eða hvort De Gea hafi átt að verja skotið frá Weimann. De Gea sá boltann mjög seint og skotið var fast þannig að ég ætla ekki gagnrýnt hann, Smalling aftur á móti get ég gagnrýnt, sama hvort um brot var að ræða eða ekki þá á ekki að vera hægt að henda varnarmanninum svona frá sér eins og Benteke gerði. Hold your ground maður! Allavega, Manchester United lent undir, ekki kom það á óvart, en það versta var að markið kom 5 sekúndum áður en dómarinn flautaði hálfleikinn af. Ekki hægt að hugsa sér verri tímapunkt.
Hernández kom inn á í hálfleik fyrir Young. United voru þó greinilega enn mjög vankaðir eftir markið í byrjun seinni hálfleiks því það tók Aston Villa nokkrar mínútur að bæta við sínu öðru marki. Með mjög einföldum hætti opnuðu þeir lið United upp á gátt, spiluðu sig í gegn og gáfu fyrir á galopinn Weimann sem smellti honum í opið markið. Fáránlega fyrirhafnarlítið eitthvað hjá Villa, maður hefur oft séð okkar menn opna lið svona en ég er ekki enn búinn að venjast því að horfa á United vera fórnarlambið, þrátt fyrir ágætis æfingu á þessu tímabili.
Eftir að vera komir 2-0 undir, á útivelli, í erfiðustu deild heims, þá loksins fara okkar menn í gang. Hernández fær góða sendingu inn fyrir vörn Villa frá Scholes (sem var búinn að eiga hörmulegan leik fram að þessu) og af miklu harðfylgi klára litla baunin færið eins og honum einum er lagið. Frábær innkoma hjá honum, en hann var ekki hættur strákurinn því á 62 mínútu er hann aftur mættur á staðinn, þá á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá Rafael, og setur sitt annað mark í leiknum. Markið er tæknilega skráð sem sjálfsmark hjá Vlaar, en allt Hernández að þakka. Déjà vu einhver?
Komnir 2-0 undir eftir 50 mínútur, en á 5 mínútum er staðan allt í einu orðin 2-2. Tottenham leikurinn var nærri því búinn að endurtaka sig því litlu munaði að Aston Villa setti sitt þriðja mark örfáum mínútum eftir að Man Utd jafnaði, en það var stórkostlegri markvörslu De Gea að þakka að svo fór ekki. Á 72 mínútu, rétt eftir að Cleverly kom inn á fyrir Scholes átti Van Persie hörku í þverslána, og innan við einni mínútu eftir það átti hann svo ÞRUMUSKOT, aftur í þverslána. Ég get trúað því leikmönnum Villa hafi fundist þeir væru að eiga við flóðbylgju á þeim tímapunkti. Þeir féllu mjög aftarlega á völlinn og United reyndu eins og þeir gátu að herða snöruna. Anderson kom inn á fyrir Rooney á 78 mínútu sem varð fyrir smá meiðslum sem við vonum að það sé ekki alvarlegt.
Svo kom það sem allir voru farnir að sjá fyrir á þessum tímapunkti, Manchester United skorar þriðja mark leiksins og hver sá um það annar en Javier Hernández. Van Persie með aukaspyrnu inn í teig og þar er strákurinn klár í slaginn, enn og aftur, og stýrir boltanum í færhornið með kollinum sínum. Ó hvað ég elska þennan mann! 5 mínútum var bætt við leikinn, sem voru stressandi því Aston Villa voru með boltann allar 5 mínúturnar. De Gea gerði vel, óð út og sló boltann í burtu nokkrum sinnum, eitthvað sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir að geta ekki gert. Okkar menn náðu að halda út þessa pressu og hrikalega dýrmætur sigur staðreynd.
Ég er, eins og allir aðrir held ég, kominn með meira en nóg af svona „rugli“. Það er rosa gaman að vinna einn og einn leik á þennan hátt, en að setja sig aftur og aftur í þessa stöðu gengur ekki lengur, í alvöru talað. Ég veit að ég tala um þetta eftir hvern einasta leik, en það er ástæða fyrir því. Ég er viss um Ferguson hljóti að vera að pæla alvarlega í þessum varnarmálum og hugsanlega horfir hann til janúargluggans til að leysa þau. Í 17 leikjum á þessu tímabili er liðið búið að halda hreinu í 3 leikjum. Svo er það þessi tölfræði:
https://twitter.com/OptaJoe/status/267358270941954048
Ástæðan fyrir þessu er auðvitað ekki sú að við séum með lélega varnarmenn, það er bara eitthvað stress í gangi sem menn hafa ekki náð að hrissta úr sér, þrátt fyrir að það sé komið nóvember. Þessu mynstri verður samt að ljúka því menn geta ekki komið til baka í hverjum einasta leik það sem eftir er tímabilsins. Það sýndi sig gegn Tottenham, og það mun sýna sig aftur ef þetta verður ekki lagað.
Maður leiksins var klárlega Ole Gunnar Solskjær…afsakaði, ég meina Javier Hernández, litla eitraða baunin. Ég ætla að kalla ég eftir honum í byrjunarliðið í næstu leikjum, spilum Rooney, Hernández og Van Persie saman í gegn Norwich um næstu helgi!
Ásgeir says
eina sem þarf að standa í henni er Hernandez… þvílíkur gullmoli þessi drengur!!
Bergsveinn says
Váá hvað Hernandez er búin að vera góður!!Enn vörnin þarf að fara að vakna!
siggi United maður says
Ég skil ekki þrjóskuna í gamla að láta Giggs og Scholes vera að byrja leiki. Mér finnst þeir báðir frábærir en þeir hafa einfaldlega ekki fæturnar í þetta allan leikinn. Cleverley eða Anderson eiga hiklaust að byrja, nú ef ekki, þá verður kallinn að kaupa eitthvern sem byrjar. Geggjað að sjá De Gea koma og berja þessa bolta frá í lokin, hann verður frábær markvörður. Chicharito brosir extra breitt í kvöld, og fær sér einn Thule. GGMU
Magnús Þór says
Frábært að sjá hvað skiptingarnar voru góðar hjá Fergie í dag. Skilst að Hernandez muni byrja gegn Norwich.
Sveinbjorn says
Já maður er búinn að læra almenninlega að græða á betsson núna..
Bíða bara eftir að við erum tveim mörkum undir og leggja undir þá,
stuðullinn var kominn í 8.6 mest sem ég tók eftir.
Maður er orðinn ríkur.
Annars yndislegt að sjá okkur koma svona til baka.
Held ég hafi fengið smá boner þegar Hernandez skoraði 3. markið.
Hemmi says
Hrikalega gott að taka 3punkta eftir að lenda 2 mörkum undir.
Hrikalega sammála pistlahöfundi með að Rooney og RVP voru ekki að smella saman í dag, líka sammála Sigga hérna fyrir ofan þetta með Scholes og Giggs – frábærir fótboltamenn, en þeir hafa ekki sömu fætur og þegar þeir voru 25 ára.
Mér finnst Anderson búinn að vera mjög solid það sem er af þessu seasoni – finnst að Fergie eigi að spila honum og Cleverly meira saman og reyna koma með gott „fast“ miðjupar.
Þar sem Hernandes er að spila eins og engill þá fer hann að kalla á fast sæti í liðinu, með Hernandes og RVP frammi og hafa þá Rooney í holunni fyrir aftan – hvað eigum við þá að gera við Kagawa þegar hann kemur til baka?
DMS says
Ég væri alveg til í að prófa að stilla Rooney upp á miðjunni með Carrick, hafa svo Kagawa í holunni fyrir aftan RvP. En annars flækist dæmið núna þegar Chicharito fer að skora svona ört, hann á klárlega skilið byrjunarliðssæti í næsta leik.
Við erum að sjá Rooney hlaupa völlinn á enda, t.d. í fyrsta marki Villa var Rooney kominn niður að tracka sem vinstri bakvörður meðan Scholes og Carrick voru ekki mættir til að elta uppi Weimann sem fékk frítt skot út í teignum. Þannig að ég held að Rooney myndi fíla sig vel á miðjunni að stýra umferðinni, þá fær hann líka að vera oftar í boltanum en hann er gjarn á að detta niður þegar hann er á toppnum til að sækja knöttinn. Honum leiðist heldur ekkert að vera í baráttunni um boltann og er duglegur að hlaupa. Ég sé hann alveg fyrir mér taka við keflinu af Scholes.
ellioman says
Varðandi varnarruglið þá tel ég það einfaldlega snúast um meiðsli, án þess að láta það hljóma eins og einhverja afsökun. Smalling spilar sinn annan leik eftir löng meiðsli, Evans með smá meiðsli, Vidic kemur ekki fyrr en í des og Phil Jones ekkert spilað á þessu tímabili.
Ef Ferguson gæti valið úr heilbrigðum hópi af Vidic, Ferdinand, Evans, Smalling og Jones þá væri þetta mun betra. Það fer enginn að segja mér að þessi varnarhópur sé slakur, þetta er flott blanda af ungum og reyndum leikmönnum sem er frábært. Það er bara þessi hrikalega meiðslagrýla sem er að halda aftur af okkur.
Það verður samt ekki sagt annað en VÁ yfir því hversu öflugt sóknarteymi United hefur. Ef einhver er ekki að standa sig þá kemur einhver annar inn og brillerar. Það er einmitt kosturinn yfir því að hafa fjóra frábæra og ólíka sóknarmenn. Nú vantar bara að Welbeck nái að brillera og þá eru allir þeir sem ég hef varið í gegnum tíðina á góðu róli með liðinu (De Gea, Evans, Anderson, Cleverley, Chicharito og Welbeck).
Hef verið tregur að segja þetta en maður verður að játa það gömlu mennirnir eru að verða vandamál. Þessir meistarar fara í sögubækurnar sem hluti af bestu leikmönnum liðsins frá upphafi. En…. allt gott tekur enda og því miður virðist sá tími vera kominn núna. Giggs hefur virkað hingað til sem smá vítamínsprauta inn á milli en það gengur ekki upp lengur og Scholes nær ekki að stjórna leikjum eins og áður fyrr. Hann er enn með brilliant tækni sem er líklega að bjarga honum en t.d. í dag átti hann þónokkrar stórhættulegar feilsendingar sem hefðu auðveldlega endað sem mark ef við hefðum verið á móti betra liði (Og já, gleymið því ekki að Villa er hluti af botnliðunum í ár). Blöndu af Carrick, Anderson og Cleverley á miðjunni í næstu leikjum, takk fyrir.
En burtséð frá öllu þessu þá var þetta frábær skemmtun í dag. Það er svo gaman að horfa á flott ‘comeback’ og þetta var svo sannarlega frábært. Chicharito er ekkert að láta auknu samkeppnina angra sig og einfaldlega spilar betur. Hver hefði búist við því að hann yrði það góður að vera alvarlegur keppinautur í byrjunarliðið í stað RVP eða Rooney? United hefur alltaf verið sóknarsinnað lið en þetta sóknarteymi í dag slær næstum öllum við (já, þetta er jafnvel betra en Yorke, Cole, Sheringham og Solskjær). Þvílík unun að fylgast með þessu.
Njótið vel!
Rakel says
VIldi að ég hefði séð þennan leik! Hernandez hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér hann er algjör gullmoli þessi drengur :)
Og þó svo að við séum að fá á okkur mörk þá bara skorum við fleiri ;)
En hvar get ég séð mörkin strákar mínir? :D
Stefán Arason says
101greatgoals.com
Rakel says
Takk :D:D
Sigurjón says
Footytube.com eru líka alltaf góðir að koma með highlights úr leikjunum. Til dæmis hér: http://www.footytube.com/video/aston-villa-v-manchester-united-141390?ref=wv_relbox