Hér er það áhugaverðasta sem við lásum í þessari viku:
Beautifully Red sýnir okkur það helsta úr leik United gegn Norwich og United gegn Galatasaray
Hernandez er að njóta ávaxtanna af skipulagðri hvíld í sumar
Hverjir skipta máli þegar kemur að því að fá miða á stærsta útileik vetrarins?
Oliver Holt með fína grein um Pep Guardiola
The Guardian hrósar Powell eftir leik United gegn Galatasaray
Edwin van der Sar var ráðinn til Ajax
Sam Robinson skrifar um ‘Alvöru aðdáendur’
Kenny Morgans lifði af flugslysið í München en ferill hans beið þess aldrei bætur
Skemmtileg tíst:
https://twitter.com/AndyMitten/status/271009586901839872
https://twitter.com/JohnBrewinESPN/status/271017456825430016
https://twitter.com/AltFootball/status/271209539985096704
https://twitter.com/FootballFact101/status/271219311346081792
Vídeó:
Gary Neville velur sitt lið í ‘5 gegn 5’ fótboltaleik
Fyrir þá sem skoða okkur á Facebook:
Facebook hefur tekið upp þá stefnu að fyrirtæki sem nota „Pages“ þurfi að borga fyrir hverja stöðuuppfærslu til þess að ná til aðdáenda sinna. Þetta þýðir að núna eru bara um það bil 10-15% af þeim sem hafa sett „like“ á síðuna okkar sem sjá þetta í News Feed hjá sér.
Ef þú vilt halda áfram að fylgjast með því sem við erum að deila, svo sem nýjum pistlum hér á raududjoflarnir.is sem og fleira skemmtilegt, þá þarftu að fara á síðuna okkar og lengst til hægri er mynd af tannhjóli (við hliðina á „liked“ og „message“). Með því að smella á það og velja svo „add to interest lists“ ætti ekkert að fara framhjá þér. Það skal koma fram að þetta verður ekki til þess að færslurnar komi á „News Feed“ heldur þarf að velja þennan „interest list“ til að sjá færslurnar.
Björn Friðgeir says
Í framhaldi af minningargreininni um Kenny Morgans er rétt að minnast Albert Scanlon einnig. Báðir lifðu þeir af slysið, Scanlon lék meira og betur en í þá daga var ekkert til sem hét áfallahjálp, það var einfaldlega ætlast til að menn stæðu á fætur og hristu af sér áföll si svona.
Hvorki Scanlon né Morgans gátu það og það sorgleg staðreynd að það tók marga áratugi áður en United gerði skyldu sína við þá og fleiri og hjálpuðu þeim fjárhagslega.
Um leið er saga þeirra mikilvæg áminning um hvað lífið snýst og setur ofurlaun og lúxuslíf leikmanna í dag í samhengi.