Byrjunarliðinu var stillt upp til sóknar sem tók ekki nema 31 sekúndu að skila árangri þó að skot Robin van Persie tæki stóran boga eftir að hafa farið í varnarmann og svifi þannig í markið óverjandi fyrir Jaaskelainen. Krafturinn sýndi sig hins vegar næsta kortérið, miðjan miklu mun ákveðnari en hún hefur verið í undanförnum leikjum og breytingarnar því að gefa góða raun. West Ham reyndi að komast inn í leikinn og Lindegaard fékk að verja aðeins en upp úr miðjum hálfleiknum fór United að taka völdin. Jaaskelainen varði nokkur langskot og pressa United jókst en þeir áttu erfitt með að skapa færi. Eins og miðjan var vel mönnuð vantaði vídd í leikinn til að gefa aukna möguleika og teygja á vörninni.Það var helst að Patrice Evra væri að gera skurk á vinstri kantinum. Seinni hluta hálfleiksins voru okkar menn með leikinn á sínu valdi og hleyptu West Ham hvergi áfram. Enda endaði hálfleikurinn þannig að United hafði verið með boltann 70% af leiknum.
Eitthvað var liðið lengi að koma sér andlega út úr klefanum eftir hléið, West Ham fékk að hafa öll völd fyrstu mínúturnar í seinni hálfleiknum án þess að United næði að halda boltanum svo nokkru næmi. Þetta entist fyrstu tíu mínúturnar eða svo og síðan tók United aftur við sér. Þetta var afskaplega svipað og í fyrri hálfleik, boltanum haldið og reynt að koma upp miðjuna, eða langskot reynd. Sýndi mjög greinilega galla demantsins, eða eins og Brian Greenhoff, miðvörður United og Englands á áttunda áratugnum sagði
https://twitter.com/hoffgreen/status/273891555654369281
enda fá lið United verið með magnaðri kantmenn og tímum Greenhoff þegar Tommy Doc spilaði með Coppell og Hill þannig að hann er góðu vanur.
Demantstilrauninni lauk svo á 66. mínútu þegar Ashely Young kom inná fyrir Cleverley. Það kom amk ekki mér á óvart að þessi innáskipting breytti litlu, Young kom jú með breidd inn í leikinn, en það kom ekkert út úr því þegar hann var með boltann. Rooney hafði verið slakur, átt reyndar eitt gott skot sem Jaskelainen varði vel en annars ekki í stuði. Hann fékk því að hvíla síðasta kortérið en Danny Welbeck kom inn á og fór á hægri kantinn. Meira er ekki um það að segja enda er Danny Welbeck ekki hægri kantmaður nema í huga Sir Alex. Loksins kom svo Jones inn á fyrir Anderson.
Ég verð eiginlega að setja þetta upp. Miðjan á þeim tímapunkti var: Welbeck, Jones, Carrick, Young. Ef þessi miðja byrjar einhvern tímann leik þá hljóta meiðslavandræðin að vera hrikaleg. Engu að síður gott að fá Jones til baka, nú loksins er vörnin orðin alveg laus við meiðsli, a.m.k. í bili.
Eftir þessar skiptingar allar rann svo leiktíminn hægt og örugglega út án þess að mikið meira gerðist.
Þrjú stig í hús eru alltaf velkomin og ekki síður að halda hreinu, en það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið glæsilegt. Tígulmiðjan var góð til síns brúks, en vantaði bæði vídd og tengsl í sóknina sem má rekja til að Rooney var ekki mjög öflugur í kvöld.
Anderson og Rafael stóðu sig gríðarvel í kvöld og sá síðarnefndi réttnefndur maður leiksins. Á hinum enda rófsins var Ashley Young, hann gerði ekkert á þessum 25 mínútum sem sýna hann eiga erindi sem erfiði í kantstöðu hjá United. Vonum bara að Nani og Valencia komi brátt aftur úr meiðslum og finni sitt gamla form til að gefa okkur möguleika útá vængjunum. Sömuleiðis þarf Kagawa að koma til baka ef við eigum að spila með það sem hét í eina tíð sóknartengiliður, í það minnsta ef Rooney heldur áfram meðalforminu.
Nokkur vel valin tvít frá í kvöld:
https://twitter.com/Traustisig/status/273885569581449217
https://twitter.com/tomthordarson/status/273896818507657216
https://twitter.com/ManUnitedYouth/status/273900468541980672
https://twitter.com/ManUtd_Fact/status/273907589719396352
Tryggvi Páll says
Þetta var að mörgu leyti ágætt. Mjög jákvætt að halda hreinu og hvað varnarlínan var örugg. Rafael steig ekki feilspor og stoppaði allt vængspil West Ham sem gerði það að verkum að Andy Carroll fékk enga þjónustu. Það litla sem hann hafði að moða úr var stoppað af Evans eða Smalling. Rafael er klárlega langbesti hægri bakvörðurinn í deildinni í dag og Evans er í hópi bestu miðvarða deildarinnar á þessu tímabili. Ekki leiðinlegt að vita af því að þessir þrír munu væntanlega mynda 3/4 af varnarlínu liðsins í langan tíma. Einnig verður að hrósa Lindegaard, hann gerði vel þegar á reyndi.
Miðjan stóð sig vel að mestu leyti. Anderson var frábær, gaman að hafa miðjumann sem getur bæði tekið menn á og gefið alla flóruna af sendingum. Það var í rauninni allt fínt í þessum leik nema sóknin. Þar virðist allt vera of mikiðháð tilviljunum. Menn fá boltann, gefa hann á næsta opna mann eða senda hann bara eitthvað inní teiginn í von um að framherjinn nái boltanum. Sendingarnar eru ómarkvissar og oft finnst mér framherjarnir ekki í góðri stöðu inní teig í fyrirgjöfum. Annaðhvort eru þeir í feluleik bakvið varnarmenn eða standa kyrrir og bíða eftir boltanum. Á síðasta þriðjung þurfa menn að vera miklu hreyfanlegri og miklu markvissari í aðgerðum sínum.
Annars er þetta allt að koma og þessi leikur var mikil framför frá síðustu 3 leikjum liðsins. Ég vil sjá Carrick, Cleverley og Anderson fá að halda sér á miðjunni núna í nokkrum leikjum í röð og sjá hvort að sóknarleikur liðsins braggist ekki aðeins í kjölfarið.
Ari says
Vona að fólk hafi séð Anderson i leiknum. Besti maður liðsins. Rafael á hæla hans. Synd að mörkin urðu ekki fleiri. Já og Lindegaard áfram!
Stefan says
Já sammála síðustu ræðumönnum, Leist vel á flesta, nema ég veit að Rooney og Evra geta mikið betur. Og Lindagaard var flottur
F.E.V says
Anderson what a man ! vonandi að hann nái að tengja nokkra leiki saman og festa sig í sessi.
verðum samt klárlega að vera með vængmenn
en hvað er að frétta af rooney mér fynnst ekki sjón að sjá hann
jóhann ingi says
Tharf ekki Rooney bara ad fá ad spila frammi med RVP svona eins og 2 leiki í rod kannski. Hann er notadur út um allan voll. Ég hef engar áhyggjur af thessu med hann. Mínar helstu áhyggjur eru thessir kantara skrattar. Hvad er Ashley Young eiginlega slakur um thessar mundir ?? getur einhver svarad thví? Hann var fenginn til lidsins af thví ad hann er med frábaera krossa en hann er ekki einu sinni ad paela í thví ad koma med eina fyrirgjof. Hann er ad detta í sama flokk og Nani fyrir mér og thad eru ekki gódar fréttir. Fyrir mer eigum vid einn gódan kantara og hann hefur ekki verid ad spila mjog vel eins og oft ádur. Sennilega vegna einhverja meidsla en gud minn gódur hvad vid thurfum á honum ad halda.
Vardandi tígulmidjuna thá erum vid miklu théttari og sterkari med hana en einhvernvegin virkar thetta ekki mjog líflegt fyrir framan boxid. Allir bara ad gera eitthvad og rosalega thraungt eitthvad. Vantar tilfinnilega ad fá fleiri gaeda fyrirgjafir thar sem vid erum med fullt af flottum strákum til ad klára fyrirgjafir.
Annars fínt ad vid erum ad ná fram úrslitum alltaf en mér finnst vid vera langt frá okkar besta ennthá.
Mikid sammála einum hérna ad ofan sem vill halda thessari midju med Carrick, Cleverley og Anderson. Held thad hljóti ad vera ad fara ad gerast. Reyndar spiladi Fletcher mjog vel sidast thannig ad hann hlýtur ad gera tilkall líka. Verst ad kallinn hefur óedlilega mikla trú á 40 ára gomlum Giggs og Scholes og erum vid búnir ad fá ad blaeda nokkud fyrir thad finnst mér.
Áfram Man U
Ingvar says
Ekki alveg hægt að segja að vörnin okkar sé alveg laus við meiðsli þegar okkar besti maður er frá vegna meiðsla.
Björn Friðgeir says
Ingvar: Uss nei, þvílíkt bull í mér.
Er það afsökun að hann hefur verið svo lengi frá að maður er næstum búinn að gleyma honum, þó maður hafi séð hann í stúkunni í gær?
ellioman says
Not too shabby sending hérna hjá Anderson!
http://i.minus.com/ibfOFdQlqz3N0H.gif
DÞ says
Anderson er frábær. Hann átti alltaf eftir að verða frábær, það tók hann bara smá tíma að rísa upp. Vonandi bara að hann haldist heill, þá væntanlega eykst spilatíminn og sjálfstraustið.
Ég var ekkert í skýjunum með tígulmiðjuna. Miðjan stóð sig ekkert illa svosem en það vantaði svolítið upp á flæðið. Cleverly stimplaði sig ekki nægilega inn og Rooney var alls ekki upp á sitt besta. Sá sem er fremstur á tígulmiðjunni verður að tengja betur miðju og sókn saman en Rooney gerði en annars hafði ég alltaf ýmindað mér Kagawa í hans stöðu og Rooney uppi á topp með RVP. En bara þótt það hafi ekki verið flugeldasýning finnst mér hann alveg mega gefa tíglinum séns og halda honum í næstu leikjum. Allavega á meðan kantaranir okkar eru Welbeck, meiddir eða getulausir. Mér finnst allavega ekki réttlátt að Valencia, Young, Nani og Welbek fái að ræna spilatímum af tígulmannamiðjunni þar sem menn eru að standa sig og þurfa meiri spilatíma en þeir hafa verið að fá.