Leikmaður nóvembermánaðar valinn af lesendum Rauðudjöflarnir.is:
Javier „Chicharito“ Hernández
Eftir að hafa verið mest megnis á bekknum í byrjun leiktíðar vann Hernández sig aftur inn í liðið með góðri frammistöðu í lok október. Hann sló svo ekki slöku við í nóvember þar sem hann skoraði samtals fjögur mörk, eitt í meistaradeildinni og þrjú í úrvalsdeildinni. Minnistæðasta frammistaða Mexíkóans knáa var gegn Aston Villa þar sem hann skoraði tvö og „hálft“ mark og sneri leiknum gjörsamlega við, úr tapi í sigur. Á heimasíðu Manchester United vann Chicharito stórsigur í kosningunni um besta leikmann United í nóvember (67%) en hér var ansi mjótt á munum. Chicharito fékk 157 atkvæði af þeim 475 sem kusu, eða 33%, næstur var Rafael með 153 atkvæði, eða 32%. Þriðji var svo Anderson með 94 atkvæði eða 20%.
Hér er það áhugaverðasta sem við lásum í þessari viku:
Scott the Red talar um hvort liðið sé stærra í Manchester
Denis Law var gerður að sendiherra fyrir United.
Maurice Watkins talar um atvikið þegar Cantona sparkaði í Matthew Simmons
Mark Odgen á The Telegraph veltir fyrir sér framtíð Federico Macheda
Juan Sebastian Veron sér eftir að hafa farið frá United á sínum tíma.
Áhugaverð tíst:
https://twitter.com/ofurmaggi/status/273763933150654464
https://twitter.com/nickcoppack/status/276441879900463104
https://twitter.com/R_o_M/status/276432599130464256
https://twitter.com/gem7thompson/status/276454035345772545
https://twitter.com/BeardedGenius/status/276081858796716034
Vídeó:
Usain Bolt heldur áfram að vera töffari og sýnir Manchester United hulstrið utan um símann sinn í viðtali við Piers Morgan
Skildu eftir svar