Þvílíkur leikur, þvílík dramatík.
Ég vil byrja á því að þakka Arsene Wenger kærlega fyrir að selja okkur Robin van Persie. Þetta eru kaupin sem munu skilja að liðin þegar stigin eru talin í vor.
Að leiknum,
Það er óhætt að segja að United-menn hafi verið nokkuð svartsýnir fyrir þennan leik. Útreiðin á Old Trafford og ömurleikinn á Etihad á síðasta tímabili hafa líklega haft eitthvað með það að gera. Þegar blaðamennirnir birtu liðin á Twitter var ljóst að Sir Alex hafði komið öllum að óvörum:
De Gea
Rafael Evans Ferdinand Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Young
RvP
Bekkur: Johnstone, Jones, Giggs, Smalling, Hernandez, Welbeck, Scholes
Alla vikuna voru menn að gráta það að Cleverley væri frá en skiptingin gegn Cluj á 43. mínútu hefur pottþétt bara verið yfirvarp og hluti af þessum víðfrægu hugarleikjum. Jafnframt kom verulega á óvart að Valencia skyldi byrja leikinn en hann hafði verið frá vegna meiðsla. Þegar maður leit yfir liðið var ljóst að Ferguson ætlaði ekki að láta tapið á Etihad í síðasta leik endurtaka sig.
City menn byrjuðu mun betur í leiknum og réðu algerlega ferðinni fyrsta korterið. Okkar menn voru að elta boltann og fengu lítið að sjá af honum. Sem betur hafði Mancini tekið enn eina snilldarákvörðunina fyrir leik með því að henda Balotelli í byrjunarliðið í staðinn fyrir Tevez og því kom ekkert úr yfirburðum City. Á 16. mínútu fóru okkar menn upp allan völlinn á svona 5 sekúndum og 4 snertingum sem endaði á því að Wayne Rooney batt lokahnútinn á sóknina með hnitmiðuðu skoti í vinstra hornið. Gegn gangi leiksins en ætli maður sé ekki sama um það. Eftir markið færðist aukinn kraftur í spil United-manna og yfirburðirnir færðust frá hinum bláu til hinna rauðu. Það skilaði sér í öðru marki fyrir United. Liðið spilaði vel upp hægri kantinn, Rafel gaf boltann fyrir og þar mætti Rooney, lagði boltann glæsilega í netið. Hans 150. deildarmark og 10. mark gegn City. Skömmu áður hafði fyrirliði City farið af velli og í staðinn kom bílasalinn Francoi…Kolo Toure inná. Svekkjandi fyrir City að þurfa að vera án fyrirliða og besta manns síns en við ættum svo sem að þekkja það, Vidic er búinn að vera meira og minna frá síðan í Desember.
Staðan 2-0 í hálfleik og allt eins og það átti að vera.
Í seinni hálfleik lágu United-menn til baka en ógnuðu úr skyndisóknum. Evans þufti að fara útaf vegna meiðsla og Smalling kom inn. Balotelli sannaði það enn og aftur hversu frábær knattspyrnumaður og enn betri persónuleiki þegar hann stormaði inn í klefa eftir honum var skipt útaf í upphafi seinni hálfleiks fyrir Carlos Tevez. Fljótlega í fyrri hálfleik áttum við að komast í 3-0 þegar Young var ranglega dæmdur rangstæður eftir að hann fylgdi á eftir bylmingsskoti frá Robin van Persie. Annar leikurinn í röð sem mark er nokkuð augljóslega ranglega dæmt af okkur. Þetta reyndist afdrifarík mistök hjá dómaranum því 80 sekúndum eftir þetta drifu City-menn sig í sókn og náðu þeir að skora, De Gea varði vel 2 skot af stuttu færi en þar sem varnarmenn okkar voru nokkuð sofandi náði Yaya Toure að ná frákastinu og skora. Staðan því 1-2 í staðinn fyrir 0-3.
Eftir markið var City betri aðilinn á vellinum og sótti stíft. Varnarmenn okkar voru þó vandanum vaxnir og náðu að stoppa það sem hent að þeim. Það var ekki fyrr en á 86. mínútu sem City náði að jafna. City fékk horn og Zabaleta var alveg einn fyrir utan teiginn, boltinn barst til hans og hann þrumaði honum í gegnum pakkann. Staðan því 2-2. Gríðarlega fúlt en það er líklega ekki hægt að segja annað en að City hafi verðskuldað þetta.
Þetta skipti þó ekki máli því í blálok leiksins fengum við aukaspyrnu. Upp steig Robin van Persie og auðvitað skoraði hann í bláhornið. Staðan því 2-3. Game over. Þrjú stig. Takk hr. Wenger.
Leiðindaatvik var í fagnaðarlátunum í markinu þegar eitthver mannvitsbrekka kastaði pening eða einhverju álíka í Rio Ferdinand. Þetta fór beint í andlitið á Ferdinand sem fór blóðugur af velli. Þetta lenti millimetrum frá auganu á Ferdinand og hefði getað farið mun verr. Hreinlega til skammar hjá stuðningsmönnum City og það er nokkuð ljóst að FA þarf að taka rækilega á þessu máli.
Sigurinn er þó staðreynd og við erum því 6 stigum fyrir ofan okkar helsta keppinaut fyrir jólatörnina sem er auðvitað ekkert annað en frábært.
Kíkjun á nokkur tíst frá #Djöflarnir
Ég setti Kompany sem captain í fantasy fyrir þessa umferð.
United menn mega þakka mér fyrir meiðslin hans. #Djöflarnir #fantasy #fotbolti— Sigurbjörn Bárðarson (@sBardarson) December 9, 2012
– RT @jerradpeters Wayne Rooney – not even an out-and-out striker – is the youngest player to reach 150 Premier League goals. #Djöflarnir
— Elvar Örn Unnþórsson (@ellioman) December 9, 2012
Myndi ekki grenja ef það dytti inn eitt mark. RVP do yo thang! #djöflarnir #fotbolti
— Hjalti Rognvaldsson (@hjaltir) December 9, 2012
RVP!!! #djöflarnir
— Hjalti Rognvaldsson (@hjaltir) December 9, 2012
https://twitter.com/DoronSalomon/status/277795952155320320
Really not a matter of opinion, Young clearly onside. Should have been 3-0 up. All's well that ends well. pic.twitter.com/0Z9fzBAh
— Charles (@TheBusbyBoys) December 9, 2012
Another fine snippet from today. #MUFC #Manchester #DerbyDay #Citeh pic.twitter.com/5HmtTVQH
— Tanvir Hamid (@TanvirHamid1982) December 9, 2012
– Þetta er geggjuð mynd! pic.twitter.com/A3WUodxH #Djöflarnir #VanPersie
— Rauðu djöflarnir (@raududjoflarnir) December 9, 2012
Friðrik says
Gott að mistökin hjá línuverðinum skyldi ekki hafa skemmt leikinn því hefðum við komist í 0-3 þá hefði þetta verið búið.
ellioman says
„Skömmu áður hafði fyrirliði City farið af velli og í staðinn kom bílasalinn Francoi…Kolo Toure inná. “
hahaha! Vel gert!
Hannes says
“ Af virðingu við Man Utd stuðningsmenn þá fór ég ekki til Liverpool í sumar heldur til Stoke.
Þegar ég horfi til baka og velti fyrir mér hvað hefði getað gerst, þá er ekki spurning að ég hefði náð lengra ef ég hefði alist upp hjá Manchester United. Ég er all-sannfærður um að þá hefði ég verið á toppnum mun lengur „.
-Michael Owen
Magnús Þór says
Góð skýrsla og góður sigur. Góður dagur og góð vika framundan.
Sveinbjorn says
Yndislegur leikur, grét úr gleði þegar að RvP skoraði.
Sætasti sigur sem ég hef séð hjá United held ég bara.
Fergie setti þennan leik upp eins og honum einum er lagið
og það sást (eins og ég spáði hehe) að hann ætlaði að vinna þennan leik
sem og hann gerði. Skiptingarnar hans voru unaðslegar og hann er búinn
að vera stjórinn okkar allan þennan tíma útaf ástæðu.
En til hamingju elsku United stuðningsmenn, hugsa að ég opni barasta
einn bjór.
Ókei fimm.
Siggi says
Held að þetta hafi verið fyrsti leikurinn sem ég hef fylgst með á þessu tímabili þar sem mér fannst okkar menn eiga býsna góðan leik heilt yfir. Ekki verra að fá þá frammistöðu gegn City
Ásgeir says
Jólin komu snemma í ár. #rauð jól!
Kristjan says
Brillant, leið eins og belju sem er sleppt út úr fjósi á vorinn. Þegar RVP skoraði!!
Snævar says
Þvílíkur leikur…. held ég verði að hafa það að vana að hafa sprengitöflurnar í skál á borðinu þegar maður horfir á liðið spila. Þvílíkur karakters sigur og liðsheildin alveg að gera sig. En er það bara ég eða vantar menn aðeins upp á gredduna til þess að vinna fleiri af þessum 50/50 boltum? Það var oft mjög tæpt að menn tækju boltanna í vörninni og eins og Aguero og Tevez væru með tuðruna límda við lappirnar þegar þeir áttu það til að labba framhjá tæklingum varnarlínu djöflanna í leiknum. En allt í allt góð frammistaða og magnaður sigur.
En er það bara ég eða var verið að kasta drasli inn á völlinn oftar en bara í Rio? Var ekki Rooney að gefa það í skyn mun fyrr í leiknum?
ellioman says
@Snævar
Þegar Rooney var að taka horn í seinni hálfleik, þá stoppaði hann og tók upp pening sem hafði verið kastað til hans en dómarinn var ekkert að nenna spá í því, þannig að já. Getur séð atvikið hér: http://www.101greatgoals.com/gvideos/gif-wayne-rooney-pelted-by-abuse-missiles-by-man-city-fans/
Vonandi tekur FA á þessu, núna búið að koma fyrir í 2 United leikjum á þessu tímabili að áhorfendur séu að henda drasli inn á völlinn (Þessi leikur + Chelsea).
Elías says
Frábær leikur og frábær sigur. Hefði verið grátlegt að missa 2 stig útaf lélegri ákvörðun aðstoðardómara en þetta hafðist með frábæru framherjapari hjá okkur…
Páll Árnason says
Varð að fara út í göngu eftir leik til að róa mig niður. Alveg stórskostlegur endir eftir mikið klúður hjá aðstoðardómaranum, ekki bara tók hann af okkur löglegt mark heldur hefði hann átt að benda Atkins á gróft brot frá Tevez í restina sem átti að kosta hann rautt spjald og bann í næsta leik. Frábært að leggja málaliðana hans Mancini. Tveir enskir leikmenn komu við sögu í leiknum hjá City á móti níu hjá United.
Garfield says
Djöfull er þetta ljúft!
En mér fannst samt dómara pakkið hörmulegt í þessum leik, er ekki alltaf verið að tala um að þeir séu með okkur í liði. Það var svo klárlega ekki í þessum leik. (Mark tekið af okkur, Víti á toure? og hvar var rauða spjaldið á tevez?)
Hefði ekki getað endað betur en akkurat svona, láta city liðið halda að þeir séu að fara ná í 1-3 stig og hamra þessu svo inn í lokin beint í andlitið á þeim.
Forever United!
McNissi says
Vil bara benda mönnum sem vildu fá rautt á Tevez að það var hann sem gaf aukaspyrnuna sem sigurmarkið var skorað úr, þannig að réttlætið vann. Sérstaklega gaman því að sjá myndina af Rafael öskra/hlæja að Tevez í fagnaðarlátunum!
Þó að það hefði verið gaman að komast í 3-0 með Young markinu þá var þessi sigur bara enn betri eins og hann fór heldur en að vinna 3-0. Dramatískir sigrar á móti City eru bara svo extra sætir. Samanber Scholes skallamarkinu í uppbótartíma og auðvitað Owen markið.
Stefan says
Haha sammála McNissi og flestum hérna, virkilega sætur sigur.
Þetta er eitt af bestu leikjum sem við höfum haft lengi og ég var mun ánægðari með vörnina en venjulega. Ferdinand og Evra voru magnaðir í þessum leik og sýna gegn sterku liði City að þeir hafa þetta ennþá.
Stefán Arason says
Evra var magnaður í þessum leik :)
Brynjar says
Veit einhver hvað Evans verður lengi frá? Fannst hann standa sig mjög vel í gær og sýndi hvað hann er búinn að bæta sig mikið. Rio var líka að spila sinn besta leik í mjög langan tíma.
Þó svo að Persie hafi ekki sést mikið í leiknum þá er hann alveg ótrúlega mikilvægur í sóknarleik okkar því hann skilar nánast alltaf boltanum vel frá sér eins og sást í fyrsta markinu.
Heiðar says
Get ekki sagt að ég sé parhrifinn af orðalagi Henrys sem skrifar um City- United í Fréttablaðinu í dag. a) Hann gefur í skyn að það hafi verið gersamlega á móti gangi leiksins þegar að United komst í 0-2. Að mínu mati stjórnuðu United fyrri hálfleik alveg frá því að Rooney skoraði fyrra markið. b) Hann segir að van Persie hafi verið „arfaslakur“ og „ekki gert neitt annað en að skora þetta mark“. Þar með talið gleymir hann að segja frá stangarskoti van Persie og marki Young sem ranglega var dæmt af, en ef það hefði fallið með okkur hefðu úrslitin verið ráðin. Finnst ég sjá þetta alltof oft í fjölmiðlum, þ.e.a.s. að lítið sé gert úr frammistöðu United og einstakra leikmanna, án þess að þeir eigi það skilið.
Hannes says
Maður er alveg hættur að hlusta á þennan Henry, hann vakir allar nætur og er að horfa NFL og Twittar í leiðinni um það, ætla unfollowa hann núna.
ellioman says
Hér er vídeó sem sýnir allt það sem Van Persie gerði í leiknum gegn City. Megi hann eiga fleiri svona „arfaslaka“ leiki :)
http://www.youtube.com/watch?v=rh0Xx8XVQf8
Fyrir áhugasama þá er hér eins vídeó en með Rooney í stað RVP.
http://www.youtube.com/watch?v=llU21mrI97o