Sir Alex gerði tíu breytingar á byrjunarliði, enda var þessi leikur allt í einu hættur að vera leiðindatruflun milli erfiðra deildarleikja og í staðinn fínn til að koma með menn til baka úr meiðslum og auka leikæfingu.
Það tók ekki langan tíma þangað til Wayne Rooney tók upp markaþráðinn þar sem hann hafði skilið við hann fyrir meiðsli. Anderson átti frábæra sendingu upp á Hernandez sem var hárfínt réttstæður, óð upp í teig og lagði boltann snyrtilega fyrir Rooney sem skoraði í opið mark.
Leikurinn var síðan frekar opinn, United þó ferkar öflugri og náðu oft upp mjög fallegu spili og uppbyggingu, Oft vantaði aðeins herslumunninn til að lokasendingin rataði rétta leið, besta færið féll í skaut Nani, en West Ham náði að hreinsa nær því á línu. Síðari hluti hálfleiksins var allur okkar og West Ham náði lítið að brjóta niður þetta spil. Lokasendinguna vantaði þó enn.
Hernandez átti að bæta við strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks eftir einleik Rafaels alla leið úr vörn, fyrirgjöf sem varnarmaður klúðraði alveg og Hernandez hirti en skaut yfir og framhjá úr upplögðu færi. En það var síðan langt frá því að United næði upp sama spili og í fyrri hálfleik og West Ham réði lögum og lofum á vellinum. Hálfleiksræða stóra Sáms hafði greinilega áhrif. Rafael átti gott inngrip í sendingu sem var farinn framhjá Lindegaard og skömmu síðar kom skot yfir og farið að fara andskoti illa um mann.
Loksins kom smá séns hinu megin, aftur voru það Rafael og Hernandez sem náðu saman en Jaaskelainen sá við Chicharito.
Anderson var farinn að þreytast og Carrick kom inn á og við það komst betra skikk á leikinn. Scholes kom inná fyrir Nani, en Giggs fékk að vera áfram, búinn að vera gríðar frískur i leiknum og hann fiskaði víti á 78. mínútu með að negla í hendi Spence. Frekar harður dómur og virtist sem Rooney væri sammála enda dúndraði hann vítinu hátt yfir. Fer nú að líða að því að hann taki ekki víti lengur.
Annars gerðist ekki fleira í þessum leik en að Scholes var heppinn að sleppa með gult eftir glæfralega tæklingu á Taylor og United bókar leik gegn Berbatov í næstu umferð.
Þetta var semsé verulega kaflaskiptur leikur með réttum úrslitum og góðri leikæfingu fyrir leikmennina sem voru að stíga upp úr meiðslum. Í fyrri hálfleik átti allt liðið góðan leik, í seinni hálfleik síður en svo. Yfir það heila voru þeir Giggs og Rooney einna í síðari hálfleik ofan á góða frammistöðu í þeim fyrri. Það er ekki hægt að velja mann sem klúðrar víti mann leiksins þannig að Ryan Giggs fær það fyrir eina bestu frammistöðu sína í vetur.
ellioman says
Kallinn á algjörlega skilið að vera valinn maður leiksins, ótrúlegt hvað hann ætlar að endast lengi. Einn á Twitter kom með góða spurningu;
„Has Ryan Giggs driven to Old Trafford in a Delorean tonight?“
Frábær tímasetning að fá Anderson og Rooney aftur í liðið. Nú vonar maður bara að Anderson standi sig jafnvel og hann gerði fyrir meiðsli, vonandi er að fara rætast úr drengnum. Verður svo frábært að sjá Rooney með RVP í framlínunni á næstunni.
Nú þurfum við að hefna fyrir tapið gegn Spurs fyrr á leiktíðinni. Villa Boas náði að pirra mig allsvakalega þegar þeir sigruðu okkur á Old Trafford.
jóhann ingi says
Giggs frábaer í leiknum en ég held ad midvardarparid Smalling og Jones hljóta ad fá menn leiksins fyrir ad halda hreinu og díla vid allar thessar sendingar inn í boxid. Erum med helvíti fína breidd varnarlega ef thessir tveir atla ad spila svona.
Erum svo aldrei ad fara ad tapa fyrir Fulham á heimavelli thannig ad thetta lítur bara vel út thetta árid í F.A cup.
Vil fá Rooney inn í startid á móti tottenham og Giggs á vanginn. Kallinn er bara helvíti spraekur thar og glettilega hradur. Kannski enginn Bale en med betri ákvardanatoku en hinir vaengmennirnir okkar ad mínu mati og betri overall player.
Áfram Man U !