Leikurinn fór mjög einkennilega af stað þegar Michael Carrick átti óskiljanlega sendingu aftur á de Gea sem náði ekki til boltans og Jay Rodriguez skoraði í autt markið, 0:1 eftir aðeins rúmar 2 mínútur. Á þessum tíma var spilið mjög tilviljunarkennt og illa gekk að byggja upp sóknir. Það var svo á 8.mínútu að United jafnaði leikinn, var á ferðinni Wayne Rooney sem skoraði laglegt mark. Eftir markið þá var eins og allt annað United lið væri á vellinum, flott spil og gaman var að sjá Kagawa spila vel en hann var nánast búinn að koma United yfir en skotið hans fór í stöngina. Robin van Persie tók aukaspyrnu á hægri kantinum sem rataði á kollinn á Patrice Evra sem skalli boltann fyrir á Rooney sem gat ekki annað en skorað, staðan 2-1. Þrátt fyrir tilraunir þá var ekki meira skorað, 2:1 í hálfleik.
Gestirnir frá Southampton voru miklu betri í seinni hálfleik, Pocchettino gerði góðar skiptingar sem virtust ætla að gera gæfumuninn fyrir þá. Langar voða lítið að tala um þenna seinni hálfleik sem er örugglega það versta sem ég hef séð United spila á Old Trafford í langan tíma. Engin af skiptingunum hjálpuðu til, urðum í raun verri með hverri skiptingunni. Síðustu 10 mínúturnar voru United að spila nauðvörn og þrykktu boltanum bara upp völlinn til að fá smá breik. Það kom ekki að sök því að við hirtum öll stigin 3 og erum núna með 7 stiga forystu á City sem gæti orðið að 10 um helgina.
Maður leiksins er Wayne Rooney, og Shinji Kagawa var líka flottur.
https://twitter.com/insidesafstand/status/296738019036233728
https://twitter.com/vdsar1970/status/296737950572609537
https://twitter.com/DoronSalomon/status/296737304112922624
Egill Óskarsson says
Þetta var óvenjuslæmt í seinni hálfleik en þetta er orðið alltof algengt hjá liðinu. Komast yfir og leyfa andstæðingnum svo að ráða ferðinni. Þetta hefur sem betur fer ekki komið illa í bakið á liðinu ennþá, ef við undanskiljum Tottenham leikinn, en þetta getur varla gengið svona mikið lengur.
Theodór Freyr says
Verður maður ekki að segja að Rooney sé maður leiksins með bæði mörkin? Mér fannst samt æðislegt að sjá Kagawa spila svona vel, og vona að við fáum að sjá taktana sem hann sýndi hjá Dortmund sem fyrst. Hann er auðvitað ekki fyrsti leikmaðurinn sem kemur úr erlendri deild og þarf eitt tímabil til að fóta sig.
Carrick var hins vegar skelfilegur, átti margar mjög slappar sendingar. Sú versta var auðvitað sú sem gaf markið. Að mínu mati átti hann alveg 90% af því klúðri, og því erfitt að kenna De Gea um, þó hann hefði mátt vera aðeins ákveðnari.
En við erum komnir með gott forskot á ljósbláu mennina, og höldum því vonandi á móti Fulham :-)
siggi United maður says
Mér fannst þetta bara fínt, þrátt fyrir óþarfa stress undir lokin. Við gerðum akkúrat nóg til þess að taka 3 stig, án þess að eyða orku á móti liði sem hefur allt að sanna fyrir nýjum stjóra. Við áttum líka betri færi en þeir í síðari. Þetta er einn af þessum týpísku leikjum sem þarf að vinna, þetta var ljótt, en það verður öllum alveg sama um þennan leik þegar við lyftum bikarnum í vor. Eina hörmulega við þennan leik var völlurinn, það þarf að kíkja eitthvað á það. Mom Rooney að sjálfssögðu fyrir mörkin tvö. Svo Vidic, svo Evra.
Eeeeeinar says
Þetta gerist þegar við spilum Scholes og Giggs saman á miðjunni!!!
djók.
Erfiður leikur á móti liði sem er í fallbaráttu og kominn með nýjan þjálfara, algjör bikarleikur frá þeirra enda. Hrikalegt að horfa upp á þennan síðar hálfleik, en svona bara gerist stundum hjá öllum liðum við og við – skiptir öllu að hafa náð 3 stigum. Það er meistarabragur á að spila jafn illa en að ná að grinda út þessum stigum. Sérstaklega ljúft þar sem Chelsea, Spurs, Arsenal, Liverpool og shitty gerðu öll jafntefli um helgi.
DÞ says
Hrikalega sending hjá Carrick en sem markvörður í þessari stöðu verðuru að þrykkja boltanum burt, skítt með það þó hann hefði óvart sparkað í andstæðinginn og fengið á sig víti, það hefði þó verið heiðarleg tilraun og engin hætta á að fjúka útaf. Mér þótti hann bara hreinlega ekki þora að keyra í boltann eins og hann þurfti að gera. Hvað var þetta hjá honum? Það var hræðilegt að sjá hvernig hann mætti boltanum.
Ég elska hvað hann er efnilegur og allt það en strákurinn verður að fara verða að manni og hætta þessari fóbíu við contact.
Pétur says
Ég hef alltaf verið De Gea maður en þetta var alveg hræðilegt fannst mér, vantar alla ákveðni….en sem betur fer bætti hann fyrir þessi mistök með klassavörslu í seinni hálfleik.
Rooney góður, Kagawa góður, Jones fannst mér góður, baráttuhundur.
Carrick slæmur, elska hann samt.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Koma slæmir leikir hjá öllum öðruhvoru, meisturum tekst að fá samt eitthvað úr þeim leikjum. HRÆÐILEGUR seinnihálfleikur en samt sigur :)
Baldur Seljan says
Sammála seinasta ræðumanni. Við getum ekki alltaf ætlast til þess að eiga stórbrotna frammistöðu leik eftir leik. Mér persónulega fannst þetta aldrei þannig séð í svakalegri hættu, þrátt fyrir að þeir höfðu boltann meira í seinni hálfleik. Hefðu þeir skorað jöfnunarmark er ég viss um að við hefðum komið til baka strax, jafnvel í næstu sókn. Það er bara þannig á Old Trafford ef að liðið er ekki að valta yfir andstæðinginn á fyrstu 70.mín leiksins og við erum með 1 marks forskot þá dettum við aftur og höldum fengnum hlut. Næstkomandi laugardag munu þeir sýna úr hverju þeir eru gerðir og landa góðum sigri á Fulham, sanniði til. Eitt sem fer samt örlítið í taugarnar á manni og það er grasið á vellinum þessa daganna, en vonandi að það verði orðið flott þegar Spánarmeistararnir kýkja í heimsókn.
McNissi says
MOTM Vidic! Hann er svakalegur í vörninni og hélt í rauninni hreinu…. (ef ekki hefði verið fyrir eitthvað rugl í Carrick)
Kagawa líka góður, átti flotta snúninga, óhræddur við að fara á menn, óheppinn með skot í stöngina og lagði upp fyrra markið með frábærri chippu yfir vörnina. Samt var hann ekki í sinni uppáhalds stöðu! Ég vel hann framyfir Nani og Valencia á kantinn þessa dagana, klárt mál.
Ég er samt ekki sammála því að þetta hafi verið hræðilegur seinni hálfleikur. Fótbolti snýst jafn mikið um vörn eins og sókn og í gær þá lá lið á okkur í ca.45 mínútur án þess að stór hætta hafi skapast. Þeir komust næst því að skora með skoti úr aukaspyrnu sem stefndi í hornið en De Gea kom fljúgandi og varði það. Vörnin og markmaðurinn voru menn leiksins í gær!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Eins og hann Baldur minnist á, hvað er eiginlega málið með grasið? Þetta er hræðilegt, núna veit ég ekkert hvað þarf að gera til að laga þetta en það verður að gera eitthvað.
Sveinbjorn says
Gamalt gras og Sir Alex er búinn að segjast ætla að láta skipta um það í sumar.
McNissi says
Þeir VERÐA að laga grasið fyrir leikinn á móti Real Madrid. Ég vil sjá hraðan leik með flottu spili þar sem boltinn fær að fljóta en ekki skoppa á lélegu grasi!