Eftir frábæra byrjun United voru þeir á endanum heppnir að fá annað tækifæri til að komast í undanúrslitin og mæta Manchester City.
United byrjaði miklu betur. Boltinn var að ganga vel á milli og strax á fimmtu mínútu leit Michael Carrick upp á miðjunni og sá möguleikann. Hann sendi háa sendingu inn á teiginn, Hernandez kom sér í stöðuna, stökk upp og skoraði með nettum skalla yfir Cech sem var fastur í einskismannslandi, kominn af línunni en ekki út í Javier.
Rétt rúmum fimm mínútum síðar var Cech aftur í ruglinu. United hafði staðið af sér staðlarar sóknir-eftir-að-fá-á-sig-mark sóknir Chelsea, kom upp í sókn og brotið var á Nani utan við vítateigshornið vinstra megin. Rooney tók aukaspyrnuna, sveiflaði boltanm inn á teiginn þar sem Luiz og Evans stukku upp, misstu báðir af boltanum og hann hélt áfram óáreittur í markhornið. Cech var frosinn á línunni, alveg óviðbúinn að báðir misstu af boltanum.
2-0 eftir 10 mínútur og 20 sekúndur, ekki slæm byrjun.
Chelsea fóru eftir þetta að taka nokkur völd á vellinum, og auka sóknarþunga. Vörnin var þó föst fyrir og var ekkert að hleypa þeim of langt. Loks kom þó að því að United stoppaði þá vitleysu og fór að sækja. Cech þurfti að verja glæsilega skalla frá David Luiz… já. Rooney átti gott skot sem hrökk af Cech, Luiz skallaði að marki og Cech rétt náði að slá boltann . yfir. Hefði verið mjög skemmtilegt sjálfsmark annars.
Eftir nokkura mínútna yfirráð hleypti United svo Chelsea í sama farið. Chelsea hélt boltanum vel á miðjunni, sótti upp að teig, en þar strandaði allt á vörn United, hvort sem það var Rafael, Rio, Evans eða Evra. Sóknirnar þyngdust þó og Victor Moses gerði vel þegar hann hitti hornfánann… úr nokkuð opnu færi í teignum. Ákveðið afrek þar á ferð.
Nani hafði verið að spila vel en mínútu fyrir lok hálfleiksins meiddist hann og var strax tekinn útaf fyrir Valencia.
Seinni hálfleikur var nokkuð jafn framan af. Hvorugt liði náði jafn miklum yfirburðum og þau höfðu skipst á að hafa í fyrri hálfleik, en Chelsea þó meira með boltann og eftir tvöfalda skiptingu Lampard og Moses fyrir Mikel og Hazard jókst sóknarþunginn. Þeir áttu tveggja mínútna stanslausa sókn og rétt þegar United hafði bundið enda á hana kom Chelsea beint til baka og Hazard sneri boltann inn af vítateigslínu, framhjá Rafael og De Gea, 2-1.
United reyndi sitt besta til að breyta þessu, Van Persie kom inná og United sótti svolítið. En þá komst Chelsea í skyndisókn sem endaði á því að Ramirez komst í gegn og skoraði. 2-2. Sanngjarnt, enda höfðu þeir átt mestan hluta hálfleiksins.
Loksins eftir þetta náði United nokkrum sóknum, en það mesta sem kom út úr því voru tvö verstu skot vetrarins, Valencia ætlaði að taka þrumu á lofti við teiginn en það endað sem þver’sending’ og síðan þrumaði Cleverley næstum yfir stúkuþakið. Victor Moses hlýtur að hafa liðið betur á eftir. Chelsea sótti mun meira það sem eftir lifði leiksins og sóknir United voru afskaplega máttlausar og skar sig þar úr Antonio Valencia sem átti alveg ótrúlega slakan leik. Það er ekki eins og það sé vottur eftir af gamla Valencia og er vonandi að Nani sé ekki illa meiddur.
Juan Mata, besti maður Chelsea, átti að klára leikinn á 90. mínútu en í stað þess að hann næði að setja boltann laglega framhjá De Gea, varði David skotið snilldarlega og sá til þess að leikjaröðunartölvan fær höfuðverk, þar sem það er víst ekki búið að gera ráð fyrir aukaleiknum.
En við megum kallast afskaplega heppnir að sleppa í aukaleik. Fyrstu tíu mínúturnar voru frábærar, og stöku kaflar eftir það í fyrri hálfleik, en seinni hálfleikur var einn sá slakasti sem maður hefur séð á þessu ári. United gaf miðjuna gjörsamlega eftir og gat aldrei náð henni aftur. Skiptingin hjá Chelsea þegar Hazard og Mikel komu inná sá alveg til þess og við erum hreinlega ekki með sams konar miðjumenn, eigum alltaf erfiðara með að ná valdi á miðju ef við höfum það ekki, allt annað mál ef við erum með yfirhöndina. Ekki hjálpaði að sendingar United voru verulega slakar í dag.
Vörnin var verulega góð í fyrri hálfleik, en eftir sem miðjuyfirburðir Chelsea urðu meiri þá varð æ erfiðara fyrir þá að verjast.
Ekki góður dagur þrátt fyrir góða byrjun, en við fáum annað tækifæri… og svo bíður City. Núna er vika í næsta leik, og síðan tekur við landsleikjahlé, þannig að það gefst tími til að gyrða í brók og finna út úr því hvað klikkaði í dag.
Óli says
Er ekki frá því að þetta sé ein lélegasta frammistaða tímabilsins, þeir voru lélegri en þegar þeir voru einum manni færri á þriðjudaginn. Ég hef heldur ekki séð United lið gefa boltann jafn oft frá sér og í dag, það þarf aðeins að tala yfir þeim í vikunni og það má alls ekki að vera með svona frammistöður í deildinni, annars gæti eitthvað skelfilegt gerst!!!
Jóhann Ingi says
Ömurleg frammistaða. Takk De Gea fyrir að koma okkur í umspil. Robin má alveg fara að koma með einhverja töfra aftur fljótlega. Til þess er hann þarna blessaður. Fannst bara spilið yfir höfuð og possessionið ekkert í þessum leik og er hálf hissa á þessari frammistöðu.
Chelsea og Benities fá hrósið mitt í dag og De Gea.
Lélagsta frammistaða tímabilsins by mile ! Langar að drulla yfir miklu fleiri en læt þetta duga.
Áfram Man U
Baldur Seljan says
Það fer í taugarnar á manni að vera 2-0 yfir í hálfleik og tapa þessu svo niður með skelfingar frammistöðu í þeim síðari. Menn verða að fara girða sig í brók og sýna úr hverju þeir eru gerðir. Ekkert nema kæruleysi og nú tekur við annar leikur á brúnni, sem þýðir meira leikja álag fyrir loka átökin í deildinni.
Nani var að spila mjög vel og vona ég að hann verði ekki lengi frá.
Aðeins að Valencia….. hvað kom fyrir hann?? Búinn að vera hrein hörmung og honum líður gífurlega illa á boltanum! Kalla eftir karakter og trú á því verkefni að geta tekið þessar tvær dollur, höfum alla burði til þess!
Kristjan says
Ef Valencia heði fengið að koma inn á móti Madrid þá hefði United tapað stærra. UnIited hefði verð betur set á mót Chelsea einum færra en með hann innan borðs.
Hannes says
Hefðum átt að vera búnir að klára þennan leik, Chelsea hefði ekki komið tilbaka úr 3-0. Valencia er búin að vera hræðilegur og á að sjá sóma sinn í því að skila sjöunni strax og biðja um annað númer! Hvað er eiginlega langt síðan að RVP skoraði mark ? Hvenær er annars þessi leikur gegn Chelsea á brúnni ? sigurvegarinn mætir svo City í undanúrslitum og svo erum við að tala um það að Wigan sé væntanlega á leið í evrópukeppni þ.e.a.s. ef þeir klára blackburn/millwall í undanúrslitum.
KristjanS says
Hef sjaldan orðið jafn pirraður og að horfa einn hálfleik og seinni hálfleik í þessum leik! Liðið gat vart haldið boltanum og sendingar rötuðu bara ekki rétta leið. Héldu menn að þetta væri komið? Og hvað gerðist í jöfnunarmarkinu hjá Chelsea? Voru menn svona agalega latir tilbaka?
Hvað er að gerast með Valencia? Það hlýtur eitthvað að vera angra manninn… Er hann enn á bömmer eftir að myndavélinni hans var stolið þegar hann var í landsliðsverkefni fyrir einhverju síðan…. Eða er þetta pressan að bera sjöuna?
Reikna með að Mancini sé glottandi núna. Eflaust bestu úrslit sem City menn gátu hugsað sér. Það verður forvitnilegt að sjá hvenær leikurinn á Stamford Bridge verður leikinn. Ætli hann verður ekki settur á eftir leikinn gegn Sunderland? Leikur í miðri viku gegn Chelsea í bikar, City á heimavelli á mánudegi og vonandi aftur City í bikar helgina þar á eftir.
Má samt til með minnast á fyrsta markið hjá okkar mönnum í dag! Þvílík sending hjá Carrick og ekki síðri afgreiðsla hjá Hernandez. Augnakonfekt!
Vonandi bæta menn upp fyrir þennan leik og taka Reading sannfærandi um næstu helgi sem og að slá Chelsea út á Stamford Bridge!
Runólfur says
Er einhver með tölu á því hversu oft United hefur hent frá sér 2-0 forystu? Í vetur hefur þetta gerst bæði gegn City og Chelsea, jú United kom til baka og vann 3-2 en það er ótrúlegt að henda svona oft frá sér 2-0 forystu. Held það ahfi verið tímabilið 2010 eða 2011 þegar United henti frá sér 2-0 forystu svona 6-7x á tímabilinu, orðið pirrandi þema. Annars verð ég að segja að mér fannst undarlegt að sjá Anderson ekki byrja þennan leik þar sem Carrick er líklega búinn á því eftir að spila alla leiki og Cleverley fékk högg í síðasta leik. Allavega, liðið fær annan séns og ég ætla rétt að vona að þeir taki hann – svo er nokkuð ljóst að úrslitaleikurinn fer fram í Undanúrslitum. Stórlega efast um að Wigan, Millwall eða Blackburn standi í United, Chelsea eða Man City.
Stefan says
Menn eru þreyttir og eiga eftir að bæta sig, flott að tapa allavega ekki þessum leik :)
úlli says
Ég var drullustressaður fyrir þennan leik og er ánægður að liðið sé enn með í keppninni. Það er ekki sjálfgefið að lið tvíeflist við vonbrigði eins og gegn Real.
Svo má ekki gleyma því að Chelsea er algjört hörkulið. Pund fyrir pund er hópur þeirra þannig að það er skandall að þeir séu ekki í titilbaráttu. Þar að auki er Rafa nokkur Benitez að stjórna þeim sem vill ekkert frekar en að hafa betur gegn Ferguson.
Ef við náum að komast gegnum Chelsea og City og vinna þennan bikar, auk deildarinnar, þá gæti þetta orðið eitt af betri tímabilum undanfarinna 20 ára að mínu mati. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar fram að vori.
DMS says
Maður fer ósjálfrátt að íhuga framtíð Valencia hjá félaginu ef þessar frammistöður hans halda svona áfram. Zaha væntanlegur næsta sumar. Eins og staðan er í dag þá hlýtur Valencia að vera aftastur í goggunarröðinni af vængmönnunum.
Rakel says
eitt sem ég skil ekki, af hverju var Hernandez tekin svona snemma út af? Hann er alltaf öflugur á móti CHealse, ég man ekki alveg hvað hann er búin að skora mörg mörk á móti þeim, en þau eru nokkur, og svo annað og það er hann Valencia kallinn, hvað er að frétta??
McNissi says
@Rakel
Samkvæmt Yahoo þá er Chicharito með 7 mörk í 10 leikjum á móti Chelsea.
Kemur mér soldið á óvart hvað hann er búinn að spila oft á móti þeim, svona ,,ný“ kominn til United.
Ásgeir says
Ætla nú ekki að tjá mig mikið um leikinn, en mikið ofboðslega fer það í taugarnar á mér að sjá United stuðningsmenn skrifa „Man U“, eins og Jóhann Ingi gerir í kommenti nr.2 hérna að ofan. Hérna er ástæðan fyrir því að við köllum liðið okkar ekki „Man U“:
http://wiki.answers.com/Q/Why_is_ManU_an_insult_to_Manchester_United
Ætla ekki að vera með nein svakaleg leiðindi, en gott að benda mönnum á þetta sem vissu þetta ekki fyrir.
Björn Friðgeir says
Það er alveg rétt að mönnum er almennt illa við ‘ManU’, en þessi grein er ekki alveg öll sagan.
Þetta var upphaflega engin móðgun:
http://therepublikofmancunia.com/why-saying-man-u-isnt-so-bad/
en eftir notkun annara á þessu, þmt þessi West Brom söngur þá er það orðið þannig:
http://therepublikofmancunia.com/man-u-munich-and-duncan-edwards-part-ii/
Annars minnir mig þessar greinar hafi verið lengri sem skýrir vísunina í ‘Red Matters’ bókina.
Semsé: Ekki nota ManU eða Man U, takk.
úlli says
Ein spurning, hvaða fótboltatengdu podcöst hlustið þið helst á?
Ég hlusta auðvitað á football weekly og nýlega fann ég the manchester redcast sem mér finnst ágætt. En er eitthvað sem þið mælið með að sofna yfir á kvöldin?
Björn Friðgeir says
Andy Mitten er með podcast af og til á Daily Mirror, hér er nýjasta: http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/united-stand-podcast-andy-mitten-1751207
Finn reyndar ekki hvar hægt er að gerast áskrifandi eða sjá yfirlit þannig það er víst skást að elta hann á twitter til að taka eftir nýjum: https://twitter.com/AndyMitten
jóhann ingi says
Madur er alltaf ad laera eitthvad nýtt ! Hafdi ekki hugmynd um ad Man U vaeri eitthvad insult og verdur thad thví hér med ekki endurtekid. :D
Lengi lifi Manchester United, vona ad ég sleppi med thetta :D