United sigrar Sunderland með einu marki gegn engu á Stadium of Light, aftur. United liðið var að spila rosalega í svona 70+ mínútur og voru á tímabili í seinni hálfleik 80% með boltann. Leikurinn var í raun aldrei jafn spennandi og staðan gefur til kynna. Sunderland voru aldrei líklegir til að jafna leikinn.
Sir Alex kom kannski einhverjum á óvart með sterku byrjunarliði í dag, margir höfðu búist við hálfgerðu varaliði í dag en sú var sko ekki raunin. Á 27. mínútu fékk van Persie boltann á vinstri kantinum og eftir smá leikfimiæfingar átti hann skot sem átti viðkomu í hinn alæmda Titus Bramble og þaðan í netið, óverjandi fyrir Mignolet í markinu. Staðan 1-0 og maður vonaði alltaf eftir fleiri mörkum en átti svo sem alveg lúmskan grun um að þetta yrðu úrslitin. Þrátt fyrir gífurlega yfirburði í fyrri hálfleiknum þá náði United ekki að bæta við marki.
Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og hinum lauk. United lék sér með boltann en voru samt ekki að skapa færi í samræmi við yfirburði. Sunderland hefðu átt að rukka aðgangseyri fyrir liðið sitt því lengi vel voru þeir bara áhorfendur inni á vellinum. Þeir hresstust þó aðeins við undir restina en sigurinn var þó aldrei í hættu.
Það góða
Með sigrinum erum við með 18 stiga forystu á nágranna okkar og erkifjendur
Carrick var frábær í dag
Kagawa einnig, sérstaklega fyrstu 60 mínútur leiksins
David de Gea er núna ekki búinn að fá mark á sig í deildinni síðan snemma í leiknum gegn Southampton eða 628 mínútur
Robin van Persie „skoraði“
Alexander Büttner var mjög sprækur og hefði með smá heppni jafnvel skorað í dag
Það slæma
Rafael fór útaf meiddur í fyrri hálfleik
Ashley Young og Antonio Valencia voru alls ekki sannfærandi í dag
Slökuðum helst til of mikið á í seinni hálfleik í staðinn fyrir að drepa leikinn
Maður leiksins
Nokkur tíst
25 – Manchester United are the first team in English top-flight history to win 25 of their first 30 league games of a season. Special.
— OptaJoe (@OptaJoe) March 30, 2013
Clean sheets wins you titles as we know at #Manutd! Didn't see the game but 18 points clear and our neighbours next week at home!#titleback
— Edwin van der Sar (@vdsar1970) March 30, 2013
Buttner was nice today but Carrick was standout for me. Nice 3points that now roll on monday!
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) March 30, 2013
Can you imagine last May being told we would be 18 points clear at the top the next we came to the Stadium of Light?
— Scott Patterson (@R_o_M) March 30, 2013
These mediocre 2nd halfs've happened so many times now I'm convinced the players've been told to do this and thus actually playing very well
— Chris Cooper (@CMEC22) March 30, 2013
UPPFÆRT KL.21:44 – Martin O’Neill hefur verið rekinn frá Sunderland
Stefan says
Frábært review og gaman að fá svona positive/negative punkta.
Skemmtileg lesning, vona að Rafael jafni sig fljótt, við þurfum hann.
Hinsvegar þurfum við nýja vængmenn, sérstaklega amk 1 vinstra megin.
Young er alls ekki að gera sig síðan hann kom, þrátt fyrir eina og eina sókn sem hann kemur með.
Valencia fer vonandi að koma aftur en ég hef alltaf haldið mikið upp á hann, þrátt fyrir verulega slaka frammistöðu á þessu tímabili. Útkoman hjá Fergie ætti að vera einföld, replace-a þá og láta þá vinna fyrir sæti sínu, hann er aldeilis búinn að láta Nani finna fyrir því amk.
DMS says
Sammála því. Mikið held ég að Wilfried Zaha hugsi sér gott til glóðarinnar. Ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu næsta sumar þá gæti hann verið í feyki góðum séns að næla sér í reglulegt byrjunarliðssæti í upphafi næsta tímabils…svona miðað við að vængmennirnir okkar haldi áfram að spila undir pari.
Hvað varðar leikinn í dag þá var maður eiginlega aldrei hræddur um að missa leikinn í jafntefli. Vörnin er það solid núna að lið eins og Sunderland eiga lítinn séns að skora gegn okkur. Manni finnst United vera komnir í einhver gír núna, hver leikur bara tekinn föstum tökum og gert það sem þarf að gera til að ná í 3 stigin – engin flugeldasýning en ekkert kjaftæði heldur. Minnir svolítið á vélina sem Mourinho gerði Chelsea að þegar þeir settu stigametið á sínum tíma, 1-0 sigrar trekk í trekk.
Cantona no 7 says
Góður sigur og þrjú stig.
Young og Valencia eru ekki að spila vel.
Menn munu bæta sig fyrir Chelsea leikinn.
Sir Alex mun hreinsa til í sumar og mega Young og fleiri fara að passa sig.
Nú vonar maður að menn bæti bara stigametið í deildinni.
Áfram Man. Utd.
Sigurjón says
Smá stats úr leiknum:
* David de Gea (goalkeeper): 6/12 passing (50%), 0 goals conceded, 1 save
* Rafael (right-back | substituted off 33′): 10/15 passing (67%), 0 chances created, 0/1 crosses, 0/0 long balls, 0 successful dribbles, 0 tackles, 1 interception, 3 clearances (1 effective), 0 shots blocked, 0 fouls
* Chris Smalling (right-center-back, right-back): 35/49 passing (71%), 0 chances created, 0/0 crosses, 3/6 long balls, 1 successful dribble, 0 tackles, 2 interceptions, 16 clearances (9 effective), 1 shot blocked, 0 fouls
* Nemanja Vidic (left-center-back): 38/39 passing (97%), 0 chances created, 6/7 long balls, 2 tackles, 1 interceptions, 16 clearances (11 effective), 1 shot blocked, 1 foul
* Alexander Buttner (left-back): 30/41 passing (73%), 0 chances created, 0/2 crosses, 0/2 long balls, 1 successful dribble, 3 tackles, 1 interception, 6 clearances (2 effective), 0 shots blocked, 0 fouls
* Michael Carrick (central-midfield): 83/91 passing (91%), 2 chances created, 1/1 crosses, 2/2 long balls, 0/0 through balls, 1 successful dribble, 1 foul won, 1 tackle, 1 interception, 0 shots
* Anderson (central-midfield | substituted off 84′): 48/58 passing (83%), 1 chance created, 0/0 crosses, 5/7 long balls, 0/1 through balls, 1 successful dribble, 0 fouls won, 3 tackles, 0 interceptions, 0 shots
* Antonio Valencia (right-winger): 34/42 passing (81%), 0 chances created, 1/3 crosses, 1/3 long balls, 0/0 through balls, 2 successful dribbles, 1 foul won, 5 tackles, 0 interceptions, 0 shots
* Ashley Young (left-winger): 51/59 passing (86%), 8 chances created, 3/8 crosses, 0/1 long balls, 0/1 through balls, 1 successful dribble, 2 fouls won, 1 tackle, 0 interceptions, 1 shot (1 on target)
* Shinji Kagawa (central-attacking-midfielder | substituted off 79′): 51/56 passing (91%), 0 chances created, 0/0 crosses, 2/2 long balls, 0/0 through balls, 1 successful dribble, 1 foul won, 2 tackles, 0 interceptions, 1 shot (1 on target)
* Robin van Persie (striker): 21/23 passing (91%), 1 chance created, 1/3 crosses, 2/2 long balls, 0/0 through balls, 0 successful dribbles, 4 fouls won, 7 shots (4 on target)
* Jonny Evans (center-back | substituted on 33′): 26/30 passing (87%), 0 chances created, 0/2 long balls, 2 tackles, 4 interceptions, 3 clearances (3 effective), 0 shots blocked, 0 fouls
* Danny Welbeck (striker | substituted on 79′): 13/14 passing (93%), 0 chances created, 0/0 crosses, 0/0 long balls, 0/0 through balls, 0 successful dribbles, 0 fouls won, 0 shots
* Tom Cleverley (central-midfield | substituted on 84′): 10/12 passing (83%), 0 chances created, 0/0 crosses, 1/2 long balls, 0/0 through balls, 0 successful dribbles, 0 fouls won, 1 tackle, 0 interceptions, 0 shots
Runólfur says
Þessar kantmanns áhyggjur eru mér óskiljanlegar. Næsta tímabil mun vera minnst fyrir : Return of The King! (Þá er ég auðvitað að tala um King Bebe aka. BoomBoom!). A New Hope er líka ágætis nafn á endurkomu þessa mikla meistara.
Björn Friðgeir says
Runólfur: sjá komment hjá mér sem fór í upphitunarþráðinn…