Liðinu var aðeins öðruvísi stillt upp en í fyrstu fréttum,
De Gea
Valencia Smalling Ferdinand Evra
Nani Jones Carrick Cleverley
Hernandez
Welbeck
Leikurinn byrjaði nokkuð skemmtilega, liðin sóttu á víxl, án þess að skapa neitt mikið, aðallega af því að of mikið var af feilsendingum. Valencia kom vel fram úr bakverðinum en Nani var afskaplega mistækur. Welbeck vann út um allan völl og átti t.a.m. gott hlaup upp völlinn um miðjan hálfleikinn (reyndar hjálpaði að Cole tognaði við að elta hann) en Nani fékk síðan boltann og klúðraði sendingu.
Eftir því sem leið á hálfleikinn voru United síðan enn frekar með boltann, Welbeck lykilmaður í sóknum, og Phil Jones sterkur á miðjunni. en síðan var okkur mislagðir fætur þegar kom upp að teig. Fyrsta alvöur markvarslan kom þó frá David de Gea, Demba Ba átti lokahnykkinn í sókn Chelsea, sem de Gea varði vel. Þetta kveikti aðeins í Chelsea og þeir áttu mun ferskari mínutur eftir það. Hazard var bestur þeirra, vinnusamur og flínkur. Þeir sköpuðu samt ekki opin færi að ráði. Skemmtilegasta færið átti Hernandez eftir að de Gea hafði hirt háan bolta í teignum, og sparkað beint fram á Hernandez, hann freistaði gæfunnar af 30 metra færi. Cech misreiknaði skotið all verulega og rétt náði að slæma fæti í boltann.
https://twitter.com/OptaJoe/statuses/318700314796646400
https://twitter.com/fizzer18/status/318698616506155008
Það voru síðan ekki liðnar fjórar mínútur af seinni hálfleik þegar Chelsea tók forystuna. Mata vippaði boltanum inn á teiginn þar sem Ba hafði stungið sé milli Ferdinand og Smalling, komst á undan Rio og skoraði með glæsilegu skoti sem de Gea átti ekki séns í.
United náði lítið að breyta leiknum næstu mínútur fyrr en á þeirri sextugustu þegar fyrirgjöf Welbeck kom beint fyrir Hernandez sem átti frábæran skalla sem Cech varði jafn frábærlega. Mjög súrt. Þá loksins kom breytingin, Robin van Persie kom inná fyrir Cleverley.
De Gea þurfti að verja vel í horn frá Mata skömmu síðar, sem reyndar hvorki dómari né aðstoðardómari tóku eftir, héldu að bolti hefði farið í stöng. Gaman að því. Hazard átti að bæta við þegar hann stakk sér inná milli varnarmanna, skaut fram hjá og United var farið að gefa verulega eftir. Skipting Giggs fyrir Nani hafði lítil áhrif þó að Nani hefði verið arfaslakur. Chelsea var minna með boltann en ógnuðu mun meira í hvert skipti sem þeir komu upp að markinu. United var hins vegar alveg bitlaust, og ég skil hreinlega ekki hvers vegna það átti að vera góð hugmynd að taka Welbeck útaf fyrir Ashley Young af öllum mönnum.
Besta færið kom svo á 88. mínútu, en Robin van Persie dúndraði yfir af markteig. hrikalega slakt þar.
http://twitter.com/JacobSteinberg/status/318713341294026753
Tvær mínútur inn í fjögurra mínútna viðbótartíma skallaði van Persie svo yfir, dæmigert fyrir hann síðustu tvo mánuðina eða svo.Dómarinn leit framhjá því að Chelsea hafði gert tvær skiptingar í viðbótartíma og flautaði leikinn af, en að skiptir so sem litlu, við hefðum þurft nokkra daga í viðbót til að skora. Frammistaðan var þolanlegí fyrri hálfleik þó að bæði lið hefðu verið frekar slök.
Í seinni hálfleik voru síðan Chelsea mun betri. United hafði ekki náð upp nógu góðu spili í fyrri hálfleiknum, en í þeim seinni var þetta enn verra. Verður þó að benda á að leikurinn réðist af tveim snilldaratvikum, frábæru marki Ba og frábærri markvörslu Cech. Stundum er það bara þannig.
https://twitter.com/SurrealFootball/status/318714896479031296
En þá er bara að klára deildina. Þurfum 10 stig og ættum að geta það jafnvel þó við höfum ekki verið að brillera i bikar eða Evrópu. Og deildin er jú það sem skiptir mestu máli.
Dolli says
Jæja,jæja, þá er ein dollan eftir, skyldum við klúðra henni líka?
Kristjan says
Já, svona er það þegar þú legur ekki allt undir í leik sem þessum þegar þú ert með deildinna nánast búna.
Runólfur says
Finnst fleirum en mér liðið vera búið á því andlega og líkamlega? Svo finnst mér United vera spila alltof marga leiki með „vinnudýr“ á vellinum. Mér finnst svo oft eins og SAF sé að setja einhverja hlekki á menn og þeir þar af leiðandi þora ekki að taka „villtar“ ákvarðanir og þar af leiðandi töpum við þessum X Factor sem við höfum haft undan farin ár. Eða ég er bara í ruglinu og leikmennirnir okkar eru að missa tökin – mér fannst allavega leikurinn í dag undarlega settur upp. Ef það var öruggt að Jones væri heill, og Rooney meiddur þá átti að hvíla Kagawa gegn Sunderland – nota Cleverley í staðinn – og spila Kagawa í dag. Svo má reyndar ekki gleyma því að Chelsea er besta „KnockOut“ lið sögunnar.
KristjanS says
Að mínu mati tapaðist þetta einvígi á Old Trafford, ófyrirgefanlegt að missa niður 2-0 forystu. Virkilega svekktur með að liðið skyldi detta út úr bikarnum. Hats off to Chelsea, ótrúlegt afrek hjá þeim í þessari bikarkeppni, nálgast 30 leiki án taps í venjulegum leiktíma eða eitthvað álíka. Frábært mark hjá Ba og þvílík varsla hjá Cech sem skyldi liðið að í dag.
„He is really having one“ sögðu þulirnir á ITV um Nani í fyrri hálfleik. Virkilega döpur frammistaða hjá honum í dag. Fannst þó smá lífsmark hjá Ashley Young eftir að hann kom inn á. Sakna Nani og Valencia, vonandi fara þeir að minna á sig.
Sammála Runólfi hér að ofan, það vantar eitthvað bit í liðið. Hef áhyggjur af Van Persie, það hefur vantað í hann bit og neista að undanförnu. Velti fyrir mér hvort álagið sé farið segja til sín, bæði andlega og líkamlega. Tilvalið fyrir hann að hrista þetta af sér með því að setja amk eitt mark gegn City á mánudaginn kemur!
Fannst vanta þennan X-factor hjá okkar mönnum í dag, þetta sem Cantona hafði, Beckham og Ronaldo og það sem Rooney og Van Persie hafa.
Vona svo að menn detti aftur í gírinn og taki City sannfærandi í næsta leik, tilvalið að bæta upp fyrir svekkelsið í Meistaradeild og FA bikar. Klárum deildina með stæl!
Björn Friðgeir says
Held það sé ekki við uppstillingar að sakast að það vantar töfra í liðið, það eru hreinlega ekki leikmenn til til að taka þetta inni á miðjunni, Rooney og Van Persie eru báðir framherjar (og báðir í lægð), Kagawa er ekki alveg kominn inn í liðið og kantmennirnir okkar sem oft hafa náð að sýna snilli eru heillum horfnir.
En ég þigg alveg einn meistaratitil unninn á vinnuseminni. Svo sjáum við til hvað verður í sumar.
Heiðar says
Nani, Young og Valencia okkar helstu kantmenn eru búnir að vera í ruglinu allt tímabilið. Þegar að ofan á bætist við að Rooney og Kagawa, helstu skaparar liðsins eru ekki með og van Persie er heillum horfinn er ekki von á góðu. Þeir leikmenn sem eiga að bera uppi skemmtanagildið hafa ekki verið að standa sig undanfarið, enda er orðið töluvert síðan að maður sá einhverja flugeldasýningu hjá United. Á þessu ári hafa aðeins 4-1 sigur á Fulham í janúar og 4-0 sigrar gegn Norwich og Wigan glatt augað sérstaklega. Að öðru leyti hafa þetta verið slakir leikir sem við höfum verið að merja.
eda says
Eins takmarkaður og Benitez er þá er hann góður í að stöðva lið sem spilar á kanntmönnum, og þar sem við höfum verið með steingelda kanntmenn á þessu tímabili þá gekk þetta upp hjá Chelsea í dag. Við fórum fyrst að geta eitthvað þegar Young kom inná og ætli hann hafi ekki verið okkar besti leikmaður í dag sóknarlega. Cleverley hefur verið slappur undanfarið og þarf á hvíld að halda, Jones þarf að fá að jafna sig af meiðslum áður en honum er hennt í byrjunarliðið í svona stórum leik, það var líka gert gegn Real. Valencia þarf að koma sér í form en hann hefur verið hrikalega slappur allt tímabilið, var allt í lagi í dag þar sem hann þurfti ekki að gera mikið sóknarlega. Welbeck hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann sé sóknarmaður eða miðjumaður og það skapar vandræði í sóknarleiknum, Persie var óheppinn að skora ekki en hann átti að byrja þennan leik til að komast betur inní hann. Nani átti dæmigerðan off-dag þar sem allt sem hann gerði fór í ekki neitt.
Þrátt fyrir allt fannst mér við betra liðið heillt yfir en áttum í vandræðum með að skapa okkur færi, og þegar það tókst var Cech í hörkuformi. Frábært mark hjá Ba og maður átti von á því að það lið sem næði að skora fyrst myndi vinna leikinn, fannst við aldrei líklegir til að koma til baka.
Vörnin okkar var samt mjög góð í leiknum þótt ég hefði frekar viljað hafa Jones í bakverðinum heldur en Valencia.
Leikurinn tapaðist á OT eins og hefur verið bennt á, ótrúlega svekkjandi þar sem fyrir aðeins nokkrum dögum áttum við séns á að vinna þrennuna (ólíklegt þó) en núna er leiktíðin svo gott sem búin þar sem það er bara formsatriði að klára þessa deild.
Stefan says
Skil bara ekki afhverju Ferguson gerir aldrei neitt í þessari miðju, ef Hargreaves og Fletcher hefðu ekki meiðst/veikst þá værum við að nota þá og við værum með miklu sterkari miðju.
Svo bara eru þeir alltaf frá og þá er ekkert gert í því ? Ferguson gerir annars virkilega vel með liðið og hefur alltaf gert en þetta er óþarfa mikið vesen sem hann býr til með því að láta þetta bara vera svona, Chelsea og Real Madrid rústa okkur á miðjunni, meira segja Roma er með sterkan miðjumann.. (Geri mér grein fyrir að Hargreaves er farinn:P)
Líttu t.d á Juventus, ertu að grínast með þessari miðju ? Stór ástæða afhverju þeir eru svona grimmir nú til dags. Og Barca (með ótöldum OP hogging-all-the-talent City og Madrid)
Stefan says
Svo er Benitez ekkert smá pirrandi gaur, gerir ekkert með Liverpool og Chelsea en eina success-ið hjá honum er að vinna Man Utd í hverjum einasta leik.. ótrúlegt
Héðinn says
Það sem ég tók helst eftir í þessum leik var hvað Carrick var gjörsamlega búinn á því í seinni hálfleik. Sem kemur bara alls ekkert á óvart því að hann er búinn að halda uppi miðjunni hjá okkur allt tímabilið. Hann er sá leikmaður í liðinu sem þarf mest á hvíld að halda en SAF þorir bara ekki að hvíla hann því að án hans er miðjan okkar bara léleg. Persónulega hefði ég viljað sjá hann hvíla gegn Sunderland en sá leikur hefði líklega tapast án Carrick því að það er ekkert backup fyrir hann í liðinu. Það er alveg greinilegt að SAF er ekki að fara að taka neina sjénsa með þessa deild þrátt fyrir gott forskot, annars hefði hann hvílt Carrick um helgina.
Kristjan says
Andlát Manchester United sem nýrra bikarmeistara 2013 var á OT en jarðarförinn fór fram í dag.