United byrjaði með sókndjarft lið og var augljóst að það átti að skora mörk. Enda algjörlega nauðsynlegt að klára þennan leik örugglega og ná aftur 15 stiga forystu (í bili að minnsta kosti.)
https://twitter.com/nickcoppack/status/323417246644985856
Carrick and Rooney have completed the most passes so far today (33), and Rooney has completed the most final third passes (6).
— Scott Patterson (@R_o_M) April 14, 2013
https://twitter.com/Tigranater/status/323423581323264000
Í seinni hálfleik byrjuðu United af krafti en illa gekk að búa til færi gegn skemmtilegu liði Stoke. Heimamenn voru mjög fastir fyrir í dag og nánast óskiljanlegt að þeir fengu bara eitt gult spjald allan leikinn. Það var svo á 67.mínútu þegar Wilkinson braut mjög viljandi á van Persie inní teig og vítaspyrna var réttilega dæmd. Van Persie steig sjálfur upp og skoraði af miklu öryggi. Markið var greinilega mikill léttir því hann hljóp beint til Ferguson og faðmaði kallinn. Það var svo á 86.mínútu að Stoke menn fengu fyrsta og eina gula spjaldið sitt í leiknum, hefðu auðveldlega getað verið búnir fá fleiri. De Gea varði svo meistaralega eins og honum einum er lagið eina færi Stoke í leiknum.
https://twitter.com/Tr16ia/status/323445317389402115
Goal #20 for #20, title #20 on it's way! #mufc #djöflarnir
— Halldór Marteins (@halldorm) April 14, 2013
Van Persie um fagnið: „I wanted to celebrate with the players and the staff because they have been there for me.“
2-0 sigur gegn Stoke á útivelli staðreynd og mjög sanngjörn úrslit.
Næstu leikir eru gegn West Ham úti og Aston Villa heima. Með sigri í dag er ljóst að við þurfum í mesta lagi 7 stig úr síðustu 6 leikjunum gegn því að City vinni alla sína.
Maður leiksins í dag er Phil Jones, aðallega fyrir að vera hörkunagli og gefa ekkert eftir í samskiptum við leikmenn Stoke.
https://twitter.com/AFC_Ell/status/323445963253493760
Sveinbjorn says
Fyrsta sinn i sma tima sem ad eg er bara mjog sattur vid leikinn, hann var kannski ekki spennandi, eda skemmtilegur fyrir augad en hann var oruggur fra byrjun. Gott hja Persie ad skora, thott thad hafi verid ur viti.
Svo ma tilnefna fagnid hans Persie sem fagn manadarins. Eg brosti hringinn thegar hann fadmadi Ferguson :)
DMS says
Já maður brosti ósjálfrátt við að sjá Van Persie hlaupa á hliðarlínuna og faðma gamla manninn. Maður var einhvern veginn aldrei hræddur um að þeir myndu missa þennan leik frá sér, Stoke voru ansi máttlausir og hugmyndasnauðir. Stuðningsmennirnir þeirra voru líka orðnir pirraðir á þeim.
3 mikilvæg stig í safnið, 7 í viðbót og þetta er komið.
Magnús Þór says
Sir Alex eftir leik: „Van Persie nearly killed me with his celebration – he forgets I’m 71! „
Pétur says
Var farinn að vorkenna stuðningsmönnum Stoke að þurfa að horfa á þennnan fótbolta sem liðið þeirra var að bjóða uppá, persónulega myndi ég ekki gráta það ef þeir myndu falla.
RVP þvílíkur meistari.
Hjörtur says
Góð 3 stig, en svo sem ekkert spes leikur. Mér finnst liðið spila oft á tíðum þröngt, sem endar oft með að tapa boltanum. Lengi vel hélt ég að þetta færi enn einn 1-0 leikurinn, en 2 urðu þau, en hefðu átt að vera fleiri, en til þess þarf líka að skjóta á markið. En við nálgumst þann tuttugasta óðum, og næsti leikur er skyldu sigur Villa á heimavelli ef ég man rétt.
Stefan says
Frábær varnar frammistaða og Carrick spilaði vel.
Ég ætlast til að Rooney og Valencia spili betur,þrátt fyrir að Rooney hafi átt mikið af sendingum, maður ætlast bara mikið meira af kallinum. Hann var ekki lélegur þó..
Annars mjög skemmtileg skrif og drullufyndin mynd af Jones :p
Ingi Rúnar says
Fínn sigur. Vona að leikmenn hugsi ekki um Aston Villa eða aðra leiki sem audvelda leiki (skildusigur), minnir að þeir séu í fallhættu. Mæta af festu í hvern einasta leik þangað til titillinn er tryggður, svo má spila varaliði, unglingum eða bara gefa restina fyrir mér ( veit það myndi aldrei gerast).
Flott fagn hjá meistara Persie :)
Kristjana Guðmundsdóttir says
mér fannst við standa okkur eins og hetjur í þessum leik ,flott mörkin frá okkur ,svo bara að vona að vinnum leikinn á miðvikud :)
Karl Garðars says
Rooney var mjög fínn í leiknum. Vinnusamur og skilaði mörgum góðum sendingum. Kosinn man of the match á sky. Í það heila spilaði allt liðið mjög vel.
Góður sigur, en ég var hræddur fyrir leikinn að stoke myndi taka stig.
Hversu skelfilegt yrði það fyrir Arsenal og stuðningsmenn þeirra að standa honour fyrir United og RVP á Emirates…. ;)
Hjörvar says
Rooney klárlega madur leiksins… frábær 3 stig… en næsti leikur á móti West Ham (frestadur leikur)…
TN says
RVP tók mikla áhættu að skipta um lið í EPL og hann er líklegast að fara uppskera stórt núna í enda tímabilsins, algjör fagmaður og fagnið áðan var bara snilld!
sigurjón says
Sæl öll
Langar bara að láta vita að RVP er kominn á topp 100 yfir markahæstu leikmenn klúbbsins frá upphafi. (deilir sætum 98-102). Vel gert.
Sjá opinberu tölfræðisíðu klúbbsins: http://www.stretfordend.co.uk/goalscorers/overall.html
siggi utd maður says
Alveg týpískt að maður skrifi pistil um að Ronney verði aldrei miðjumaður hjá united, og þá líða ekki 12 tímar áður en Fergie spili honum á miðjunni. fínn leikur hjá honum, en það verður að líta á að hann var ekki að spila á móti neinum Yaya Toure eða Michael Carrick þarna á miðjunni hjá Stoke. Okkur vantar að kaupa miðjumann í sumar, en hver þarf svo sem miðjumann ef við kaupum Falcao? Þá skorum við bara 6 meðan hinir gera 5 haha.
Ingi Rúnar says
Talandi um Persie fagnið, tá var var fagnidð hja Di Canio lika alveg magnað í õllum mõrkunum.
èg hef mjõg gaman af honum :)
Nonni Sæm says
Djöfull væri það geðveikt ef við tryggjum titilinn á Emirates!!
En annars flott 3 stig og bara halda áfram að tryggja stigin!
Friðrik says
var að skoða þennan lista og sá að Fabio er með 2 mörk, eitt á móti Wigan úti en hvað var aftur hitt markið ef einhver man ?
McNissi says
@Friðrik
Ef minnið er ekki að svíkja mig þá held ég að það hafi verið á móti Arsenal. Nema ég sé að ruglast á bræðrunum.