Jæja, þetta var ansi dapurt. Ferguson stillti upp þessu liði í kvöld:
De Gea
Rafael Rio Vidic Evra
Valencia Carrick Jones Kagawa
van Persie Rooney
Bekkur: Amos, Evans, Giggs, Cleverley, Nani, Welbeck og Hernandez
Það er óhætt að segja að þetta byrjunarlið hafi engan vegin staðið sig í dag. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn á hælunum og komst liðið aldrei í takt við leikinn. Það er eitthvað mikið að þegar lið eins og West Ham, þar sem leikstíll liðsins gengur beinlínis út á að forðast það að stjórna leiknum, hefur tögl og haldir nánast allan leikinn. United-liðið var á afturfótunum frá byrjunum og var stálheppið að fá ekki á sig mark á fyrstu mínútum leiksins þegar Andy Carroll komst í gott færi. Skömmu síðar komust West Ham menn þó yfir. Matt Jarvis komst inn í teig og plataði Rio Ferdinand upp úr skónum með afskaplega einfaldri gabbhreyfingu, kom boltanum fyrir og einhvernveginn tókst Vaz Te að hnoða boltanum inn. 1-0 fyrir West Ham.
Ekki batnaði leikur okkar manna við þetta en nánast eina sókn liðsins í leiknum þar sem liðið náði að vinna saman að einhverju ráði bar ávöxt. Van Persie og Kagawa unnu vel saman á vinstri kantinum sem endaði með því að Kagawa komst upp að endamörkum, renndi boltanum fyrir framan markið þar sem Antonio Valencia var mættur og passaði sig að hafa öryggið á oddinum með því að pota boltanum í autt markið. 1-1 og þannig var staðan í hálfleik. Hans fyrsta mark í vetur, merkilegt nokk.
Menn hafa ekki hlustað mikið á Ferguson í hálfleik því í seinni hálfleik buðu menn upp á það sama. Það var augljóst að leikskipulagið og liðsvalið var ekki að virka. Rooney átti afskaplega dapran dag og Phil Jones virtist ekki hafa mikla hugmynd um hvað hann ætti að gera á miðjunni. Rooney kórónaði frammistöðu sína þegar Diame plataði hann gjörsamlega upp úr skónum í seinna marki West Ham með álíka einfaldri gabbhreyfingu og Rio hafði fallið fyrir í fyrri hálfleik. Markið hans Diame var þó nokkuð laglegt því hann sneri sér frá Rooney og sneri boltann í fjærhornið. 2-1 fyrir West Ham og hausinn á Sam Allardyce alveg við það að springa.
Ferguson hafði samt ekki mikinn áhuga á því að breyta til þrátt fyrir að liðið væri að spila illa. Kannski var það sú staðreynd að leikmenn United sköpuðu sér nokkur ágætis færi en Jussi var í hörkuformi í markinu. Engu að síður var liðið að spila hörmulega og full þörf á breytingum. Rooney fór útaf fyrir Giggs og við það braggaðist leikurinn örlítið, ekki mikið en smá. Kannski var það bara sú staðreynd að menn áttuðu sig á því að þeir þyrftu að skora. Okkar mönnum tókst að jafna leikinn þrátt fyrir að eiga ekkert skilið úr þessum leik. Kagawa gerði vel fyrir framan teiginn og átti bylmingsskot í báðar stengurnar, þaðan barst boltinn til Robin van Persie, sem var rangstæður en ekkert dæmt og afgreiddi hann boltann snyrtilega í netið og staðan orðin 2-2.
Síðustu mínúturnar sótti United en sóknirnar fóru yfirleitt í vaskinn og lokaniðurstaða var fullkomlega óverðskuldað jafntefli. City vann sinn leik en það ætti ekki að koma sök. Við þurfum aðeins að sigra tvo leiki af þeim 5 sem eftir eru. Það ætti nú að vera gerlegt og rúmlega það.
Þetta var afskaplega dapurt og eiginlega ótrúlegt að Ferguson hafi ekki séð að þetta væri ekki að virka. Hernandez kom inná síðustu 10 mínútunar en ef það er ekki hægt að nota hann meira en þetta í svona leik þá skil ég það afskaplega vel ef hann er ósáttur hjá liðinu. Okkar menn virtust bara vera með hugan við eitthvað annað og voru eiginlega allir arfaslakir í dag. De Gea stóð sig reyndar ágætlega þrátt fyrir ýmsar árásir frá Andy Carroll en sá sem var minnst lélegastur í kvöld var Shinji Kagawa. Hann reyndi í hvert sinn sem hann fékk boltann þó það hafi ekki mikið gengið upp. Hann lagði upp bæði mörkin og fyrir það fær hann nafnbótina maður leiksins.
Næsti leikur er gegn Aston Villa á Old Trafford og þar getum við tekið eitt af þeim tveimur skrefum sem þarf að taka til að gulltryggja titil nr. 20.
Endum þetta á nokkrum tístum:
Wow am I happy that I don't have to deal with those challenges like @D_DeGea just got anymore!!
— Edwin van der Sar (@vdsar1970) April 17, 2013
Veit SAF ad United er ad tapa? #EnginAhaetta #HaldaStiginu #WaitWhat
— Runólfur Trausti (@Runolfur21) April 17, 2013
https://twitter.com/DoronSalomon/status/324628383319330819
https://twitter.com/DoronSalomon/status/324628732893593600
Man Utd now need to win their last five games to set a new Premier League points record.
— Duncan Alexander (@oilysailor) April 17, 2013
This booing of De Gea is one of the weirdest things this season.
— Scott Patterson (@R_o_M) April 17, 2013
Fyrsta mark Valencia á tímabilinu. Segir allt um tímabilið hans… #djöflarnir
— Birkir Vilhjálmsson (@birkirhrafn) April 17, 2013
This is exactly how I feel! pic.twitter.com/NkjX74lBuy
— Helin (@MUnitedGirl) April 17, 2013
DMS says
Þetta var ansi súr leikur af hálfu flestra. Hvernig væri að stilla Kagawa bara upp í sinni natural stöðu í staðinn fyrir að henda honum alltaf á kantinn og gefa frekar Rooney smá hvíld?
Ég vil sjá stokkað aðeins upp í þessu fyrir næsta leik gegn Aston Villa. Hinsvegar gætum við mögulega verið að tryggja okkur titilinn í þeim leik. Man City og Tottenham mætast á sunnudaginn, ef Tottenham vinnur og United sigrar sinn leik daginn eftir þá er þetta komið.
Auðunn Atli says
Alveg með lífsins ólíkindum að Kagawa skuli hafa verið tekinn útaf.
Eini maðurinn sem var að gera eitthvað fram á við.
Það er líka ótrúlegt að horfa upp á lið Man.Utd, lið sem telur sig vera með þeim bestu í Evrópu geta ekki telft fram alvöru miðjumanni með Carrick þrátt fyrir að það séu 8 miðjumenn á launaskrá hjá þessu liði ef ég tel líka Giggs sem miðjumann sem hann er varla.
Þessari endalausi hræringar að taka leikmenn út úr stöðum er orðið ansi þreytt.
Jones er enginn miðjumaður og Kagawa er ekki vinstri vængmaður, það er bara þannig.
Andó kemst ekki einu sinni í hópinn lengur þótt miðja liðsins sé ekki upp á marga fiska og Cleverley virðist vera kominn í eitthvað frost nema þá að hann sé eitthvað meiddur.
Þessar hræringar eru ekki að gera liðinu neinn greiða.
Ef liðið ætlar að spila svona það sem eftir er þá mun City ná okkur, spilamennska liðsins hefur nánast verið í molum eftir þetta tap gegn Real M.
Kristjan says
Van Persie var góður annað er ekki hægt að segja um restina á liðinu, bjargaði stigi í dag. En góður leikur.
Pétur says
Óskiljanlegt að Kagawa hafi verið tekinn útaf, mér fannst hann eini jákvæði punkturinn í okkar leik. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum en það verður að hrósa West Ham mönnum þeir eru mjög þéttir til baka. Í eitt skiptið var Andy Carroll m.a.s kominn í öftustu víglínu að hreinsa frá.
Hvað varð um Anderson og Cleverley, er Ferguson búinn að gleyma þeim ?? Ekki það að fyrir leik fannst mér gáfulegt að hafa Jones á miðjunni til að kljást við sterka leikmenn West Ham, en hann tínist svo oft þegar við erum með boltann.
Jón says
kristjan, ert þú einn af þeim sem horfir bara á sóknir hjá liðinu? ekki hægt að segja að Vidic hafi verið góður í dag?, Rafael? Carrick?. Vidic var feiknarsterkur í miðverðinum og átti frábær tilþrif oft á tíðum, prufaðu að horfa á leikinn aftur og sjá þegar hann kemur út til að mæta manni og sprettar síðan aftur inní til að vinna skalla boltana af carroll. van persie eini sem gat eikkað… heimska að segja þetta!
Runólfur says
Getur einhver heilvita maður útskýrt fyrir mér þessar skiptingar áðan?
Giggs ætti að vera ennþá á ís eftir Shitty leikinn, Cleverley er bara límdur við spýtuna og eftir ágætis kafla á miðju tímabili virðist Sirinn endanlega búinn að gefast upp á Meistara Anderson.
Annars er það eina sem ég tók úr þessum leik hversu frábær De Gea er í loftinu! Vonandi að Hjörvar Hafliða verði að kjammsa á þessum blauta sokki næstu 10-15 árin.
Hjörvar says
Eru tid ekki Man Utd menn??? Menn væla og sæla eftir tap leiki og segja afhverju ekki tetta og vid séum bara ekki med nógu gott lid og tess háttar… af hverju eru vid tá efstir í deildinni????? Afhverju er Ferguson besti og virtasti tjálfari í heimi ef hann er svona vitlaus????
Tad er ekki óedlilegt ad tapa stigum í tessari deild….
Er bara ekki málid ad sofa vid ljós og vera bara nokkud bjartsynir á okkat lid…
Stefan says
Lélegur leikur hjá okkar mönnum, fannst Ferdinand sérstaklega slappur í fyrra markinu en mikið rosalega var Kagawa góður!!!!!!
Hann var eina ástæðan afhverju við töpuðum ekki bara 3-0.
Hann var með bæði assistin og þvílíkir taktar hjá honum, inspiration to the whole team, finnst mér. Við þurfum þennan mann, þar sem creativity er lacking hjá vængmönnum okkar.
Gamli Gamli says
Það má Kagawa eiga að hann er að finna rónna sem hann hafði fyrir framan markið hjá Dortmund. Hann er virkilega góður að klára færi og skorar mörk sem bara menn með stáltaugar hafa.
Annars er erfitt að lesa Ferguson, eina stundina er hann taktískur snillingur og svo koma svona dagar þar sem lítið af viti virðist koma frá honum .
Er sammála mörgum sem tala um að miðjan sé ekki nógu góð, þá er ég ekki að tala um Carrick, Scholes, Anderson eða Cleverley, Cleverley og Anderson voru hvorugt því þeir spiluðu ekki.
Og eins og við öll vitum er Scholes meiddur sem er eitt af því versta sem gat komið fyrir okkur.
Phil Jones hefur mikið potential það efa ég ekki en hann er ungur og sauðvitlaus en ég hef trú á að hann komi til á endanum. En eins og er, er hann langt frá því að vera byrjunarliðsmaður í mínum huga.
United er ekki með jafnsterkt lið á blaði og „man-shit“, Chelsea hvað þá Real Madrid en það sem gerir united að besta liði í heimi er karakter sem Ferguson hefur innstimplað inn í hefðir félagsins. Hann þarf ekki alltaf bestu mennina í sínum stöðum heldur fær hann menn til að trúa á liðsheildina. Og svo þetta undarlega mál með hann Ryan Giggs, ég gæti svarið fyrir það að hann er ennþá besti kanntarinn í deildinni bara ef hann fengi að spila þar til tilbreytingar, þá fengjum við miklu betri afgreiðslu í formi fyrirgjafa.
Mér þykir einnig gaman að sjá hvað Giggs er mikill gamaldags kanntari sem keyrir upp að endamörkum og skilar af sér eðal fyrirgjöf, en það virkar bara hjá honum endalaust.
Og bara svona til að bæta við einu til gamans að þegar ég ákvað að kommenta hér inn sem ég hef aldrei gert áður, ætlaði ég bara að segja að “ Shinji Kagawa er góður!!! “
En það hefði víst aldrei dugað…
siggi utd maður says
Endilega haltu áfram að kommenta, því meira til að lesa, því betra.
jóhann ingi says
Thad sem ég sá í gaer var enginn hormungar frammistada. Vid vorum ad spila vid horkulid sem getur strítt hverjum sem er. Vid vorum stóru tánni á Andy Carrol frá tví ad stela ollum stigunum thegar hann potadi honum frá Chicharito. Horkubarátta og horkuleikur.
Audvitad er madur ekkert alltaf sáttur vid lidsuppstillingu og svoleidis en madur skilur alveg tilganginn í thví ad stilla upp Phil Jones í lidinu thegar spilad er á móti lidi eins og West Ham sem eru nánast eingongu med skallamenn í lidi sínu.
Svo er thessi deild bara thannig ad thegar spilad er á útivelli thá eru allir leikir erfidir. Hvad unnum vid marga útileiki á tarsídasta tímabili en unnum samt dolluna ?? 3 held ég ad thad hafi verid en vorum í frábaerum gír á heimavelli sem vann deildina fyrir okkur.
En thad er gott ad vid gerum krofur thannig á thad ad vera. Veit ekki med ykkur en ég hlakka mikid til „the silly season “ og sjá hverjir fá ad taka pokann sinn og hverjir koma í stadinn.
Hvad segid thid. Hvar vilja menn styrkja hópinn helst ?? og hvada menn er thá mogulegt ad fá ??
Áfram Manchester United
Baldur Seljan says
Jafntefli á einum af erfiðari útivöllum deildarinnar er ekki heimsendir. 4 stig af 6 mögulegum á móti Stoke City og West Ham á útivelli er ásættanlegt. Verðum að líta raunhæft á hlutina og vera bjartsýnir á framtíðina.
Frá mínum bæjardyrum séð þá er augljóslega mikil spenna og stress í hópnum eftir vonbrigði seinasta tímabils. Hræðslan um að allt misfarist er skiljanlega til staðar, þrátt fyrir að við segjum annað. Ef United vinnur Aston Villa um helgina og Tottenham stríðir City á White Hart Lane þá getum við farið að anda rólega.
Ég sé mikla bætingu á hópnum heilt yfir frá því í fyrra og nú er bara að halda áfram að bæta sig og finna réttu leikmennina í sumar.
Finnst reyndar smá áhyggjuefni hve mikið Ferguson treystir alltaf á það að hinn 39 ára Giggs eigi bara að bjarga hlutunum þegar illa gengur. Welbeck, Nani, Cleverley mættu alveg fá meiri sénsa á seinustu 30 mín leikja.
Jákvætt af spilamennsku leikmanna: Kagawa var flottur í gær og hann á bara eftir að bæta sig.
Valencia hefur smám saman verið að koma til í seinustu tveimur leikjum og vonar maður að hann hrökkvi í gang á endasprettinum.
Carrick, Vidic, Rafael,De Gea,Rio Ferdinand eru með virkilega solid frammistöður leik eftir leik.
Neikvætt: Ef ég ætti að gagnrýna einhvern í liðinu væri það sennilega Wayne Rooney. Finnst eins og hann leggji sig ekki 120% fram eins og oft áður og það vantar mikið uppá sjálfstraustið á þeim bænum. Phil Jones hefur verið flottur varnarlega en sóknarhæfileikar hans eru af skornum skammti.
Pétur says
100% sammála þér Baldur Seljan. Tók það ekki fram í fyrra kommentinu mínu að varnarmennirnir voru allir að standa sig vel, en sóknarlega séð fannst mér Kagawa vera yfirburðarmaður.
Hjörtur says
Þetta kom mér ekkert á óvart, var búinn að skrá þennan leik sem jafnteflisleik. Utd hefur oft lent í basli við WH, og þeir gáfu Utd-mönnum aldrei tíma til að byggja upp samspil, því þeir komu eins og tarfar í þá um leið. En maður bíður spenntur eftir næstu helgi, því tapi MC fyrir TH, og MU vinni AV þá er sá tuttugasti kominn. Góðar stundir.
Hannes says
Hjörvar Hafliða þarf að skeina sér alveg upp á axlir svo mikið skeit hann þegar hann vildi hafa Lindegaard frekar en De Gea.
Stefan says
De Gea er klárlega málið, bara fyndið að Ferguson sagði að Lindegaard væri núna aðalmarkvörðurinn, svo spilaði hann ekkert eftir það comment.
Lindegaard hlýtur að vera pínu pirraður :P