Mig langar mikið að skrifa þessa leikskýrslu en ég er einfaldlega skíthræddur að fá gult spjald frá herra Phil Dowd.
Eftir níutíu og fjórar mínútur skildu liðin jöfn eftir mörk frá Walcott og Van Persie. Það var virkilega klaufaleg byrjun hjá okkar mönnum er Van Persie gaf feilsendingul strax á þriðju mínútu, á leikmann Arsenal, þeir bruna í sókn og endar boltinn hjá rangstæðum Walcott sem nær að skora framhjá De Gea. Þetta mark var soldið dæmigert miðað við frammistöðu United í fyrri hálfleik.
Besta leiðin til að lýsa frammistöðu United í fyrri hálfleik er að ímynda sér hóp ellilífeyrisþega að spila bumbubolta í 2 tveggja daga þynnku. Liðið var alveg skelfilegt og var maður hreinlega hissa þegar liðið náði að koma boltanum yfir miðjupunktinn. Á 42 mín ákvað Sagna að hjálpa okkur með því að gefa boltann á Van Persie og svo brjóta á honum inn í teig sem gaf okkur þessa fínu vítaspyrnu. Verð að játa að á þessum tímapunkti var maður orðinn það taugatrekktur að ég varð að loka augunum því e´g gat ekki horft á Van Persie taka vítaspyrnuna. Þegar maður heyrði svo í dönsku lýsendurnum segja að hann hafði skorað gat ég séð að hann hafði tekið þessa frábæru vítaspyrnu.
Í seinni hálfleik var allt annað að sjá United. Liðið spilaði mun betur og átti nokkur færi sem hefðu getað klárað leikinn. En allt kom fyrir ekki og var seinni hálfleikurinn markalaus þrátt fyrir að hafa verið mun skemmtilegri en sá fyrri. Þar sem klukkan er orðinn nokkuð margt hérna hjá mér hérna í Danaveldi, þá ætla ég koma með nokkra umræðupunkta og segja þetta gott.
Nani og Valencia
Mér þótti vængmennirnir okkar bara eiga fínan leik í dag. Valencia búinn að taka sig á í síðustu leikjum og byrjaður að nálgast sitt fyrra form þó enn vanti þónokkuð upp á. Hann virkar enn alveg dauðhrættur við að taka menn á. Það verður að segja að það sé mjög líklegt að Nani yfirgefi liðið í sumar. Suma daga er hann alveg frábær og stórhættulegur fyrir andstæðinga United og svo aðra nær hann að vera mest pirrandi leikmaður í heimi og klúðra öllu sem fyrir honum er lagt. Sem betur fer átti hann góðan dag fyrir liðið en ég verð að játa að ég er ekki viss um hversu mikið ég mun sakna hans ef hann fer.
Phil Dowd
Í alvörunni, hvað var í gangi hjá Phil Dowd í dag? Fékk hann ekki að vera með í partýinu síðasta mánudag? Nú er ég ekkert að kenna honum um niðurstöðu leiksins en þetta var afskaplega furðuleg frammistaða í dag. Í byrjun leiks fengu leikmenn Arsenal að spila hart og brjóta að vild án þess að Dowd sæi neitt athugavert við það, en á sama tíma ákvað hann að gefa United leikmönnum gult spjald fyrir hvert einasta brot. Á þrettán mínútna kafla voru fjórir United leikmenn komnir með gult spjald og eftir 94 mínútur var Dowd búinn að gefa leikmönnum átta gul spjöld, fimm á United og þrjú á Arsenal. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað í ósköpunum Valencia gerði af sér til að verðskulda gula spjaldið í seinni hálfleik?
Stigametið
Til þess að ná að slá stigamet Chelsea, sem var 95 stig, þurfti United að vinna alla leikina til loka leiktíðarinnar. Þetta jafntefli eyðilagði þann draum fyrir okkur. United er með 85 stig eftir jafnteflið í dag þegar þrír leikir eru eftir og getur því mest náð 94 stigum, sem er nú stórglæsileg tala. En til þess að ná henni þarf liðið að sigra Chelsea, Swansea og West Brom.
Miðjan
Ferguson heldur áfram að leika sér að prófa mismunandi leikmenn við hliðina á Carrick á miðjunni. Í síðustu leikjum hefur hann sérstaklega haft gaman af því að hafa annaðhvort Jones eða Giggs með honum á meðan Anderson og Cleverley sitja á bekknum og bora í nefið. Cleverley höfum við ekki séð síðan 1.apríl í 1-0 tapleiknum gegn Chelsea og síðast sáum við Anderson þrítugasta mars gegn Sunderland. Anderson fékk nokkrar mínútur í seinni hálfleik í dag og var allt annað sjá liðið þegar hann kom inn. Mun betra spil, héldum boltanum betur og sendingin á Evra var stórkostleg. Jones verður frábær varnamaður en ég hef mínar efasemdir um hvort það sé rétt að vera spila honum á miðjunni þegar hann er búinn að standa sig vel í vörninni og liðið er nú þegar með tvo fína miðjumenn á bekknum.
Maður leiksins
Eins og venjan er þá þarf maður að velja besta mann leiksins. Sem betur fer er það auðvelt val í dag! Hann hefur leikið í þáttum eins og Cold Feet, Jekyll og The Passion og sjáum við hann næst í trílogíunni um hobbitann. Þetta er enginn annar en James Nesbitt sem fyrir frábæra frammistöðu á áhorfendapöllunum
http://www.youtube.com/watch?v=d2nRk9BzMhU
Ó, viljið þið kannski að ég velji einhvern í United liðinu? Þá vandast málin því satt að segja fannst mér enginn bera höfuð og herðar yfir rest. Ég ætla því einfaldlega að velja Ferdinand og ég leyfi ykkur að díbeita það hvort þið séuð sammála eða ekki :)
Nokkur vel valin tíst
https://twitter.com/NeymarsHaircut/status/328530213539573760
https://twitter.com/BeardedGenius/status/328527544112533504
https://twitter.com/Traustisig/status/328530188948344832
https://twitter.com/OptaJoe/status/328532142051184640
https://twitter.com/R_o_M/status/328532110078005248
https://twitter.com/LadyArse/status/328535717208805376
https://twitter.com/RobbieSavage8/status/328536141169037314
https://twitter.com/fizzer18/status/328546579634077697
Kristjana Guðmundsdóttir says
mér fannst við spila bara nokkuð vel ;) hefði vilja sjá Rooney skora mark :)
en annars er ég bara sátt með leikinn
Leo says
Skitsæmilegt, hefdi viljad sja okkur reyma spila flottann soknarbolta, sma trikks og reyna eitthvad cool…tad er ekkert undir!
Óli says
fint stig svosem, fín spilamennska í seinni hálfleik, höfðum eiginlega bara engann áhuga á þessu í fyrri hálfleik, mér fannst Nani frábær og Rooney líka mjög fínn, en er það bara ég eða finnst mér eins og Rooney sé á förum, SAF búin að skipta honum útaf í mörgum leikjum í röð og mér finnst þetta sama ‘treatment’ og Beckham fékk árið 2003 og hef ég miklar áhyggjur af þessu, því þegar Rooney spilar ekki þá er eins og United sé hauslaus her.
Pétur says
Fyrri hálfleikur fannst mér hrikalega leiðinlegur en sá seinni mun skárri. Ég er ánægður með Nani og Valencia fannst þeir báðir standa sig ágætlega.
Nú þegar stigametið er farið þá vil ég sjá Ferguson spila á ferskum mönnum sem hafa minna fengið að spila.. anderson cleverley buttner smalling chicarito ofl… væri gaman að sjá Powell fá nokkrar mínútur.
Enn og aftur til hamingju með titilinn!
Friðrik says
Held að við þurfum hægri kantmann í sumar, frammistaða Valencia hefur valdið gífurlegum vonbrigðum, hann bókstaflega stoppar þegar hann fær boltann á kantinum og hægir á öllu, í staðinn fyrir að keyra á bakvörðinn og senda fyrir eins og hann var að gera svo vel í fyrra og það sem tryggði honum 7una. Minnir að hann hafi verið valinn leikmaður ársins í fyrra hjá United.
Hjörtur says
Sammála leikskýrslu ritaranum í einu og öllu. Þetta var sannkallaður leikur dómarans, maður átti bara ekki til orð yfir spjaladagleðini hjá honum, og svo púrarangstaðan hjá Walcott þegar hann skoraði. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung hjá Utd-mönnum, og sitt sýnist hverjum hvað leikmenn varðar. Mér fannst t.d. Rooney bara allsekki standa sig, enda sörinn verið að taka hann útaf í síðustu leikjum, því spyr maður sig hvort það sé vegna þess sem hann er tekinn útaf (af sem áður var) eða hvort hann sé á förum? Valencia finnst mér vera allur að koma til, hægir kanski heldur oft á leiknum. Nú á bara að hvíla lykil menn, og leifa bekkjarsetumönnum að spreita sig.
Cantona no 7 says
C H A M P I O N S 2 0 13
Jónas Þór says
hundleiðinlegur fyrri hálfleikur sáttur með Sagna reyndar sem gerði gott mót í dag.
En hinsvegar skil ég ekki að Ferguson ætli að leyfa Nani að fara, þar sem hann er með svo mikla yfirburði yfir Young og Valencia. Þetta snýst bara um að leyfa honum að spila alla leiki, ekki inn á í 1 og hvíla 2 og öfugt. þá er hann ekki eins stabíll. eins var með De Gea alltaf að setja hann inn og út og svo þegar Fergie loksins drullaðist til að hafa hann inn á þá byrjaði hann að hrökkva í gang. En því miður hefur Fergie alltof mikla trú á Valencia, en þessi maður getur einfalaldlega ekki neitt í fótbolta lengur, hann var góður í fyrra, en það er bara búið sama hvað hann skítur í mörgum leikjum í röð þá fær hann alltaf tækifæri í byrjunarliðinu leik eftir leik, svo ef Nani á einn slakan leik þá er hann orðaður í burtu frá félaginu og fær ekki að spreyta sig í 5 næstu leikjum…
Svo er líka munurinn, með munin á t.d. Nani og Valencia og Rooney og hinum framherjunum að þegar gengur illa á móti lakari liðum, þá eru þetta menn sem geta stigið upp og gert hlutina sjálfir og tekið þá í sínar hendur, t.d. bara í deildarbikarnum þegar Nani kom inn rétt fyrir hálfleik og ákvað bara fyrst hann var að fá tækifæri að sýna hvað í honum byggi…