Það er orðið opinbert, David Moyes er arftaki Sir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri Manchester United og mun hann taka við stjórnartaumunum að tímabili loknu. Ég segi þetta aftur: David Moyes er arftaki Sir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri Manchester United. Takið ykkur smástund í að melta þetta.
Fljótlega eftir að staðfesting barst um að Sir Alex myndi setjast í helgan stein komu helst þrír menn til greina, David Moyes, Jose Mourinho og Jurgen Klopp. Fljótlega uppúr hádegi í gær varð það þó alltaf skýrara og skýrara að það yrði David Moyes sem myndi taka við keflinu. Rétt áður en tilkynning barst þess efnis að Moyes væri nýr stjóri United virðist fréttadeild United aðeins hafa farið framúr sjálfri sér og birti hún tengil yfir á Facebook-síðu félagsins þar sem Moyes var boðinn velkominn og aðdáendur gátu skilið eftir skilaboð til hans. Fljótlega eftir það birti Twitter-síða Everton þetta:
https://twitter.com/Everton/status/332489431334416386
United lét okkur bíða í dágóða stund áður en þeir birtu staðfestingu á því sem allir vissu en hún kom klukkan 3 í dag:
https://twitter.com/ManUtd_PO/status/332511735988756480
Moyes fær 6 ára samning og tekur við stjórnartaumunum þann 1.júlí nk.
Hann tekur við níðþungu kefli, svo vægt sé til orða tekið. Moyes tekur við sigursælasta knattspyrnufélagi Englands af besta knattspyrnustjóra allra tíma. Engin pressa, félagi. Það er ekki ofsögum sagt að þetta séu líklega dýpstu og stærstu fótspor sem einhver þjálfari eða framkvæmdastjóri þarf að feta í sögu íþrótta. Aftur, enginn pressa.
Ég hef yfirleitt talað fyrir því að þegar tyggjópakkinn færi á hilluna hjá Sir Alex yrði fenginn til liðsins reynslumikill stjóri með góða ferilskrá en umfram allt maður sem væri víst að gæti höndlað þá gríðarlegu pressu sem mun falla á herðar næsta stjóra. Ég dáðist að Pep Guardiola en í laumi vonaðist ég alltaf til að Jose Mourinho myndi taka við félaginu. Með hann við stjórnvölinn væri nánast hægt að tryggja það að Manchester United yrði áfram það stórveldi sem það er í dag. Það er nefnilega svo mikilvægt að það viðhaldist. Liverpool heldur t.d. ennþá í stórveldismerkimiðann sinn frá Shankly-Dalglish tímanum þrátt fyrir að í dag sé ekki mikil innistæða fyrir því, allavega hvað varðar árangur á knattspyrnuvellinum. Það er staða sem við viljum ekki sjá Manchester United í.
Maðurinn sem á að sjá til þess að Manchester United haldi sér á toppnum er David Moyes. Hann er, eins og góðra knattspyrnustjóra siður er, fæddur í Glasgow. Hann hefur líklega alltaf ætlað sér að verða knattspyrnuþjálfari enda var hann aðeins 22 ára þegar hann tók sín fyrstu þjálfararéttindi. Hann átti, líkt og Sir Alex, tiltölulega ómerkilegan en þokkalega farsælan feril sem leikmaður. Hann spilaði sem miðvörður með félögum eins og Celtic, Bristol City, Dunfermline og Preston. Það var hjá Preston sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri árið 1998, þá 34 ára gamall. Liðið var þá í þriðju deild og spilaði drepleiðinlegan háloftabolta. Moyes tók til í félaginu, breytti leikstíl þess og innan tveggja ára var liðið komið í 1. deildina. Í 1. deildinni var liðið í bullandi baráttu um að komast í úrvalsdeildina en gátu þó ekki tekið skrefið til fulls.
Eftir þennan fantafína árangur með Preston var það aðeins tímaspursmál hvenær lið í Úrvalsdeildinni myndi næla sér í þennan stjóra. Í mars 2002 tók hann svo við stjórninni hjá Everton. Hann tók við þeim í slæmum málum og bjargaði þeim frá falli. Næsta tímabil var hann kosinn Knattspyrnustjóri ársins eftir að stýrt algjörum viðsnúningi Everton sem voru mjög nálægt Evrópusæti. Næstu tímabil var liðið svolítið jó-jó lið þar sem liðið fór upp og niður um sæti en frá tímabilinu 2006/2007 hefur Moyes hefur náð að gera Everton að stöðugu afli innan ensku deildarinnar og aldrei neðar en í 8. sæti. Hann hefur þrisvar sinnum verið kjörinn Knattspyrnustjóri ársins sem er bærilegur árangur miðað við þá fjármuni sem hann hefur haft úr að moða.
Ef förum út í þá kosti sem David Moyes býr yfir er sá fyrsti og jafnframt sá mikilvægasti að hann er frá Glasgow, knattspyrnuþjálfarahöfuðborg heimsins. Pabbi Moyes vann meira í sömu skipasmíðastöð og pabbi Ferguson! Hann er augljóslega hæfileikaríkur knattspyrnustjóri sem árangur hans í úrvalsdeildina sýnir svart á hvítu. Hann hefur gott auga fyrir ungum leikmönnum og er óhræddur við að gefa þeim tækifæri og koma þeim upp í aðalliðið sbr. Wayne Rooney, og Jack Rodwell. Það er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir næsta knattspyrnustjóra Manchester United. Enginn knattspyrnustjóri státar af betri árangri í þessum málum en Sir Alex Ferguson og stór ástæða fyrir hinum gríðarmikla árangri United undir hans stjórn. Moyes er einnig óhræddur við að spila þessa mikilvægu hugarleiki, skemmst er að minnast þess þegar hann setti svo mikla pressu á dómarana fyrir leik Everton og Manchester United í undanúrslitum FA-bikarsins árið 2009 að þeir voru hreinlega skíthræddir við að dæma nokkurn skapaðan hlut á Everton í leiknum.
Ég hef einnig heyrt því fleygt að mikilvægt sé að Ferguson skipti sér ekki af félaginu. Sir Matt Busby var alltaf viðriðin félagið sem menn telja hafa haft slæm áhrif á eftirmenn hans. Liverpool skar hinsvegar alveg á Shankly, nokkuð harkalegt en skilaði árangri og gerði eftirmönnum hans kleyft að vinna úr sínum hugmyndum á sínum eigin forsendum. Ef Mourinho, Klopp eða álíka nöfn hefðu verið ráðin held ég að Ferguson hefði þurft að slíta sig frá klúbbnum. Þeir hefðu ekki viljað hafa hann á öxlinni og það hefði gert þeim starf sitt erfiðara fyrir. Þeir eru það stór nöfn með það mikla reynslu að þeir hefðu þurft að fá að vinna með liðið algjörlega á sínum forsendum og þyrftu í raun ekkert á Sir Alex að halda. Ég tel að þetta gildi ekki að jafn miklu leyti um David Moyes. Hann hefur sjálfur talað um hversu oft hann hafi getað talað við Ferguson og leitað ráða hjá honum þegar illa gekk hjá Everton. Hann er vanur að leita ráða hjá Sir Alex og í þessu tilviki tel ég það ljóst að nærvera Sir Alex muni frekar gagnast nýjum knattspyrnustjóra en ekki. Sir Alex þekkir sögu klúbbsins og gerir sér grein fyrir því að hann má ekki skipta sér of mikið af. Auðvitað er mikilvægt að Moyes fái að gera hlutina eftir sínu höfði en hann er jafnframt ekki með reynsluna af því að stjórna á þessu stigi knattspyrnunnar líkt og t.d. Mourinho og hann mun því án græða á því að geta leitað til fyrirrennara síns.
En fíllinn í herberginu er auðvitað sá að maðurinn hefur auðvitað ekki unnið nokkurn skapaðan hlut. Ekkert. Hann á enga medalíu og enga bikara á ferilskránni. Hún er galtóm, nánast. Það eina sem hann hefur gert er að taka klúbba í erfiðleikum sem hafa lítil fjárráð og fært þeim stöðugleika og góðan árangur, ekki glæsilegan árangur heldur góðan árangur. Hann hefur jafnframt enga teljandi reynslu á því að stjórna liði í Evrópukeppni og hvað þá að stýra liði fullu af moldríkum stórstjörnum. Hingað til hefur hann bara stjórnað sæmilega ríkum smástjörnum. Þetta eru hlutirnir sem valda manni áhyggjum, miklum áhyggjum. Ég skal alveg viðurkenna það: Ég er drullustressaður yfir þessari ráðningu og ég væri mun minna áhyggjufyllri ef við hefðum ráðið Mourinho eða Klopp.
Ráðningin er því afar áhættusöm. Hefur Moyes það sem til þarf til þess að stýra þessu félagi? Það veit það enginn en David Moyes hefur þó sýnt fram á að hann er hæfileikaríkur knattspyrnustjóri með karakter og hæfileika til þess að koma auga á efnilega leikmenn. Hann stýrði ekki bara 11 mönnum á grasinu hjá Everton. Hann stýrði öllu félaginu og það er það sem stjóri United þarf að gera. Hjá Manchester United getur hann hinsvegar ekki falið sig á bakvið skort á fjárráðum, hann verður að ná árangri og hann hefur þá peninga sem til þarf. Hann hefur náð fínum árangri með Everton en það er ekki nóg hjá Manchester United, aðeins það besta gildir hér á bæ. Pressan á að ná árangri fljótt verður einnig gríðarleg. Hvað gerist t.d. ef United byrjar tímabilið illa? Það tók Sir Alex nokkur ár að ná árangri með liðið. Hvað fær Moyes langan tíma? Þetta eru mikilvægar spurningar og ég vona að honum verði gefinn tími til þess að sanna sig, bæði af okkur stuðningsmönnum sem og fjölmiðlamönnum.
David Moyes þarf þó að sýna það að hann sé tilbúinn til þess að stíga næsta skref á ferlinum, að hann sé tilbúinn til þess að feta í fótspor mesta knattspyrnuþjálfara allra tíma. Það verður gríðarlega erfitt verkefni en með þennan leikmannahóp sem við höfum, peninga til þess að styrkja liðið og Sir Alex á hraðvalinu gæti þetta tekist vel upp.
Við stöndum allavega þétt við bakið á honum og bjóðum David hjartanlega velkominn til félagsins.
Gunnar I says
Mér lýst vel á þetta. Ég held að það er alveg ljóst að meðan liðið mun komast í meistaradeildina þá fær hann að halda starfinu í 3-4 ár, jafnvel þótt liðið vinni ekki titla á þeim tíma. Stöðugleiki frekar en mögulegur stundarhagnaður á því að skipta um stjórna. Menn muna að Ferguson vann enga titla strax og því munu þeir gefa Moyes tíma. Hann tekur reyndar við mjög góðu búi, englandsmeistarar og með mjög góða aldursdreifingu.
The good times will continue
Pétur says
Þetta er allt svo óraunverulegt, er ennþá að melta þetta, sir alex í gær moyes í dag … var buinn að vera skeptískur á að fá hann til United en núna þegar þetta er klárt þá hef ég fulla trú á honum, hann er grjótharður skoti og ég held að hann hiki ekki við að láta láta stórstjörnurnar heyra það ef menn eru ekki að standa sig.
6 ára samningur sýnir greinilega að stjórnin(+sir alex) hefur fulla trú á þessum manni og ég ætla að vera sammála þeim.
Gleymum ekki að við erum með Giggs, Rio, Evra og fleiri reynslumikla menn sem eru fæddir sigurvegarar og miklir leiðtogar. Sú tilhugsun er mjög þægileg ..
Siggi P says
Það má segja að þetta hafi verið síðustu kaup Ferguson. Kaupin hans hafa ekki alltaf gengið upp, aðallega þegar um var að ræða leikmenn sem komu utanfrá úr annarri deils. Ef viðkomandi hefur reynslu af fótboltanum í Englandi þá hefur hann (alltaf) náð að gera eitthvað gagn, jafnvel þótt hann hafi ekki unnið neitt áður. Verðum bara að treysta Fergie í þetta síðasta sinn. Og svo vonandi með hann í stjórnarherberginu getur hann haft áhrif á hvernig stjórnin hagar sér í leikmannakaupum næsta áratuginn að minnsta kosti.
Tryggvi Páll says
Þetta er nokkuð langur pistill og ég vona að menn nenni að lesa hann allan.
Í gær var maður mjög efins um Moyes en núna finnst manni einhvernveginn eins og þetta sé rétta ráðningin. Moyes er steyptur úr sama móti og Ferguson. Það bara passar að ráða hann.
Það mikilvægasta er að Moyes fái tíma til að finna sig í starfinu og byggja upp liðið eftir sínum hætti. Við United-aðdáendur verðum að vera þolinmóðir og sætta okkur við það að United er kannski ekki að fara finna mikið næstu 2-3 árin. Ég þoli það frekar en að vera endalaust að skipta um stjóra. Moyes tekur við afskaplega góðu búi, liðið er samansett af ungum og spennandi leikmönnum í bland við reynslubolta. Jafnframt þarf að bæta liðið og það er gott því það gerir Moyes auðveldara en ella að setja mark sitt á liðið.
Ég er bjartsýnn á þetta.
Friðrik says
Þó að hann muni byrja ílla þá held ég að það sé mikilvægt að sýna honum stuðning og traust. En ég held að það sé ekki að fara gerast , United er bara það gott lið og með reynslumikla leikmenn að þó að Moyes komi núna þá er hann ekkert það lélegur stjóri að við myndum tapa 6 af 10 leikjum í byrjun á næsta tímabili, það er ekki að fara gerast.
Björn Friðgeir says
Reyndar eitt sem ég hef smá áhyggjur af er að hann byrji ekki fyrr en 1. júlí. Það þarf að vinna í leikmannamálum mun fyrr. En það er nú samt aðrir sem vinna mest í því, Moyes verður örugglega með í ráðum fyrir 1. júli og segir hvað hann vill.
Brynjar says
Everton eru nú ekki þekktir að byrja vel undir hans stjórn. Ég hef alltaf viljað sjá Mourinho taka við en þú þegar þetta er staðfest er ég bara nokkuð ánægður. Ég vona líka að Moyes geti tekið með sér Fellaini og Ross Barkley sem ég held sé mjög mikið efni.
Skúli Skúlason says
Rosalega vel skrifað hjá þér. Ég er miklu minna stressaðari og miklu meira nær um þennan nýja þjálfara hjá stórveldinu. Glory Glory Man Utd!
Runólfur says
David Moyes var valinn af Sir Alex til að taka við. Ef það er ekki nóg fyrir stuðningsmenn þá eiga þeir að finna sér annað lið til að halda með. Moyes þarf allan þann stuðning sem hann getur fengið því að skíturinn mun svo sannarlega lenda á viftunni ef a) United byrjar illa í deildinni (eins og svo oft áður) b) fer ekki upp úr riðlinum í CL c) tapar 2 leikjum í röð. Annars hef ég engar áhyggjur af Moyes – ég hefði alltaf valið hann fram yfir Móra þar sem að Móri endist max í 3 ár og tekst oftar en ekki að skilja allt eftir í brunarústum (Sbr. Real Madrid núna).
Valdi Á says
Ég hef engar áhyggjur fyrir næsta tímabil. Þeir voru greinilega búnir að ákveða þetta með góðum fyrirvara.
Moyes hefur allan minn stuðning.
úlli says
Maður hefði auðvitað viljað vinna amk annan úrslitaleikjanna gegn Real, en tékkið á þessari mynd: http://www.433.is/frettir/england/mynd-otruleg-afrek-sir-alex-ferguson-midad-vid-onnur-felog/
Við erum bókstaflega sigursælasta félag Evrópu síðastliðin 20 ár, og næstu þrjú lið eru í deildarkeppnum sem er yfirleitt eins til tveggja hesta hlaup. Þetta hefur verið einstakt. Núna er að vona að þetta haldi áfram, svo við verðum ekki eins og stuðningsmenn ákveðins annars rauðklædds liðs, ennþá talandi um þetta gullaldarskeið eftir 30 ár :)
úlli says
gegn Barcelona átti þetta að vera
Auðunn Sigurðsson says
Hef smá áhyggjur af þessari ráðningu
Auðunn Sigurðsson says
Ætlaði a skrifa miklu meira áðan áður en ég asnaðaist til að ýta á SENDA!!
Sorry strákar/stelpur en þetta er langur pistill hjá mér en ég verð að koma þessu frá mér :)
Sko ég var alveg hundfúll með þessa ráðningu áður en hún var endanlega staðfest.
En hef verið að mannast svoldið undanfarna 20 tíma eða svo gagnvart þessu.
Moyes er ekki beint það sem ég persónulega vildi. Það er aðalega tvennt sem pirrar mig mikið og það er no1 að hann hefur aldrei unnið neitt og no2 fótboltinn sem Everton hefur spilað undir hans stórn. Finnst hann alls ekkert sexy.
Margir tala um að hann sé búinn að gera frábæra hluti með Everton en þegar maður rennir í gegnum sögu liðsins undanfarin 25 ár eða svo(þá er ég að tala um meðaltal) þá tók hann við mið-rokkandi liði og skilaði því af sér sem mið-rokkandi liði. Hann komst einu sinni í FA Cup final og tapaði þeim leik.
Enginn massa árangur þótt hann sé alls ekkert slæmur heldur. Held að meðaltalið hans í deildinni sé eitthvað í kringum 7-9 sæti sem er bara eðlilegt miðað við stærð klúbbsins.
Nú er ég búinn að eiga sjálfur ársmiða á Old Trafford síðan 2010 og farið á alla heimaleiki United síðan þá.
Ég verð bara að vera alveg hreinskilinn og viðurkenna það að í dag er ég í smá krísu með að taka ákvörðun um það hvort ég ætli að endurnýja ársmiðann fyrir næsta tímabil eða hvort ég eigi að bíða og sjá aðeins til með það.
Ársmiði kostar mikla peninga og plús hann þá verslar maður alltaf einhverjar veitingar+varning af klúbbnum þannig að við erum að tala um mikinn pening þegar upp er staðið.
Er eitthvað óeðlilegt að maður sé hikandi þegar svona breytingar eru í gangi?
Fólk er misjafnt, sumir endurnýja sinn miða no matter what. Hjá öðrum kemur það ekki til greina og svo eru enn aðrir sem eru tvístígandi eins og ég.
Þetta hefur ekkert að gera með að menn styðji ekki sitt lið í einu og öllu. Þetta er spurning um hvernig menn gera það og útfæra sinn stuðning.
Ef ég endurnýja ekki ársmiðann þá mun ég samt pottþétt endurnýja One United membership og mun pottþétt líka fara á marga leiki.
Það fer alveg afskaplega mikið í taugarnar á mér þegar einhverjir sófa stuðningsmenn (eins og tjallinn kallar þá) henda því fram að hinir og þessir séu ekki „alvöru“ stuðningsmenn því þeir styðja ekki liðið í einu og öllu á einhverjum tímapunkti.
Þú ert ekki alvöru stuðningsmaður ef þú hefur þessa skoðun og gerir þetta og hitt.
Þetta er bara asnalegt, fólk er misjafnt og hefur misjafnar skoðanir, þannig er það og þannig á það að vera.
Runólfur segir td hér að ofan að ef menn eru ekki sáttir við ákvarðanir Sir ALex þá eigi þeir bara að finna sér annað lið að styðja!! Þetta er náttl í mínum huga bara kjánaleg ummæli.
það mátti aldrei gagngrína bankana á Ísl, þeir sem það gerðu voru úthrópaðir neikvæðir vitleisingar sem væru að skemma fyrir Íslenskri útrás.
Við vitum allir hvernig sú útrás endaði.
Menn þurfa venja sig á það að úthrópa ekki fólk sem eru þeim ekki sammála.
Við vitum allir að það fylgir fótboltanum mikil ástríða, menn hafa misjafnar skoðanir á leikmönnum, þjálfurum og fótboltanum sem liðin spila osfr.
Ég er alls ekkert miður mín að Sir Alex sé að hætta. Ég meina maður vissi að þessi dagur kæmi fyrr en seinna og það getur líka bara verið nokkuð jákvætt að hleypa nýju blóði í liðið núna.
Þótt maður hafi nú ekki alltaf verið sammála þeim gamla né sáttur með spilamennsku liðsins þá ber maður meiri virðingu fyrir þessum manni en orð fá lýst.
Við munum aldrei getað þakkað honum fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkar ástkæra klúbb.
Þessi tæp 27 ár hans voru svo ævintýraleg að það er hálfgerð klikkun.
Það er ekki bara þessi ótrúlegi árangur heldur líka hvernig týpa hann er.
Skemmtilegur húmorristi sem á marga marga stórkostlega frasa.
Ákveðinn og grimmur, hikar ekki við að taka menn á beinið. Sama hvort við erum þá að tala um leikmenn, þjálfara, dómara, fjölmiðlamenn osfr.
Á Sunnudag mun ég kveðja þennan snilling á Old Trafford, það verður ansi spes stund.
Stund sem ég mun eiga í mínu hjarta það sem eftir er af mínu lífi.
Daginn áður ætla ég m.a á Red Cafe, fá mér að borða og njóta þess í botn að vera stuðningsmaður Man.Utd. Komandi helgi verður Man.United helgi.
Þetta verður mín leið að segja takk og bless við Sir Alex.
En nú verður Moyes að taka við þessu kefli og sýna manni úr hverju hann er gerður.
Hef ég trú á honum? Tja er ekki alveg sannfærður. Þetta var ekki mín óska ráðning.
Styð ég hann? Auðvita og að sjálfsögðu mun ég gera það alla leið.
Það er svo mikið undir að maður verður að trúa og treysta á stjórn liðsins.
Mér líður betur ef ég tek bjartsýna og jákæða kallinn á þetta.
Friðrik says
Auðunn Sigurðsson. Þú segir að Moyes hafi ekki verið óskaráðning ? ég geri ráð fyrir þú hafir viljað Mourinho ? en hann er alveg líklegur til þess að segja upp eftir 2 eða 3 ár. Man Utd er að leita að manni sem á að vera þarna í mörg ár og þessvegna fékk hann örugglega 6 ára samning. Moyes kann allavegana halda starfi sínu. Held að þú myndir sjá eftir því allt þitt líf ef að þú gefur ársmiðann frá þér og sérð síðan seinna í sumar að Ronaldo væri að koma aftur.
Einar T says
Mér finnst þetta ótrúlega flott ráðning, einhver þroski yfir henni, ekki skyndilausn… Moyes er mjög séður.
Allt kerfið sem utd er með í gangi… þjálfarar, unglingastarf, uppsetning og aðstaða… einhver hotshot þjálfari myndu bara ignora það og hætta á að fá slæman móral innan þjálfarateymisins og starfsmanna. Þá er voðinn vís.
Everton er að spila mjög flottan bolta. Þeir pressa hátt og eru vinnusamir. Þetta er það sem þýsku liðin eru að gera svo vel þessa dagana. Ég held að hann eigi eftir að skapa grjótharða miðju.
Það sem verður nýtt fyrir Moyes er að vinna með svona breidd. Nokkuð sem Sir Alex var svo ótrúlega góður í. Everton er með byrjunarlið og það er mikið álag á þeim leikmönnum. Sirinn er að rótera alveg vinstri hægri og gerir það án þess að stjörnurnar fari í fýlu.
Og Moyes verður fyrirgefið að ná ekki árangri á fyrsta árinu, ólíkt Mourinho.
Í dag eru Man City og Chelsea bara betur mönnuð en Man utd. Þetta verður ekkert auðvelt á næsta ári. Við erum ekkert heldur að eiga auðvelda sigra núna í lokin.
Ferskur andi, ég bara tek ofan fyrir Sir Alex að hafa próduserað þessa brottför svona flott. Óvissuástand hefði ekki verið gott.
Hvað nú gerist veit nú enginn
e
Jón Þór says
Auðunn Sigurðsson
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að maðurinn (Moyes) keypti ekki leikmann í næstum 2 ár, en samt náði að halda sér í top 8.. Persónulega finnst mér það mjög impressive.. Mér líst mjög vel á kauða og hefa góða tilfinningu fyrir þessu.
Björn Friðgeir says
Er það ekki um leið stór kostur Moyes að kunna með peninga að fara og um leið stór galli að hafa aldrei eytt alvöru peningum.
Það er eitt að kaupa Séamus Coleman á 150þúsund pund og gera hann að, hvað, tveggja milljón punda manni, og annað að kaupa þekktan spilarara í Evrópu á 7 millur og gera hann að 30 milljón punda manni. Nú eða bara að kaupa 30 milljón punda mann og fá 30 milljón punda virði.
En hann er ráðinn og það mun sjást strax í sumar hvernig kaup hann gerir og hvernig hann leggur línurnar. Ég hlakka til og treysti honum. Vissulega sér maður áhættuna, en sama myndi gilda um José, það væri bara allt annars konar áhætta.
Auðunn Atli says
Nei Friðrik. Guardiola var mín óskaráðning.
Það er alltaf hægt að kaupa sér ársmiða aftur ;)