Þetta var svakalegur kveðjuleikur sem Sir Alex Ferguson og Paul Scholes fengu í dag á The Hawthorns. Það gerist ekki oft að maður sér United skora fimm mörk án þess að sigra fótboltaleik, hvað þá að fá á sig fimm mörk í einum og sama leiknum. Það var hinsvegar raunin í dag. United og West Bromwich gerðu jafntefli í tíu marka leik. TÍU! Það hefði nú óneitanlega verið mun skemmtilegra að sjá liðið kveðja Ferguson með flottum sigri en svona er þetta. Titilinn er kominn í hús og menn greinilega farnir í sumarfrí.
United byrjuðu leikinn gríðarvel, spiluðu eins og englar og voru komnir í 3-0 eftir hálftíma leik, skalli Kagawa, sjálfsmark Jonas Olsson og mark Büttners sáu til þess og allt leit út fyrir að draumaskiptingarnar, Scholes, Giggs og Adnan Januzaj yrðu að veruleika. En sitt hvoru megin við hálfleik minnkuðu James Morrison og Lukaku, sem kom inná í hálfleik, muninn og fór að fara um suma. Van Persie svaraði samt strax og síðan bætti Chicharito við marki. Scholes og Giggs komu inná og það var partístemming. En þegar 10 mínútur voru eftir skoruðu Lukaku og Mulumbu mörk á sömu mínútunni. Fergie sagði stopp, drap draum okkar um Januzaj en setti Rio inna í staðinn til að stoppa þetta. En það kom fyrir ekki og eftir enn eitt klúðrið í vörninni jafnaði Lukaku.
Bjössi nefndi áðan við mig að Ferguson myndi nú örugglega koma með eina kveðju hairdryer ræðu til drengjanna sem líklega verður á þessum nótum: „Ef þið haldið að þið getið spilað svona því ég er að hætta…“. Það er varla hægt annað þegar United fær á sig fimm mörk þar sem mörg af þeim voru einstaklega klúðursleg. Það er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt og hefur kallinn eflaust látið heyra í sér.
En þar sem þessi leikur skipti afskaplega litlu máli, þá er lítil þörf á því að greina hann frekar. (Kannski var það soldið hugsunarhátturinn hjá liðinu í dag?). Ég nefndi í upphituninni að við ætlum að gera smá uppgjör á tímabilinu á næstunni og birtum við það hér á síðunni mjög bráðlega og verðum síður en svo sofandi í sumar.
Það er þrennt í viðbót sem mig langaði að taka fyrir sérstaklega í þessar leikskýrslu.
1. Æðislegir stuðningsmenn
Stuðningsmenn United voru alveg frábærir í dag. Það gerist ekki oft að stuðningsmenn nái á syngjá það hátt að ég eigi erfitt með að heyra í lýsendunum. Það var samt raunin í dag er þeir sungu hátt og skýrt í þeim allan leikinn og var maður byrjaður að raula með lögunum hér í stofunni.
Moyes söngurinn var nottla alveg geggjaður og verður gaman að heyra hann sunginn á næsta tímabili (og vonandi í fjöldamörg ár til viðbótar). #TeamMoyes er semsagt komið á fullt skrið.
https://twitter.com/raududjoflarnir/status/336140557032239105
https://twitter.com/UtdRantcast/status/336140464480727041
2. Kagawa vs. Rooney
Maður leiksins hjá mér í dag var herra Shinji Kagawa. Mér fannst hann spila alveg frábærlega í dag í stöðu Wayne Rooney í dag. Eftir að hafa horft á hann brillera í fyrri hálfleik fór ég ósjálfrátt að hugsa út í vesenið sem við virðumst vera glíma við með Rooney. Ef Kagawa heldur áfram að spila svona vel, og ég fullyrði að hann verður betri á næsta tímabili, munum við þá sakna Rooney ef hann skyldi fara?
Svarið er að sjálfsögðu já. Rooney er frábær leikmaður sem hefur spilað gríðarlega vel fyrir United í núna níu ár og að sjálfsögðu myndu öll lið sakna slíks leikmanns ef hann færi. Málið er hinsvegar þannig að ég held að Kagawa, ef hann heldur áfram sínu striki, muni fylla skarðið sem Rooney skilur eftir sig nokkuð vel. Þetta er amk umhugsunarefni. Persónulega vona ég að Rooney hætti þessari vitleysu og haldi áfram með liðinu en það er afskaplega erfitt að sjá það gerast þar sem þetta er í annað skipti sem drengurinn biður um að vera seldur frá United.
3. Þakka fyrir mig!
Það verður virkilega skrítið að horfa á United spila knattspyrnuleiki án þess að sjá Ferguson á hliðarlínunni að stjórna liðinu og Paul Scholes á vellinum að stjórna miðjunni. Það er alveg ótrúlegt að hugsa til þess hversu margar og svakalegar minningar þessir tveir hafa skapað fyrir okkur í gegnum árin og neita ég því ekki að maður er hálfdapur að skrifa þessa málsgrein.
Þótt þeir muni aldrei sjá þetta þá vil ég samt hafa þetta einhversstaðar skrifað:
Takk fyrir mig!
Kveðja,
Elvar Örn Unnþórsson
Nokkur vel valin tíst
Ég enda þetta svo á nokkrum vel völdum tístum…
https://twitter.com/WBAFCofficial/status/336141901633822720
https://twitter.com/raududjoflarnir/status/336149583417708544
https://twitter.com/RedMancunian/status/336141118855077889
https://twitter.com/ofurmaggi/status/336137513854988288
https://twitter.com/HearUnitedSing/status/336153943342202880
https://twitter.com/AboutManUtd/status/336172477791227904
https://twitter.com/mrmujac/status/336121604943785984
https://twitter.com/WBAFCofficial/status/336162379878518785
Stefan says
Hrikalegur varnarleikur en auðvitað er það svosem aukaatriði í dag.
Giggs var flottur eftir að hann kom inná og ég var ánægður með bakverðina sóknarlega :P
Hefði vonað að Scholes hefði átt betri lokaleik en hann sýnir allavega að það er aldrei guaranteed að hann sé kurteis on the field :D Elska hann
Vorkenni bara Lindegaard að fá 1 séns og nýta hann svona, WBA hefði getað nokkuð auðveldlega verið búnir að skora 7 mörk amk.
Bye Ferguson og Scholes. Nú er komið að nýju seasoni þar sem nýjir hlutir fara að gerast. Hlakka til að sjá Moyes og mjög ánægður að Giggs kallinn virðist ætla að halda áfram.
Ferguson sýndi einnig í þessum leik hverjir eru framtíðin í Man Utd.
Kristjans says
Bye bye Lindegaard… Ben Amos sem varamarkmann á næsta tímabili takk! Þetta minnti eitthvað á Reading leikinn þegar Lindegaard var ansi dapur. Ótrúlegt að missa niður þetta forskot.
Ég er ekki að trúa því að þetta hafi verið síðasti leikurinn sem maður sér Ferguson á bekknum að stýra liðinu, talk about end of an era! Thank you Sir Alex! Skrítið líka að sjá ekki lengur Scholes, hvernig mun manni líða þegar Giggs hættir…
Takk aftur fyrir flotta og metnaðarfulla síðu!
Hannes says
fuuuck , missti af síðari hálfleik !
Hjörtur says
Að vera komnir 5-2 yfir og missa leikinn niður í jafntefli, er bara alls ekki ásættanlegt fyrir lið sem er orðið meistari, og máttu þakka fyrir að hann tapaðist ekki. Að ná ekki að vinna 15 hundraðasta og þar með síðasta leik stjórans, er grátlegt, og er það varnarleiknum að kenna að svo fór sem fór, en ekki markmanninum.
Kristjan Birnir says
Þó að tæknilega séð hafi leikurinn í dag verið kveðjuleikur Sir Alex Ferguson, þá uppliði ég samt leikinn ekki svo leiðis, mér fannst leikurinn á Old Trafford á móti Swansea vera mun meira kveðjuleikurinn fremur en leikurinn í dag. Þó svo að sögu bækurnar muni segja til um annað.
Að leiknum sjálfum, held að það þurfi svo sem ekki að skoða mikið til að sjá hvað hugsanlega fór úrskeðis. Byrjum á vörninni og markverðinum. Lindegaard hefur ekki spilað marga leiki, hugsa að hann hafi ekki spilað heldur neina leiki fyrir aftan þessa línu svo eitthvað óöryggi skappast (maðurinn hefur spillað ein leik síðan á moti Reading í útileiknum) ef stilla hefði átt Lindegaard þá held ég að hann hefði jafnframt átt að stilla Rio, Vidic og Evra. Veit svo sem ekki hverjum hann hefði getað still up fyrir Valencia (það skrifast á Rafeal), en Butter sannaði en og aftur fyrir mér hversu vitlaus ákvörðun það var að lána Fabio.
Þá að miðjunni byrjunar liðið var fínt og skapandi fram ávið. Hinsvegar riðlaðist leikurinn þegar nostalgiú skiptingarnar komu í kringum 60 mínutu held að þær hefðu mátt koma aðeins seinna. Enda réð WBA ferðinni eftir það.
Þó var samt ákvðeiðinn einbettinga skortur þegar til staðar fyrst næstum því búið að missa niður 3-0 í stöðunni 3-2. en í stöðuni 5-2 tókst þeim að missa þetta niður eftir skiptingarnar, síðan vellti maður fyrir sér hvernig leikmönum United gekk að gría sig inn í leikinn í dag eftir hullum hægið og dramað í síðustu viku og helgi eftir tilkynningu Fergson að hann væri að hætta.
Leikurinn í dag var svona meira eins og timburmenn, en hefur mér alltaf fundist leikir sem eru eftir að búð er að afhenda bikarinn sama kvaða deild á í hlut svona „none“ event leikir, sbr Þór/KA í kvenna boltanum í fyrra maður var ekki að æsa sig þó þær gerðu jafntefli í síðasta leiknum eftir að hafa fegnð bikarinn afhendan í síðasta leiknum á heimavelli, og það er vel hægt að finna dæmi víðar úr boltanum.
Ég efast um að ferguson hefði verð mikð að dansa eftir leik hefð united unnið. Ég meina það sást alveg í þegar hann var að fagna mörkunum að það var ekki sama og áður, svo að Ferguson var hættur svona innst inni. Hann var ekki að stökkva upp úr sætinu eins og hann er vanur að gera. En hver getur svo sem á salað honum það enda búinn að gera stórkostlega hluti með United síðastliðinn 26 ár sem verða án efa í sögubókunum um ókominn ár. Og þeir United menn sem eru sorry yfir úrslitum dagsins eru það vegna þess að þetta var síðasti leikur Ferguson við stjórnvölinn ef eitthvað er þá er þetta þó bætting frá firsta útileiknum sem tapaðist, en bæði fyrsti og síðasti heimaleikurinn unnust eins og hjá Sir Matt Busby. Svo það er lítið sem hægt er að hvarta yfir þegar öllu er á bottninn hvolft varðandi úrslit dagsins.