Um leið og ég skrifa þetta færist að mér sá grunur að ég sé að jinxa þetta alveg…
En ESPN kom með frétt í gærkvöld, og vitnaði í aðila innan United um að samningur við Thiago væri mjög nálægt því að klárast. Það er hægt að gera ráð fyrir að ESPN væri ekki að vitna í uppdiktaða tengla, þannig að það er aðeins hægt að hækka væntingarstigið.
En sami aðili minnir okkur á að United hafi verið nálægt því að tryggja sér Sneijder, Özil, Benzema og David Silva og varar okkur þá við að vona of stíft. Og segir svo að við séum nú samt nær því að tryggja okkur Thiago.
Við teljum engar hænur, en vonum hið besta.
Síðan var minnst á Strootman í fyrsta skipti í langan tíma í gær. PSV gaf út að hann yrði áfram hjá félaginu. Það þarf ekkert að taka mikið mark á því, enda ekkert sem almennilegt boð frá United og vilji Strootman geta ekki breytt.
Birkir says
Nú hlýtur þetta að fara skýrast!