Eftir góða byrjun okkar manna um helgina er ágætt að rúlla aðeins í gegnum fréttir og slúður.
Fyrst af öllu erum við búnar að bjóða 28m punda í Fellaini og Baines. 16m í Fellaini sem kostaði Everton 17.5m fyrir 6 árum, og 12m í Baines, aftur. Einhverra hluta vegna finnst Everton þetta lélegt boð.
Daniel Burdett (@luzhniki2008) tísti í gær mynd sem hann tók eftir 3. mark United í leiknum á laugardag. Myndin fór eins og eldur í sinu um netið, sem ekki er furða:
Comparison between @WayneRooney and team mates after United's 3rd goal here today :- pic.twitter.com/HEny6Kg5x2
— Daniel (@ManUtdKStand) August 17, 2013
Svo er spurning hvað þetta segir um Rooney?
Að skemmtilegri hlutum. Eric Harrison, unglingaþjálfari United í áratugi er sannfærður um að Ryan Giggs verði frábær þjálfari. Líklega fáir sem ég myndi treysta betur að spá um það.
Við munum auðvitað vera með „næsta leik“ hér alltaf á forsíðu bloggsins, en fyrir þau sem vilja fá leikjaplanið allt í dagatalið sitt er hægt að mæla með þessu. Farið eftir leiðbeiningunum og þá kemur þetta inn, og uppfærslur á leikdögum og tímum koma sjálfkrafa.
Orðið annars laust.
Dagur Björnsson says
Verður gaman að sjá hvað gerist ef að Baines og Fellaini koma. Mun Evra missa stöðuna? Fá Cleverley, Anderson, Nick Powell og fleiri minni séns ef að Fellaini kemur beint á miðjuna? Vissulega yrði það frábærar viðbætur í hópinn!
Í 3 marki United sést Rooney lenda í smá samstuði og þegar maður horfir á endursýningu sést Rooney standa upp, haltra og með sársauka-grettur í framan. Kannski er það ástæðan fyrir því að hann hefur ekki hlaupið hálfan völlinn til að fagna en vonandi fer þetta allt að skýrast.
Dagur Björnsson says
Takk fyrir gott mánudagskaffi.
Arnar Freyr says
@ Dagur Björnsson:
Rooney meiddist í fjórða markinu. Ekkert að honum í 3. markinu
Björn Friðgeir says
Þetta með samstuðið var líka það sem ég hélt með þessa mynd, en það var eftir stunguna á Welbeck í fjórða markinu sem Rooney var tæklaður í spað og haltraði, þetta er eftir Van Persie markið. Sá þó líka mynd þar sem Rooney tekur í hendina á Van Persie, örugglega síðar þegar þeir eru að stilla upp eftir þetta 3. mark.
Ætli pælinging með Baines sé ekki m.a. að halda Evra á tánum og jafnvel nota annan þeirra á kantinum frekar en í bakvörð. Þótt sumir séu skeptískir á Fellaini finnst mér ekki spurning að hann myndi fara beint í liðið og styrkja það. Cleverley og Anderson yrðu að stíga upp frá því sem nú er til að taka sæti.
Eitthvað hefur lítið heyrst af Powell, meiðslin hafa einhver strik sett í þróunina og það er nefnt að hann fari á lán eitthvert.
Dagur Björnsson says
@ Arnar Freyr:
Rétt skal vera rétt – Takk fyrir leiðréttinguna!
Birkir Kristján says
Ég hef aðeins eitt að segja. Það er algjört bull að vera að reyna að kaupa Leighton Baines. Við erum með Evra og Buttner. Það er alveg nóg. Og Baines er ekkert betri en þeir. Peace and I’m out
snorri says
@ Birkir Kristján:
Baines er miklu , miklu betri en Büttner. En það er ekki mikið á milli Evra og Baines. Mér finnst hann vera of gamall fyrir okkur… fyrir utan RVP kaupum við ekki leikmenn sem eru 28 (verður 29 í desember) fyrir svona upphæðir. Þó að Baines er vissulega góður leikmaður, þá skil ég ekki alveg hvað Moyes (og Fergie á undan honum) eru að sækjast eftir í honum.
En Fellaini þar á móti, er leikmaður sem ég vil sjá í United-búning ásamt Carrick í miðjunni.
KristjanS says
Af hverju bauð Moyes ekki 22 milljónir í Fellaini þegar ákvæðið um það verð var virkt í hans samningi? Skil vel að Everton neiti þessu tilboði núna.
Fara þessar tilraunir okkar manna á leikmannamarkaði ekki að verða örvæntingafullar?
Baines er frábær leikmaður en vantar liðinu vinstri bakvörð? Þýðir þetta að Evra sé að fara? Eða ætlar Moyes að láta Evra eða Baines spila á vinstri kanti? Ég væri alveg til í að sjá Evra spreyta sig á kantinum.
Og var það bara ég en voru menn ekki stundum tregir (líkt og þeir vildu það ekki) að gefa á Rooney í leiknum á móti Swansea? Fannst alla vega tvisvar sinnum eins og Valencia hafi hunsað hann.
Atli Þór says
Meina Rooney tekur boltan á miðlinu og sprettir alla leið uppað vítateigspunkt þegar Persie skorar. meina 50m sprettur hjá manni sem er alls ekki í formi? Er ekki allt í lægi að hann spretti ekki alla leið til baka til að fagna? Hann virkaði hinvsegar ekkert ánægður í leiknum en þessi mynd sýnir ekki allt.
DMS says
Ég geri nú ráð fyrir því að Everton meti Fellaini á allavega 20m plús. Kannski er þetta tilboð United gert til þess að koma róti á leikmennina og fá þá sjálfa til að þrýsta á sölu. Chelsea hafa nú verið duglegir að beita þessari taktík á Rooney. Hef samt á tilfinningunni að Everton muni láta okkur blæða vel viljum við fá þá félaga Baines og Fellaini. Ég sé samt ekki alveg þörfina á Baines.
Dolli says
Þarf að kaupa leikmenn? Er ekki kominn tími á ungu leikmennina, þeir stóðu sig ágætlega í æfingaferð liðsins, og því ekki að skóla þá aðeins til með aðalliðinu í vetur, og fá þá svo fullmótaða á næsta tímabili?
Runólfur says
Ef ekki hefði verið fyrir ofurtímabil Evra í fyrra hefði ég stokkið á Baines núna. Baines er að mínu mati besti bakvörður deildarinnar, það sem hann hefur fram yfir aðra bakverði er þessi stórkostlegi vinstri fótur sem myndi gefa United liðinu það að öflugasti framherji landsins gæti mætt í teiginn og hætt að taka hornspyrnur og aukaspyrnur út á kanti (minni á skallamarkið gegn Southampton í fyrra – þessi maður á að vera í teignum). En Evra var frábær í fyrra – og byrjar vel í ár svo það er ekki þörf á Baines að ég held – ef hann væri 3-4 árum yngri væri þetta allt annað mál. Að nefna Búttner þarna er samt hlægilegt, hann er „liability“ varnarlega og ekkert spes sóknarlega – las það einhverstaðar að hann væri á leiðinni á lán til Besiktas, vonandi gengur honum betur en Bebe vini mínum.
Og þessi tilboð í Fellaini eru fáránleg, ef félagið vill hann þá á bara að bjóða 25 milljónir + og hætta þessu rugli – hann er vel þess virði. Gefur United liðinu mörg option sem það hefur ekki : „Slagsmálahundur“ á miðjunni (Hann er stór, stæðilegur og temmilega grófur), hæð í föstum leikatriðum (Sóknar- og varnarlega), það er hægt að nota hann djúpan á miðjunni, á miðri miðjunni og á bakvið framherjann #MoyesSignHimUp
– Ritgerð lokið.
Friðrik says
Mér finnst 12 Millur svosem ekkert mikið fyrir Baines þó hann sé 29 ára, meina Evra er 32 ára og er að spila frábærlega. Finnst þessi mynd þarna af Rooney bara vera til að skapa einhvern óróa, myndin sýnir bara helminginn af vellinum, það eru að minnsta kosti 2 aðrir leikmenn í United ásamt Rooney sem eru ekki fagnandi með hópnum. Þó við fáum Fellaini og Baines þá er ekki samt sáttur, við eigum ennþá eftir að kaupa leikmann í 7una og jafnvel 9una.
Daníel Smári says
Fáránlegt tilboð hjá okkur í þetta tvíeyki, þá sérstaklega í Fellaini. 16 milljónir fyrir mann sem kom til Everton á 15. Hefur hann hækkað um eina milljón í verði síðan þá? Tími til kominn að við hættum að gera hlutina með vinstri og bjóðum bara almennilegan pening! Tottenham er búið að eyða einhverjum 80-90 milljónum og City meira en það.
Er ekki að tala um að fara alveg í þann pakka, en í guðanna bænum, látum allavega eins og við séum með hugann við það sem við erum að gera á markaðnum.
jeux
siggi utd maður says
EF menn sjá ekki að Fellaini gæti gert ýmislegt gott fyrir United, þá verða þeir að eiga það við sjálfan sig. Gæjinn er búinn að hakkabuffa okkur trekk í trekk í síðustu leikjum, þá spilandi sem framherji. Mér þætti ekki leiðinlegt að sjá hann spila sem „sóknarmiðjumanninn“ með Carrick sem þann djúpa. Ef við eigum að eiga roð í Yaya Toure þegar við mætum City, þá væri fínt að hafa Fellaini. Cleverley er ekkert að fara að tækla Toure vandamálið, þó ég fíli hann mikið samt. Kjöt á miðjuna á minn disk, kalliði mig Tony Pulis, en ég hata þegar miðjan hjá okkur er eins og tu****.
Baines er betri en Evra, það er þannig, hann er með eitraðan fót sem getur gert öllum vörnum usla. En ég bara elska Evra svo mikið að ég vil ekki skipta. Sérstaklega ef hann nennir að hlaupa til baka eins og í fyrra eftir að samkeppnin frá Buttner varð til. Það var dýr vítamínsprauta að kaupa Buttner til að vekja Evra en svínvirkaði, og átti Evra sitt besta tímabil í 4 ár.
En að lokum, Wilfried Zaha er 20 ára. Hann er sterkur, teknískur og mun fljótari en hann lítur út fyrir að vera. Ef Vidic, Rio, Van Persie og Giggs skóla hann til, þá er hann fullkomin kveðjugjöf frá Afa Alex. Hann verður magnaður. Legg kippu á það.
DÞ says
Baines slæm kaup. Fellaini góð kaup.
KristjanS says
Áhugaverður pistill hér um umboðsmann Rooney:
http://therepublikofmancunia.com/what-do-we-know-about-rooneys-agent/
Eru leikmenn ekki bara strengjabrúður umboðsmanna í dag?
Athygilsverð athugasemd við ofangreindum pistli:
“Stretfird’s plan failed”. No it didn’t – he got his client (and his own cut of) £250,000 per week in a new 5 year contract. Stretford’s plan worked – he was in a win/win – either Rooney went to City or Rooney got a bumper contract to stay at United – either way Stretford gets a load more money, and leaves Rooney taking the shit for looking like a scumbag.
We may judge him as a slipper scumbag but don’t underestimate him – the man uses footballers as commodities to make himself money. But do they deserve any better?
DMS says
Moyes segir núna að þeir séu ekkert að stressa sig ef það verði enginn keyptur. Kannski líka betri taktík að taka þann pólinn í hæðina miðað við t.d. Arsenal sem segjast bráðnauðsynlega þurfa leikmenn og það strax. Það hjálpar þeim sennilega ekki að prútta og semja á lokasprettinum.
Ég ætla að vera raunsær, væri sáttur við að fá Fellaini fyrir upphaf þessarar leiktíðar og svo er þá hægt að skoða skapandi miðjumann næsta sumar (geri ekki ráð fyrir miklum hreyfingum í janúar).
…samt er alltaf einhver partur af manni sem getur ekki hrist Ronaldo úr þessari jöfnu. Mikið verður það afslappandi þegar þessi gluggi lokar bara og maður þarf ekki að velta sér endalaust upp úr þessu rugli.
Annars eru ummæli Andy Cole og Stan Collymore um Paul Stretford (umboðsmann Rooney) ansi mögnuð. Þessi Stretford gaur er greinilega algjör kúkalabbi sem hugsar fyrst og fremst um sinn eigin hag og hversu mikið hann getur blóðmjólkað skjólstæðinga sína án þess að þeir geri sér grein fyrir þvi.
DMS says
Hér er áhugaverð grein þar sem fjallað er um Baines og Evra. Mögulega er Baines ekkert hugsaður sem arftaki í vinstri bakverði.
http://www.prideofalleurope.com/2013/08/why-baines-at-united-doesnt-mean-the-end-of-evra/
Friðrik says
@ DMS:
Veit nú ekki með Baines á vinstri kant, væri frekar til í einhvern annan.