Marouane Fellaini-Bakkioui fæddist þann 22.nóvember 1987 í Brussel í Belgíu. Fellaini byrjaði sinn knattspyrnuferil hjá RSC Anderlecht þegar hann var 7 ára gamall og var þar til 10 ára aldurs. Þá var haldið til R.A.E.C. Mons í samnefndri borg og var hann þar frá 10 ára aldri þangað til að hann varð 13 ára. Næsta lið var Boussu Dour Borinage sem hann var með í 2 ár. R. Charleroi S.C. var næsti áfangastaður Fellaini og var hann þar einnig í 2 ár.
Fyrsti alvöru samningur Fellaini var við Standard Liège þegar hann var 17 ára, 2 árum eftir það byrjaði hann að leika fyrir aðallið félagsins og lék alls 64 deildarleiki og skoraði 9 mörk en samtals voru þetta 84 leikir og 11 mörk. Fellaini hefur leikið með öllum landsliðum Belga og tvítugur byrjaði hann að leika fyrir A-landslið þeirra og vakti þar mikla athygli en hann hefur leikið 42 landsleiki og skorað í þeim 7 mörk.
Fellaini var orðaður m.a. annars orðaður við Manchester United, Real Madrid, Tottenham og Aston Villa en samdi við Everton í september 2008 þar sem hann lék alls 177 leiki og skoraði 33 mörk á þeim fimm árum sem hann lék þar.
Þegar David Moyes tók við United var búist við því að hann myndi taka með sér leikmenn og þá helst einmitt Fellaini og jafnvel Leighton Baines sem að United hafði áður reynt að kaupa frá Everton. Á hinum alræmda lokadegi félagaskiptagluggans 2013 var verið að vinna í að fá Fellaini frá Everton og gekk það eftir á síðustu mögulegu stundu.
Það jákvæða við þessi kaup fyrir Manchester United er að við erum að fá mann sem hefur leikið á Englandi, er á mjög góðum aldri enda bara 26 ára, hann kemur með stál á miðjuna og ætti að hjálpa mikið til að losna við yfirgang annara liða á því svæði, hann getur líka skorað mörk og mun líklega skora meira af þeim hjá okkur en hann gerði hjá Everton. Maroune Fellaini var ekki stærsta nafnið sem við vorum orðaðir við í allt sumar en að mínu mati nauðsynleg kaup og öll önnur kaup hefðu bara verið bónus.
Við á Rauðu djöflunum er frekar sáttir við kaupin og hlökkum til að sjá Fellaini leika í rauðri treyju Manchester United.
DMS says
Er þetta ekki einum of mikil jákvæðni í einni grein?
Nei segi bara svona. Maður er orðinn svo heilaþveginn af svartsýnisspám og dauðadómum að maður kann eiginlega ekki að lesa neitt annað þessa dagana.
Ingi Rúnar says
Flott að fá hann, virkar solid.
Andri Már Halldórsson says
Eftir að hafa dottið í smá svartsýni eftir frekar slappan glugga, þá fann ég þetta videó með helstu töktum og mörkum Fellaini á síðasta tímabili.. http://www.youtube.com/watch?v=mZFuxC1bdUk
Þessi leikmaður er ekki Özil, en hann er buff og skorar! Og hæð hans og styrkur gerir hann hættulegri en Carrick ,Cleverley og Anderson fram á völlinn.. og jafnvel í öllum návígum.
Hættur að vera svartsýnn og hlakka til að sjá Moyes finna réttu blönduna og vonum að hann gefi okkur nýja vídd á miðjuna.. svona yaya toure stemming.
Runólfur says
Man ekki hvar ég fann það en það er á Youtube – frammistaða hans gegn Man United í opnunarleiknum í fyrra. Að Sir Alex hafi ekki keypt hann eftir leikinn er eiginilega fáránlegt. Ekki séð einn leikmann fara jafn illa með United í langan tíma.