Nú er auðvitað landsleikjahlé, lítið að frétta og því tilvalið að fá smá lesefni til þess að stytta manni stundir fram að næsta leik.
Steve Round, aðstoðarþjálfari United ræddi við Manchester Evening News um Fellaini, hæfileika hans og hvernig hann muni nýtast United í vetur. Skyldulesning.
Maður vissi hreinlega ekkert hvað maður átti að halda á mánudaginn þegar fréttir af svikahröppum og maður veit ekki hvað og hvað voru að berast varðandi kaup á Ander Herrera. Síðan þá hefur rykið sest og blaðamenn í Englandi tekist að komast að meiru:
Blaðamenn á Sport Witness voru fyrstir til þess að komast að því hverjir „svikahrapparnir“ væru í raun og veru og grófu einnig upp hlut Bilbao í þessu öllu saman.
Á Guardian birtust svo tvær ágætar greinar um þetta mál og kemur m.a. fram að United heldur því fram að lögfræðingarnir þrír hafi ekki verið að starfa fyrir United. Daniel Taylor yfirmaður knattspyrnumála hjá Guardian er sammála því sé enda aðspurður að því hvort hann teldi United vera að ljúga því hafði hann þetta að segja:
https://twitter.com/DTguardian/status/375356368347070464
Mike Keegan blaðamaður á Manchester Evening News hafði svo þetta að segja um málið :
https://twitter.com/mikekeeganmen/status/375344373224861696
Við þetta má bæta að Ander Herrera hélt blaðamannafund í kjölfarið þar sem hann útskýrði sína hlið og sagði m.a. þetta:
https://twitter.com/CheGiaevara/status/375225495115149312
Lögfræðingarnir voru frá mjög virtri stofu í Bilbao, hjálpuðu Bayern með kaupin á Javi Martinez sem í eðli sínu voru nákvæmlega eins og ætluð kaup United á Ander Herrera. Báðir aðilar segjast hinsvegar að þeir hafi ekki starfað fyrir sig. Fyrir hverja voru þeir þá að starfa? Undarlegt mál og ekki öll kurl komin til grafar.
Að öðru: Telegraph greindi frá því að að United hefði í raun borgað 23.5 milljónir fyrir Fellaini, en Fellaini hefði fallið frá bónusgreiðslum upp á fjórar milljónir punda. Alan Myers, yfirmaður upplýsingardeildar Everton neitaði þessu hinsvegar alfarið og sagði að United myndi borga 27.5 milljónir
https://twitter.com/ALANMYERS1/status/375185752713207811
Telegraph birtis svo hlið United á því sem gekk á í sumar og menn virðast ekki hafa miklar áhyggjur þar á bæ.
David Moyes tilkynnti hópinn sem var skráður til leiks í Meistaradeildina. Fátt sem kom á óvart þar.
Það er auðvitað landsleikjahlé og því ansi margir United menn að spila víðsvegar um heiminn. Carrick, Cleverley, Smalling, Welbeck, Young, Evra, Nani, Kagawa, RvP, Valencia og Jonny Evans eiga allir leik í kvöld og við munum fylgjast með hvernig þeim gekk.
Endum svo þetta á frammistöðu Fellaini gegn United í fyrra þar sem hann pakkaði okkur saman. Hlakka til að sjá hann gera þetta við önnur lið!
Einar says
Er alltaf að lítast betur og betur á þessi kaup,held að strákurinn eigi eftir að standa sig vel hja utd.
Heiðar says
En að máli málanna, fyrst Kagawa er með landsliðinu þá er hann væntanlega match fit en samt ekki í hóp hjá okkur! Er einhver skýring á þessu?
Tryggvi Páll says
Samkvæmt mönnum á Twitter sem horfðu á landsleikinn var Kagawa virkilega góður en augljóslega ekki í fullu leikformi. Það er því fínt að fá þessa landsleiki fyrir hann svo hann geti komið sér í stand.
Ég er alveg fullviss um að ástæðan fyrir því að hann hafi ekki verið í hóp undanfarið er miklu frekar sú að hann sé ekki í nógu góðu leikformi eftir strembið sumar heldur en að Moyes ætli sér ekki að nota hann.
Björn Friðgeir says
Spilaði 75 mínútur í dag og tekinn útaf, augljóslega af því að hann var ekki alveg í formi. Og það var móti Guatemala.
Minntist held ég á það um daginn að ég kaupi alveg þá skýringu Moyes að af tveim tæpum þá væri Nani sá líklegri til að breyta leiknum sem varamaður gegn Liverpool.
Við munum sjá Shinji spila vel í vetur. Lofa.
Hjálmar says
Var ekki „slúður“ líka í sumar að Dortmund hafi viljað fá hann tilbaka en hann ekki viljað fara?
Það segir mannig að hann og Moyes hafi talað saman og það sé ekkert vandamál í gangi…. hann er bara ekki fit.