Á einum erfiðasta útivelli í Evrópu stillti David Moyes upp þessu liði:
De Gea
Rafel Vidic Smalling Evra
Carrick Cleverley Fellaini
Valencia van Persie Welbeck
Bekkur: Lindegaard, Jones, Giggs, Nani, Young, Kagawa, Hernandez.
Shahktar Donetsk hefur vissulega verið veikst síðasta árið en kom engu að síður mjög sterkt til leiks. Moyes mætti þeim með þriggja manna miðju sem stöðvaði leik Shakhtar á mjög öflugan hátt. Engu að síður var ekki hægt að segja að sóknartilburðir United væru miklir og það var úr eina skotinu á rammann í fyrri hálfleik sem Danny Welbeck skoraði á 18. mínútu. Fellaini stakk sér inn í teiginn hægra megin, tók fyrirgjöfina sem lak yfir fótinn á varnarmanni og til Welbeck sem afgreiddi boltann örugglega.
Annars gerðist fátt markvert í hálfleiknum, Shakhtar meira meö boltann, United gekk oft illa að halda honum en héltu Shakhtar vel niðri. Engu að síður var sem Fellaini væri ekki að sýna alveg nógu góðan leik og Moyes kippti honum útaf eftir klukkutíma leik. Inná kom Ryan Giggs í sínum 145. Meistaradeildarleik og sló þar með leikjafjölda Raúl við, en þeir höfðu verið jafnir. Við þetta riðlaðist þó miðjuspil United og Shakhtar gerðust æ meira ógnandi. Það kom því ekki sérlega á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Shakhtar var í sókn, boltanum skotið inn á teiginn þar sem Vidic náði ekki að hreinsa nema beint á Taison sem þrumaði boltanum í þaknetið, óverjandi fyrir De Gea þó hann hefði fingur á boltanum. Shakhtar sótti eftir þetta og Taison hefði getað skorað undir lokin en í það sinnið sá De Gea við honum og sló boltann yfir.
Moyes hélt áfram uppteknum hætti við að skipta sem minnst, Phil Jones kom ekki inná fyrir Welbeck fyrr en 15 sekúndur voru eftir af leiknum og hafði eðlilega ekki áhrif.
Eftir ófarir síðustu vikna getum við verið þokkalega ánægð með að fara með eitt stig af erfiðum útivelli. Það er enn alveg ljóst að Moyes er enn að læra á hópinn og liðsuppstillingar og þó vissulega sé það alveg rétt hjá honum að hann hafi reynt að stilla upp liði til að vinna leikinn vantaði þó nokkuð upp á sókndirfskuna. Það munaði um að besti maður septembermánaðarins glataða, Wayne Rooney fékk spark í sköflunginn daginn fyrir leik og var óleikfær.
Lokaniðurstaðan: Gott stig, góð barátta, eigum eitthvað í land með að vera Bayern München.
ellioman says
Manchester United @ManUtd
Wayne Rooney misses tonight’s match after receiving a kick in the shin during training yesterday.
Runólfur says
Fínt stig. Shakhtar aldrei tapað fyrir ensku liði á heimavelli. Mjög leiðinlegt að missa þetta niður samt. Fellaini augljóslega mikilvægari í varnarvinnunni heldur en sóknarvinnu í svona leikjum, allt galopið eftir að hann fór útaf.
Atli Þór says
Vá hvað þetta var leiðinlegur leikur….
Magnús Þór says
Ætli Phil Jones hafi sparkað aftur í hann?
Hjörtur says
Þokkalegur fyrri hálfleikur, ömurlegur sá seinni, ekki meir um það að segja.
Elís says
Ætlar David Moyes ekkert að fara að girða sig #FáumFergusonAftur.
Guðjón says
Var að vona að þessi leikur yri vendipunkturinn, en hjálpi mér, hvílík hörmung sem United bauð upp á. Hugmyndasnautt spil sem endaði ansi oft með því að menn misstu boltann frá sér í algjöru ráðaleysi ellegar sendu hann beint í lappirnar á andstæðingunum. Betur má ef duga skal.
Björn says
Góð úrslit fyrir okkur þó spilið hafi kannski ekki verið neitt frábært. Finnst margir ekki gera sér grein fyrir hversu gott lið Shaktar hafa, sést kannski best á því að þeir eru með Brasilíska landsliðsmenn bæði á bekknum (Bernard) og utan hóps (Wellington Nem) í dag.
DJP says
Fínt að fá stig úr erfiðasta leik riðilsins. Klárum svo hina leikina og rúllum í 16-liða úrslitin!
GGMU
Heiðar says
Þetta var vissulega engin flugeldasýning en gott stig. Dwight Yorke var í „sérfræðingastólnum“ á SkySports og hann taldi United eiga að vera mjög ánægða með 1 punkt úr þessum leik, þó svo að það væri auðvitað alltaf svekkjandi að missa niður forystu.
Ég kom til leiks á 35 mínútu. Það sem mér þótti dapurt var að sjá nánast ekkert atvik þar sem United væru líklegir til að bæta við marki. Hugmyndasnauðin var í hámarki sóknarlega en varnarleikurinn var brilljant. Mjög sorglegt að sjá Vidic taka þessa hræðilegu snertingu sem markið kom upp úr, eftir að hafa átt annars frábæran leik. Fannst Fellaini ekki nógu góður. Hann hélt boltanum mun verr en hann á að geta gert og tapaði honum því býsna oft. Efast samt ekki um að hann á eftir að koma sterkur inn, hann gerði vel í markinu sem Welbeck skoraði.
Hjörvar says
Djöfull eru margir Man Utd menn bæði hér og inná facebook ömurlega neikvæðir… það er bara átakanlegt að lesa stórann hluta af þessum kommentum!!!! Gefið liðinu smá tíma eftir þjálfara skipti…
siggi utd maður says
fyrirfram langerfiðasti leikur riðilsins, eitt stig úr honum mjög gott. Moyes er staddur í rosa erfiðu verkefni, með risahóp. Finnst að fólk megi gefa honum meiri sjéns, það hefðu allir átt í erfiðleikum með að feta í fótspor SAF.
Það er fullt af hlutum sem hann hefði átt að gera öðruvísi, en við verðum að leyfa manninum að vinna áður en við afskrifum hann.
En ef ég væri hann, þá myndi ég losa okkur við Anderson og Young, semja við Januzaj, nota Zaha og kaupa tvo flinka leikmenn sem eru líka hraðir. Það vantar smá tempó í liðið, bæði einstaklingslega og sem liðsheild. Það sást á móti City.
En að öðru, það er fínt að fá smá „down-season“ það osar okkur nefnilega við „glory-hunters“
Cantona no 7 says
Mjög gott stig á erfiðum útivelli.
Sir Moyes þarf tíma t.þ.a. slípa liðið.
Hann mun fá tíma.
Verum jákvæðir.
G G M U
Berba says
Moyes er bara ekkert með þetta. Martinez er nú bara að sýna að hann var bara með gott lið í höndunum og hann vann ekki einn einasta titil né komst í meistaradeildina. Það vill engin topp leikmaður spila undir David Moyes. Vandræðilegt að segja þetta en ég verð sáttur með 4sætið.