Úfff…. hvað getur maður sagt? Döpur frammistaða og döpur niðurstaða. Þetta var alveg afskaplega slakur leikur hjá okkar mönnum í dag. Jafntefli niðurstaðan í dag sem þýðir að United er í áttunda sæti, átta stigum á eftir Arsenal sem situr í toppsætinu með nítján stig. Og ef Aston Villa vinnur næsta leik þá dettum við aftur niður í níunda sæti.
Byrjunarliðið hjá okkar mönnum leit svona út í dag;
De Gea
Rafael Jones Evans Evra
Nani Carrick Fellaini Januzaj
Rooney, van Persie
Varamenn: Lindegaard, Giggs, Smalling, Hernandez, Welbeck, Kagawa, Zaha.
Mark United skoraði Robin Van Persie á 26′ mínútu eftir frábæra sendingu frá Januzaj til Rooney sem lætur verja frá sér, RVP nær frákastinum kemur sér í skotfæri og skorar. Jöfnunarmarkið kom svo á 89′ mín eftir hornspyrnu, Ward-Prowse kemur boltanum inn í teig og Dejan Lovren nær að pota boltanum inn í markið.
Það verður ekki sagt annað en að Southampton séu með hrikalega vinnusamt lið og þeir halda áfram að reynast okkar mönnum erfiðir. Það sem mér þykir verst við þessi úrslit er sú staðreynd þetta voru sanngjörn úrslit, Southampton áttu stigið algjörlega skilið.
Það sem andstæðingar United virðast hafa gert er að finna einhverja bók, sem ég ímynda mér að líti einhvernveginn svona út:
og í henni stendur greinilega skýrum stöfum að besta leiðin til þess að láta United lenda í erfiðleikum er einfaldlega að pressa, pressa, pressa! Þessa dagana eru leikmennirnir ekki að ná að höndla þessa pressu og gera sig seka um mistök sem oft á tíðum gefa andstæðingum stórhættuleg marktækifæri.Southampton voru síst slakara liðið á vellinum, voru 54% tímans með boltann og áttu átján skot á mark á móti tólf hjá United.
Ég verð að játa að ég er ósáttur við Moyes í dag. Að United skuli vera reyna verja 1-0 forskot á heimavelli gegn Southampton er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að sjá. Að sjá Smalling koma inn fyrir Rooney á 87′ mín var stórfurðulegt. Æ eins og ég segi, þetta var dapurt. Til að bæta salti í sárin þá hefði United átt auðveldlega að ná 2-0 forskoti þegar Welbeck fékk flotta sendingu og hefði geta gefið á Rooney í dauðafæri en ákvað að klappa boltanum einu sinni of mikið og klúðraði því.
Bottomlæn, leikmennirnir og Moyes þurfa að fara vakna upp úr þessum djúpsvefni og fara spila eins og United er þekkt fyrir!
Ætla samt að enda þessa leikskýrslu á góðu nótunum. Herra Adnan Januzaj. Í morgun fengum við þær fregnir að hann hafi skrifað undir nýjan fimm ára samning við United og heldur hann upp á það með því að vera langbesti leikmaður United í þessum leik. Sendingin á Rooney sem skapaði mark United var yndisleg og var hann sífellt ógnandi fyrir okkar menn. Ef áfram heldur sem á horfir þá verður þessi leikmaður sérstakur fyrir liðið og ég mun njóta þess að horfa á hann blómstra.
Pétur says
Draumabyrjunarlið!, vonandi fer Fellaini að standa sig, vil sjá Chicarito og Zaha fá mínútur í dag…
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Zaha á bekknum :D Ánægður með það og vonandi kemur hann aðeins inná :)
Líst annars vel á liðið og vonast til að sjá 2-0 sigur með mörkum frá Rooney og Van Persie
Elías Kristjánsson says
Ekkert annað en gott um þetta að segja. Nema kannski það að bekkurinn er svona frekar frá miðju og enn framar. Mín spá; 2.-1. januzai og Zaha með hitt markið undir lok leiks.
Jónas Þór says
Luis Nani skorar 2 í dag, þið heyrðuð það fyrst hér.
Takk fyrir mig
Jón Björgólfsson says
ánægður með þetta ! fellaini á alveg að fá séns hann þarf að komast inn í spilamennskuna hjá liðinu og það gerist ekki á æfingum !
Snobb says
Bæ Bæ meistaradeildarsæti :(
Guðmundur Egill Gunnarsson says
AAAAAA AAAAAA AAAAAA!
Stefán says
Skil ekki til hvers Rooney var tekinn útaf fyrir Smalling, Moyes underestimates Southampton.
Þeir voru bara mun betri en liðið var að spila ágætlega saman fram að þessum skiptingum, áttum að skora annað mark.
Annars þýðir ekkert að væla, þetta fer vonandi að koma.
Sigurjón says
Af hverju er Welbeck eini leikmaðurinn sem fær endalaus tækifæri hjá Moyes (og þar á undan Ferguson)…hvað með Saha,Kagawa og fleiri ?? Welbeck er framherji sem þarf u.þ.b. 350 mín til þess að koma boltanum í markið….ég bara skil þetta ekki !!
Heimir says
mér finnst þetta jafntefli algerlega skrifast á Moyes í dag, allt í lagi jú að byrja með Fellaini en hann var ekki góður í dag hvorki varnarlega né sóknarlega og verið þannig nánast í öllum leikjum. Við náðum örsjaldan að halda boltanum innan liðsins í þessum leik með fullri virðingu en á móti Southampton og á HEIMAVELLI. Vörnin var búin að vera standa sig vel þangað til að skiptingarnar fóru að koma tekur jones úr miðverði sem var buinn að vera mjöög solid og setur smalling í miðvörðinn…. hvernig er það að reyna finna réttu vörnina með því að rótera henni í miðjum leik ? ? ég bara spyr. Welbeck og Giggs, Giggs er legend en er 39 ára gamall og með leikmenn eins og Kagawa og Zaha á bekknum þá finnst mér þetta mjög skrítin skipting, sama með Welbeck hann virðist alltaf finna sig með landsliðinu en þegar það kemur að því að spila með United er hann stundum algerlega hauslaus og þegar þú ert með mann á bekknum eins og Zaha sem dauðlangar að sanna sig og btw með töluvert meiri reynslu en t.d. Januzai og svo tala ég nú ekki einu sinni um Hernandez sem mér finnst að klárlega eigi að fá fleiri sénsa. Veit að Moyes á að fá tíma en þetta er farið að verða rosalega erfitt að horfa uppá þetta og þar sérstaklega á leikhúsi draumanna.
Kristjans says
Fyllilega verðskuldað jafntefli hjá Southampton, no complaints af minnu hálfu. Synd að okkar menn skyldu ekki nýta færin sín betur í seinni hálfleik. Set spurningamerki við skiptingarnar hjá Moyes, vöktu furðu mína. Þetta verður langt og strangt tímabil og vonandi liggur leiðin upp á við. Ef liðið nær að tryggja meistaradeildarsæti þá verður maður sáttur.
Rassgat says
Skil ekki menn sem segja að Fellaini þurfi að fá séns.. algjört drasl af leikmanni.
Meðalmennskan og hæfileikaleysið einkennir David Moyes sem ekkert hefur afrekað af viti sem knattspyrnustjóri… Menn segja: Come on, sjáðu bara hvað hann gerði með Everton.. Ég segi: Hvað gerði hann með Everton??? Engin afrek! Reynið að telja ykkur trú um það.
Staðan er einfaldlega sú að ManUtd heldur áfram að spila óaðlaðandi og lélegan fótbolta meðan David Moyes stýrir skipinu. Ég var ósáttur með þessa ráðningu, ákvað að gefa honum séns samt sem áður en nú er mælirinn að fyllast. Léleg taktík, lélegar skiptingar, engar lausnir, og það sem meira er…viðbjóðslega leiðinlegur bolti. Viðurkenni það fúslega að vera góðu vanur, en sætti mig jafnframt alls ekki við einhverja meðalmennsku hjá þessum klúbbi!
Friðrik says
Moyes þarf tíma og allt það bla bla bla , en hann virðist algjörlega blindur á skiptingar, og ég tala eflaust fyrir hönd margra stuðningsmanna að þessar skiptingar eru að fara fokk mikið í taugarnar á mér.
Jóhann says
Senda þessa everton menn heim höfum ekkert að géra með þá
Guðjón says
Síðan hvenær hefur Manchester United þurft að leggja á það ofuráherslu á lokamínútum leiks á Old Trafford að verja þar eitt stig og það gegn liði sem er ekki í heimsklassa? Af hverju var ekki frekar blásið til sóknar í stað þess að taka Rooney út af og setja Smalling inn á? Okei, Rooney var afspyrnuslakur, en hvað með að setja þá Chicharito inná í hans stað og reyna að hirða öll þrjú stigin?
Stefán says
Hernandez,Zaha og Kagawa þurfa að spila mun meira, ekki spurning
stefan says
Langar ad sja tessa menn byrja inn a I næsta leik!!
Stefán skrifaði:
en tad er hrikalega gaman ad horfa a Januzai spila. Sa a framtidina fyrir ser!
Runólfur says
Er ég sá eini sem man eftir tímabilinu í fyrra? Liðið var steingelt leik eftir leik og eina ástæðan fyrir titlinum voru Ruðalegar markvörslur De Gea, stórbrotin frammistaða Carricks og svo að RVP raðaði inn mörkum. Í fyrra hefði hann skallað sláin inn og við hefðum unnið 2-0 og allir væru glaðir, í dag skallaði hann sláin út og liðið fékk á sig skítamark þriðja leikinn í röð.
Moyes getur lítið gert í einstaklingsmistökum og einbeitingarskorti, en fyrir utan skiptingarnar í dag þá hafa síðustu 3 leikir (Shakhtar, Sunderland og South) verið fullkomlega settir upp. Southampton átti kannski fullt af skotum en varla 1 sem De Gea þurfti að hafa sig í við að verja.
Southampton er svo hápressu lið og lögðu mikla áherslu á að pressa Rooney ALLTAF, það svínvirkaði því hann var ÖMURLEGUR – fyrir utan sláarskotið sem, aftur, hefði geta komið okkur í 2-0 og allir væru glaðir.
Moyes er að læra á Man Utd og þeir á hann – hann t.d. startaði hvorki Rio né Vidic í dag því að hann veit að þeir geta ekkert spilað 2-3 leiki á viku lengur (hann notar þá líklega í CL). Hann er að læra og það fljótt.
Ps. Everton liðin undir stjórn Moyes hafa verið þekkt fyrir að fara á flug síðari hluta tímabils og ég held að tímabilið í ár verði engin undantekning – þó svo að liðið vinni ekki EPL í ár þá held ég að það geti margt annað gerst sem fær menn aðeins til að pípa sig á #MoyesOut dæminu.
Hjörtur says
Það er bara ekki nóg að fara á flug síðari hluta tímabilsins, það sést t.d. með Everton sem hafa aldrei komist í topp 4. Mér finnst bara ömurlegt að liðið skuli ekki vera búið að ná nema 5 stigum af 12 mögulegum á heimavelli. bara alls ekki ásættanlegt af einu besta liði í heimi. Maður spyr sig bara hvað veldur?
Runólfur says
Auðvitað veldur það áhyggjum. Erfitt að segja hvað veldur. Fyrir mér eru það lykilmenn að spila undir pari. Fæstir leikmenn verið nálægt sínu besta frá því í fyrra. Mér finnst samt síðustu 3 leikir hafa verið mjög góðir, þó svo að úrslitin hafi verið slæm. United skapaði sér urmul af færum í dag, ef menn kynnu rangstöðu regluna hefðum við getað rúllað Southampton upp (sem hafa notabene fengið á sig 2 mörk í vetur).
Heiðar says
@ Hjörtur:
Everton varð í 4 sæti tímabilið 2004-2005. http://en.wikipedia.org/wiki/2004%E2%80%9305_FA_Premier_League
Sævar says
þetta er lang versta manutd lið síðustu 20 ára.
ok. jones er í fulham klassa
smalling er svona cardiff leikmaður
fellaini er og hefur alltaf verið miðlungsleikmaður. hefði ekki borgað meira enn 2 millj fyrir hann
velbeck er drasl. það sér blindur maður á eiturlifjum.
rio er búinn.
cleverly væri flottur í derby.
og að lokum, moyes er bara risaeðla. hann mun aldrei fá bestu leikmenn heims til liðs við sig.
GOTT FÓLK. vonandi sér þessi mannapi sóma sinn í því að sega af sér fyrir næstu helgi
guðjón says
Las um það að Van Persie og Moyes hefði lent saman fyrr ekki löngu síðan. Deilan snerist um æfingaaðferðirnar en Moyes og hans menn ku leggja mikið upp úr hlaupum, jafnvel langhlaupum. Það hugnast Van Persie ekki – skiljanlega – enda snýst fótbolti ekki um slík hlaup og líklega er þetta ástæðan fyrir afar þreyttu, einbeitingarlitlu og leikgleðislausu liði.
Það var örugglega ekki viturlegt hjá Moyes að láta alla þjálfarana, sem voru hjá Ferguson, fara og vafalítið hefði Meulensteen og líklega fleiri komið að góðum notum nú – þegar allt er í skralli.
ellioman says
Sævar skrifaði:
==> http://ellioman.com/gif/facepalm3.gif
Runólfur says
Mig grunar að Sævar sé Poolari.
Annars var þetta með RVP og Moyes að Moyes legði of mikla áherslu á líkamlega þáttinn yfir höfuð – ekkert talað um langhlaup að ég held. Rooney hefur sagst fýla þetta og hann sé í betra formi en áður – það er nú einu sinni þannig að mönnum finnst hlutir misskemmtilegir.
En eftir að hafa séð allskyns „heimildamyndir“ og þætti um Manchester United þá efast ég um að allt liðið sé á sama hlaupaprógrami, ég meina hver einasti leikmaður er með sér útbúna lyftingaráætlun – þeir eru líklega með sér útbúna hlaupaáætlun líka. En kannski var RVP bara að væla yfir þessum standard hlaupum hjá Moyes, hann er nú soddan kvartari hann Persie okkar :)
Sævar says
ellioman.
ég er eins langt frá því að vera púllari og hægt er.
við manutd menn verðum samt að kunna að viðurkenna hlutina eins og þeir eru.
þessir menn sem ég taldi upp áðann kæmust aldrei í liðið hjá 15 bestu liðum heims.
við hötum púllara sem sjá ekki sólina fyrir sínu liði(undanfarinn 20 ár). við skulum ekki vera jafn vitlausir
Rassgat says
Menn hafa rétt til að hafa skoðanir á sínu liði án þess að vera kallaðir poolarar. Hvort sem þær eru neikvæðar eða ekki í augum annarra er aukaatriði. Kröfurnar eru eðlilega miklar og boltinn sem liðið býður uppá er ekki á pari við það sem því sæmir.
Fyrir mitt leyti þá áskil ég mér fullan rétt til að gagnrýna Moyes og hans aðferðir fram að þessu !
Runólfur says
http://i0.kym-cdn.com/entries/icons/original/000/000/348/retarded.jpg
Hef ákveðið að kúpla mig út úr þessari umræðu. Hlakka til að ræða við menn um CL leikinn í miðri viku.
Björn Friðgeir says
(hér að ofan er kominn póstur frá Heiðari sem nam staðar í ruslsíunni)
Gummi kr. says
hef ekki trú á að Sævar sé poolari enda var hann með mér í ferð á united leik í fyrra, en hvað um það þekki manninn ekki neitt. En þetta sem hann skrifar hér að ofan er kórrétt! en hann gleymir að nefna menn eins og Nani sem er að verða eitt mesta aðhláturs efnið í flotanum, kemur ekkert út úr honum. Hvað með Valensia og Kagawa þeir eru einu mennirnir sem geta búið eh til en það er greinilega ekki það sem stjórinn vill heldur vill hann vera með tréhesta eins og Fellaini sem kemur ekki frá sér 2 metra sendingu skammlaust. En rauði þráðurinn er sá að Moyes er búinn að drulla á sig með þetta og hann þjálfara teymi sem er bara brandari, menn myndu ekki sætta sig við þessa þjálfara í utanverðum eyjafirði.
9
Snorkur says
Menn hafa verið duglegir við að drulla yfir þá sem vilja láta Moyes fara strax og eru þeirra rök mörg hver mjög góð (þó margir noti einfaldlega barnalegar sp. um hvort fólk sé nægilega miklir MU-menn)
Þjálfarar þurfa tíma og svo….
Ég er hreinlega ekki viss um að ég vilja að Moyes fari að ná árangri og festi sig í sessi sem þjálfari liðsins eins og staðan er í dag ….
Ég er einn af þeim sem getur fyrirgefið slæm úrslit – og slakt gengi ef boðið er upp á skemmtilegan fótbolta … en í guðana bænum .. þetta flokkast undir hreinan saur (fyrir utan Rooney og kannski Januzaj), og í fyrsta skiptið síðan ég fór að fylgjast með MU hefur mér virkilega leiðst.. ekki vegna úrslita heldur vegna fótboltanns sem boðir er upp á
Þegar maður er farinn að skipta yfir á Everton – Hull í miðjum leik þar sem liðið manns er að vinna 1-0 til að fá smá fótbolta fegurð .. þá eru hlutirnir ekki að ganga upp
Rassgat says
Að vera búinn að tapa 11 stigum í 8 leikjum og vera í sömu stöðu og Hull og Newcastle er einfaldlega óásættanlegt fyrir klúbb eins og Man Utd, sama hvað hver segir.
Rassgat says
Og Runólfur, þú virðist vera gott dæmi um blindan Utd stuðningsmann, verði þér að því.
Linkurinn þinn um þroskaskerta er þér og öðrum síst til bóta…
Maður rífst ekki við greindarskerta menn hvort sem það er í riti eða orði.
Rassgat says
afsakið.. 13 stig töpuð.