De Gea
Smalling Ferdinand Vidic Evra
Fellaini Giggs
Valencia Rooney Kagawa
Chicharito
Bekkurinn: Lindegaard, Jones, Anderson, Nani, Young, RvP, Buttner.
Það eina sem kom á óvart varðandi þetta byrjunarlið var að Robin van Persie var á bekknum. Hitt var nokkurn veginn samkvæmt bókinni.
Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur. United voru meira með boltann og klárlega betri aðilinn en voru ekki að skapa sér mikið af færum, enda átti liðið aðeins 2 skot að marki í öllum hálfleiknum. Eins og endranær reyndi liðið að komast upp kantana, sérstaklega vinstra megin. Smalling kom sér oft í ágæta stöðu á kantinum með góðum hlaupum en sýndi afhverju hann á ekki að vera í hægri bakvarðarstöðunni þar sem fyrirgjafir hans og sendingar voru frekar lélegar. Það vantaði meiri kraft og áræðni í leik United.
Real Sociedad byrjaði af meiri krafti í seinni hálfleik og ógnaði meira en í fyrri hálfleik. Það var þó United sem átti að taka forystuna á 49. mínútu þegar Chicharito negldi boltanum yfir af um tveggja metra færi eftir góðan undirbúning Kagawa. Ég held að hann hafi aldrei klúðrað viðlíka færi á ferli sínum hjá United. Þetta var fyrsta hættulega færið sem United skapaði sér í öllum leiknum.
Fyrir utan þetta færi spilaðist leikurinn eins og í fyrri hálfleik þangað til að Robin van Persie og Ashley Young komu inná fyrir Chicharito og Rooney á 62. mínútu. Kagawa færði sig í sína uppáhaldsstöðu fyrir aftan framherjann og um leið fóru fóru hlutirnir að gerast. Robin van Persie átti fínt skot í stöngina og annað skot rétt framhjá skömmu eftir það. Við þessa skiptingu opnaðist svo leikurinn aðeins. Kannski áttuðu Real Sociedad menn sig á að ef þeir töpuðu þessum leik væri þetta Meistaradeildar-ævintýri þeirra lokið. Kagawa var einnig meira í boltanum á miðjunni og það skapaði örlítið meiri usla en áður í leiknum.
Á 70. mínútu fengum svo víti þegar brotið var á Ashley Young. Þetta var frekar ódýrt víti enda datt Ashley Young eftir litla snertingu frá varnarmanni Real Sociedad. Robin van Persie fór á punktinn og hamraði boltanum í stöngina. Staðan því ennþá 0-0.
Eftir vítið gerðist fátt markvert, nema hvað að Fellaini fékk seinna gula spjaldið undir lok leiksins fyrir algjört óþarfa brot. Klaufalegt en samt alveg í anda frammistöðu United í þessum leik.
0-0 var því niðurstaðan í frekar slöppum leik. Ágætis stig svosem en svekkjandi engu að síður þar sem United fékk nógu góð færi til að klára þennan leik. 3 stig hefðu verið einkar vel þegin hér sérstaklega þar sem Shakhtar og Leverkusen gerðu 0-0 jafntefli í hinum leik riðilsins. Gríðarlega spennandi kvöld í A-riðlinum í kvöld semsagt.
Við getum þó endanlega tryggt okkur áfram með sigri á Leverkusen í næsta leik sem fer fram 27. nóvember í Þýskalandi.
Nokkuð erfitt að velja mann leiksins þar sem fáir sköruðu eitthvað framúr. Vörnin var fín og De Gea stóð fyrir sínu í markinu. Kagawa var sprækasti leikmaðurinn og var alltaf að reyna þó að það gengi ekki alveg upp hjá okkar mönnum. Hann skapaði dauðafærið hjá Chicharito og var miðpunkturinn í því litla sem liðið skapaði í öllum leiknum. Hann fær því nafnbótina maður leiksins í kvöld.
Næst er það svo gríðarlega mikilvægur leikur gegn Arsenal á sunnudaginn.
ellioman says
Þvílíkur maður indeed!
Væri flott að fá sigur í dag og komast í 10 stigin. Sérstaklega þar sem næsti leikur er gegn Leverkusen á útivelli. Vona að Fellaini nái að spila vel í dag svo sjálfstraustið fari að aukast hjá kallinum.
Mikið þykir mér samt leiðinlegt hvað Fabio fær enga sjensa. En ég hef svosem sagt það áður :/
Runólfur says
Eins mikið og ég styð Moyes þá fer þetta Zaha – Anderson – Fabio frost gífurlega í taugarnar á mér. Smalling er enginn helvítis hægri bakvörður. Vona í raun að Griezmann slátri honum í kvöld svo þessu rugli verði hætt.
Og jáá ég viðurkenni vel að ég hef mínar efasemdir um Sir Ryan Giggs á tveggja manna miðju í 442 leikkerfi á útivelli í Meistaradeild Evrópu.
Einar says
Þetta með Smalling í bakverði er ég ekki að skilja…. hvað veit maður samt. Áfram utd!
Pat says
Furðulegt að vera með Smalling þarna.. Hvenær ætlar maðurinn að sjá að Smalling hefur ekkert að gera í bakverði…
Hvar er Fabio?
Robbi Mich says
Ashley Young með tilþrif ársins. Sorry með mig en ég er glaður að RvP skoraði ekki úr vítínu, því réttlætinu var fullnægt. Svona dýfur eiga ekki að sjást, AY minnkar og minnkar í áliti hjá mér fyrir svona hegðun … álit sem er nú þegar núll.
Ingvar says
Oj barasta, það var held ég allt ljótt og leiðinlegt við þennan leik # youngout
Pétur says
Ljótt að segja en ég var mjög glaður að sjá Moyes brjálaðan yfir byrjendamistökum hjá Young, meiri líkur á að við seljum hann.
Diving is cheating.
Rooney góður, Kagawa betri eftir að hann fór í holuna, var litla baunin að klúðra dauðafæri? Vissi ekki að hann gerði svoleiðis! Erfitt að vera pirraður útí hann samt.
Atli Þór says
Vá hvað þetta var leiðinlegur leikur.
guðjón says
Hvað fær Young marga sénsa viðbót? Er ekki komið nóg? Og eins Valencia? Þá virðist Kagawa ekki falla inn í liðið.
Þetta var annars hörmulega leiðinlegur leikur – United-menn á hálfum hraða, nema Giggs gamli. Þeir verða heldur betur að gíra sig upp ef þeir ætla að hafa eitthvað í Arsenal að gera.
Sigurjón says
@ guðjón:
Kagawa var einn af betri mönnum leiksins…sérstaklega eftir að hann fékk að spila sína stöðu….vorum við ekki örugglega að horfa á sama leikinn ?
Runólfur says
Jæja. Ég er líklega þolinmóðasti stuðningsmaður Man United þegar kemur að því að gefa leikmönnum nýja og nýja sénsa (samanber ástmann minn Anderson) en Ashley Young er komið gott. Þetta er ekki hægt, hann er ekki einu sinni likeable karakter.
Annars er lítið um þennan leik að segja nema : http://www.youtube.com/watch?v=mTLVCSyVZZs (allavega í CL) !
Steini says
Ég hef eitt og annað að athuga við þennan leik. Ferlega hægt og rólegt hjá okkur og lítið um ógnanir fyrr en RVP kom inn á. Ég setti veruleg spurningarmerki við Moyes í þessum leik. WR út og RVP inn? Chica út og Ashley Young inn? Hvað með að taka Fellaini út sem ekkert gerði í leiknum og hélt áfram að olnboga menn og sparka niður á gulu spjaldi? Vítið var aldrei undir neinum kringumstæðum víti og réttlætinu var fullnægt þegar við misfórst. Ég fékk alveg stjarnfræðilega í taugarnar að sjá þessu dýfu hjá þessum svindlara sem betur hefði átt að taka að sér hlutverk í sápuóperu en að spila fótbolta.
Við áttum alltaf að geta tekið þrjú stig út úr þessum leik og ég vil meina að Moyes hafi ekkert annað en stefnt á jafntefli á útivelli, eitthvað sem Everton stuðningsmenn hefðu orðið sáttir við en við viljum sjá árangursríkan fótbolta og jafntefli á útivelli í riðlakeppni er ekki eitthvað sem við hefðum sætt okkur við fyrir stuttu síðan.
Eflaust eru einhverjir blóðbræður mínir ekki sammála en svona sé ég þetta.
Kv,
Steini
Hannes says
Ég held að Arsenal muni pakka okkur saman á sunnudaginn. Við styrktum ekki liðið neitt í sumar og í vetur munum við þurfa súpa seyðið af því.
Runólfur says
Minn kæri Hannes, hefur þú horft á Away Champions League leiki hjá Manchester United síðustu ár ?
Hér er smá tölfræðimoli (Bara Away leikir).
2013 : Cluj (sigur) Galatasaray (tap), Braga (sigur), Real Madrid (Jafntefli) = 2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap (Það verður eiginlega að taka fram að við töpuðum bæði fyrir Cluj og Real Madrid á heimavelli).
2012 : Otelul (sigur), Benfica (Jafntefli), Basel (tap) : 1 sigur,1 jafntefli,1 tap – við duttum út í riðlakeppninni.
Á síðustu tveimur árum í Meistaradeildinni höfum við unnið 3 útileiki, gert 2 jafntefli og tapað tveimur. Og ég tel nú að bæði Shakhtar og Sociadad séu töluvert betri lið en Cluj og Otelul, jafnvel Braga.
Svo að ég veit nú ekki alveg hverju við erum vanir undanfarið, ég persónulega er mjög ánægður með að vera taplaus í riðlinum og græt það ekkert að halda hreinu á útivelli í CL. Sóknarleikurinn bar þess merki að þarna eru leikmenn sem spila ekki alla leiki en samt hefðum við geta unnið þennan leik þægilega 0-2 ef RVP hefði ekki ruglast og farið í skóna hans Ashley Young.
Svo mæli ég með að menn fari að skoða tölfræðina hans Fellaini – og almennt að pæla í hans hlutverki í liðinu. Sýnist rosalega margir misskilja það. Hann var keyptur til að gefa okkur hæð – þyngd – og almenn leiðindi á miðsvæðið. Jú vissulega hefur hann alls ekki sýnt sýnar bestu hliðar en það eru ekki allir leikmenn eins og Robin Van Persie sem bara smellpassa strax í liðið.
Ps. Við vinnum Arsenal á laugardaginn, 2-0 með einhverri algjörri taktískri snilld frá Moyes.
Atli says
Hahahaha ummælin fra Runólfi alltaf jafn gód og sönn! Félagi eg myndi ýta 2x á „like“ takkan ef ég gæti! ;)
Gudjon says
Ég var ekki ángæður með Kagawa frekar en aðra miðjumenn liðsins. Mér finnst það hálfneyðarlegt hvernig verið er að troða honum inn hér og þar. Hann passar einfaldlega ekki inn í liðið og tilheyrir ekki þeim klassa af leikmönnum sem við reglulega þurfum á að halda. Kagawa kæmst ekki einu sinni á bekkinn hjá Real Madrid, Barcelona, Juve, Bæjurunum, Chelsea og Arsenal. Við þurfum góða leikmenn til þess að geta keppt við þessi lið og Kagawa er ekki einn af þeim.
@ Sigurjón:
Davey says
P. Evra var vafalaust maður leiksins að mínu mati, mér fannst hann sinna sínu stóra hlutverki vel.
En þetta með Fellaini og Kagawa; að mínu mati spilaði Fellaini sinn besta leik með Man Utd so far, og eins og er búið að benda á, þurfa áhorfendur að skilja hlutverkið hans betur áður en þeir gagnrýna hann. Hlutverk hans er að vera skrímlsið á miðjunni sem hann var svo sannarlega. Hjá Everton var hann ekki í þessu hlutverki og ég tel að með meira reynslu verði hann frábær í þessu hlutverki.
En með Kagawa; Gengur að láta hann spila á vængnum? Er hann hægt og rólega að fara verða jafn góður þar og fyrir aftan framherja? Hann er svo miklu betri fyrir aftan framherja en á meðan Rooney spilar eins vel og hann hefur gert núna er ekki nægur spilatími í boði í þeirri stöðu fyrir Kagawa.
Tryggvi Páll says
Ég er sammála Runólfi. United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er ekki spennandi sjónvarpsefni og hefur verið það í þónokkuð langan tíma. Sérstaklega útileikirnir. Það hefur að vísu yfirleitt tryggt okkur örugglega áfram í 16-liða úrslit. Áherslan er að vara varfærnislega í útileikina, liðið tapaði t.d. ekki leik á útivelli í þessari keppni frá árinu 2007 til ársins 2010. Þetta hefur ekkert breyst undir stjórn Moyes.
Hvað varðar Kagawa þá verð ég að játa það að ég skil ekkert í því afhverju Ferguson keypti hann til þess að byrja með. Þetta er frábær leikmaður og augljóslega mjög hæfileikaríkur en hvenær hefur Manchester United spilað með hreinræktaðan AMC? Þegar Wayne Rooney er að spila þetta hybrid á milli AMC og Framherja svona hrikalega vel er ekkert pláss fyrir Kagawa í þessu liði, amk ekki í þeirri stöðu sem hann er augljóslega bestur í að spila. Því miður.
Runólfur says
Ummæli mín voru ætluð Steina en ekki Hannesi. Sorry Hannes :)
En til að svara Tryggva þá held ég að Kagawa hafi verið keyptur í því skyni að vera notaður sem AMC á meðan Wayne Rooney væri okkar fremsti framherji – það sem gerðist svo um það bil 2 mánuðum eftir að Kagawa skrifaði undir var það að Robin Van Perise var allt í einu á markaðnum. Sir Alex Ferguson keypti Van Persie, til þess að halda Rooney í liðinu þá var hann færður aftur á völlinn … og Kagawa færður á bekkinn.
Var Kagawa ekki eitthvað inn og út úr meiðslum í fyrra? Mig minnir það. Það hjálpaði honum allavega ekki.
Snorkur says
Verð að játa ljóta hugsun sem kom upp í kollinn á meðan leik stóð :P
Var farinn að láta dómarann fara í taugarnar á mér… ekki það að hann væri ósamgjarn ..
Hann flautaði bara svolítið mikið .. og á flest atvik þar sem maður datt
Í þeim smávægilega pirringi hugsaði ég í fyrsta skiptið í langan tíma:
Hvernig væri að skella Ashley Young inn á völlinn
ástæðan …. jú .. hann dettur svo fínt
Eyky says
Kagawa maður leiksins? Ég er á því að hann mögulega verið slappasti maður Utd.
Fellaini átti ágætis leik, vann fleiri bolta en hann hefur gert hingað til. Fyrra spjaldið á hann var frekar ósanngjarnt, fórnarlamb eðlisfræðinnar. Smalling í bakverðinum er afskaplega þreytt dót, ef hann ætlar ekki að nota Fabio, hvernig væri þá að nota Valencia þarna (þar sem hann er nú næst besti hægri bakvörðurinn okkar)
En annars var þetta bara ekta riðlaleikur. Þeir sóttu lítið sem ekkert og reyndu að halda hreinu. Mér fannst tvöfalda skiptingin vera pínu skrítin. SAF og Moyse töluðu báðir um það hvað það skipti miklu máli að vera þolinmóður í svona leik. Svo skiptir hann útaf tveimur strikerum sem fengu enga þjónustu.
Hefði frekar kosið að fá Smalling – Nani og Giggs – RVP skiptingu og þá mögulega Chicharito – Jones aðeins seinna.
Steini says
@Runólfur
Vertu ekki að skamma Hannes fyrir ruglið í mér! ;-)
En samt sem áður er þetta mín skoðun eins og skýrt kom fram og ég vil meira en bara spilað upp á grútleiðinlegt 0-0 jafntefli á útivelli. Ég hefði alltaf undir öllum kringumstæðum skipt Fellaini útaf vegna þess að hann var kominn með spjald og spilaði áfram mjög fast og var að lenda í pústrum við menn hingað og þangað um völlinn. Það gat ekkert annað gerst en að hann yrði rekinn útaf.
Kv,
Steini
Pat says
sammála að öllu leyti.@ Steini:
Karl Garðars says
Svo sammála þér Runólfur. @ Runólfur:
Heimir says
Ég veit ekki hvernig menn fá það út að Kagawa var slappur… var snöggur að byrja sóknir yfirvegaður á boltanum, skapaði færið fyrir Chicharito og var í samspilinu þegar Young hennti sér niður… hann var duglegur að koma niður á miðju og sækja boltann í þeirri stöðu sem ég vil persónulega sjá hann miðju eða þá fyrir aftan fremstu menn… http://www.101greatgoals.com/goals/champions-league/real-sociedad-v-manchester-united-team-sheets/