Þessi leiktíð hefur verið erfið fyrir mörg stórliðin. City er búið að tapa fjórum leikjum nú þegar, oftast gegn minni spámönnum, nú síðast botnliði Sunderland. Chelsea hefur ekki verið sannfærandi, en hins vegar hafa Arsenal og Liverpool verið á skriði. Það var því vel þegið að vera á Old Trafford fyrir tveim vikum og sjá United stöðva Arsenal. Það hefði vissulega verið annað upplit á mönnum ef sá leikur hefði tapast.
Manchester United fer í annað skiptið á leiktíðinni til Wales á morgun, í þetta skiptið til Cardiff. Þetta er í fyrsta skipti sem United fer tvisvar út fyrir England í deildarkeppninni, enda í fyrsta skipti sem þessi lið eru bæði í efstu deild, og í fornum neðri deildarævintýrum United kom þetta aldrei fyrir. Síðast lék United í Cardiff fyrir tæpum fjörutíu árum, einmitt þegar United var síðast í annarri deild og unnu þá 1-0 með marki Gerry Daly.
Nú er kominn nýr eigandi, Malasinn Vincent Tan sem virðist sameina alla verstu eiginleika ríkra eiganda. Hann er búinn að breyta búningi Cardiff úr bláum í rauðan, því það á að seljast betur í Malasíu, bláfuglinn, merki félagsins í 100 ár er orðinn örlítill í merkinu undir drekanum, merki Wales af því að það er agressífara og allt bendir til að Tam vilji breyta nafninu í Cardiff Dragons. Þrátt fyrir óánægju stuðningsmanna virðast samt flestir láta sig hafa þetta því það eru peningarnir sem tala. Cardiff er enda komið í efstu deild í fyrsta skipti í yfir fjörutíu ár.
Það verður ekki sagt að Cardiff sé vaðandi í topp leikmönnum, en Aron okkar Gunnarsson hefur verið að gera góða hluti hjá þeim. Craig Bellamy er að njóta síðustu áranna á ferlinum og skilar sínu og svo er þarna Peter Odemwingie. Síðast en ekki síst er fyrrverandi United unglingurinn Frazier Campbell hjá þeim og er meðal markahæstu manna, einn af fjórum skorað hafa 2 mörk. Cardiff hefur staðið sig þolanlega í vetur þó þeir séu fyrir neðan miðju, og bestu úrslit þeirra voru einmitt sigur á Manchester City á heimavelli
Meiri meiðslavandræði en oft í vetur eru að hrjá United. Phil Jones meiddist á föstudaginn í leik Englands og Chile, Danny Welbeck er áfram frá en Nemanja Vidic ætti að vera tilbúinn í slaginn eftir góða hvíld eftir heilahristinginn gegn Arsenal. Rafael og Robin van Persie ættu sömuleiðis að vera orðnir góðir á morgun.
En það eru meiðsli Michael Carrick sem setja stærst strik í reikninginn. Nú er tækifæri fyrir Marouane Fellaini og Anderson að sýna hvað þeir geta. Anderson hefur mikið verið orðaður við brottför enda virðist sem flestir búnir að gefast upp á honum, stuðningsmenn sem aðrir. Hann gæti þó fengið sinn síðasta séns og vill nýta hann, póstaði á Instagram í gær eins og sést hér að ofan.
Fellaini hefur enn ekki sýnt neitt sem bendir til þess að hann sé 27,5m virði. Hann er þó ekki á leiðinni neitt og ekki ástæða til að afskrifa hann. Sögur eru af því að hann sé helst til hlédrægur á æfingum og þjálfarar séu að reyna að draga hann út úr skelinni. Ef satt er þá er vonandi að þarna sé að finna skýringuna hvers vegna hann hefur ekki stimplað sig inn hjá klúbbnum enn, og vonandi að þetta standi til bóta.
Liðið á morgun:
De Gea
Smalling Evans Ferdinand Evra
Valencia Fellaini Cleverley Januzaj
Rooney Van Persie
Nú er leikur gegn Bayer Leverkusen á miðvikudaginn og gætu því verið einhverjar tilfæringar, finnst þá líklegast að Hernandez komi inn í sóknina og að Nani, sem stóð sig vel með Portúgal í umspilinu gegn Svíum fái tækifæri. Smalling verður áfram í bakverðinum enda virðist Moyes líka vel við hann.
Þetta er leikur sem verður, á og mun vinnast. Þegar þetta er skrifað eiga Arsenal og Southampton og Everton og Liverpool eftir að eigast við og hagstæð úrslit í þeim leikjum geta þjappað töflunni enn meira saman. Ef við eigum að óska eftir eðallaugardegi gætum jafnvel West Ham gert Chelsea skráveifu. Þegar flautað verður til leiks á morgun gæti United jafnvel verið í þeirri stöðu að sigur myndi koma þeim í annað sætið á stigum ef ekki markatölu. Það kemur allt í ljós. næstu tveir leikir á eftir eru gegn Tottenham og Everton en að þeim loknum taka við fimm deildarleikir í röð sem „eiga að vinnast“.
Það verður því spennandi að sjá stöðuna um áramótin og United ætti vonandi að vera í góðri stöðu þá.. Deildin vinnst samt hvorki í október né um áramót, það er nóg eftir af tímabilinu.
Við endum þetta á pilti sem fæddist í Cardiff fyrir 39 árum og 359 dögum síðan. Ryan Giggs var í viðtali við Daily Telegraph í dag í grein sem er full af gullkornum um þjálfun og aðstæður þá og nú. Giggs rifjar meðal annars upp þegar hann var í svipuðum sporum og Adnan Januzaj er í dag:
“This Sheffield United right-back was kicking me in one game, giving me a few verbals and it affected me a little bit. I said to Robbo: ‘That right-back’s just said he’s going to break my legs.’ Robbo said: ‘Did he? You come and play centre-midfield. I’m going to play left wing for 10 minutes.’ We swapped positions. Robbo soon came back: ‘Aye, you’re all right now, go back over’. Problem solved!
Ingi Rúnar says
Sigur og upp um eitt sæti.
2-0 Rooney, Persie
ellioman says
Tvö sæti réttara sagt, förum úr sjötta upp í fjórða með sigri á Cardiff :)
Það væri nú bara helvíti flott, værum þá einu stigi á eftir Liverpool og Chelsea (24 stig) og fimm á eftir Arsenal (28 stig) eftir tólf umferðir.
ellioman says
ughh…..
MailOnline Sport @MailSport
BREAKING NEWS: Robin van Persie has not travelled with Man United to Cardiff.
https://twitter.com/MailSport/status/404608762016583680