Jæja, eftir tvo ósigra í röð á heimavelli kom „langþráður“ sigur, reyndar var hann langt frá því að vera fallegur en sigur er sigur og ég tek þeim fagnandi þessa dagana! Þetta var týpískur 0-0 leikur allan tímann, virkaði eins og leikmenn beggja liða væru ekki að spila upp á neitt sérstakt (sem er undarlegt, ég veit) þannig að þetta hefði hæglega geta farið 1-0 fyrir Shakhtar. Þú veist, alveg eins og leikirnir við Everton on Newcastle fóru!
Svona var liðinu stillt upp í byrjun leiks:
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Büttner
Jones Giggs
Januzaj Kagawa Young
Rooney
Varamenn: Lindegaard, Anderson, Nani, Cleverley, Valencia, Hernandez, van Persie.
Eins og ég hef minnst á var leikurinn frekar daufur. Í fyrri hálfleik áttu bæði lið eitt gott færi, fyrst var það Shakhtar á 12 mínútu þegar Ferdinand steinsofnar í vörninni, missir Teixeira fyrir aftan sig á sama tíma og sendingin kemur en sem betur fer setur Teixeira boltann rétt framhjá fjærstönginni. Færi United kom á 37 mín en þá kemst Ashley Young innfyrir vörnina og reynir að vippa boltanum yfir markmann Shakhtar (sem var kominn mjög framarlega) en boltinn fer rétt framhjá stönginni. Hefði sjálfstraustið hjá Young verið 1% eða meira þá hefði þessi bolti dottið inn.
Staðan var 0-0 í hálfleik og í seinni hálfleik héldu liðin uppteknum hætti í leiðindum. Moyes ákvað að gera skiptingu á 63 mín þegar hann tók Young útaf fyrir Robin Van Persie, færði Kagawa út á kant og Rooney niður í holuna. Á sama tíma kom svo Cleverley inn fyrir Giggs. Maður sá reyndar aldrei hvort þessar skiptingar breyttu einhverju því 4 mínútum síðar fékk United horn, boltinn barst inn í miðjan teig þar sem Phil Jones var á auðum sjó, tekur boltann niður og hamrar hann í netið. Ef það hefði hreinlega verið hægt að slökkva eitthvað í leiknum, þá sá þetta mark til þess. Leikmenn Shakhtar misstu trúna og United gat haldið áfram að dúlla sér á vellinum án þess að hafa of miklar áhyggjur.
Leiknum lauk svo á 92 mínútu með 1-0 sigri, á sama tíma tryggði Leverkusen sér 1-0 sigur gegn Real Sociedad og fylgir því United upp úr A riðli á meðan Shakhtar-menn sitja eftir með sárt ennið.
Nokkrar pælingar á meðan leik stóð.
Í sjálfu sér tók maður ekki eftir neinu sem hefur ekki hefur verið sagt nú þegar milljón sinnum. Ég ætla þó að benda á fjóra hluti sem ég tók sérstaklega eftir í kvöld, og hefur verið að plaga okkar lið á þessu tímabili.
Nr. 1. Það eru lítil sem engin hreyfing á mönnum án bolta, það er aldrei reynt að senda inn í eyður eða á það sem þeir kalla „ovarlap“ hlaup. Ég myndi segja að vel yfir 90% sendinga eru á leikmenn sem eru næst þeim manni sem er með boltann hverju sinni, og eru þær nánst alltaf annað hvort til hægri, vinstri eða til baka. Hvernig væri að senda meira fram á völlinn? Þegar boltinn er færður fram þá er það mest megnis á fótum manna eins og Januzaj, Nani, Kagawa og Rooney. Það er engin boltadreifing í gangi fram á við og ástæðan fyrir því er klárlega fjarvera Carrick. Hey, kannski þurfum við miðjumann?
Nr. 2. Mér fannst magnað að sjá var hversu oft David De Gea snerti boltann í kvöld, þrátt fyrir að Shakhtar væru alls ekkert að pressa boltann stíft. De Gea átti 34 snertingar í kvöld, á sama tíma snerti Januzaj boltann 48 sinnum, Young 51 sinnum og Kagawa (notabene „playmakerinn“ okkar) 55 sinnum. Þetta helst í hendur við punkt númer eitt um að liðið leitar meira aftur á bak en áfram þessa dagana.
Nr. 3. Liðið er að spila án kantmanna þessa dagana, það er bara svo einfalt. Í byrjun leiks voru menn mikið að leita af Rafael og Buttner á köntunum og láta þá senda fyrir (sem gekk ekki vel). Aðrir leikmenn liðsins spiluðu allan leikinn nánast á miðri miðjunni. Raunveruleg staðsetning leikmanna í sóknarleiknum fannst mér vera einhvern veginn eins og myndin hér til hægri sýnir.
Nr. 4. Það var átakanlegt að horfa á Rio Ferdinand spila í kvöld. Hann er svo búinn á því kall greyið að það var í raun og veru kraftaverk að honum hafi ekki verið refsað í kvöld af sóknarmönnum Shakhtar. Það segir í raun allt sem segja þarf um spilamennskuna hjá þeim úkraínsku/brasilísku. Tryggvi Páll kom með góðan punkt um þetta á Twitter á meðan leik stóð.
https://twitter.com/tryggvipall/status/410516150184079360
Lokaorð
Áður en ég kveð langar mig til að enda þetta á nokkrum skjáskotum sem ég náði úr þættinum „Sky Sports MNF“ með þeim Gary Neville og Jamie Carragher.
Hér má sjá hvernig United hefur, í síðustu þremur leikjum, svarað liðum þegar þeir lenda undir. West Brom komst yfir þegar 26 mín voru eftir af leiknum, Everton 10 mín og Newcastle 33 mín. Á þessum tíma náði United nánast ekkert að ógna markinu. Manchester United, liðið sem skoraði nánast ALLTAF eftir að hafa lent undir!
Hér má sjá, frá síðustu helgi, sendingar innan liðsins á síðasta þriðjungi vallarins (btw það eru 20 lið í deildinni).
Og að lokum, samanburður á fyrstu 15 leikjum United í deildinni í fyrra vs. núna.
Allavega, þetta er komið gott. sigur er sigur og ég er mjög sáttur með það að United hafi tryggt sér fyrsta sætið í A riðli, það var gríðarlega mikilvægt þó svo ég sjái nú ekki fram á að við komumst mjög langt í Meistaradeildinni á þessu ári. En, eins og einhver sagði, you got to be in it to win it!
Valdi Á says
Í sambandi við Ferdinand. Þá held ég að hann láti þetta gott heita eftir þetta tímabil. Hann hefur nóg að gera fyrir utan boltann. Held að hann eigi eitthvað tímarit. Hefur verið frábær leikmaður fyrir United en hlýtur að sjá að hann getur ekki spilað lengur á hæsta plani. Gæti samt fengið 1 ár í viðbót sem algjör aukaleikmaður.
Atli says
Bíddu höfum viđ stuđnnngsmenn United bara eithvađ ađ segja þegar ílla gengur? Ef þessi leikur hefđi tapast þá væru kominn svona 40 ummæli en þar sem viđ unnum þá hefur enginn neitt ađ segja? Hvađ er ađ ské? Ég sé þetta alltof oft hér inni.
Runólfur says
Fínn sigur. Gaman að sjá að Jones virðist hafa lært að „klippa“ / „sneiða“ boltann hjá meistara Berbatov áður en hann fór (spiluðu þeir ekki annars eitthvað saman?) . Sbr. markið hans gegn Norwich.
Annars langar mig að koma með mínar pælingar:
A) Hvernig í ósköpunum spilar hann ekki leikmönnum eins og Cleverley og Anderson í þessum leik. Þeir þurfa báðir leiktíma og tæknilega séð skipti þessi leikur litlu máli. Það fer einstaklega í taugarnar á mér hvað hann hefur enga trú á þeim – fer reyndar jafn mikið í taugarnar á mér hvað hann hefur litla trú á Zaha en mikla á Young. Young hlýtur að vera rosalegur á æfingum.
B) Í sambandi við þessa sendingartölfræði þá er Anderson einmitt maðurinn sem gæti breytt henni. Jú hann er feitur, latur og getur verið skelfilegur en það er einn hlutur sem hann gerir ALLTAF – það er að fara FRAM helvítis völlinn með boltann. Hann leitar nánast aldrei til hliðar, hann vill alltaf sækja. Hann + varnarsinnaður miðjumaður á heimavelli gæti hjálpað okkur rosalega sóknarlega.
C) Í sambandi við leikinn í kvöld og þessa mynd af hvernig liðið spilaði þá er það alþekkt að Moyes spilar mjög taktískt og stúderar mótherjana í döðlur og hann hefur komist að því að Shakhtar sækja mest / best upp í gegnum miðjuna. Sást vel í fyrri leiknum þar sem við þröngvuðum þeim út á kantana ítrekað þangað til að Fellaini fór útaf.
D) Í sambandi við punkt C. Kannski er þetta einfaldlega málið með spilamennskuna. Menn eru of hræddir við að fara úr stöðum – brjóta upp kerfið hans Moyes að þeir enda bara eins og keilur. Moyes þarf allavega að skilja þetta er Manchester United og það eru oftast hin liðin sem eiga að hafa áhyggjur hvernig við spilum. Eins og Gary Nevilli sagði í MNF, það vantar algjörlega að Manchester United „throws the kitchen sink at them“ þegar liðið er undir eða að gera jafntefli á heimavelli. Það var alltaf hjá Ferguson, ef það var 0-1 þá var gefið skít í alla taktík og öllum bombað fram síðustu 15-20 mín. Það þarf að fara gerast aftur.
Afsakið ritgerðina. Er í prófum og vantaði eitthvað annað að gera en að lesa.
-Runólfur Out.
Sigurjón says
@ Atli:
Athyglisvert að þú minnist á þetta Atli, ég tók nefnilega eftir því á meðan leik stóð að það virtist vera mjög lítill áhugi hjá okkar mönnum á þessum leik. Það var til dæmis óvenjulega hljótt á Twitter og á Facebook síðunni okkar var lítil sem engin virkni á meðan leik stóð.
Kannski að Runólfur sé þó með svarið, kannski að allir séu bara í prófum.
Hannes says
Á þessum tíma í fyrra vorum við ekki að spila neitt rosalega enda tryggðum við titilinn með ótrúlegri seiglu í seinni hlutanum eins og allir vita , en það lítur ansi ílla út núna að það sem er búið af tímabilinu að við séum með ennþá verri árangur og eftir svipaðan tíma í fyrra. Ég er ennþá á báðum áttum með Moyes.
Ívar Örn says
Hvet alla til þess að horfa á þetta video, það er ekki langt…
Sjáið bara gleðina í þessarri spilamennsku, fögnin og allt saman
http://www.youtube.com/watch?v=gFgqhm-_6iU
Ilkay says
Já fortíðin er glæsileg og hressir mann við þangað til maður dettur aftur í núið
Því miður…
DMS says
Ætla nú að vona að við endum ekki eins og poolararnir, náum bara að ylja okkur við gamlar minningar um gullárin.
En mér fannst við hafa betri tök á leiknum í síðari hálfleik. Vissulega er þetta langt í frá að vera frábær spilamennska en þetta er allavega smá framför miðað við undanfarið. Okkur vantar svo skelfilega mikið öfluga miðjumenn – sérstaklega í fjarveru Michael Carrick.
Phil Jones leysir miðjustöðuna af ágætlega, hann er fínn varnarlega en ekkert sérstakur að dreifa spilinu – skiljanlega enda miðvörður að upplagi. Hvernig hann kláraði færið sitt í hornspyrnunni var hinsvegar algjör klassi, virkilega vel klárað.
Spurning hvort Moyes taki upp veskið í janúar og reyni að kaupa Everton Ribeiro eða einhvern annan. Ég er orðinn pínu smeykur að það verði þrautin þyngri að ná topp 4 og meistaradeildarsæti. Þá getum við svo gott sem gleymt því að Rooney verði áfram. Mér finnst okkur vantar öflugan miðjumann sem getur bæði sinnt varnar og sóknarhlutverki. Við höfum ekkert að gera við fleiri miðjuspilara sem geta einungis verið í holunni fyrir aftan strikerinn. Ég væri til í einhverja Owen Hargreaves týpu (fyrir utan meiðslin), með góðan skotfót og auga fyrir spili og getur tæklað.
DMS says
Moyes var víst að fylgjast með Koke hjá A. Madrid í kvöld skv. fjölmiðlum. 21 árs miðjumaður, sem stendur er hann með jafn mörg assist og Neymar og Fabregas í spænsku deildinni á þessu seasoni. Hef ekki séð kauða spila en þetta er ekki slæmur félagsskapur hvað varðar stoðsendingarfjöldann. We need something, einhverja innspýtingu og það helst strax. Vonandi gerist eitthvað í janúar.
Runólfur says
@ Sigurjón:
A) Menn er í prófum
B) Menn eru Glory Hunters
Hanni says
Við erum náttúrlega ekki vanir svona löguðu þannig að við kunnum ekkert á að takast á við það, þ.e. að vera að basla. (að sjálfsögðu fyrir utan menn sem voru farnir að fylgjast með á áttunda áratugnum :) Annars sjáum við ekki almennilega hvort að Moyes er rangur maður eða ekki fyrir en á svipuðum tíma á næsta ári. Ef við töpum af CL-sæti þá verður bara að hafa það. Ég hefði viljað sjá Utd breyta skipulaginu í sambandi við stjórann. Koma með Director of Football og leyfa Moyes að einbeita sér að því að þjálfa aðallið.
Annars var þetta svakafín leikskýrsla…… :)