Það verður seint sagt að enskir knattspyrnumenni hafi það náðugt um jólin. Eftir fyrsta alvöru „kommbakk“ liðsins undir stjórn David Moyes í gær eru okkar menn varla komnir heim þegar þeir þurfa að fara aftur af stað og eru að fara í loftið til að fljúga til Norwich þegar þetta er skrifað. Það gengur vonandi betur en í gær þegar þeir komu á völlinn rétt klukkutíma fyrir leik. Eitthvað er samt Carrick stressaður:
https://twitter.com/carras16/status/416609796780208128
Norwich hefur gengið þolanlega það sem af er móti og eru að dóla nokkrum sætum, en ekki nema þrem stigum ofar falli . Það ætti því að gera kröfu um sigur á morgun, en það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið verður. Meiðslalistinn telur fimm sem stendur, Fellaini verður frá út janúar Phil Jones og Nani eiga að koma til baka í miðjum janúar, óljóst er með Rafael og Van Persie spáð til baka í nýársdagsleikinn gegn Tottenham. Það væri gott að geta róterað meira, en ég ætla að spá litlum breytingum
De Gea
Fabio Smalling Vidic Evra
Carrick Cleverley
Januzaj Rooney Giggs
Chicharito
Set eiginlega Fabio þarna inn bara upp á vonina, Evra verður að fá smá hvíld. Valencia verður auðvitað ekki með á morgun, er í banni. Reyndar var bara fínt fyrir hann að fá seinna gula spjaldið. Missir bara af einum leik fyrir að fá rautt spjald, en gulu spjöldin telja ekki þegar hann fær rautt. Hann er því eftir sem áður á fjórum gulum og frá 1. janúar þarf 10 gul spjöld til að fara í spjaldabann (en þá 2 leikir. Skv physioroom er Vidic heill, giskum á hann komi inn fyrir Evans sem var mjög mistækur í gær.
Fyrir þau sem hafa áhuga á slíku þá verður Phil Dowd á flautunni í leiknum sem hefst kl 15:00 á morgun.
Atli says
Er Valencia ekki í banni?
Björn Friðgeir says
Jú Valencia er í banni, uppfærði skýrsluna þegar ég mundi eftir því.