Já, það er ekkert nema jákvæðir straumar sem streyma frá Old Trafford þessa dagana.
Chris Smalling tók þá upplýstu ákvörðun um að klæða sig upp sem sjálfsmorðsprengjumaður í búningapartý á dögunum. „Blaðamenn“ The Sun voru auðvitað ekki lengi að komast að þessu og birtu þetta á forsíðu blaðsins. Smalling var snöggur að biðjast afsökunar á þessu og sagði þetta misheppnað grín, hann hafi ætlað að þykjast vera svokölluð Jäger-Bomb. Fallega gert hjá honum að taka sviðsljósið af Moyes í smástund.
Í öllu alvarlegri fréttum er það helst að á vef Guardian er birt grein þar sem talað er um að sumir leikmenn Manchester United hafi efasemdir um að Moyes geti snúið gengi liðsins við. Blaðamenn Guardian verða að teljast með þeim áreiðanlegri í þessum efnum og ef satt reynist er þetta afar slæmt fyrir félagið og ekki vænlegt til árangurs. Í greininni er talað um að leikmenn séu ósáttir við að Moyes vilji fá nýjan vinstri bakvörð í stað Evra sem er gríðarlega vinsæll í klefanum. Rio Ferdinand hefur einnig gefið út að hann sé óánægður með þá venju Moyes að gefa út liðið rétt fyrir leiktíma. Leiða má líkur að því að þeir tveir séu forsprakkar í þessum efasemdum um Moyes. Það er slæmt enda eru þetta reynslumiklir menn sem hinir yngri í klefanum líta upp til. Maður veltir því þó fyrir sér hvort að þessir leikmenn ættu ef til vill að líta í eigin barm enda fáir spilað jafn illa á þessari leiktíð en akkúrat þeir tveir.
Mikið hefur verið skrifað um sök Moyes á slæmu gengi liðsins og er hann alls ekki saklaus í þeim efnum, rétt eins og 680 milljóna punda kostnaður við yfirtöku Glazer-druslanna og algjör vanfjárfesting í leikmannahóp liðsins. En hvar koma leikmennirnir inn í þetta? Eiga þeir ekki einhverja sök á slæmu gengi liðsins?
Það eru þeir sem spila leikina og það eru þeir sem hafa oft á tíðum gert sig seka um frekar slæm einstaklingsmistök. Eru þeir kannski svo góðu vanir að þeir geti ekki höndlað alvöru mótlæti? Ég er á því að Moyes fái allavega þrjú ár í stjórasætinu sama hvað gerist og ég held að þetta tímabil verði mjög lærdómsríkt fyrir hann, sérstaklega hvað varðar leikmannahópinn. Það er að koma í ljós hvaða leikmenn eru orðnir saddir og hverjir séu til í slaginn. Það kæmi mér allavega ekki á óvart ef það yrði mikil hreingerning í leikmannahópnum í sumar.
Áður en ég verð ásakur um of mikla ást á Moyes sýni ég ykkur þessa upplýsandi myndir um spilamennsku liðsins sem er gríðarlega einhæf og þar spilar Moyes stórt hlutverk.
https://twitter.com/iainod/status/421190617025495040
https://twitter.com/iainod/status/421190763389915137
Þarna sést berlega tvennt sem einkennir spilamennsku liðsins undir stjórn Moyes. Miðjumennirnir eru nánast ekki til staðar og það snýst allt um að gefa út á kantinn og koma boltanum fyrir. Rinse and repeat. Í hverjum einasta fokking leik. Þetta er svo einhæft og fyrirsjáanlegt og svo leiðinlegt að horfa á. Væri gaman að sjá Moyes reyna að fá liðið til þess að prófa eitthvað nýtt. Það er alltof auðvelt að verjast liðinu þegar það spilar alltaf nákvæmlega sama fótbolta, aftur og aftur og aftur.
Við viljum einnig vekja athygli á því að síðan er komin með nýjan og stórglæsilegan banner og var það öðlingurinn og eðaldrengurinn Orri Eyþórsson sem tók þetta verkefni að sér. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir það.
Ísak Agnarsson says
Spot on, encouraging að lesa þetta að því maður les einungis hvað fólk er góðu vant og hvað það hatar Moyes. Þetta er virkilega gott point og ég er innilega sammála.
Ég er ekki á því að kaupa mikið af leikmönnum en kannski þarf bara að gera það ef sumir ætla ekki að bæta sig. Schmeichel átti einmitt orð á því líka.
Ísak Agnarsson says
Ég er sáttur með Jones,Rafael, De Gea,RVP,Welbeck og Januzaj.
Rooney þolir mótlæti þannig ég vona að við höldum honum.
En mjög margir aðrir eru spurningamerki
Magnús Þór Magnússon says
Svo er nýji hausinn okkar helvíti nettur.
Héðinn says
Það er mjög erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem er að klikka, klárlega ekki hægt að skrifa það allt á Moyes. En það sem mér finnst helst hægt að setja út á hjá honum er einmitt þetta sem þú nefnir um að prófa ekkert nýtt. Hann er búinn að bíta í sig að svona eigi að spila og er ekki tilbúinn að breyta því þótt að það gangi mjög illa. Leikmenn eins og Anderson og Zaha fá ekki einn einasta sjéns þó að þeir sem eru á undan í röðinni, t.d. Cleverley hafi verið mjög mjög slakir.
EF það er rétt að leikmenn séu ósáttir með hans vinnubrögð þá þarf bara að taka þá í gegn. Hann er stjórinn og þeir eiga að gera eins og hann segir. Miðað við frammistöðu Evra getur hann ekki kvartað yfir því að Moyes vilji annan vinstri bakvörð.
Þorri says
Gaf Evra ekki út síðasta sumar að þetta væri síðasta tímabil hans með United? Og ætlar Rio ekki að leggja skóna á hilluna í vor? Ég vona það. Rio líklega síðasti leikmaðurinn sem hefur efni á að gagnrýna aðra og Evra kemur ekki langt þar á eftir.
Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að nýr stjóri verði að fá a.m.k. þrjú ár til að gera félagið að sínu og ég stend enn fastur við það. Það var alltaf vitað að þetta tímabil yrði erfitt en vissulega hefur slæmt gengi á heimavelli komið mér á óvart. Svo er ég viss um að fjarvera RvP hefur gífurlega mikið að segja þar sem að hann vann ófá stigin, upp á sitt einsdæmi nánast, fyrir okkur á síðasta tímabili.
En ef við lítum á björtu hliðarnar þá hefur árangurinn í meistaradeildinni verið góður og við eigum enn möguleika á að komast í úrslit deildarbikarsins. Ég er viss um að við klárum Sunderland í seinni leiknum en því miður grunar mig að það verði bara til að lúta í gras fyrir City. Eins ömurlega og það hljómar.
Það eru fimm stig í 4. sætið og 18 leikir til stefnu. Ég er þess fullviss að við náum því markmiði, ef markmið skal kalla…
Alex says
ein spurning, er þetta allt síðasta tímabil hjá Ferguson með hita mappið eða jafn margir leikir og moys er buin að vera við stjórn?
Keane says
Moyes að prófa eitthvað nýtt? Svín fljúga og sjórinn breyttist í vín, talaði við hundinn minn áðan, hann sagði mér að vera slakur því moyes ætti allavega 5oghálft ár eftir.
Kristinn says
Það var ekki bara Man Utd sem skipti um stjóra nú í sumar. Það gerðu einnig Man City, Chelsea, Bayern og Barca. Gjarnan er talað um að sökum þessu hversu stór klúbbur MU sé þá sé þörf á einhverjum aðlögnartíma fyrir nýjan stjóra. Ekkert slíkt er í boði hjá Bayern og Barca, sem eru klúbbar af sambærilegri stærð og United og þar er gerð krafa um toppbaráttu á hverju tímabili, nýr stjóri eða ekki. Er það kannski skortur á metnaðl sem veldur því að United gerir ekki sömu kröfur til nýs stjóra og Bayern og Barcelona gera? Því miður virðis vera stór og mikill gæðamunur á MU og toppklúbbunum í Englandi svo við tölum nú ekki um Evrópu.
Sigurjón Arthur says
Algjörlega sammála þér Kristinn….þú hittir naglann beint á höfuðið, hvað eru menn alltaf að tala um aðlögunartíma ???? er einhver hér inni sem trúir því að símtalið á milli SAF og DM hafi verið ca svona “ blessaður David, þú ert nýji stjórinn hjá ManUtd og þú færð að minnsta kosti 3 ár til að aðlaga þig að stórklúbbnum vegna þess að okkur liggur ekkert á, hvorki eigendum né stuðningsmönnum !!!! og þó að hlutirnir æxlist þannig á fyrsta 1/2 tímabilinu að þú gerir OT að heimavelli þar sem ENGIN ber virðingu fyrir þér, sitjir í 7. sæti í deildinni,dottinn út úr FA cup,ert kannski að detta út úr deildarbikranum á móti LANG LÉLEGASTA liðinu í PL og sért hugsanlega búin að tapa klefanum og hafir gert verstu kaupinn í PL, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur…þetta kemur allt saman kallinn minn “ ??
Ég veit að þetta hljómar ömurlega neikvætt hjá mér en um nákvæmlega þetta snýst umræðan í öllum fótbolta heiminum :-(
@ Kristinn:
Sveinn says
Flottur pistill Tryggvi.
Ég tek öllu því sem kemur frá þessum miðlum t.d. Guardian með miklum fyrirvara.
Þrátt fyrir það velti ég því fyir mér á Facebook síðu klúbbsins hvort að sú staðreynd að DM væri ekki kanóna í þjálfaralegum skilningi gæti leitt eða leiddi til þess að virðing leikmanna fyrir honum yrði lítil sem enginn. Ef klefinn er búinn að snúast gegn honum gæti það verið satt.
Ég var reyndar kallaður öllum illum nöfnum fyrir þessa skoðun mína og var spurður hvort að ég teldi leikmennina ekki vera „professional“.
Annars langar mig að hrósa ykkur sem nenna að standa í því að koma með fréttir og halda úti síðuna, vonandi verður athugasemda kerfið virkara, þessi Facebook síða sem ég benti á áðan er alltof kaótísk til þess að halda úti mannsæmandi umræðu um klúbbin.
Það er mín ósk að á nýju ári aukist athugasemdir við fréttirnar hérna svo að umræðn verði skemmtilegri!
Sigurjón Arthur says
Ég gleymdi einu….MANCHESTER UNITED er og verður MINN klúbbur fram í RAUÐAN dauðann :-)
Algjörlega óháð framhaldinu, með eða án David Moyes !!
Tryggvi Páll says
@Alex
Góð spurning og ég var einmitt að velta því fyrir mér. Ég bara hreinlega veit það ekki og ef þetta er allt tímabilið hjá Ferguson vs það sem búið er af þessu tímabili er þetta auðvitað ekki sanngjarn samanburður.
Það breytir því þó ekki að sóknarleikur liðsins er með eindæmum einhæfur og liðið er að reyna flestar fyrirgjafir að meðaltali í hverjum leik og er jafnframt það lið sem sækir mest upp hægri kantinn af öllum liðum í deildinni. Það lofar ekki góðu þegar Antonio Valencia, okkar aðal hægri kantmaður, gæti ekki hitt inn í teig þó að hann myndi skjóta boltanum eftir rennu.
Sæmundur says
Góður pistill en ég vill minna menn á að þetta er nákvæmlega sami hópur og vann titilinn á seinasta ári með því að sýna samkennd og hörku og lenda erfiðum leikjum. Þessi harka er bara ekki að finna í liðinu í dag, en ég held að það sé ekki allt DM að kenna.
Menn eru að segja að Bayern, City og Chelsea hafi skipt um stjóra í sumar og því ætti það sama að ganga yfir United með aðlögunartímabil en menn virðast gleyma að þessi lið hafa verið að skipta mjög ört um stjóra meðan Fergie var við stjórnvölinn í rúmar 4 aldir :) Ég held að breytingartímabilið hjá United, innanvallar sem utan sé miklu miklu flóknara en nokkur séð utanað.
Ég tel að DM hafi gert rétt í því að halda svo til sama hópnum frá seinasta ári Fergie og leyfa þeim að sanna sig en ég vona að í sumar verði farið í öfluga hreinsun og menn sem eru ekki að sýna neinn áhuga á gengi United (Evra og Rio þar í aðalhlutverki) eða þeir sem geta bara ekki neitt (HVAÐ ER FOKKANS ASHLEY YOUNG AÐ GERA ÞARNA ENNÞÁ??).
Ég vona að DM fái 3 ár amsk til að koma breytingum í gegn og þrátt fyrir að þetta verði sársaukafullt tímabil fyrir okkur alla, vill ég minna menn á að Liverpool fer ekkert fram úr okkur í titlafjölda á næstunni.
Sigurjón Arthur says
Get ekki verið sammála þér Sæmundur….þú færð ekki þrjú ár til þessa að „byggja“ upp lið í nútíma fótbolta, sjónvarps og auglýsingatekjur eru svo gríðarlega miklar og tengjast m.a. þáttöku í CL ! Einu liðin sem ná að brjótast inn í einokun stóru liðana eru lið í eigu Olíu-fursta eins t.d. City,Chelsea,PSG o.s.frv. Okkar eigendur eiga skuldir og eru ALGJÖRLEGA háðir þessum tekjum plús miðasölu…??
@ Sæmundur:
Sigurjón Arthur says
Já, það rignir inn fréttum af liðinu okkar þessa dagana, þessi er af vef BBC, ath. virtasti fréttamiðill í heiminum !http://www.bbc.com/sport/0/football/25642085
Valdi Á says
@ Sigurjón Arthur:
Fínn pistill
Dolli says
Ég tel, og held að það versta í þessu öllu saman fyrir leikmenn, hafi verið að missa allt gamla þjálfarateimið. Þarna kemur með karltetrinu nýtt teimi fyrir liðið, sem eru eflaust með allt annað kerfi, og æfingar heldur en það gamla. Það var t.d. viðtal við einn leikmann Fulham á síðasta ári, eftir að René kom til þeirra, sá sagði e.h. á þá leið að æfingarnar væru nánast algjör pína miðað við áður þekt, en leikmönnum líkaði þetta vel. Þarna er dæmi um að með nýum mönnum koma nýjir siðir, sumir til bóta, aðrir til vansa. Er það ekki bara það sem er að ske hjá okkar mönnum?
Ingvar says
@ Sigurjón Arthur:
Mæli með að allir lesi þennan pistil. Margir þættir sem eiga orsök á slæmu gengi
Björninn says
Rauðu djöflarnir og djöfullinn er gulur… meikar það sense?
Annars flottur pistill..
Nonni Sæm says
@ Sigurjón Arthur:
Við erum bara ekki með eins gott lið og Barca og Bayern ,city, Chelsea… þess vegna hrynja þessi lið ekki niður eins og Manchester United virðist vera gera. Stærstu mistök SAF er að skilja eftir lið í þessu ásigkomulagi handa nýjum stjóra… ég er ekkert viss um að einhver annar stjóri væri að gera betri hluti með þennan hóp. Hann hefði kannski staðið sig betur á leikmannamarkaðnum í sumar enda ekki erfitt… og því væri gengið ef til vill betra.
Máser says
Held að menn verði að horfa í hópinn sem Moyes fær og stuðninginn frá stjórninni. Glazerarnir hafa blóðmjólkað klúbbinn undanfarin 8 ár. um 6,9% af gróða fer í veltu. Á 8 árum hefur MUFC eytt um 150 milljónum(City, Chelsea, Bayern, Real og Barca taka þessa upphæð í einum glugga án þess að blása úr nös). Síðustu 8 árin fyrir Glazerana var MUFC að eyða ríflega 12% eða tvöfalt meira.
Ef þið raðið upp í PL XI hversu margir úr MUFC væru í því? 1-2, kannski 3.
Ég var svartsýnni á Alan Smith og Kleberson tímanum en ég er núna. Nú er uppbygging í vændum og það er gaman.