Manchester United tók á móti Cardiff City í leik sem var áttahundruðasti byrjunarleikur Ryan Giggs fyrir liðið og fyrsti leikur Juan Mata í uppstillingu sem leit svona út
De Gea Rafael Evans Smalling Evra Valencia Jones Giggs Young Mata Van Persie
Eftir að fyrstu gleðiviðbrögðin við að sjá Mata og Van Persie í liðinu voru liðin hjá er ekki ólíklegt að flestir stuðningmenn United hafi hugsað svipað
https://twitter.com/RobDawsonMEN/status/428240240105381888
En United byrjaði af krafti! Það voru ekki liðnar sex mínútur þegar Robin van Persie stimplaði sig rækilega inn eftir tveggja mánaða fjarveru. Ashley Young átti snilldarsendingu inn á teiginn, Valencia skallaði í slá, Van Persie skallaði frákastið á markvörð Cardiff sem hélt ekki boltanum og Van Persie var auðvitað fyrstur í boltann og kláraði dæmið. Það sem við höfum saknað hans!
Eftir það verður að segjast að leikurinn féll í það far sem mátti búast við þegar liðin birtust. United miðjan var ekki nógu öflug í að halda boltanum eða stöðva Cardiff snemma. Cardiff náði þó ekki að koma sóknum upp að teignum og um leið og United náði að koma almennilega fram var spilið þar orðið fínt. Bæði Johnny Evans og sérstaklega Ashley Young hefðu átt að gera betur með flottar fyrirgjafir Mata.
Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik. Cardiff náði meira að segja að sækja vel og ógna nokkuð inn í teig. Varnarmenn náðu samt alltaf að hreinsa og á 59. mínútu fékk Ashley Young boltann úti á kanti, kom þvert fyrir og verandi á auðum sjó tók skotið af 25 metra færi og smellti boltanum í netið alveg úti við stöng. Juan Mata átti sendinguna upp á Young og fær því skráða sína fyrstu stoðsendingu
Meiðslagrísirnir tveir skiptust svo á á 62. mínútu. Robin van Persie kom af leikvelli og Wayne Rooney kom inná. Rooney kom vel inn, var mjög ferskur, hlaupandi út um allt og með nokkrar ansi nettar sendingar og United var farið að ná upp alveg þokkalegu spili á köflum. Tom Cleverley kom inn fyrir Giggs á 71. mínútu. Áfram héldu sóknir United og Valencia bjó sér til alveg prýðis færi rétt á eftir. Var kominn nær innfyrir, en varnarmaður náði að trufla, Valencia fintaði hann upp úr skónum og náði skotinu sem markvörður varði í stöng og framhjá,
Epísku skiptingunum var ekki lokið, fyrsta leik Juan Mata fyrir United lauk með því að Adnan Januzaj kom inn á fyrir hann á 83. mínútu. Prýðilegur leikur Mata sem var með mikla yfirferð, spilaði yfir þveran völlinn frá vinstri til hægri og átti margar stórfínar sendingar. Hann hefði hugsanlega getað skorað rétt áður en hann fór útaf en boltinn fór aðeins of mikið aftur fyrir hann þannig að hann náði ekki almennilegu skoti. Færin komu fleiri, Young sendi Evra upp að endamörkum, sendingin út í teig fór á Januzaj og skot hans fór rétt framhjá. Wayne Rooney átti síðustu alvöru innleggið í leikinn með skoti yfir og United vann öruggan sigur.
Þessar myndir hér að ofan sýna sendingar United í fyrri og seinni hálfleik hálfleik og sýnir vel hvað lítið af þeim var inni á miðju vallarins. Við erum greinilega búnir að fá glæsilega sendingu í Juan Mata og frábært að fá Van Persie og Rooney til baka og meira að segja Valencia og Ashley Young, sem öllum að óvörum og mér líka fær útnefninguna maður leiksins fyrir mark og stoðsendingu, voru að spila mun betur en áður. En, það vantar miðjumann.
Runólfur says
Stórkostlegt að sjá Mata og RVP saman inn á vellinum.
Jafn ömurlegt að sjá Young á kantinum og Giggs og Jones á miðjunni (og í raunina Valencia á hægri vængnum).
Miðað við statement-ið hjá Moyes um að hann sé búinn að fá nóg af mistökum leikmanna og þeir verði seldir ef þeir rífa sig ekki í gang þá losaði hann sig við þá 2 (í rauninni 3) leikmenn sem hafa spilað hvað minnst, þá Zaha, Anderson og Fabio. Frekar mikil mótsögn í því sem hann segir ef þú spyrð mig.
En liðið vonandi rífur sig upp af rassgatinu og vinnu góðan sigur. Ég spái þó 2-1 basl sigri. Ætli Mata leggi ekki upp winner :)
Ps. Síðan hvenar er Welbeck meiddur ?
Björn Friðgeir says
Það er nú frekar lítið vit í því að losa sig við leikmenn sem hafa verið að spila án þess að vera kominn með menn í staðinn. Þannig að það bíður sumarsins.
Ilkay says
442? giggs-jones-valencia-young….??
Magnús Þór says
Stórgott, bjóst reyndar frekar við Fletcher með Jones en Giggs ætti að vera ferskur.
Ísak Agnarsson says
Góð upstilling úr því sem við höfum, hlakka til að fá replacement fyrir Evra og ég vona að Rooney komi inná snemma fyrir Young :)
Keane says
Ekki skemmtilegasti leikur í heimi.. Jones og giggs á miðjunni
Keane says
þetta Antonio Valencia fetish hjá Moyes verður að stoppa! Andskotinn
Valdi Á says
Vil fá smá drápseðli í seinni. Það kom fyrstu 6 min fór síðan bara upp í stúku eftir markið. 1-0 er aldrei nóg!! Klára leikinn og halda hreinu. Annars er ég alveg sáttur með að fá bara 3 stig þótt að leikurinn fari 7-6.
Dolli says
Er ekki betra að leifa leiknum að byrja, áður en farið er að útjaska menn. Yong var bara einn sprækasti leikmaðurinn í liðinu í kvöld, átti margar góðar stoðsendingar, skoraði mark á um 30m færi, eini maðurinn sem þorir að láta vaða á markið. En í heildina fannst mér þessi leikur svona la la.
Karl Garðars says
Blautir sokkar á tombóluprís hjá Young!! (ætlar helvítis maðurinn ekki að fara að hætta þessu??) ;)
Þetta var fokdýrt mark hjá honum og RVP sýndi langþráða grimmd í fyrra markinu.
Góður sigur og ég var virkilega ánægður með framlag RVP, Mata og sérstaklega Jones. Að hafa Jones á miðjunni er eins og að hafa líka auka miðvörð. Mér fannst líka Smalling og Evans mjög fínir.
Keane says
úfffffff þvílík leiðindi
Einar says
Mata kom vel út úr þessum fyrsta leik sínum. Van Persie flottur að skora í fyrsta starti í langan tíma.
Vantar enn festu í miðjuna varnarlega séð. Djúpa grimma og örugga menn á boltanum á miðjunni.
Smalling er að verða betri með hverjum leik sem líður. Young og Valencia voru bara glettilega góðir.
3 stig…. það er eitthvað á þessum tímum
úlli says
Nauðsynleg þrjú stig og hlutirnir líta allt í einu mun betur út. Hins vegar horfði ég á leik Liverpool og Everton og hann olli mér öllu meiri áhyggjum. Það verður ekki auðvelt að stela fjórða sætinu af Liverpool. Svo má ekki gleyma Tottenham. Hvað um það, vonandi er þetta upphafið að betri tíð.
Robbi Mich says
Mig langar að vita: Hvernig var tekið á móti Ole á Old Trafford?
Björn Friðgeir says
@ Robbi Mich:Gríðarvel! Sungið fyrir hann fyrir, eftir og á meðan á leik stóð.
Hann heilsaði öllum leikmönnum þegar þeir voru á leiðinni út á völl http://www.youtube.com/watch?v=VeRzOCxvJgU (sýnist þetta vera fyrir upphitunina) og sagði aðspurður eftir á að það erfiðasta við leikinn hefði verið að fagna ekki þegar United skoraði!