Það ömurlegasta sem ég veit um er að þurfa skrifa leikskýrslu fyrir leiki þar sem ég öskra af reiði á imbakassan í leikslok. Leikskýrslan í dag fellur í þann flokk.
Byrjum á staðreyndunum. Stoke sigraði United með tveimur mörkum gegn einu. Charlie Adam skoraði bæði mörk Stoke í leiknum (á 38′ og 52′ mín) en Van Persie fyrir okkar menn (á 47′ mín). Moyes var ekkert að tefla neinu miðlungsliði gegn Stoke. Það má alveg halda því fram að þetta hafi nú einfaldlega verið eitt af betri byrjunarliðum United í langan tíma, Rooney, Van Persie og Mata í framlínunni og Carrick óvænt mættur á miðjuna. Svona leit liðsuppstillingin hjá okkar mönnum í dag:
De Gea
Jones Smalling Evans Evra
Carrick Cleverley
Young Rooney Mata
Van Persie
Á bekknum voru svo: Lindegaard, Rafael, Hernandez, Welbeck, Fletcher, Valencia, Januzaj.
Rafael látinn vera á bekknum vegna fæðingargalla, þ.e.a.s hann er ekki nógu hávaxinn drengurinn og fékk því Jones það hlutverk að spila sem hægri bak. Á Britannia vellinum var leiðindavindur sem hafði nokkur áhrif á spilamennsku liðanna í dag. Eins og flest lið sem hafa mætt United á þessu tímabili, þá var dagsskipunin að pressa leikmenn United frá fyrstu mínútu. Af hverju gera lið það? Því það svínvirkar! Leikmenn United hafa í vetur átt í stökustu vandræðum með að refsa liðum sem spila þannig gegn þeim en ólíkt fyrri leikjum þá gerðu leikmenn United slíkt hið sama. Um leið og Stoke náði boltanum þá voru leikmenn United byrjaðir að hlaupa í átt að þeim í von um að ná boltanum aftur. Þetta var ánægjulegt að sjá og fékk maður þá tilfinningu að þetta yrði góður dagur fyrir okkar menn.
Byrjuðu þá ósköpin. Eftir tíu mínútur þurfti Moyes að gera breytingu þegar Evans byrjaði að haltra. Inn á kom Rafael í hægri bakvarðarstöðuna og fór Phil Jones færði sig yfir í miðvörðinn. Fyrsta færi United kom á 14. mínútu þegar Rooney fékk góða sendingu inn í teig frá Evra en skot hans vel framhjá. Fyrri hálfleikur var frekar jafn en United þarf að sjálfsögðu alltaf að byrja á því að fá á sig mark. Smalling fær dæmt á sig afskaplega vægt brot langt fyrir utan vítateig United. Charlie Adams þrumar í átt að markinu og lendir boltinn klaufalega í Carrick og gjörbreytir um stefnu þannig að hann lekur framhjá De Gea í markinu. Eitt núll fyrir Stoke eftir 38 mínútur. Hlutirnir voru svo ekkert að fara skána því stuttu síðar lendir Jones í samstuði við leikmann Stoke sem gaf honum heilahristing og þurfti að bera drenginn út af vellinum í kjölfarið. Inn á kom Welbeck, sem átti einn sinn allra slakasta leik fyrir United á þessu tímabili, sem þýddi það að Carrick þurfti að spila sem miðvörður út leikinn.
Í hálfleik voru United einu marki undir, búnir að gera tvær skiptingar og tveir leikmenn komnir á meiðslalistann. Fólk getur haft hvaða skoðun sem er á David Moyes en það verður ekki tekið af honum að þetta er alveg skelfileg óheppni. Þrátt fyrir þetta hélt maður í trúna því við höfðum alveg með nógu gott lið til að snúa þessu við í seinni hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst og það tók United ekki meira en 90 sekúndur til að skora. Boltinn datt til Mata fyrir utan vítateig Stoke og kemur hann með þessa snyrtilegu sendingu á Van Persie sem klárar færið eins og sönnum framherja sæmir. Tveir leikir og tvær stoðsendingar fyrir Mata og sjöunda mark Van Persie í röð gegn Stoke. Staðan eitt eitt og nánast allur seinni hálfleikur eftir. Það hefur eitthvað hinsvegar verið eitthvað hrikalega gott í matnum hans Charlie Adam um morguninn því á 51 mínútu á hann alveg stórkostlegt skot, eftir skelfilega varnarvinnu hjá United, sem var algjörlega óverjandi fyrir De Gea markinu. Tvö eitt fyrir Stoke.
Moyes ákvað að taka Van Persie út af á 79. mín og setti Chicharito inn. United sótti vel að marki Stoke síðustu 10-15 mínútur leiksins en vörn Stoke stóð sig vel. Besta færið féll til Cleverley stuttu fyrir leikslok en eins og svo oft áður náði hann að þruma boltanum langt yfir markið.
Eins og gengur og gerist þá voru nokkur umdeild atvik í leiknum sem mætti alveg spyrja sig hvort dómarinn hefði ekki mátt gera betur. Þau sem ég tók eftir voru t.d.
– Brotið á Van Persie inn í vítateig Stoke í fyrri hálfleik
– Brotið á Mata inn í vítateig Stoke í seinni hálfleik
– Gula spjaldið sem Walters fékk fyrir brot á Smalling í seinni hálfleik
Staðreyndin er samt sú að United spilaði ekki nógu vel og Stoke vinnur deildarleik gegn United í fyrsta skipti síðan 1984.
Lokaorð
Ef Liverpool vinnur sinn leik á morgun gegn West Brom, sem verður nú að teljast ansi líklegt, þá verður alveg skelfilega erfitt fyrir United að ná fjórða sætinu. Liðið verður að fara spila betur og fara vinna sína leiki ef það á að eiga einhver möguleika á meistaradeildarsæti. Svo á sama tíma og við töpum gegn Stoke nær Everton þremur stigum gegn Villa og Spurs gera jafntefli gegn Hull sem þýðir að nú eru fjögur stig í sjötta sætið og fimm í það fimmta. Svo á sama tíma spilar Zaha fyrir Cardiff og nær tveimur stoðsendingum. Það er jafnmargar stoðsendingar og Antonio Valencia, Nani og Ashley Young hafa náð í sínum fjörtíu og einum leik á þessu tímabili.
Það er alveg einstaklega þreytandi að sjá liðið vera sífellt að koma með þessar löngu sendingar fram á völlinn (Já, ég er að horfa á þig Smalling) sem skila nákvæmlega engu. Ég hreinlega nenni ekki að fara yfir tölfræði leiksins en þetta voru nokkrir tugi sendinga sem leikmenn Stoke elska að fá og taka á móti. Þú vinnur ekki Stoke með þessari taktík því þetta er akkurat það sem þeir gera virkilega vel og vilja sjá frá andstæðingum sínum.
Maður er byrjaður að hljóma eins og biluð plata en að sjálfsögðu þarf að gefa Moyes meiri tíma en eitt tímabil. Það þarf sérstaklega að minna sig á þetta þegar það gengur illa því það er rosalega auðvelt að segjast vera þolinmóður stuðningsmaður þegar liðinu gengur vel. United er ekki að fara reka manninn og er ég persónulega ánægður með það því ég vil ekki sjá okkar lið fara breytast í sirkus eins og sést svo oft hjá Real Madrid, Man City og Chelsea. Áður en einhver fer að tala um hversu góð lið það eru, þá bendi ég á fílinn í herberginu, eigendur liðanna. Frekar þigg ég erfiða tíma sem gefur Moyes tækifæri til að byggja upp sitt lið og koma okkur á sigurbraut. Þrátt fyrir að styðja manninn 100% þá er hann ekki hafinn yfir gagnrýni. Takið eftir orðinu: „gagnrýni“, það er ekki þetta leiðinda drull sem maður sér allt of oft. Stundum fær maður þá tilfinningu að fólk hreinlega vilji sjá Moyes mistakast því hann var ekki sá sem það vildi sjá taka við Ferguson.
https://twitter.com/ProudRed85/status/429687761407201281
Eftir þennan leik þarf samt að spyrja Moyes af hverju í ósköpunum hann setur Welbeck inn fyrir Jones í stað t.d. Fletcher? Af hverju lætur hann Chicharito inn fyrir Van Persie þegar liðið er ekki að skapa neitt af viti, Chicharito skorar bara þegar United nær að skapa færi án þess að skora en ekki þegar liðinu vantar aðstoð við að skapa færin. Januzaj hefði að mínu mati verið skynsamlegri kostur ef það á að taka Van Persie út. Af hverju erum við sífellt að koma með háar sendingar langt fram á völlinn gegn Stoke? Af hverjum höldum við áfram að senda háar sendingar fram á við eftir að það er löngu orðið ljóst að það sé ekki virka?
Átta dagar í næsta leik sem spilaður verður á Old Trafford gegn Fulham. Eftir það ferðumst við til London og heimsækjum Arsenal á Emirates. Nú vonar maður að þessir átta dagar verði nýttir til hins ítrasta og að eitthvað stórkostlegt fari að gerast í spilamennsku liðsins.
Maður getur vonað.
MaggiMár says
lýst ágætlega á þetta, öflugir fram á við, hefði verið til í að sjá Januzaj í staðinn fyrir Young, annars lýtur þetta bara mjög vel út..
Bosi says
Hefði verið sammála þér ef það væri ekki fyrir spilamennskuna sem Young bauð uppá á móti Cardiff. Finnt að sja hvort hann detti ekki almennilega i gang að fa tvo leiki i röð og með þessum mönnum.
Eina spurningarmerkið er Jones fyrir Rafael, er Moyse að reyna hækka meðalhæðina inní teig ?
Garfield says
Djöfull lýst mér á þetta lineup, núna vonar maður bara eftir sætum sigri :)
Keane says
fín uppstilling.. þá er bara að reyna að spila fótbolta.
jonny says
er enginn ensk góð stöð að sýna frá leiknum kíkti á wiziwig sá bara eitthvað frá rússlandi og eitthverju rugli
Bosi says
Þeir sjónvarpa ekki 15:00 leikjunum, það er gert hérna úti til að fá fólk á völlinn.
#óþolandi
@ jonny:
Tony D says
Spennandi byrjunarlið hjá Moyes og frábært að hann ætli að fara all out í leikinn. Eins gott að strákarnir á vellinum hafi sama hugarfar í leikinn. Koma svoooo
Bosi says
http://gofirstrowuk.eu/watch/236646/2/watch-stoke-city-vs-manchester-united.html – þetta stream er a ensku.
@ jonny:
Keane says
enn ein leiðindin, engin bolti í þessu.. að þurfa að nota mann eins og Cleverley er þessum klúbbi ekki sæmandi! Virka algjörlega hauslausir leik eftir leik eftir leik.
Karl Garðars says
http://www.xstream.yt/channel-02/
Ágætis straumur. Er að horfa í lélegu 3G í tölvunni.
@ jonny:
Guðjón Ingi says
Þvílík hörmung. Sex leikmenn sem hafa ekkert að gera í Úrvalsdeildinni (Smalling, Evans, Rafael, Evra, Cleverley, Young) hafa komið við sögu hjá United og þá er ekki von á góðu. Það vantar greinilega sterkari karakter í stýrishúsið, Moyes er ekki að meika það, og einhvern leiðtoga inni á vellinum. Þetta er gjörsamlega hugmyndalaus knattspyrna hjá afar slökum leikmönnum. Vona að þeir rífi sig eitthvað upp í seinni hálfleik – ef þeir geta það þá.
Keane says
4-4-2, Mata á hægri kanti..
Vel gert Moyes!
Færist nær takmarki sínu að gera ManUtd að Everton
DMS says
Danny Welbeck hefur engan veginn fundið sig. Ekki Cleverley heldur. Evra er alltof mistækur, hefðum þurft að fá inn einhvern ferskan í vörnina í janúar – kannski ekki mikið í boði.
Ég er farinn að horfa fram á Evrópusæti og í kjölfarið verður erfiðara að fá leikmenn næsta sumar.
DMS says
Hvernig náðum við samt ekki að skora meira en 1 mark í þessum leik? Shit, menn þurfa að fara að æfa að skjóta og hitta á markið af 3-4 metra færi!!
elli says
@ DMS:
Eins og utd spilar þá eiga þeir varla séns í Evrópusæti…
Keane says
Spurðu David Moyes að því…
4 sætið er ekki sjáanlegt lengur, enda engin innstæða fyrir því.
Þetta versnar og versnar meðan þessi vitleysingur fer með stjórnina.
Snobb says
Moyes út …. farinn að halda að stjórn MU se lika vanhæf fyrst ekki er búið að gera það fyrr
Jóhann says
Moys ekki þjálfari fyrir krónu senda hann til skotlands er ekki að géra neina hluti fyrir manutd sést everton hefur ekki staði sig betur siðan hann fór frá þeim.
Goggi says
Það var alveg eins hægt að búast við þessu…kennslubókardæmi um að treysta ekki á leikmenn sem eru ekki í leikformi.
Það var mýgrútur af færum sem voru ekki nýtt vegna þess að leikmenn gátu ekki lagt boltann á samherja eða verið á réttum stað(má velja annaðhvort eða bæði :))
Karl Gardars says
Agalega var þetta lélegt! Ég hef aldrei á þeim 25 árum sem ég hef stutt þetta lið í blíðu og stríðu horft á það spila jafn hundleiðinlega knattspyrnu og nú.
– á haugana með Evra. Hann er löngu búinn.
– úr byrjunarliðinu með Young. Þvílíkt waste of possession sem hann er.
– skipta um skít í hausnum á Moyes. Þessi welbeck skipting var fáránleg með fletcher á bekknum.
– hætta þessu social experiment með þetta reynslulausa þjálfarateymi. Round og Neville.
Mata kaupin voru frábær í sjálfu sér en m.v hvernig þessir apakettir töluðu eftir að sumarglugginn fór fyrir vísindin þá bjóst ég við meiru.
Ég ætla ekki að detta í moyesout bullið en ég bíð spenntur eftir að sjá hverjum hann ætlar að kenna um þessa hörmung.
Siggi P says
Alltaf þegar maður leyfir sér smá bjartsýni sýnir liðið sinn raunverulega karakter.
Kristjan Birnir says
8 tapleikir í deildinn það hlítur að fara að stitast í enda lok Moyes með þessu áfram haldi.
Karl Gardars says
http://www.givemesport.com/426362-david-moyes-clueless-after-manchester-united-defeat?autoplay=on
Einmitt Moyes, þetta hjálpar alveg örugglega…!!
„Ég veit ekki hvað við eigum að gera meira til að vinna“ og „þvílík óheppni“.
FFS! :-/
Keane says
http://fotbolti.net/news/01-02-2014/moyes-eg-veit-ekki-hvad-vid-thurfum-ad-gera-til-ad-vinna
Það sem klúbburinn þarf að gera er að losna við þig Moyes.
Ljóta helvítis vælið og meðalmennskan í kringum þetta erkifífl.
Keane says
http://www.redcafe.net/threads/things-today-that-proved-moyes-is-an-idiot.383640/
KEANO says
Guð minn góður, Liverpool á pottþétt eftir að vinna West brom á morgun. Ég hengi mig ef að þeir ná meistaradeildarsæti á okkar kostnað. Ég er að verða geðveikur á Moyes, hann er með ríkjandi Englandsmeistara í höndunum og talar eins og að hann sé að stjórna Cardiff.
MOYES OUT
Einar B says
Jæja. því miður. Kallið mig plastic fan, en #moyesout
Að maðurinn komi eftir þennan leik og segi okkur vera óheppna er í besta falli hlægilegt.
Stoke liði hafði fengið EITT stig úr síðustu 6 leikjum sínum og pakkaði okkur saman.
Moyes hefur misst búningsherberið. Leikmennirnir gáfu sig ekki í þetta. taktíkin vonlaus og innáskiptingarnar enn verri. Ég hef aldrei séð þetta lið jafn vonlaust og nú og ég er kominn á fertugsaldurinn.
Við erum of góðu vanir, en fjandinn hafi það.. 7 sætið í febrúar er svo fjarri góðu lagi að það nær engri átt.
Rögnvaldur Skarphéðinn Steingrímsson says
Ekki var það bara Smalling heldur fannst mér líka Rooney vera koma með vonlausar langar sendingar. Það þýðir ekkert að spila Stoke bolta gegn Stoke, en fyrst og fremst vil ég ekki sjá liðið vera spila Stoke bolta yfir höfuð. Ég er búin að vera í team moyes en þetta er bara ekki hægt lengur. Verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar , hvort moyes fá að eyðileggja annað tímabil eða hvort hann fái stígvélið.
Einar H Þórðarson says
Burt með karlinn úr brúnni.
Hjörtur says
Ég var að fletta því upp svona í gamni mínu gengi Everton allt aftur að tímabilinu 2004-2005, og er það besta tímabil sem þeir hafa náð, en þá urðu þeir í 4 sæti. Eftir það tímabil hafa þeir oftast vermt 5-6 og 7 sæti. Svo að ætli við verðum ekki bara að sætta okkur við, að vera einhverstaðar á því róli.
Elvar Örn Unnþórsson says
Hjörtur skrifaði:
Tjahh, ef hann þarf að ganga í gegnum það sama hjá United og hann gerði hjá Everton, þ.e.a.s. að fá lítið sem ekkert í leikmannakaup, selja sína bestu leikmenn o.s.frv. Þá er lítið hægt að kvarta yfir því.
Sævar says
Ég ætla að vona að þeir sem migu hvað mest á sig yfir sigrinum á cardiff og því að mata væri mættur séu LOKKS búnir að átta sig á því að vandamálið er bara eitt. DAVID MOYES. Við verðum að reka þetta skoffín og það á eftir.
hvað halda menn að lagist á næsta ári. að þetta fífl þekki þá betur eða hvað.
Þið munduð aldrei ráða Lalla Jones til að stýra skemmtiferðaskipi þó lalli sé fínn gæi
islogi says
Liverpool fan hér
Síðan ég byrjaði að fylgjast að ráði með LFC þá hafa þeir bara unnið meistaradeildina og tvo bikara(sem er ekki svo slæmt svo sem) en aldrei komist nálægt að vinna deildina.
Sir-inn ykkar algjörlega verið með okkur í vasanum og óteljandi sárir ósigrar og vonbrigði sem náðu alltime low á tímum Hodgson, það erki fífli.
Þrátt fyrir að það hlakki í mér í hvert sinn sem united hrasa þá óska ég engum að hafa Moyes sem stjóra….sýnist hann ekki vera að stefna neitt með ykkur. Sjálfstraustið að fjara út og maðurinn alveg orðinn clueless og viðurkennir það bara.
Þetta er þó ennþá sama liðið og síðasta vor rúlluðu upp deildinni, en áhrif gamla rauðnefs hafa greinilega verið meiri en margir áttuðu sig á.
Það verður gaman að koma á Old Trafford og vinna Moyes OG United…ekki svo fjarlægur draumur miðað við síðustu úrslit :-)
Afsakið þetta…ég bara stóðst þetta ekki …
Siggi P says
Aðeins búinn að lofta út þessum pirringi. Málið er að ekkert er breytt. Það var mjög óvænt að Mata skyldi koma, en það breytir engu. Moyes virðist hafa einstakt lag á að nota alla sína leikmenn vitlaust, sbr hlekkinn frá Keane #25, liður 1. Það er mikið talað um veikleikana í vörninni, en sama skapi súperstyrk í sókninni. En með fullri virðingu, svona súpersókn á að setja nokkur mörk, alla vega skapa sér fullt af færum. Sá hvorugt í gær.
Kom mér ekki á óvart að hann skyldi halda áfram að segja sitt lið spila vel, þó svo allir sjá annað. Tiltók nokkra leikmenn og þeir spiluðu líka vel fannst honum. Óheppni að tapa. Þar get ég ekki verið sammála. Það er óheppni að tapa einu sinni eða tvisvar, en 8 sinnum þá er það eitthvað annað.
Það sem ég hins vegar furða mig á er að hann sagðist ekki vita hvað þurfi til til að vinna. Stjóri sem veit ekki hvernig á að spila er stjóri sem er búinn að missa traustið, bæði a sjálfum sér og leikmannanna.
Varðandi 4. sætið þá er það líka farið. Liverpool gæti verið komið 9 stigum á undan okkur eftir daginn. Næst eigum við skyldusigur gegn botnliðinu á heimavelli og svo útileik gegn Arsenal. Við gætum hæglega verið 12 stigum á eftir Liverpool eftir rúma viku. Og þó svo fyrir einhverja ótrúlega heppni svo verði ekki, þá er hæpið að vona að allir leikir eftir það verði eitthvað meira en hingað til.
DMS says
Vantar Moyes ekki líka bara betri aðstoðarmenn með sér? Jú hann tók fremur ungan gæja með sér frá Everton sem er assistant manager núna, Steve Round 43 ára. Hann var áður að vinna fyrir Sam Allardyce þegar hann var hjá Newcastle árið 2007 og vann líka með Gareth Southgate hjá Middlesborough. Round spilaði sjálfur sem bakvörður á sínum stutta ferli. Ætli hann sé uppfullur af góðum sóknarhugmyndum og útfærslum? Ég held ekki. En hann ætti þá að kunna einhverja góðar varnartaktíkir, Southgate og Allardyce hljóta að hafa kennt honum eitthvað. Það virðist allavega heldur ekki vera að skila sér í leik okkar, vörnin er hriplek og léleg.
Svo er Moyes með Giggs sem ráðgjafa/þjálfara/leikmann. Phil Neville virðist vera í svipaðri stöðu fyrir utan að hann er sem betur fer hættur að spila sjálfur. Maður sá í leiknum gegn Stoke að þeir voru allir eitthvað að funda þarna á hliðarlínunni þegar ákveða átti hverjir ættu að fara inn á. Ég er sammála gagnrýninni á skiptingarnar hjá Moyes, þeir voru slæmar gegn Stoke.
Nú var mikið talað um það af hverju Moyes skipti út þjálfaraliðinu en hann gerði það nú ekkert sjálfviljugur, þeim var flestum boðið að halda áfram en flestir vildu róa á önnur mið. R. Meulensteen var t.d. boðinn samningur en hann ákvað að halda sjálfur út í að vera knattspyrnustjóri – hefur reyndar ekkert gengið alltof vel hjá honum.
Það er ekki bara Moyes sem þarf tíma til að læra á United. Ég held að hinir mennirnir í kringum hann þurfi það líka. En fjandinn hafi það, þeir þurfa að læra hratt því annars fer illa fyrir okkur.
úlli says
Fínt að Liverpool missteig sig. Hins vegar er ég í fyrsta sinn núna að átta mig á því að fjórða sætið er eiginlega fjarlægur draumur þó maður hafði langt í frá gefið upp alla von.
Burtséð frá því hef ég enn trú á Moyes. Varðandi hann þá eru þessir Everton-brandarar hjá fólki líklega það ófyndnasta og heimskulegasta síðan Hringekjan var og hét. Ég er að skríða í þrítugt og áður en Moyes kom til Everton var það ekkert nema lið í neðri hlutanum sem hefði alveg eins getað tekið upp á því að falla. Fullorðnir menn töluðu um Everton sem eitthvað stórveldi en mér fannst það jafn skrýtið og að tala um Notts County eða Preston sem stórveldi út af glæstri sögu þeirra. Í dag er Everton lið sem berst um Evrópusæti og gæti slefað í meistaradeildina og það er David Moyes að þakka. Þó það hafi kannski verið komin smá þreyta og hlutirnir farnir að staðna eftir meira en áratug við stjörnvölin, þá var það Moyes sem lagði grunninn að árangri Everton í dag sem Martinez er að byggja ofan á. Þar fyrir utan þurfti Moyes að selja sína bestu menn ár eftir ár og ekki man ég eftir að hann hafi fengið leikmenn eins og Martinez fékk Barry, Lukaku og Deulofeu síðasta sumar.
Sæl að sinni.
Keane says
Everton er Everton..
Hvað á Moyes að fá langan tíma?? hingað til eykst bara eyðileggingin og örvæntingin. Allt sem maðurinn gerir varðandi fótboltaleik er svo kolvitlaust og handónýtt að það lítur út eins og hann hafi ekki hugmynd um hvað hann er að gera.. enda segist hann sjálfur ekki vita hvað þurfi að gera til að vinna… Hann er nefnilega svo „óheppinn“.
Hvað fær Moyes að eyðileggja mikið.. það er spurningin
Keane says
http://strettynews.com/a-new-unacceptable-low/
Siggi P says
Skiptaglugginn síðasta vor voru mestu mistökin. Við byrjuðum á að fá rangan stjóra: Moyes, en ekki Mourinho.
Moyes, með fullri virðingu, hefur bara ekki náð því hvernig á að stýra liði í toppbaráttu. Þú spilar ekki illa og segir liðið hafa spilað vel og verið óheppið. Þú ferð ekki í leiki búast við að reyna gera andstæðingnum bara erfitt fyrir (eins og móti Newcastle), heldur til að vinna. Tap á ekki að vera möguleiki, og er alls ekki óheppni. Þegar kemur að því að mótivera bestu leikmenn í heimi þá þarf sérstaka hæfileika.
Aðrir stjórar sem hafa þetta sérstaka eitthvað taka þessu öðru vísi. Undirbúa og skipuleggja, mótivera og verðlauna. Þegar þeir vinna þá geta þeir skotið á aðra stjóra: „Það er ekki gott fyrir þróun liðsins þegar þú ert að spila 10-15 stigum eftir efsta liðinu, þegar þú ert að spila í Europa League.“ Og þegar þeir tala upp liðið er það með fullt af undetstatementi, og meiri skotum á aðra: „Sumir klúbbar, vegna þeirra DNA, segja þeir þurfa 2,3, 4 ár (að byggja liðið upp). Ég vil byrja næsta ár og segja við erum líklegastir til að vinna“. Nákvæmlega.
úlli says
Rangan stjóra segirðu. Eins og lesa má að ofan stend ég ennþá við bakið á Moyes, en fyrst þu nefnir Mourinho þá er ég alveg handviss um það að Ferguson ætlaði honum stjórastólinn en hann hafi einfaldlega sagt nei takk. Hverjar ástæðurnar fyrir því voru fáum við aldrei að vita og þeir hafa eflaust gert heiðursmannasamkomulag um að ræða það aldrei í ævisögum eða einhverju álíka. Mourinho er að mínu mati sá eini í bransanum sem getur virkilega kallað sig þann besta. Það má segja ýmislegt misjafnt um þann mann en hann er engu að síður snillingur og árangurinn talar sínu máli.
Keane says
http://www.mbl.is/sport/enski/2014/02/04/moyes_rio_mikilvaegur_lidinu/