Í tilkynningu á vef Manchester United segir Nemanja Vidić að hann ætli sér að leita á nýjar slóðir þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann hyggst ekki reyna fyrir sér hjá öðru liði í Englandi og þvi má ætla að orðrómurinn i vikunni um að hann sé á leið til Inter sé réttur.
Vidić hefur verið 8 ár hjá United og unnið fimm titla auk Meistaradeildarinnar að sjálfsögðu og er fyrirliði liðsins. Síðustu þrjú árin hafa hins vegar meiðsli hrjáð hann verulega og hann ekki leikið nema innan við helming leikja liðsins. Eins og Rio Ferdinand og Patrice Evra, hverra samningar renna líka út í sumar, hefur Vidić ekki verið boðinn nýr samningur og því kemur þetta ekki á óvart. Búast má við að hinir tveir fylgi í kjölfar Vidić.
Það verða þvi 3/4 hlutar aðalvarnar United síðustu 8 árin sem fara í sumar og þætti blóðtaka í flestum liðum. Það er hins vegar ekki hægt að segja að frammistaða þessara þriggja hafi sýnt og sannað að þeir eigi skilið að vera áfram hjá liðinu, Meiðsli Vidić og Ferdinand gera það að verkum að þeir eru ekki svipur hjá sjón frá þeim tíma þegar þeir voru sterkasta miðvarðapar Evrópu og Evra hefur oft verið slakur í vetur og virkað áhugalaus.
Þetta þýðir líka að fyrirliði og varafyrirliði liðsins hætta báðir. Það virðist alveg ljóst að nýr fyrirliði mun heita Wayne Rooney í þessum nýja heimi Moyes. Því fer fjarri að allir stuðningsmenn United séu sáttir við það val. Margir og þar á meðal ég eru ekki sáttir við hegðun Rooney síðustu ár og finnst hún ósæmandi leikmanni, hvað þá heldur fyrirliða Manchester United. En það segir kannske sitt um það sem David Moyes hefur í höndunum að sá eini annar sem gæti átt eitthvað tilkall til bandsins sé Johnny Evans. Darren Fletcher væri kjörinn kandídat ef hann væri sami gamli Fletcher… og aldrei að vita nema atburðir næstu mánuða sýni að svo sé.
https://twitter.com/SirAlexStand/status/431789659778473984
https://twitter.com/SirAlexStand/status/431789817488482304
https://twitter.com/forevruntd/status/431801719412912128
Atli says
Carrick gæti boriđ fyrirlisabandid.
ellioman says
Kemur ekki á óvart þar sem hann hefur ekki spilað sérstaklega vel síðustu tvö tímabil en jafn leiðinlegt samt sem áður. Það er heljarinnar vinna í vændum hjá Moyes og félögum. United verður með gjörólíkt lið á næsta tímabili. Nú vonar maður bara að þeir geri góð kaup í sumar.
Snobb says
Jamm .. það eru ekki smá verk sem bíða í sumar, ég ætla hins vegar að vona að það verði ekki Moyes sem sér um þau
Bambo says
Leiðinlegt að sjá eftir Vidic þar sem hann er löngu orðinn legend á Old Trafford. Ég hef samt trú á að þetta sé rétti tíminn, bæði fyrir hann og klúbbinn til að flytja sig um set.
Verður fróðlegt að sjá í sumar hvort að við fáum inn miðvörð eða treystum á Evans, Jones og Smalling til að leysa þessar stöður.
Ég væri persónulega spenntur fyrir að sjá Moyes klára þetta tímabil með tvo af þeim sem miðvarðarpar nr.1 til að sjá hvort þeir smelli saman. Og jafnvel fara niður í u-21 liðið okkar og athuga með miðverði þar áður en við tökum upp veskið. Síðan að Ferdinand og Vidic byrjuðu að einoka miðvarðarstöðurnar okkar fyrir um það bil 8 árum höfum við misst frá okkur nokkra miðverði sem að hafa haft getu til að spila í PL (Shawcross, Chester, Cathcart, Pique) en fengu aldrei tækifæri til að sanna sig í Leikhúsi Draumanna.
Magnús Þór says
@ Bambo:
Fyrir utan Pique var engin af þeim í United klassa og svo grunar mig að hann hefði alltaf farið til Barcelona þegar þeir vildu hann ekki ósvipað og Cesc Fabregas.
ellioman says
Snobb skrifaði:
Miðað við þá leikmenn sem hann hefur reynt við hingað til þá hefur hann svosem ekkert staðið sig illa.
Fabregas (Barcelona)
uuu já takk! Því miður gekk það ekki eftir.
Herrera (Athletic Bilbao)
Spennandi leikmaður, örugglega fín kaup.
Fellaini (Everton)
Fínn leikmaður sem mun að mínu mati reynast okkur vel þó það taki lengri tíma en maður hefði óskað.
Kroos (Bayern)
uuuu jáááá takk!
Reus (Dortmund)
uuuu jáááá takk!
Fernando (Porto)
Sagt að hann sé einn af þeim betri DM í heiminum. Sánds gúd tú mí.
Só far só gúd. Moyes er ekki sá sem dílar við félögin og sér um samningana. Hann er sá sem bendir á leikmennina sem hann vill fá til liðsins og miðað við fréttirnar hingað til þá er hann að óska eftir leikmönnum sem myndu styrkja liðið töluvert.
lampamaður says
jones og Evans í cb og versla Shaw í lb jafnvel þó að það yrðu meira enn 20 m, hann er framtíðinn hjá Englandi og verður besti LB í Evrópu eftir 4 ár