Þessi leikur er með þeim sorglegri sem ég hef séð lengi. Spilamennska liðsins var svo gjörsneydd öllu hugmyndaflugi að það var átakanlegt að horfa á það. Sir Alex Ferguson sagði í kveðjuræðu sinni að nú þyrftum við að standa með nýja stjóranum okkar. Þið sem hafið verið duglegust heimsækja bloggið eða hafið nennu í að fylgja okkar á twitter hafa séð það að við höfum ávallt látið David Moyes njóta vafans. Það var vitað að þetta yrði tímabil breytinga og flestir ef ekki allir stuðningsmenn liðsins voru ekki að fara að búast við einhverri titilbaráttu. Hinsvegar hefur gengi liðsins verið fyrir neðan allar svörtustu spár. Þó svo að leikurinn í dag hafi ekk tapast þá kristallast í honum nákvæmlega hvað vandamálið er. Moyes kann ekki á liðið. Það er hægt að tala um heppni og ákvarðanir en glætan að það eigi við um nánast alla leiki tímabilsins. Það hafa ekki komið margir leikir á þessu tímabili sem eiga að vera borðleggjandi en þetta var svoleiðis leikur. Vorum að spila gegn versta liði deildarinnar og ekki vantaði í framlínuna en van Persie, Rooney og Mata byrjuðu allir. Kaupin á Juan Mata gáfu okkur von en þeim var ekki fylgt á eftir með kaupum á manni í stöðurnar þar sem svo sárlega vantar í. Það kom ekki að sök gegn Cardiff enda hefur United bara unnið velsku liðin í deildinni á nýju ári. Svo kom leikurinn gegn Stoke sem verður að teljast ein slakasta frammistaða sem ég hef séð frá Manchester United. Leikurinn í dag var í rauninni bara framhald af þeim leik. Eina taktíkin í dag var að bomba fyrirgjöfum inní teig sem virtust ekkert endilega þurfa að finna samherja og gerðu það ekki nema í 18 af 81 tilvikum og hvorugt markið kom eftir fyrirgjafir. Samkvæmt tölfræðinni ætti United að hafa unnið leikinn sannfærandi en knattspyrnan gefur oft skít í tölfræðina. Það kannast stuðningsfólk United við enda hefur Moyes slegið ófá vafasöm met frá því að hann tók við.
Leikurinn í dag
United byrjaði að sækja strax frá fyrstu mínútu en Fulham lágu aftarlega og ákváðu að leggja hinnu alræmdu rútu fyrir framan markið. Þannið spilaðist leikurinn meira og minna þangað til að á 19. mínútu fengu gestirnir sjaldgæft upphlaup sem endaði með marki frá Steve Sidwell þvert gegn gangi leiksins og framar þeirra björtustu vonum. United hélt áfram að dæla fyrirgjöfum í teiginn sem enduðu flestir á Fulham mönnum en þær fáu sem enduðu hjá samherja skiluðu ekki neinu. Kieran Richardson var ekki langt frá því að koma gestunum í 2-0 eftir vel heppnað hraðaupphlaup. Staðan í hálfleik var 0-1 gestunum í vil. Seinni hálfleikurinn var beint framhald af þeim fyrri og Moyes virtist staðráðinn í því að slá fyrirgjafarmet enda var lengi framan af að meðaltali 1 fyrirgjöf á mínútu. Á endanum tókst liðinu loks að skora en það gerði Robin van Persie eftir sendingu (ekki fyrirgjöf) frá Juan Mata sem er kominn með 3 stoðsendingar í 3 leikjum. Og svo mátti varla blikka augunum því skömmu seinna kom Michael Carrick United yfir með laglegu skoti fyrir utan teig (ekki heldur eftir fyrirgjöf). Leikurinn loksins búinn að snúast við og United sótti áfram og voru staðráðnir í að bæta við mörkum. Svo á 94. mínútu fengum við enn eina tuskuna í andlitið þegar mistök hjá Vidic og De Gea í sameiningu gáfu Darren Bent frítt pot í markið og niðurstaðan 2-2.
Ein lítil pæling. Hvað varð um þennan Robin van Persie frá því í fyrra? Eru samherjarnir ekki nógu duglegir að finna hann eða vantar snerpu í hann? Kannski þetta tvennt í bland?
Maður leiksins
Það er ekki auðvelt val, ætla að leyfa kommenturum að ákveða það.
Nokkur tíst
There’s just so much more to creating chances than crossing. Just like there’s more to management than overachieving with a small budget.
— Tatiana MUFC (@TatianaMUFC) February 9, 2014
Ég er mest hræddur um að ef þetta gengi heldur áfram fram á næsta tímabil, að þá muni stolt SAF koma í veg fyrir að DM verði látinn fara.
— Sigurjón Guðjónsson (@sigurjon) February 9, 2014
Whether you think Moyes is the right man to take United forward and spend the biggest budget the club has ever given a manager is up to you.
— Nooruddean (@BeardedGenius) February 9, 2014
Rene Meulensteen: "United's approach was straightforward. Get it wide, get it in the box. It can be easy to defend against."
— Tom Rostance (@TJRostance) February 9, 2014
Nú hlýtur Moyes að fara að endurskoða þessar fyrirgjafir. Það er svo vandræða augljóst hvað þetta er árangurslítið.
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) February 9, 2014
Giggsy should be eyeing up a new suit and long black coat.
— Annie Eaves (@AnnieEaves) February 9, 2014
Byrjunarliðið
De Gea
Rafael Smalling Vidic Evra
Fletcher Carrick
Mata Rooney Young
van Persie
Á bekknum: Lindegaard, Ferdinand, Giggs, Valencia, Kagawa, Januzaj, Hernandez.
tg says
Faðu sma pung og notadu januzaj! Versta sem gat gerst fyrir united var þegar young skoraði um daginn
Dagur says
@ tg:
Skiptir s.s þig öllu máli hver skorar mörkin?
Suarez says
Var Mata keyptur til þess að spila sem kantmaður eða er hann í frjálsu hlutverki fyrir aftan sóknarmennina.
Hjörtur says
Young setur eitt með þrumufleig.
Keane says
Líklega kantmaður miðað við allt..@ Suarez:
lampamaður says
#Dabbaout
Sveinbjorn says
Missti af fyrri halfleik, hvernig erum vid bunir ad vera ad spila?
Haldid thid ad vid naum ad koma til baka og vinna leikinn?
Theodór Freyr says
Hvernig væri að prófa stungusendingar og skot fyrir utan teiginn, í staðinn fyrir að hlaupa upp kantinn og senda fyrir í hvert einasta skipti? Við náum kannski að grísa inn einu marki þannig, en ef við ætlum að vinna leikinn þá þurfum við að sækja á fleiri en einn hátt.
Siggi says
þetta er búið að vera hryllingur og einbeitingarleysið og kæruleysið í vörninni er alger skelfing… en allavega virðist liðið geta haldið boltanum nokkuð vel sem, verst hvað menn eru ekki með hausinn skrúfaðann almennilega á. Spurning hvort Moyes eigi ekki töfravatn í klefanum?
Kristjans says
Ætli Moyes muni tala um óheppni enn eina ferðina eftir leik?
Hjörtur says
Það er bara hallærislega hlægilegt að horfa upp á þetta. Stanslausar sóknir sem ekkert verður úr, háu boltana vinna Fulham menn nánast alla, og vörnin hjá okkur eins og menn séu bara í einhverju allt öðru en að spila fótbolta. Sjá t.d. varnar taktikina hjá fullurum sem berjast þar allir sem einn, beita svo skindisóknum gegn seinum og hreplekri vörn Utd-manna, og ná að skora mark úr einni slíkri, og voru óheppnir að bæta ekki við öðru. Ef við ekki vinnum þennan leik gegn neðsta liðinu, og það á heimavelli, ja þá hlýtur að vera kominn tími á stjórann.
Sævar says
Nú er nó komið.
Nú bara verður þetta helvíti, já ég meina helvíti að fara að fynna sér nýja vinnu.
Þið hér inni á spjallinu sem haldið því enn fram að hann eigi að fá tíma, fyrir ykkur mæli ég með að þið farið til læknis.
niðurlæingin er fullkomnuð
Einar H Þórðarson says
Er takmarkið að halda sér í Úrvalsdeildinni?
Kristjans says
Ekki dirfast ad tala um óheppni eftir leik Hr. Moyes! Þetta er tímabilið i hnotskurn, simply not good enough! Algerlega óverjandi ad ríkjandi meistarar séu úr titilbaràttu i desember/janúar og í 7. sæti i febrúar! Jafntefli à heimavelli gegn neðsta liðinu sem er með -31 í markatölu! Moyes out! Það er ekkert í gangi og maðurinn er algjörlega clueless. Quiroz eða Capello til að taka við?
Jóhann says
Spilamenskan sem manchester síndi eftir mörkin er til háborinar skammar,er enþá á þeirri skoðun láta Mois fara
DMS says
Af hverju keyptum við ekki Peter Crouch í glugganum? Við settum sennilega heimsmet í fyrirgjöfum. Plús það að við erum með menn sem kunna ekki einu sinni að gefa fyrir en reyna það samt í sífellu. Hvað var í gangi með Rafael? Hann var mögulega með verri fyrirgjafir heldur en Smalling í hægri bak.
Bæði mörkin sem Fulham skorar eru einstaklega ódýr. Öguð lið sem eru á tánum fá ekki svona mörk á sig, það er bara þannig. Við hefðum bara átt að halda áfram í stöðunni 2-1 í stað þess að taka fótinn af gasinu. Þessi vörn okkar er hriplek, varnarvinnan á miðjusvæðinu er líka slæm. De Gea virðist heldur ekkert vera með of mikið sjálfstraust, það vantar einhvern leiðtoga í vörnina. Vidic er það ekki lengur. Það vantar bit og kraft í þetta, í allar aðgerðir, hvort sem er í sókn eða vörn.
Ég held að við verðum að fara að sætta okkur við Evrópusæti í mesta lagi fyrir næsta season. Það er bara þannig. Nema við förum á einvern óskiljanlegan hátt alla leið í meistaradeildinni…en það eru sennilega jafn miklar líkur á því og að við vinnum botnliðið á heimavelli -eða hvað?
…og eitt að lokum…
….FUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUCK!!!!!!!!!!!
Björn says
Guð minn góður er ekkert í hausnum á þessum mönnum, af hverju í ósköpunum geta þeir ekki bara drullast til þess að halda boltanum innan liðsins í 90 sek í viðbót en neinei reynum endilega að skora þriðja markið af því það skiptir svo rosalegu máli.
Jóhann says
Það var spilamenskan eftir mörkin sem varð til að jöfnunar markið kom ættluðu að halda boltanum og skitu upp á bak,sókn er besta vörnin
Gummi Kr says
ég er með hugmynd ráðum David Moyes og fá Phil Neville með honum ásamt einhverjum öðrum trúð sem ég nenni ekki að vita hvað heitir. en þetta er heimskasta hugmynd sem United (FERGUSON) hafa fengið síðan eftir stríð. ég verð svektur ef það verður ekki búið að reka hann um hádegi á morgun.
Keane says
Þetta héldu menn að myndi virka (ráða moyes af því Ferguson réði því)…
Annað er heldur betur að koma í ljós – eftir 8 mánaða starfsemi er ekkert, ég endurtek EKKERT jákvætt við það sem hálandahöfðinginn er að reyna..
Það er alveg sama hvað menn segja og trúa.. hann tók við meistaraliði og hvert er hann kominn með það? hvert ætlar hann með það? Geta Moyes-menn svarað því?
Þetta versnar og versnar og versnar meðan þessi djöfulsins skarfur og samansafn af lúðum í kringum hann sitja þarna eins og fífl og hafa ekki hugmynd um hvað knattspyrna er!!
lampamaður says
ég veit að það var sagt að við ættum að gefa moyse séns og að þetta yrði ekki glæsilegt til að byrja með enn god damn it þetta er ekki slæmt þetta er bókstaflega hræðilegt og það sem verra er þá er liðið sem Dabbi var hjá að standa sig betur í deild, hvað segir það okkur um okkar kæra davíð ? það segir okkur að hann sé vita gagnslaus og hörmulegur í sínu starfi.
Ingvar says
@ Keane:
Eru til Moyes menn?
Keane says
Kannski ekki lengur ef það er það sem þú átt við..
Keane says
http://www.bbc.com/sport/0/football/26112250
Þvílíkur asni
ellioman says
Það er ómögulegt fyrir mig að reyna eitthvað lengur að verja Moyes… Þetta er alveg skelfileg staða sem við erum í núna.
Einar says
Ég trúði á Moyes, ég hafði rangt fyrir mér. Núna er hann með gula spjaldið og næsta stig sem hann tapar á heimavelli á að vera brottvísun (gefum þessu 3-4 leiki). Minna en þrjú stig gegn arsenal er brottvísun (eða 2 stig eða minna í síðustu 3mur leikjum)
Því miður, hann virðist vera gúddí gaur
e
Kristjans says
Pistlahöfundur hittir naglann á höfuðið, Moyes kann ekki á liðið og ummælin hans eftir leik eru sorgleg; segist ekki skilja hvers vegna liðið vann ekki í dag. Ertu ad grínast ?!?!? Þessi spilamennska er svo fyrirsjáanleg og leiðinleg, þetta er nýtt afbrigði af Long Ball taktíkinni. Boltinn út á kant, senda fyrir og vona það besta… Það er ekkert í gangi, EKKERT! Segir það ekki eitthvað, líkt og bent er á hér að ofan, að Everton er ofar liðinu í deildinni, þar sem Moyes var áður?
Áður fyrr var einkenni Man Utd að gefast aldrei upp og berjast fram í rauðann dauðann. Uppskeran var líka oft eftir því, mörk, stig og sigrar komu í blàlokin. Þetta var ekki heppni, þetta var einkenni góðs liðs sem gafst aldrei upp og hafði trú á verkefninu. Að tala um óheppni á þessu tímabili, líkt og Hr. Moyes hefur svo oft gert, er bara sorglegt og bullandi afneitun. Liðið er ríkjandi Englandsmeistari en ekkert á þessu tímabili bendir til þess. Ekkert.
Að mínu mati er Moyes ekki rétti maðurinn í þetta starf. Tel að mann með swag, persónutöfra og óbilandi trú á sjàlfum sér, líkt og Mourinho hefði þurft að taka við af Ferguson. Að taka við keflinu af goðsögn sem stýrt hefur liðinu í um 27 ár er eflaust ekki hægt og dæmt til að mistakast. Eða alla vega þarf einhvern sérstakan til að taka við og Moyes hefur ekkert sýnt til að bera titilinn The Chosen One. Ekkert.
Er botninum núna náð á þessu tímabili? Það á að vera best að spyrna frá botninum. Hef því miður þá trú að þetta eigi eftir að verða jafnvel en verra. Moyes bara kann ekki á liðið og virðist ekki vera með neinar lausnir. Það er ekkert i gangi. Ekkert.
Snobb says
Þetta er hætt að vera fyndið …. Hodgson var ekki svona slæmur með L.pool
…. það eina jákvæða sem ég sé eftir leikinn í dag er að seinasta PlastFanið sem telur sig vera MU stuðningsmann og lifir í blindni á að Ferguson hafi haft rétt fyrir sér með að biðja DM um að taka við er væntanlega kominn ofan í holu …
Það er auðvelt að segja það núna en þetta hefur sést frá því að liðið var í Asíu í sumar …. er ekki lærður í leikgreiningu eins og flestir sem vinna við atvinnu-knattspyrnu, en meira að segja ég tel mig hafa séð þetta fyrir ….. Þetta er bara svo auðvelt, ef við værum ekki með svona rosalega sterka einstaklinga sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur værum við ekki að hugsa um evrópukeppni/meistaradeild. heldur líf í deildinni ….
Fólk hefur verið að tala um að þetta sé ekki endilega DM að kenna .. leikmenn séu ekki að standa sig og hann sé að velja lið sem ætti að gera betur…. þetta er hins vegar ekki FM/CM þar sem er nóg að velja lið og þjálfa það upp í form. Slíkt getur virkað þegar maður er með „lítið“ lið, þar sem aðal- vandamálið er að peppa liðið upp til að standa sig og fá inn eins góða leikmenn og möguleik er.
Þegar verið er að stjórna einu af topp liðunum mæta flestir mótherjarnir til leiks til þess að ná í eitt stig og vonast til þess að fá tvö til ef heppnin er með þeim….. til að vinna slíka leiki þarf mikið meira hugmyndaflug stjóra en að vera meira með bolta (það gerist sjálfkrafa gegn þessum mótherjum) .. það fyrsta sem þarf er augljóslega fjölbreytni í sóknarleik (plan 2,3,4…)
Í leiknum í dag sem og mörgum öðrum í vetur sást þetta vel .. við höfum leikmenn til að skora og það komu mörk… en til að hafa klárað leikinn hefði þurft að hafa fleiri hugmyndir en að krossa inn í boxið …..
Þetta er því miður ekki að fara að breytast með komu gæða leikmanna, jú auðvitað geta gæða leikmenn skilað stigum með framtaki einstaklinga … Þetta er hins vegar hópíþrótt og ef hópur á að geta unnið sigra þarf einhvern til að skipuleggja …. og það er ekkert sem bendir til þess að DM hafi eitthvað sem þarf til þess að gera það
Nú er bara að krossleggja fingur og vonast eftir tilkynningu á morgun
Ef það er ekki vegna stöðu í töflunni þá vegna spilamennsku
Enginn leikmaður/stjóri er stærri en MU
Keane says
Rene Meulensteen :
„United’s approach was straightforward. Get it wide, get it in the box. It can be easy to defend against.“
Svo kemur þetta erkifífl hálf flissandi í viðtal eftir leik…
Aggi says
Sammála Snobb, Hodgson var ekki svona lélegur á Liverpool. En ég get lofað ykkur því að Moyes verður alltaf út leiktíðina. Ferguson mun gera allt til þess. Kannski það sé rétt ákvörðun, það verður tíminn að leiða í ljós. Ég ætla ekki að eyða púðri í það að Moyes eigi að fara. Hann verður út þetta tímabil, sama hvað sagt verður hér. Við þurfum að átta okkur á því að þetta verður maraþon. Ferguson-tímabilið er búið.
Keane says
@ Aggi:
Það var löngu ljóst að „Ferguson tímabilið“ tæki enda. Menn fæðast, eldast og deyja.
Vertu þá ekkert að eyða meira púðri í Moyes og verði þér að því.
Hjörtur says
Við höldum okkur við sjöunda sætið og verðum þar í vor, en það sæti kannast DM afskapklega vel við. En við vorum þó að slá eitt met, en það var í fyrirgjöfum sem urðu alls 81 og af þeim rötuðu 18 á samherja. Hverslags djöfuls spilamenska er það að spila boltanum alltaf á kantana, og gefa svo hásendingar fyrir sem fullarar náðu nánast alltaf. Nei þessi maður þ.e.a.s. DM á að sjá sóma sinn í því og segja af sér, hann kemst ekki lengra með liðið, hvernig sem hann reynir. Láta gamla taka við liðinu aftur til vorsins, og bjarga því frá niðulægingu, ef það er þá ekki orðið of seint. Ég hugsa með hrillingi til næstu þriggja leikja Arsenal, pollarar og city, verður það niðurlæging, eða komum við sterkari á móti stærri liðunum, heldur en þeim lakari?
Tumi says
Ég ætla nú ekki að fara verja Moyes en er hægt að spila einhvad margar gerðir af taktík gegn liðum sem koma og leggja rútunni og spila 6-4-0 eins og Fulham í dag ? Hvað annað er hægt að gera heldur en að reyna teygja á þessu og spila upp á kantana ?? Margir að væla að við gátum ekki farið í gegnum miðjuna en hvernig á það vera hægt gegn 6-4-0 taktík ?
úlli says
Ég er virkilega áhyggjufullur en engu að síður pínulítið sammála Tuma hér að ofan. Það er líka bara svo skammt á milli feigs og ófeigs í þessu. Við erum sekúndum frá því að sigra leikinn og þá væru allir bara nokkuð rólegir. Það hafa verið mörg svona augnablik á þessu tímabili og við erum einfaldlega með vindinn í fangið.
Jonny Evans says
Það er kannski erfitt að vinna almennilegt lið sem spilar 6-4-0 en að gera jafntefli við Fulham, þó þeir myndu spila 10-0-0, er bara ekki boðlegt fyrir lið sem er ríkjandi Englandsmeistari og er að reyna að ná Meistaradeildarsæti.
Þetta lið er neðst í deildinni og er nýdottið út úr FA cup á móti Sheffield Wednesday. Og ef liðið spilar 6-4-0, afhverju skoruðu þeir þá tvö mörk. Það er ekkert hægt að fegra þetta neitt, staðan er hálf vonlaus. 9 stig í Liverpool í 4.sætinu og við að spila við Arsenal á Emirates á meðan þeir fá að gæða sér á Fulham.
Jonny Evans says
Þeir duttu reyndar út gegn Sheffield United*
Keane says
Stjóri Fulham vissi bara nákvæmlega hvað gera þurfti á móti andlausu og fótboltasnauðu liði David Moyes. Tumi hefur reyndar nokkuð til síns máls, miðlungslið eins og ManUtd undir stjórn David Moyes mun vissulega alltaf eiga í basli við önnur fótboltalið, sérstaklega þegar dómari flautar leikinn á og þangað til hann flautar leikinn af.
Leikurinn við Fulham er annars bara einn partur af miklu stærri og verri heildarmynd…
Daníel Sveinsson says
Segjum sem svo að Moyes yrði rekinn á næstunni, hvern myndu menn vilja sjá í staðinn? Þá er ég að meina raunhæfan kost, mynduð þið vilja fá einhvern til að klára tímabilið og reyna svo t.d. við Mourinho eða reyna strax að finna ‘rétta’ manninn?
Roy says
Við höfum verið ofdekraðir undanfarin ár. Nú er tíminn annar. Veit ekki með þennan Keane hérna fyrir ofan en hann er líkur nafna sínum sem fór árið 2005 eftir að hafa gagnrýnt allt og alla hjá félaginu. Hvað varðar þennan leik þá held ég að það hafi ekki skipt máli þótt Guð hefði verið á línunnui. Vidic á bæði mörkin skuldlaust, það reyndi á hann tvisvar og hann tók ranga ákvörðun í bæði skiptin. RVP nýtti ekki sín færi, brenndi af á markteig og átti svo kærulausa vippu á 90 mínutu. GK hjá Fulham varði oft frábærlega. Það sem brást í þessum leik var ekki taktík eða neitt slíkt. Það var varnarleikurinn með fyrirliðann í farabroddi sem á sök á þessu. Fyrra markið, af hverju var vidic að elta mann ofan í smalling og fyrir vikið opna hraðbraut inn í teiginn.. seinna markið: af hverju skallar maðurinn þetta ekki í burtu, það er 94 mínuta, hættulegasta svæðið til þessa að tapa boltanum á og þú verður að vera 150% viss um að sendingin þín rati á réttan mann. Það gerði það ekki í þessu tilviki, og af hverju fór vidic ekki inn í teiginn og passaði bent frekar en að hlaupa í átt að richardsson, sem smalling var btw að elta. De gea varði boltann upp í loftið og gat bent beðið á markteignum og skallað hann inn. Ef vidic hefði haskað sér beint inn í teiginn þá hefði hann geta skallað þetta frá með lokuð augun.
Skil ekki hvernig menn nenna að ræða þessar fyrirgjafir, Leikmenn finna bestu leiðina að markinu, þetta var sú leið. Þeir hefðu klárlega farið upp miðjuna ef það hefði verið kostur, Þar var þéttasti pakkinn og þar af leiðandi erfiðast að komast í gegn, því ekki skrýtið að menn skildu teygja á þessu og nota kantmennina.
United nýtti ekki sín tækifæri í leiknum og það varð þeim að falli. Það voru boltar að detta í markteignum hjá Fulham en RVP og Rooney voru aldrei þar. Þeim skorti bara gæði fyrir framan markið.
Varnarleikurinn var ömurlegur í einu orði sagt og það varð liðinu að falli…
Á miðvikudaginn spilar liðið við Arsenal. Býst við sigri þar 0-2..
kobbi says
@ Daníel Sveinsson:
Tek það fram strax að ég er Liverpool maður.
Mín spurning til þín er sú afhverju í ósköpunum ætti Móri að vilja taka við þessu liði?
Endurnýjunin á liðinu þarf að vera algjör til að þetta smelli hjá ykkur aftur, þetta byrjar ekkert og endar með stjóranum.
Vandamálið eru leikmennirnir, þetta eru upp til hópa miðlungsleikmenn sem SAF náði að spila langt yfir getu með sinni kunnáttu í bland við hörku. Eftir sitja þrír leikmenn sem eitthvað er varið í og tveir af þeim hafa annaðhvort engan áhuga á að spila með liðinu eða fyrir stjórann (kannski bæði)? þriðji leikmaðurinn er svo nýkomin til ykkar og er settur beint í að spila stöðu sem hann er ekkert sérstaklega frábær í.
það sem þarf að gera er að fá alvöru stjóra, stjóra með risa stórann pung sem þorir að taka ákvarðanir og er ekki með allt niðrum sig taktískt leik eftir leik.
Mínir menn eru búnir að ganga þennan veg og það er ekki fyrr en fyrst núna eftir rúmlega 20 ár sem manni finnst þeir vera að gera þetta rétt, ungur graður stjóri sem vill spila skemmtilegan bolta, hrúgar til sín efnilegum ungum mönnum sem eru tilbúnir að deyja fyrir liðið og liðsfélagana.
Svo langt því frá að ég ætli að afskrifa ykkur úr neinni baráttu, en það er eitthvað sem segir mér að ef ekki verður gert eitthvað róttækt strax að þá sé þetta ekki að fara að batna hjá ykkur.
Moyes out og einhver 5-7 ný andlit ásamt því að halda þessum þremur sem teljast til lykilmanna þá ættuð þið að koma sterkir inn á næsta ári.
Munið það bara að þið gangið ekki einir, við Liverpool stuðningsmenn þekkjum þetta og ykkur er guðvelkomið að grenja í okkur, við huggum okkur allavegana við það Manu og Lpool menn að það eru ekki einhverjir sugar daddys sem eiga þátt í okkar velgengni, þetta eru bara liðin nöfnin og hefðin hjá þessum tveimur flottustu liðum Bretlandseyja
Bestu kveðjur til ykkar.
Snobb says
Tumi skrifaði:
Mátt ekki gleyma því að við eigum 3 heimsklassa leikmenn til að spila í holunni (Rooney, Mata og Kagawa). Við eigum ekki nógu góða kantmenn (og þeim fer að vísu hratt fækkandi í heiminum). Við erum ekki eina liðið sem þarf að spila gegn þéttum varnarleik í deildinni .. en sennilega það eina sem heldur að eina leiðin til þess að komast í gegnum hann séu háir boltar inn á teig utan af kanti
Ef DM á að fá að eyða í sumar OG ætlar að spila þessa svona taktík … legg ég til að Andy Carroll verði keyptur
Tumi says
Jonny Evans skrifaði:
Nei það var Sheffield Wednesday. @ Snobb:
Andy Carroll hentar liðum sem spila 5-4-1, kick and run og láta carroll halda honum svo liðið komist ofar, ég ætla vona að moyes er ekki lagstur svo lágt.
Keane says
http://fotbolti.net/news/10-02-2014/leikmadur-fulham-likir-leikstil-man-utd-vid-utandeildina
Keane says
@ Roy:
Ofdekraðir?? Þú getur talað fyrir sjálfan þig. Velgengni og ánægja fara oft saman.
Þetta með Vidic.. Moyes ákvað að spila honum allan leikinn
Daníel Sveinsson says
@kobbi:
Best að taka fram að ég einnig poolari. Annars nefndi ég Mourinho bara sem dæmi því ég hef heyrt þónokkra united menn segja að hann hafi viljað taka við þeim. Setti bara inn þessa spurningu til vita hvað united menn vilja fá.
Roy says
@keane
Þetta með ofdekrunina var ekki illa meint. Liðið hefur verið ótrúlega sigursælt sl. 20 ár, Það hlaut að koma að því að veislan myndi taka enda. Við höfum haft það mjög gott. Svo þegar illa gengur þá er eins og sleikjó sé tekinn af ungbarni, allir bara að missa sig. Gefum þessu tíma..
Kannski rétt það sem Móri sagði: United voru ekki svona góðir í fyrra heldur voru hin liðin léleg.
Villtu þá meina að Moyes hafi átt að eyða skiptingu í hafsent í stöðunni 0-1 ? Hefði þá ekki allt verið brjálað ?
Keane says
Ég er reyndar ekki stjóri – er bara blóðheitur stuðningsmaður svo ég hef ekki hugmynd um það hvort einn ákveðinn leikmaður ráði úrslitum á móti botnliði deildarinnar, en Moyes er stjóri ManUtd og mér finnast þessir 9 mánuðir hans í starfi alls ekki merkilegir.. ekkert jákvætt ennþá.
Ég hef reyndar sagt það við alla mína samstuðningsmenn að liðið hefur ekki verið neitt sérstaklega vel spilandi síðustu ár þó að úrslitin og árangurinn hafi skilað sér, það má sennilega þakka SAF það.
En svona lélegt og neikvætt hef ég aldrei séð ManUtd.