Slúður helgarinnar snýst allt um einn mann, Wayne Rooney. Í gærkvöld var þvi haldið fram að hann væri búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United, en í dag virðist ljóst að þó samkomuleg sé í öllum meginatriðum í höfn sé ekki enn búið að setja nöfnin undir. Lykiltölurnar í samningnum eru tvær. Samningurinn er til fimm og hálfs árs, eða til sumars 2019. Laun Rooney á þessum fimm árum munu verða 300 þúsund pund á viku. Þessi laun mynd tryggja hann í sessi sem launahæsta leikmann ensku deildarinnar
Það er því ljóst að aftur hafa stjórnendur United látið undan launakröfum besta leikmanns liðsins. Eftir daður hans við Manchester City um árið sem skilaði honum glæsilegum samningi hefur fýlukast hans síðasta árið og daður við Chelsea gert enn betur. Einu heimsins knattspyrnumenn sem eru betur launaðir eru David Beckham… eða þannig, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo
Eins og ég sagði hér áðan, þá er ekki spurning um að eins og staðan er í dag þá er Wayne Rooney á góðum degi besti leikmaður liðsins. Það er jafn ljóst að eins og nær allir leikmenn liðsins hafa þeir góðu dagar ekki verið margir í vetur, en hann er þó markahæsti leikmaðurinn í vetur. Stjórnendur stóðu því frammi fyrir því að missa þennan leikmann fyrir ekki neitt sumarið 2015 eða uppfylla allar hans kröfur. Ég fer ekkert í felur með þá skoðun mína að það væri rétti leikuinn í stöðunni. Það er eitt að borga honum þennan pening í dag, en ef einhver heldur að veturinn 2018-19 þegar hann verður þrjátíu og þriggja ára verði hann enn í svipuðu formi og í dag þá ætla ég bara einfaldlega að vera afskaplega ósammála þeirri skoðun. Ég held jafnframt að það hefði verið fá lið sem væru tilbúin í að borga honum þessi laun næsta sumar þegar hann er tæplega þrítugur, nema jú vegna þess að hann væri þá á frjálsri sölu.
Ég er líka alveg með það á tæru að stór hluti stuðningsmanna dýrkar Rooney og sumir hér heima kalla hann kónginn. Þar finnst mér að krúnan sem Denis Law og Eric Cantona hafa einir borið á Old Trafford vera nokkuð gjaldfelld.
Hvað um …
og sem ég er í miðjum pistilskrifum kemur þetta
https://twitter.com/sbates_people/status/435010731533025280
Þannig að þetta er líklega ótímabærasti pistilinn sem skrifaður hefur verið hér á blogginu fyrir utan ef við hefðum verið með „Ronaldo kemur heim“ pistil tilbúinn í fyrrasumar. Sem við vorum ekki.
En aftur að Rooney. Í sumar þarf að kaupa minnst þrjá heimsklassaleikmenn til að styrkja liðið. Í þeirri stöðu hljóta þeir að vera hræddir við ef Rooney er á leiðinni burtu að bæta þyrfti við enn einum leikmanni af því kaliberi því það er ekki eins og við séum með heimsklassaleikmann tiltækan sem getur spilað í holunni
.…
Ó.
úlli says
Að mínu mati á það að vera forgangsatriði að halda Rooney á Old Trafford sem lengst. Að sjálfsögðu má líta á það að hann verði oflaunaður á síðari árum samningsins þegar hann er kominn vel yfir þrítugt. Hins vegar finnst mér alveg mega líta á þetta sem verðlaun fyrir að sýna félaginu hollustu. Hann hefur verið leikmaður Manchester United í áratug, hjálpað félaginu að vinna alla titla sem í boði eru og hann hefur þurft að færa fórnir. Hann var settur í annað sætið á eftir Ronaldo (þegar þeir voru jafningjar) og horfði upp á hann verða að einum besta leikmanni heims og allra tíma jafnvel. Þar fyrir utan er óefnislegt virði Rooney fyrir félagið ómetanlegt. Rooney er að mörgu leyti andlitið út á við.
Eitt enn, þú segir að Rooney verði eflaust ekki í sama formi árið 2019. Rétt er það, hann verður í aðeins öðruvísi formi en ég held að hann verði ennþá heimsklassaleikmaður. Maðurinn er auðvitað hreinræktaður hálfviti, en ég held að fáir leikmenn hafi fótboltagreind á við hann og það mun duga honum lengi.
Jón G says
nei það er hann sko alls ekki.
Aguero og Suarez t.d. betri.
Maðurinn er bara hreinræktaður dick og á þessi laun ekki skilið
máserinn says
Ekki til fótboltamaður sem hefur innistæðu fyrir svona launum.
En Rooney á góðum degi er mikilvægasti leikmaður liðsins, á slæmum degi er hann dragbítur.
Ef samningurinn verður kláraður er þetta væntanlega hugsað sem skilaboð til annara leikmanna um að MUFC ætli sér eitthvað af viti á næstunni.
Keane says
http://fotbolti.net/news/20-02-2014/man-utd-med-hnifa-i-byssubardaga-undir-stjorn-moyes
Þetta er og verður dragbíturinn.
úlli says
Hvað er svona merkilegt við þessa grein? Mér er alveg sama þó Everton sé stórlið í sögulegu samhengi. Það er mitt félag Víkingur líka en þrátt fyrir að vera að nálgast fertugsaldurinn hafa þeir ekki unnið titil síðan ég var smábarn. Moyes tók við liði sem var búið að stimpla sig inn sem lið í neðri hlutanum og Martinez er að byggja á því. Þar fyrir utan er alls ekki ljós að Everton muni eitthvað bæta sig á þessu tímabili. Þeir eru í sjötta sæti núna.
Þar að auki finnst mér þessi grein, sem á að vera beint frá hjarta gallharðs Everton-manns, lykta af því að vera einfaldlega þýdd af netinu. Þórður Snær er ágætlega máli farinn, en í greininni segir hann t.d. að Moyes hafi ekki „umfaðmað“ (embraced) sögu félagsins og annað í þeim dúr.
Keane says
Ekkert merkilegt eða ómerkilegt við þessa grein… Mér er eins og þér nákvæmlega sama um löngu liðin afrek Everton, en mér er ekki sama um mitt lið ManUtd.
Moyes = meðalmennska
Keane says
Annars er ég hættur að svekkja mig á þessu, skildi ekki ráðninguna á David Moyes en allir verðskulda séns.. þetta er bara komið gott, er búinn að sjá nóg af hans aðferðum og ummælum til að segja að þessi maður mun ekki viðhalda eða koma liðinu á það level sem það tilheyrir.
Út úr öllum keppnum í febrúar, CL meðtalin.
Hvað varðar Rooney þá vona ég hans vegna að hann njóti þess að spila fótbolta og nýta hæfileika sýna til fullnustu.
Liverpool fan says
240 miljónir á mánuði fyrir þennan fýlupúka sem alltaf heimtar meira og meira.
Vissulega ykkar besti leikmaður og trúlega er þetta besta vopnið sem að Moyes gat notað til þess að lokka að aðra heimsklassaleikmenn í sumar.
En mun svona lagað ekki hafa dómino affeck, hvað mun Persie sætta sig við ?
Hjörtur says
Þetta er bara algjört rugl, sama hvað hver segir. 240 mill á mánuði, það er barasta enginn leikmaður þessara peninga virði, sama hvort hann heitir Rooney, Suarez eða e.h. annað, og mínum huga allra síst Rooney, þó ég sé Utd maður þá hef ég ekki mikið álit á þessum manni, miðað við hvernig framkoma hans hefur verið við félagið. Ef þetta reynist rétt, þá er hann búinn að sprengja launataksta bæði félags síns og deildarinnar. Og ef á að bæta við heimsklassaleikmönnum í sumar, ja taka þeir þá ekki mið af launum Rooney, og heimta eins og eða svipuð laun og hann. Ég hef alltaf haldið því fram, og geri enn að það á og átti fyrir löngu að vera búið að setja þak á laun, og kaup og sölu leikmaana. Bara mín skoðun, góðar stundir.
Runólfur says
Fyrir mér er hann liability. Sama þó hann sé búinn að vera „með betri leikmönnum“ í ár, þá eru margir ÖMURLEGIR leikir þarna líka + að þrjóska hans að vilja fá að spila upp á topp leiðir til þess að við troðum Mata, Januzaj og Kagawa ítrekað út á kant og spilum hið klassíska 4-4-Fucking-2 leikkerfi sem er álíka útdautt og risaeðlurnar.
Ég held að liðið sé betur sett án Wayne Rooney, erfitt að segja það en ég hef enga trú á kauða lengur. Sama hvort hann hlaði í stjörnu frammistöður þá bitnar það of mikið á liðinu og leikskipulagi. Ég held að hann sé kominn á þann stað að hann sé ósnertanlegur = Stærri en klúbburinn. Það er eitthvað sem Sir Alex hefði aldrei leyft og mér finnst skrýtið að hann hafi ekki sett hamarinn niður þegar þessi samningur fór á borðið (En ég vona að Rooney, United og Moyes afsanni þetta væl mitt og troði blautum sokk upp í mig en ég efast um að það gerist).
Keane says
http://www.youtube.com/watch?v=SKOPoWstBks&feature=youtu.be&a
Þessi gaur Runólfur, mun ekki troða neinum sokk uppí þig né nokkurn annan..