Eins og gefur að skilja fara blöðin rækilega í saumana á stöðunni á Old Trafford þessa dagana.
Guardian segir
- að Glazerar styði David Moyes til endurbyggingarstarfsins sem framundan er og fer yfir njósnastarfið hans
- að David Moyes hafi engu að tapa nema starfinu og verði að taka sig saman í andlitinu
- að Robin van Persie muni endurskoða framtíð sína í sumar
Independent fer líka yfir njósnastarfið og heldur því fram að framtíð hans sé í hættu .
Í Daily Telegraph segir Paul Hayward sem skrifaði sjálfsævisögu Sir Alex, að hugsanlega sé leikmenn um það bil að gefast upp á Moyes. og Mark Ogden rýnir í ‘hitakortin’ til að sjá hvað sé hæft í ummælum Van Persie um staðsetningar.
Skv þessu sem SportWitness póstaði á twitter
The Robin van Persie interview transcript. Seems Dutch people think it's been overblown. pic.twitter.com/n2h642PqA3
— Sport Witness (@Sport_Witness) February 26, 2014
virðist samt að þessi ummæli séu nú mun vægari en gefið hefur verið til kynna.
Manchester Evening News fer yfir tíu mistök Moyes og skrifar svo opið bréf til hans.
Ísak Agnarsson says
Eins gott að RVP, ég er ekki desperate að Moyes fari en ef leikmenn vilja fara útaf honum, þá má hann fara.
Nema þeir leikmenn séu Young :D
Ísak Agnarsson says
Eins gott að RVP stays, á ég við
Moyes says
LEGEND
Kristjans says
Hvað segja við Louis Van Gaal ef Moyes yrði látinn fara? Laus eftir HM í sumar.
Bósi says
Hvað haldi þið að sé til í þessu ? Mér finnst ekki skrytið að hann sé buinn að missa klefann. Ég hef alltaf verið á Fergie/Moyse vagninum en eftir Grikkland um daginn stökk eg af á ferð. Hverjir eru raunsæir kanditatar ef þetta er rétt ?
Persónulega vil ég Klopp (veit hann er ekki laus) og 10 ára samning. Maður með hugsjón, stíl reynslu áraðanleika….. draumur í dós. Nema kanski að hann er þýskur.
Allavega vona ég að þessi blaðamaður hafi RÉTT fyrir sér.
#kvíðurfyrirderby
DMS says
Held það sé nokkuð augljóst að Moyes er búinn að missa klefann og allur liðsandi farinn. Ég hef mestar áhyggjur af því að hann nái honum aldrei á sitt band upp úr þessu, sama hvað gerist í sumar.
Draumastjórinn minn væri Jurgen Klopp, engin spurning. Hvort hann sé raunhæfur kostur í stöðunni veit ég ekki, efast um að hann fari svo glatt frá Dortmund. En hlutirnir geta breyst hratt í boltanum. Myndi samt sennilega aldrei gerast fyrr en í sumar. Kagawa myndi þá kannski loksins springa út og liðið fara að spila skemmtilegan bolta aftur.
Hvað bráðabirgðarstjóra varðar, þá veit ég ekki hver gæti tekið við skútunni frá og með núna fram á vor. Mike Phelan og R. Meulensteen eru reyndar báðir á lausu. Carlos Queiroz líka held ég.
Kristjans says
Carlos Queiroz er með landslið Íran og stýrir þeim á HM í sumar.
Jörgen Klopp endurnýjaði samning sinn við Dortmund í byrjun þessa tímabils og er samningsbundinn Dortmund fram í júní 2018.
Fabio Capello er með samning að stýra landsliði Rússlands fram yfir HM 2018.
Louis Van Gaal er með landslið Hollands en hættir eftir HM í sumar og þá tekur Guus Hiddink við.
Væri hann ekki raunhæfur kostur?
Suarez says
Djöfull var gaman að sjá Liverpool vinna S’ton áðan og komast 14 stigum á undan United já 14 stigum.
En ég vona að þið komist samt sem áður í Uefa keppnina á næsta ári þannig að þið fáið fótbolta á fimmtudögum.
Tryggvi Páll says
Gaman að sjá að þér er umhugað um Manchester United, Suarez.
Ég vona fyrir þína hönd að þetta sé ekki það skemmtilegasta sem þú gast gert á þessu laugardagskvöldi. Þér er velkomið að taka þátt í umræðunni hér en ef þinn eini tilgangur með athugasemdum er að vera með einhverja þórðargleði til að atast í United-mönnum vil ég biðja þig um að hætta því. Það er afskaplega lítið mál fyrir okkur að útiloka þig frá athugasemdum ef þú heldur þessu áfram.
Hvernig væri að hitta vini sína og kíkja út í bjór í staðinn fyrir að eyða laugardagskvöldi í að vera sorglegur?
Bara hugmynd.
Kristjans says
Það sem Tryggvi sagði hér að ofan!
Sá annars þessa frétt hér á fotbolti.net:
http://m.fotbolti.net/news/02-03-2014/louis-van-gaal-ordadur-vid-stjorastodu-man-utd
Kristjans says
Hér er fréttin sem frétt fotbolta.net byggir á:
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/manchester-united-eye-louis-van-3196231
Þetta eru áhugaverðar pælingar, einkum ef Frank de Boer er hugsaður sem nr. 2 og arftaki Van Gaal EF og endurtek EF af þessu yrði.
DMS says
Ferguson er það þrjóskur að hann mun ekki gefa Moyes upp á bátinn nærri því strax. Á meðan hann er í stjórn mun Moyes njóta stuðning út í rauðan dauðann held ég. Er pínu smeykur um að allt verði orðið að rústum þegar loksins verði farið í að reka Moyes – vonandi hef ég rangt fyrir mér.
En svo eru auðvitað stuðningsyfirlýsingar við stjóra oft undanfari uppsagnar. Ferguson segist ekki hafa neinar áhyggjur af Moyes, þetta taki bara smá tíma. Ekki veit ég hversu langt niður við eigum að sökkva í millitíðinni, erum komnir alveg nógu neðarlega fyrir minn smekk.
úlli says
Mér finnst nú óþarfi að vera að kippa sér svona svakalega upp við einhverjar örfár Liverpool-hræður sem enda hérna inni með kannski frekar vanhugsaðar athugasemdir. Þeir hafa þurft að lifa í skugga okkar í tvo áratugi og eru núna að njóta þess að vera fyrir ofan okkur í smá stund og amk brosi ég nú bara út í annað yfir þessu.
Suarez says
Ég ætlaði nú ekkert að vera með leiðindi, ég er auðvitað Liverpool maður sem að hef gengið í gegnum það sem þið eruð að gera núna, nema að mín ganga hefur varið í ansi mörg ár og vonandi núna fer sú ganga að styttast enda frábær þjálfari sem við höfum og skemtilegur hópur.
Þetta tímabil hjá ykkur verður alltaf glatað sama hvort að Moyed verði áfram eða ekki, núna þarf United að byggja upp og losa sig við þessa gömlu farþega strax í sumar.
bjossi says
spái því að tony pulis verði næsti stjóri ManU