Síðustu vikur hef ég stöðugt hugsað um þetta.
Og velt fyrir mér hversu glaður ég yrði þegar Moyes stingi sokk upp í mig. Kannske næst þegar ég ætti skýrslu.
Liðið sem átti að reyna að stöðva sókn erkifjendanna að fyrirheitna landinu var svona
De Gea
Rafael Vidic Jones Evra
Mata Fellaini Carrick Januzaj
Rooney
Van Persie
Liverpool byrjaði þó nokkuð betur í leiknum eins og við var að búast af liði sem skorað hefur 29 mörk á fyrsta hálftímanum í leikjum í vetur. Sturridge hefði getað náð betra skoti strax á 4. mínútu þegar hann komst í þokkalegt færi, og sveifla Suarez inn í teiginn skömmu síðar hefði getað endað met víti þar sem Fellaini fór aðeins í hann. Endaði reyndar á að Suarez stappaði á fæti Jones, en það var óvart, Jones með góða tæklingu.
Þetta var forsmekkurinn að því sem margir bjuggust við, leikmenn gáfu hvergi eftir í tæklingum og baráttu um boltann. Boltinn gekk hratt manna og liða á milli, enskur hasar af gamla skólanum. Færin létu á sér standa, Van Persie hefði kannske getað gert betur í þröngri stöðu í teignum en hinu megin kom svo nákvæmlega það sem menn höfðu óttast, stunga á Sturridge sem stakk Vidić af. Vidić náði honum hins vegar og hindraði skotið, Sturridge reyndi snúning og skot úr opnara færi en það var laust og being á De Gea. Nokkuð vel sloppið. Liðin drógu sig vel til baka þegar hinir sóttu og í hornspyrnu Liverpool á 25. mínútu voru hreinlega allir United leikmenn inni í teig. Var því til lítils sóknarlega séð að hreinsa hana frá.
Eftir 27 mínútur hafði leikurinn skipst ansi jafnt milli þriðjunga, 25% á varnarþriðjungi hvors liðs og 50% á miðjunni, en samt var sköpunin miklu meiri af hálfu Liverpool
Joe Allen átti loksins besta færi fyrsta hálftímans þegar Vidic komst fyrir fyrirgjöf og Allen skaut viðstöðulaust. Færið nokkuð gott en De Gea var á réttum stað. Það verður að segjast að pressa Liverpool var aðeins meiri en sóknir United, en þó ekki þannig að mikill munur væri.
Fyrstu spjöldin fóru að sjást, Flanagan fyrir endurtekin brot og Rafal fyrir ansi hreint spræka tæklingu á Gerrard. Rétt á eftir kom boltinn upp að endamörkum inni í teig, Suarez átti snertinguna og boltinn fór á flug og framhjá Rafael sem slæmdi hendi í boltann. Rafael heppinn að sleppa við annað gula, en Gerrard sá í það minnsta til þess að okkur var refsað, skoraði örugglega úr vítinu.
Eftir markið tókst United aðeins betur að halda boltanum, hálffæri kom þegar Rafael stakk inn á Van Persie en Robin var allt of seinn að snúa sér, skaut á endanum í hausinn á Skrtel og í horn. Rétt fyrir hálfleik kom svo í fyrsta sinn alvöru skot á mark, Mignolet varði fína tilraun Rooney úr teignum. Bæði lið sóttu síðustu mínúturnar en ekkert frekar kom úr því.
Liverpool voru betri aðilinn í fyrri hálfleik án vafa, mun þéttara spil, en eftir markið sáust þó batamerki á spili United. Það leið ekki mínúta af seinni hálfleik þegar leikurinn var í raun búinn. Phil Jones ruddist í bakið á Jordan Henderson inni í teig, ekkert nema víti og ekkert nema öruggt hjá Gerrard. 0-2.
United setti í sóknina og hefði getað fengið víti á næstu mínútum þegar Glen Johnson setti hendina í boltann. Það sást þó ekki almennilega fyrr en í þriðju endursýningu þannig það má hafa smá samúð. Sóknir United gegn þéttri vörn Liverpool voru hægar og bitlausar og í hvert sinn sem Liverpool fékk boltann komu þeir hratt upp og virtust hættulegir. Suarez var tæklaður vel tvisvar til að stöðva sóknir, í annað skiptið af sjálfum sér en hitt skiptið af Rafael.
Það var augljóst að eitthvað þurfti að stokka upp inni á vellinum, Van Persie/Rooney/Mata samsetningin alls ekki að virka frekar en fyrri daginn. Van Persie sást varla og Rooney var hvað eftir annað eins og hauslaus hæna.
En Moyes sá enga ástæðu til þess að hrista upp í þessu, ekki frekar en að við værum 3-0 yfir. Van Persie skallaði yfir frír í teig áður en skiptingarnar komu. Þær voru skelfilegar. Fellaini og Januzaj sem höfðu verið frekar ferskir í leiknum fóru útaf og Cleverley og Welbeck komu inná. Fellaini hafði reyndar orðið fyrir hnjaski og Januzaj verið slakur fyrsta hálftímann, þannig að kannske var þetta eðlilegt, en samt.
Varla voru nýju mennirnir komnir inn á þegar Rooney átti slaka tæklingu á miðjunni þannig boltinn fór beint í Liverpool sókn, Sturridge keyrði á Vidić sem fór í glórulausa tæklingu, missti alveg af boltanum og Sturridge líka en dýfa Sturridge sá til þess að Vidic fékk sitt annað gula og rauk útaf í fjórða, og síðasta, skiptið í leikjum Liverpool og United. Steven Gerrard nelgdi hins vegar í stöngina þetta skiptið. Örskömmu síðar féll Sturridge enn í teignum, í þetta sinn gaf Clattenburg ekkert, en endursýningin sýndi að Carrick dúndraði undan honum fótunum. Heppnir þar og Clattenburg sannarlega ekki að dæma vel.
Leikurinn var orðinn hálfgerð vitleysa. Van Persie skaut í hliðarnetið úr þröngu færi og hinu megin hristi Suarez af sér hald Jones og var einn í teignum, tók þrumuna sem De Gea varði stórkostlega í horn. Tveim mínútum síðar var enginn vafi: Suarez fékk stunguna inn fyrir og setti boltann snyrtilega fram hjá De Gea.
Sigur Liverpool öruggur og það sem eftir lifði leik voru þeir nær einir á vellinum fyrir utan stuðningsmenn United sem sungu stöðugt og öflugt „20 times“. En það var sko ekkert „playing football like the Busby babes“. Viðmót Moyes á hliðarlínunni var fullkomin uppgjöf og sama viðmót gagnvart honum hlýtur að verða niðurstaðan. Skipting Ferdinand inná fyrir Mata undir lokin var ekkert nema grín.
Það var enginn blautur sokkur í þetta sinn. Hverju er um að kenna hér? Það er margt. Liðið sem stillt var upp er sterkasta liðið á pappírnum, en í dag er engin liðsheild í United. Hraðinn er enginn í spilamennsku liðsins og ég viðurkenni alveg að ég skil ekki hvernig við eigum að geta haldið áfram að reyna þetta með Rooney, Mata og Januzaj saman fyrir aftan Van Persie. Januzaj er sá eini af þeim sem getur eitthvað haldið sér úti á kanti, Mata á erfitt með það og Rooney er ekki beðinn um það. Van Persie er ekki svipur hjá sjón, sá Van Persie sem var í liðinu í fyrra og að hluta fyrir meiðslin í vetur hefði held ég örugglega sett boltann inn einu sinni úr þessum slöku eða meðalstöku færum sem hann fékk í þessum leik.
Hvað um það. Moyes verður ekki rekinn í kvöld, þó að enginn United stuðningsmaður yrði svekktur út af því. Hann fær amk út tímabilið. En ef hann lifir það þá er það af því að hann er með alveg skothelt plan um hvaða leikmenn á að kaupa í sumar og hvernig á að spila. En eitt af því sem sást í dag og er eitt af því sem hræðir mig hvað mest með Moyes: Það er ekkert Plan B, það er uppgjöf frekar en öskrandi barátta gegn mótlætinu og það var enginn vilji til að hrista upp í spilamennskunni.
Eina leiðin sem ég sé til að spila með Rooney, Mata og Januzaj er einhvers konar tilbrigði af 4-6-0/4-3-3/4-0-6 leikaðferðinni sem við spiluðum 2007-8 en ég sé ekki að þessi þrenning sé jafn hreyfanleg og T*v*z, Rooney og Ronaldo.
Nú eða setja Rooney fram og Mata í holuna og láta Januzaj á kantinn.
Hvað um það, ég er ekki að sjá Moyes ná meiru út úr þessum mönnum. Hvað verður þegar hann fær pening í sumar, það mun líklega koma í ljós. Næstu dagar verða erfiðir. Það er erfitt að sjá okkur vinna Olympiakos með þremur mörkum, og síðan kemur City í heimsókn á þriðjudaginn eftir viku. Þá verður reyndar mestu þrautunum lokið, leikirnir eftir það eru miserfiðir og ættum reyndar að vinna slatta og enginn þeirra skiptir máli hvað toppbaráttu varðar.
Með öðrum orðum, það eru níu dagar þangað til þessu tímabili lýkur. Hvort David Moyes verður í brúnni næsta haust kemur ekki í ljós fyrr en í maí samt. Hvað það varðar að taka yfir þetta ‘project’ sem Moyes er þó með, þá held ég að flestir þjálfarar geti fundið einhverja leið til að nota þá þrjá stærstu pósta sem Moyes hefur sett í United, Rooney, Mata og Fellaini. Síðan er víst einhver stærðarnjósnastarfsemi í gangi, hún þarf ekkert að hverfa með Moyes, svo fremi einhver skynsamur stjóri verði ráðinn. En þær pælingar bíða betri tíma.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ef við vinnum þennan leik, vá gleði tárin sem munu koma :)
Hanni says
Þetta er byrjunarliðið sem ég vildi sjá. Nú er bara láta vaða, hafa ekki áhyggju þó Liverpool skori 2 eða 3 mörk og skora bara fleiri. Við erum ekki að fara að stoppa þessa Liverpool-sókn en við erum hinsvegar með engu síðri sóknarmenn og gætum alveg „outscore them“ á góðum degi.
DMS says
Vonandi að Vidic verði með hausinn skrúfaðan á búkinn í þessum leik.
Ég held að Moyes geti ekkert verið með hugann við næstu leiki eins og gegn Olympiacos. Hann þarf fulla einbeitingu á núverandi leik og getur bara tekið einn leik fyrir í einu í von um að verja starf sitt. Held hann verði í enn meiri vandræðum ef hann fer að hugsa mikið fram í tímann og pæla í næstu leikjum og rótera liðinu of mikið. Liðið er að mínu mati ekki það samhæft í dag að það þoli miklar róteringar og breytingar. Hann virðist vera búinn að detta inn á ákveðna formúlu af byrjunarliði þar sem liðið spilar actually ágætlega og hann þarf að vinna út frá því í smáum skrefum.
Hvað varðar leikinn þá þurfum við auðvitað 3 stig en ég hef á tilfinningunni að þetta verði jafntefli.
Hjörtur says
Skít hræddur við þennan leik, og ég held að því miður vinni Liverpool loks á OT, en það hefur ekki skeð í síðustu 6 rimmum. En auðvitað vona ég að þetta sé bara bull hjá mér, en við skulum samt átta okkur á því að þeir hafa eitt skæðasta og fljótasta framherja par í deildini, sem verða ekki í vandræðum meða að stinga af okkar seinu og stirðbusa varnarmenn af.
Alexander says
Hvað er í gangi hjá Rafael?!?!
DMS says
Getum við plís sprautað Rafael aðeins niður fyrir svona stórleiki, þetta gengur ekki lengur. Það er eins og hann verði bara að vera ógeðslega heimskur og æstur í svona leikjum.
Ef ekkert breytist þá vil ég sjá Januzaj koma út af í seinni hálfleik fyrir Welbeck. Hann hefur ekkert sést.
Kristjans says
Sammála DMS hér að ofan. Algerlega óþörf tækling hjá Rafael og svo upp úr því kemur vítið. Þetta bara má ekki í leik þar sem hitt liðið er betra, að færa því svona á silfurfati.
Björn Friðgeir says
Januzaj aðeins vaknað eftir markið, eins og liðið.
Kjartan says
Rafael verður að fara þroskast og þessi stimpill „ungur og villtur“ á einfaldlega ekki við hjá 24 ára gömlum manni.
Kristjans says
Það er bara grátlegt að gefa andstæðingnum svona víti, ekki einu sinni heldur tvisvar. Ætli Gerrard setji ekki þrennu, allt úr vítum!
DMS says
…ooog þar fór væntanlega planið sem Moyes stillti upp fyrir síðari háflleikinn.
Er það Frank De Boer, Louis van Gaal eða Jurgen Klopp í sumar?
Liam Miller says
Er eðlilegt að maður voni að City vinni á traffaord bara til þess eins að Liverpool vinni ekki titilinn?
Sævar says
Skiptir engu. Gætum ràðið erró. Hann yrði skàrri enn þessi súrefnisþjófur. Hatur mitt à manninum er komið til himna
Kjartan says
Liverpool er miklu betra liðið þessa stundina, spurning um að ráða Rodgers til að taka við af the Ginger Goblin í sumar? En grínlaust hver er eiginlega munurinn á þessum liðum, fyrir mér er það fyrst og fremst Rodgers.
Citizen says
Fyrsta skiptið á minni ævi sem ég hef haldið með United i leik og fáranlegt að sjá meðhöndlunina sem þið fáið hjá dómaranum.
DMS says
Jæja, áhyggjur mínar staðfestar. Vidic farinn útaf, surprise surprise.
Plís ekki meira Moyes, ekki meira af þessu rugli.
Einar B.E. says
Allavega jákvætt að nú geta liverpool stuðningsmenn hætt að væla yfir að fá aldrei vítaspyrnur á old trafford. Djöfull féll Sturridge í áliti hjá mér við þessar dífingar, hélt hann væri aðeins skárri en Suarez í þessum efnum
Kristjans says
Viti þið til Moyes mun tala um óheppni eftir leik.
Þessi frammistaða í dag var algerlega pathetic. Ekkert í gangi, ekkert.
Hvers vegna beið Moyes með skiptingar eftir fram á 76. mín eftir að staðan 0-2 strax í upphafi síðari?
Vil endurtaka orð Mcmanaman frá því hann var sérfræðingur í setti á BT Sport í leiknum við WBA. Það gengur ekki upp hjá Utd að spila með alla þrjá inn á; Persie, Rooney og Mata. Um leið og 2 af þeim 3 eru inn á þá er þetta allt annað lið.
Moyes er skipstjórinn um borð og dallurinn er löngu drukknaður. Því fyrr sem hann fer, því fyrr er hægt að ráðast í einhvers konar björgunaraðgerðir.
DMS says
Verðum við ekki að vona að þetta sé turning point, leikurinn þar sem ákveðið var að Moyes yrði loksins að fara?
Davíð says
það hræðilega er að moyes verður 2-3 ár í viðbót með liðið
Tony says
Skeflileg drulla hjá dómaranum og að hver einasta minnsta vafa ákvörðun féll með Liverpool í dag… Alger skandall!!! En það breytir ekki hversu hugmyndasnauður leikur okkar manna er fram á þriðja fjórðungi og hlægilegt hversu illa gengur að skapa hættu við markið. Fyllilega verðskuldað tap en fáránlegt að Suarez njóti vafans þegar Þegar það er ekki gert hinum megin á vellinum. Hefði getað verið 3 – 2 í vítum hæglega en Clattenburg dæmdi leikinn af í takt við tímabilið í allri ensku deildinni, vægst sagt skelfilega. En tek aftur fram að þetta var verðskuldað tap.
Keane says
neee hann fékk 6 ára samning… það er víst nóg eftir því miður.
Miklu betra lið vann í dag.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Jæja, það var grátið en ekki gleðitár :(
Bjóst alls ekki við að segja þetta fyrr en eftir næsta tímabil EN HVAÐA ÞJÁLFARAR ERU LAUSIR SEM ERU MAN UNITED KLASSA?
Davíð says
Tony skrifaði:
Mér fannst dómarinn frekar góður og flott hjá honum þegar hann hélt rafael inní leiknum, get ekki sagt að hann hafi dæmt öðru liðinu í vil en Liverpoolmenn voru bara meira inní tieg að skapa hættu og vörnin var of sein og klaufaleg.
Kristjans says
Louis van Gaal er laus eftir HM í sumar.
Tumi says
Jæja hvað er hægt að segja um Moyes sem ekki hefur verið sagt. Það skiptir engu máli hvad Moyes segir við leikmennina, þeir leggja sig ekki fram fyrir hann og vonleysi, engin barátta, áhugaleysi skín úr augum united manna. Moyes er akkeri sem þarf að skera burt , núna STRAX. Sorry en Sir Alex gerði bara vitleysu með að ráða hann og þetta tímabil er ekki að gefa neinar góðar vísbendingar um að Moyes eigi skilið að fá næsta tímabil. Auðvitað eiga leikmennirnir sinn part af gagnrýni skilið enda hafa allir spilað verr miðað við í fyrra , nema kannski De Gea, hann er rétt svo á pari.
guðjón says
Líklega skortir boltaæfingar hjá Moyes. United-menn eru ákaflega óöryggir þegar þeir fá boltann í fæturna og vita sjaldnast hvað þeir eigi að gera við hann. Eins eru þeir afar óöruggur þegar sótt er að þeim með bolta! Þess utan er skipulagið ekkert, hugmyndaflugið ekkert og ákefðin og metnaðurinn enginn. Varnarmennirnir eru á hælunum, miðjumennirnir týndir og hinir yfirborguðu framherjar eru sennilega frekar með hugann við aurana sína heldur en boltann.
Nú verður Moyes bara að fara og það er eiginlega sama hver tekur við af honum – ástandið getur ekki versnað. Hefði þó helst viljað fá Bielsa eða Klopp – menn með hugmyndir, kjark og þor.
Keane says
efast um að moyes fari eitthvað.. hallast að því að hinn draugfúli gary neville hafi haft rétt fyrir sér um daginn…
fyrr fara leikmenn en moyes..
verður þá enginn leikmaður eftir?
Sólskin og bjartir tímar næstu árin með miðlungsstjórann í aðalhlutverki
Jonas says
@ Hjörvar Ingi Haraldsson:
Hmm… Gaui Þórðar og Roy Hodgson (eftir HM í sumar)
Keane says
annað met féll í dag.
Þú ert flottur Moyes, til hamingju og kærar þakkir.
Ingi Rúnar says
Moyes ÆTTI ad hafa vit a tvi ad segja af sér. Leik eftir leik er nákvæmlega EKKERT í gangi framá vid. Hann er augljóslega ekki med“etta. Leikmenn virdast afskaplega áhugalausir, og ég held ad tad sé einfaldlega útaf tví ad teir trúa ekki á tad sem Moyes er ad gera, eda ollu heldur, ætlar sér ad gera. Vid vitum alveg ad vafaatridi geta fallid med odruhvoru lidi, tad gerist í fótbolta, en burt séd frá teim, var nákvæmlega EKKERT sem sagdi okkur ad UTD myndi gera nokkud í tessum leik. Èg treysti Moyes EKKI til ad halda áfram, sama hversu góda leikmenn hann myndi fá í sumar, sem reyndar hverfandi líkur eru á midad vid stoduna, tá hefur hann bara ekki synt eitt né neitt til ad fá ad halda áfram. Og ad lokum tá efast ég stórlega um ad hann HAFI vit á tví ad segja af sér.
Gretzky says
Hér er smá tölfræði yfir nokkur lið sem hafa skipt „oft“ um stjóra (aðeins stjórar sem stýrðu yfir 10 leikjum taldir með):
Liverpool: 4 stjórar á 2 árum (jún 2010 – jún 2012)
Chelsea: 10 stjórar á 6 árum (sep 2007 – jún 2013)
ManCity: 5 stjórar á 6 árum (+Brian Kidd sem ég taldi ekki með)(maí 2007 – jún 2013)
Tottenham: 8 stjórar á 10 árum(sep 2003 – des 2013)
Newcastle: 8 stjórar á 6 árum(ágú 2004 – des 2010)
Ég trúi því ekki að við séum komnir í þennan „skipta-um-manager-á-hverju-eða-öðru-hverju-ári“ leik eins og ofangreind lið. En það er samt skárri kostur heldur en að láta Moyes sigla með okkur niður í Championship
Hannes says
Eftir hverju er verið að bíða ?? maður hefði haldið að 7 sæti í deild og að detta út úr meistaradeildinni gegn olympiakos væri nóg til að reka moyes , tala nú ekki um öll neikvæðu metin sem hann er að slá. Þetta á eftir að enda ílla ef ekkert verður gert, þetta mun enda eins og hjá Liverpool. Þeir allavegana ráku Hodgson. Ef að ferguson elskar united þá verður hann orðinn stjóri á mánudag.
Einar B.E. says
Varðandi leikinn sjálfann þá spilaði liverpool betur og átti sigurinn skilið. Hefðum getað tapað verr, 3-0 gefur rétta mynd af leiknum. Moyes er clueless og það ber að honum út sem fyrst, helst fyrir Olympiakos. Gera Giggs að temp manager út seasonið.
Þetta væl um að liðið sjálft sé ekki nógu gott er bull. Screen stolið af redcafe:
http://img96.imageshack.us/img96/5350/prematch1facupmanutdvar.png
Þetta lið að ofan, sigraði Arsenal í átta-liða úrslitum FA Cup fyrir tveimur árum. Er eitthver að halda því fram að liðið sem Moyes telfdi fram í dag sé ekki allavega nokkrum levelum fyrir ofan á pappírnum?
Liverpool hafði vit á að reka Hodgon, en ég er hræddur um að stjórnin muni sýna Moyes stuðning fram í rauðan dauðann, og þangað stefnir liðið.
Ingvar says
Málið er bara að maðurinn er svo ótrúlega weak. Hvernig hann kemur fram í fjölmiðla og talar enþá eins og Everton manager.
David Moyes: „I think the job was always going to be hard. Yes, it is harder (than I thought) I would say so“
David Moyes: „We didn’t get to the standards we need. We have to make sure we’re harder to beat“
Þarf að vera erfiðara að sigra okkur??? Hvað með að setja standardinn á að vinna alla heimaleiki. Ótrúlega sorglegur
Hjörtur says
Sá ekki leikinn, en úrslitin komu mér ekkert á óvart, þar sem Liverpool er bara með miklu betra lið, og mörgu sinnum betri stjóra. Nú er spurning hvort Utd sé að fara á sama plan og Liverpool er búið að vera á síðustu ár, dandalast þetta í 6-7-8 sæti eða svo. Já ég held það megi mikið gerast ef við eigum að vera í toppsætum næstu ár.
Kristjans says
Ummæli Moyes sem Ingvar nr. 35 vitnar til eru svakaleg. Ef þetta er hugsunarhátturinn hjá honum þá „skilur“ maður betur að árangurinn er ekki betri en raun ber vitni. Ég hélt að Moyes gæti ekki toppað þessi ummæli en svo rakst ég á þetta:
http://metro.co.uk/2014/03/16/liverpool-boss-brendan-rodgers-shocked-david-moyes-declared-his-manchester-united-side-underdogs-4612532/
Þetta er ófyrirgefanlegt!
Ingvar says
Þessi kemur góðum orðum að hlutunum
http://m.youtube.com/watch?v=zy8LdGQt_6Y&feature=youtu.be
Coutinho says
<<>Ritstjórn eyddi færslu: Ef þú hefur ekki kjark til að setja rétt netfang, jafnvel þó það birtist ekki, þá er ekkert sem þú segir marktækt<>>
Ingvar says
Ertu ekki eitthvað að villast félagi? Ef þú hefðir gefið þér smá tíma til að actually lesa það sem er búið að skrifa þá hefur einn vitleysingur (nr 21) minnst á dómarann eftir þennan leik, það var fljót afgreitt í nr 24. Ég veit ekki einu sinni hvað þú ert að tala um þegar þú segir einhverja vera að hrauna yfir Sturridge.
Þú hlýtur að hafa lent í einhverju svakalegu rifrildi annarsstaðar en á þessari síðu.
En til hamingju með þennan sigur, áttuð hann fyllilega skilið. En ekki halda að þið getið komið ykkur vel fyrir þar sem þið eruð því við munum koma aftur og það mjög fljótlega ;)
úlli says
Slakaðu á Coutinho (eins og SDG myndi orða það). Ég held að flestir átti sig á að dómarinn hafði ekkert að segja um úrstlitin í dag.
Ég er eiginlega bara í sjokki sjálfur. Í barnaskap mínum hélt ég að þetta yrði dagurinn þar sem taflinu yrði snúið við og við myndum sigra þennan leik. En þetta er í fyrsta sinn síðan ég komst til vits og ára að Liverpool er einfaldlega með miklu betra lið en við. Liverpool var í allt öðrum klassa í dag.
Gummi Kr says
Er ekki orðið ljóst að Moyes ræður ekki við þetta starf! hann er búinn að kaupa 2 menn sem hafa engu skilað sérstaklega er það sárt að sjá að Mata er ekki að virka enda að spila á kantinum sem henn hreinlega kann ekki. við erum núna með 3 menn sem vilja spila sem 10ur, (Rooney,Kagawa,Mata) það er ljóst að þessir 3 geta ekki spilað allir á sama tíma og varla að Rooney og Mata geti verið inná á sama tíma því þeir vilja spila sömu stöðu, en ég get ýmindað mér að matarboðin hjá Moyesinum séu svipuð hann er með læri en veit svo ekkert hvað hann á að hafa sem meðlæti þannig að hann hefur bara 8 læri.
Suarez says
Takk fyrir leikinn, ég persónulega átti von á brjáluðum united mönnum sem ætluðu svo sannarlega að sýna að þeir væru ekki búnir að gefast upp á þessu 4 sæti en svo mættu til leiks 11 menn sem höfðu engan áhuga á að vinna þennan leik og leikmenn Liverpool stálu af þeim boltanum trekk í trekk og united menn sáu aldrei til sólar.
United á heimavelli og eiga 1 skot á markið allan leikinn, það er eitthvað meira en lítið að á þessum bæ og minnir mig mikið á Hodgson tímann hjá okkur en sem betur fer þá sáu menn að sér og létu hann fara og fengu inn ja sennilega efnilegasta þjálfarann sem er í bransanum í dag.
Þessi ótrúlegi viðsnúningur á þessum liðum er lygilegur enda Liverpool búnir að vinna upp yfir 40 stig á United frá því í fyrra og gætu léttilega aukið það í þessum 9 leikjum sem eftir eru.
En hversu langt ætli stjórnarmenn United leyfi þessu að ganga áður en þeir segja hingað og ekki lengra ?
Ég er nokkuð viss um að þið dettið út úr CL í vikunni og svo eru lið að nálgast ykkur í deildinni.
Ég get ekki neitað því að mér finnst þetta ansi skemmtilegt enda búinn að fá að heyra það í ansi mörg ár frá united mönnum en ég skil líka hvernig ykkur líður þannig að ykkar vegna þá ætti Moyes að fara out en ég er meira svona #moyesintýpa
Sæmundur P.Jónsson says
Get ekki gert að því.Að koma hér inn á kommenntin er eins og að skoða Kop síðuna í fyrra og árin þar á undan.Manni fannst þeir aumkunarverðir yfir því hve ílla þeir töluðu um lið sitt. Hér er það sama að gerast.Sorglegt. Það er alveg sama hve þið vælið,þið breytið engu.Það eru aðrir sem ráða,til lánsins. Horfið framávið og styðjið okkar lið í gegn um súrt og sætt,ekki bara það sæta. Áfram Manutd allt til enda.
Keane says
@ Suarez:
Ég er fyllilega sammála þér, við föllum úr meistaradeildinni á miðvikudag, höfum ekkert í grísku meistarana að gera, liðið sem þó flestir hefðu valið að mæta.
Þetta er ekkert nýtt undir sólinni…
Moyes lætur eins og áhugamaður í öllum viðtölum sem hann fer í.
Honum er að takast það sem ég hef sagt… hann mun færa standardinn neðar, hann er bara meðalmaður sem kemst aldrei hærra en á ákveðið plan, það er bara spurning hvort fólk sætti sig við það.
Jónsi says
Ég held að það sé borin von að Moyes muni sjálfur segja af sér. Hann á 5 ár eftir af samningi og við erum að borga honum 6m punda á ári fyrir þetta. Það er þrisvar sinnum meira en Rodgers er að biðja Liverpool um við gerð nýs samnings í lok tímabils.
Það að reka Moyes myndi því kosta okkur í kringum 30m punda, í kringum 6 milljarða króna, næstu 5 árin. Það er auðvitað svakaleg upphæð sem maður vill auðvitað frekar að fari í uppbyggingu liðsins frekar heldur en í vasann hjá Moyes.
Kristjans says
Það hljóta að vera einhver ákvæði í samningi Moyes, eitthvað sem kveður á um riftun eða uppsagnarákvæði. Neita að trúa að félagið hafi verið svo blint að semja við manninn til 6 ára á þessum svakalegu kjörum án þess að hafa nokkur ákvæði.
Gunnar Gunnarsson says
Sælir strákar, langaði bara að koma með smá innlegg í umræðuna hjá ykkur. Sjálfur er ég liverpool maður en hef alltaf þótt ótrúlegt sé haft smá taugar til United (kenni föður mínum um það, hann er utd maður ). Ég hef rætt þetta gengi ykkar við ansi marga utd menn og það virðist vera þannig að allir eru þeir sammála um að vandamálið sé eitt, og það er uppstillingin hjá Moyes. Hvers vegna er maðurinn að stilla upp frábærri 10ju (Mata) á kantinum ? Hann á heima fyrir aftan fremsta mann eins og sannaðist hjá Chelsea í fyrra. Mata og Rooney myndu ná betur saman en að hafa Rooney fyrir aftan Van Persie. Allir flottir leikmenn, en þeir eru ekki að virka saman, og það skil ég ekki að Moyes sjài það ekki. Vona að hann fari að opna augun og taki næstu leiki, þá sérstaklega city eftir rúma viku.
Auðunn Sigurðsson says
Ég vill meina að uppstilling sé hluti af vandamálinu en alls ekki endilega það sem gerir útslagið.
Leikmenn eins og Mata, Rooney, RVP ofl eru það góðir leikmenn að þeir eiga að geta spilað á fl en bara einum stað á vellinum. Það vantar reyndar mikið upp á stöðufærslur ,það er eitthvað sem ætti þá að koma frá stjóranum.
Aðalega er það leikskipulagið sem virkar ekki.
Moyes er af gamla skólanum, maður vonaðist til (tek það fram að ég hafði aldrei trú á honum í þetta starf) að hann myndi taka framförum sem stjóri þegar hann fékk þetta starf og myndi láta af þessum hálofta fótbolta sem Everton spilaði undir hans stjórn en það er ekki svo.
Hann er greinilega mjög íhaldssamur og hvorki þorir né vill breytingar.
Veit ekki hvort það skilaði sér vel í sjónvarpinu á sunnudaginn en ég tók strax eftir því á vellinum að dagsskipun Moyes var að senda háar sendingar á hausinn á Fellaini.
Þetta sást mjög vel t.d þegar De Gea tók markspyrnur.
Hér áður fyrr tóku miðjumenn United boltann og báru hann upp völlinn og komu með nokkrar sóknarútfærslur, í dag sést þetta varla og það sem meira er að þetta vernsar bara ef eitthvað er.
Moyes hefur nú verið í þessu starfi í 8 mán og við sjáum engar framfarir hjá honum sem stjóra.
Hann er ótrúlega einhæfur og virðist aldrei hafa nein varaplön ef hlutirnir ganga ekki upp.
Alveg skelfilegur stjóri í alla staði, ég mun aldrei skilja afhverju hann kom til greina í þetta starf, það er rannsóknarefni.