Það góða við að vera í Meistaradeildinni er það að liðið spilar mikið af leikjum með skömmu millibili. Því er oft auðveldara að skilja við virkilega slæm úrslit eins og gegn Liverpool vegna þess að menn þurfa einfaldlega að einbeita sér strax að næsta verkefni.
Næsta verkefni er síðasta hálmstráið á tímabilinu og mögulega síðasti leikur liðsins í Meistaradeildinni fram að árinu 2015. Íhugið það aðeins. Olympiakos er á leiðinni til Manchester með 2-0 forustu í handfarangrinum og 18 varnarmenn á 1. farrými. Síðast þegar Manchester United kom heim með tap í fyrri leiknum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar gerðist þetta:
Þetta er einhver besti leikur sem ég hef séð knattspyrnulið spila. Fáum við eitthvað svona á morgun? Ekki séns.
Leikurinn gegn Liverpool og leikirnir tveir framundan, gegn Olympiakos á morgun og City eftir rétta viku, hafa verið kallaðir síðasta prófraun David Moyes. Hann kolféll á fyrsta hluta prófsins gegn Liverpool og nú þarf hann að fá leikmennina, sem samkvæmt fregnum í gær, eru hættir að hlusta á hann til þess að vinna þriggja marka sigur á Olympiakos. Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta ekki flókið. Ef Olympiakos væri að koma í heimsókn á Old Trafford undir venjulegum kringumstæðum myndu flestir líklega veðja á þriggja marka sigur. En það eru engar venjulegar kringumstæður á Old Trafford í dag. Langt frá því.
Andstæðingurinn
Leikmenn Olympiakos áttu leik lífs síns þegar þeir unnu 2-0 sigur á United í fyrri leik liðanna. Sigurinn hefur þó tekið sinn toll af leikmönnunum því að liðið tapaði næstu tveimur leikjum á eftir heimaleiknum gegn United. Þeir lögðu sig greinilega alla fram í þeim leik en það verður samt að segjast að Olympiakos spilaði ekkert sérstaklega á móti United. Mörkin komu eftir langskot og það voru miklu frekar United-menn sem töpuðu leiknum með algjöru aðgerðarleysi inn á vellinum, frekar en Olympiakos sem vann leikinn. Grikkirnir koma þó væntanlega vel stemmdir í þennan leik enda tryggðu þeir sér gríska Ofur-deildar titilinn um helgina með 2-0 sigri á Panthrakikos. Næsta lið á eftir þeim er 18 stigum á eftir Olympiakos þannig að þeir hafa siglt þessum 41. titli félagsins frekar auðveldlega í höfn.
Á morgun mun liðið mæta til þess að verja forskot sitt. Það mun liggja í vörn og það mun varla gera eina einustu tilraun til þess að sækja á mark United en ef þeir gera það munu Joel Campbell og Alejandro Dominguez, leikmenn sem fóru illa með okkur í fyrri leiknum sjá um sóknartilburðina. Dominguez skapaði stórhættu í fyrri leiknum þegar hann rölti í gegnum miðju United og Campbell var sprækur á kantinum.
Þetta breytir hinsvegar engu um það að lið eins og Manchester United á alltaf að vinna lið eins og Olympiakos og 3-0 sigur er fullkomlega eðlileg krafa.
United
Það er spurning hvernig stemmingin er hjá leikmönnum þessa dagana. Einn eldri og reyndari leikmanna hópsins á að hafa hraunað yfir Moyes og þjálfarana eftir leikinn gegn Liverpool. Stuðningsmennirnir hafa enga trú á Moyes, ætli leikmennirnir hafi það? Þeir er örugglega óðum að missa trúnna og hvernig smitast það inn á völlinn? Geta menn látið þessar tilfinningar haft áhrif á það hvort að liðið kemst áfram í stærstu keppni knattspyrnunnar?
Þetta eru spurningar sem við höfum ekki svar við og ég efast stórlega um að Moyes hafi það á reiðum höndum.
Hverjir munu spila leikinn? Það er hinsvegar spurning sem Moyes getur svarað og hann sagði þetta á blaðamannafundinum áðan:
Moyes confirms Shinji Kagawa will „definitely be involved at some point tomorrow.“ The boss adds: „He’s an important player for us.“ #mufc
— Manchester United (@ManUtd) March 18, 2014
David Moyes tók sjálfur þátt í æfingum liðsins í morgun ásamt Nani sem er byrjaður að æfa á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Þeir einu sem ekki tóku þátt í æfingunni voru þeir félagar Chris Smalling og Johnny Evans.
Við þurfum að skora þremur mörkum fleiri en Olympiakos skorar í leiknum á morgun. Grikkirnir munu stilla upp gegn þykkum varnarmúr þannig að ólíklegt er að þeir reyni að skora. Þessi leikur verður örugglega mjög áþekkur leiknum gegn Fulham á Old Trafford. Þar gerði Fulham enga tilraun til þess að sækja á mark United en stóðu samt uppi með tvo mörk og eitt stig þegar flautað var til leiksloka.
Ég efast um að Moyes geti búið til eitthvað masterplan til þess að tryggja að við förum áfram. Hann mun stilla upp hefðbundnum leikmönnum með hefðbundinni uppstillingu og einfaldlega vona það besta. Hann mun ekki ná að mótivera leikmennina í þetta og ég held að þetta muni ráðast að því hvort að við náum að pota inn marki snemma leiks. Ef liðið skorar mark snemma er möguleiki, ef liðið er 2 mörkum yfir í hálfleik er áframhald í Meistaradeildinni óumflýjanlegt. Ég yrði mjög hissa ef eitthvað annað lið en þetta mætir til leiks á morgun:
De Gea
Rafael Vidic Jones Evra
Carrick Fellaini
Valencia Rooney Young
RvP
Þetta er 2. hluti af síðustu prófraun Moyes, hann féll á fyrsta hluta og ef liðið kemst ekki áfram í Meistaradeildinni skiptir leikurinn gegn City engu máli. Þá á ferill Moyes sem knattspyrnustjóri Manchester United einfaldlega að taka enda. Það er fullt af frambærilegum knattspyrnustjórum sem gætu náð árangri með þetta lið og þá fjármuni sem eru í boði.
Hér er það helsta sem kom fram á blaðamannafundinum fyrir leikinn:
Moyes: „I see the players every day, the qualities they can show, but they know they can play better.“ #MUFC — Daniel Taylor (@DTguardian) March 18, 2014
I asked Moyes if the result of tomorrow’s match would in any way affect his job. He denied it; „My future has not changed one bit.“ — Dan Roan (@danroan) March 18, 2014
Moyes is asked whether Glazers have given him assurances. „The biggest assurance is they let me get on with the job.“ — Daniel Taylor (@DTguardian) March 18, 2014
Moyes says he has been in regular contact with Ferguson about what has gone wrong. Says SAF has been „incredibly supportive“ — Daniel Taylor (@DTguardian) March 18, 2014
Moyes: „This is still the biggest club in the world. It might not feel like it today, but I’m telling you it will rise again“ — Oliver Kay (@OliverKayTimes) March 18, 2014
Moyes: „This club is not one that works on a short-term vision, it works on a long-term vision. That’s why it was a six-year contract.“ — Rob Dawson (@RobDawsonMEN) March 18, 2014
Again, not hugely inspiring words from Moyes. A couple of nice lines, but too often no real conviction to what he says. — Daniel Taylor (@DTguardian) March 18, 2014
Og eitt frá gærkvöldi:
From what I’ve been told, Moyes’ biggest problem is not tactics, but lacking necessary people skills.“Can’t lift anybody“, „indecisive“.
— Raphael Honigstein (@honigstein) March 17, 2014
Daníel Sveinsson says
Sem Liverpool maður mun ég vonast eftir því að þið vinnið næstu leiki í von um að Moyes verði áfram, en hver er ykkar sýn á þetta? Ég veit um einhverja sem vilja hreinlega að United tapi þessum leikjum svo Moyes verði rekinn strax, eru fleiri á þessu máli eða dreyma menn kannski um að ná að fara alla leið í CL og setja deildina lægri forgang?
En af hverju segiru annars að þú yrðir mjög hissa ef það verður eitthvað annað lið sem byrjar leikinn, vegna þess að Valencia og Young eru úthvíldir? Er enginn sem vill sjá kallinn reyna að breyta uppstillingunni, fara meira út í eitthvað eins og Liverpool var að gera um helgina til dæmis?
DMS says
Ef Moyes nær ekki að komast áfram og stillir upp Valencia og Young á köntunum, þá fær hann að finna fyrir því í blöðunum – enn meira en vanalega held ég. Trúi ekki öðru en að hann stilli upp Kagawa – Rooney – Januzaj fyrir aftan Robin van Persie. Það mun nefnilega duga skammt að bomba boltanum stöðugt í 11 manna þvögu af Olympiakos varnarmönnum allan leikinn.
Ég held að allir þurfi á upplyftingu að halda. Margir héldu að það myndi gerast með kaupunum á Mata. En það er greinilegt að stærsta vandamálið er stjórinn. Ég vil auðvitað að United gangi vel og vil ólmur að liðið taki við sér. En mig langar eiginlega ekki sjá liðið spila einn sæmilegan leik sem gefur Moyes smá auka frest og svo þrjá ömurlega í kjölfarið.
Ég er sammála með þau ummæli blaðamanna að orð Moyes eru ósannfærandi. Það vantar sannfæringarkraft í hans orð og ég held að það eigi líka við þegar hann talar við leikmennina.
Jurgen Klopp/Louis van Gaal/Frank de Boer
Take your pick. Sjálfur tæki ég hvern sem er af þeim, með Gary Neville on the side. Ég væri alveg til í að gefa þeim tíma svo lengi sem maður sæi einhver batamerki á liðinu og breytingu á hugsjón og aðferðum. Mér líður eins og við höfum nælt okkur í gamaldags stjóra ásamt óreyndu þjálfaraliði. Stjórinn hugmyndasnauður með eindæmum og dregur sífellt úr væntingum.
En aftur að leiknum gegn Olympiakos. Væri til í að sjá liðið svona:
—————– De Gea —————–
Valencia – Jones – Vidic – Evra
——— Fellaini —— Carrick ——-
Kagawa —– Rooney —– Januzaj
—————– RvP ——————–
Attack attack attack. Ef við munum sjá einhvern göngubolta og vanhugsaðar kýlingar upp völlinn þá verð ég brjálaður.
Már Ingólfur Másson says
Auðvitað vill maður að liðið vinni alla leiki.
Væri til í að sjá Moyes taka sénsa og láta allt flakka í þessum leik. Skiptir engu hvernig hann tapast eða vinnst meðan það er ekki með +2. Held að Moyes vinni sér ekki inn neinn gálgafrest á morgun. Hans dagar eru taldir en hann mun væntanlega klára tímabilið. Nýr stjóri kemur inn strax að loknu tímabili og örugglega Director of Football með.
Annars væri þetta næs lið.
DDG
Rafael – Jones- Smalling- Evra
Fellaini
Carrick – Clev
Mata
Rooney -RVP
Nonni Sæm says
@ Már Ingólfur Másson:
Mata má ekki spila
Már Ingólfur Másson says
Meinti að sjálfsögðu Kagawa.
Jónsi says
Ég er ekki alveg viss um að Olympiakos muni koma til þess að liggja til baka á morgun. Veikleikar okkar hafa komið svo áberandi fram í fyrri leiknum gegn Olympiakos og í leiknum gegn Liverpool. Ef að mótherjinn pressar á okkur, þá panikkar liðið.
Olympiakos er með frábært goal record, skorað 81 mark og fengið á sig 14 mörk. Þeir eru næstum með helmingi fleiri skoruð mörk en við m.v. leikjafjölda og hafa á sama tíma fengið um helmingi færri mörk á sig.
Ég á því von á að Olympiakos muni mæta til leiks með þungri pressu og vonast til að nikka einu í leiknum, því þá er þetta svo gott sem komið hjá þeim – því við erum aldrei að fara að setja 4 mörk á lið sem er búið að fá á sig 14 í deild í allan vetur.
Bjarni says
Sammála því að Olympiacos ætla ekki að parkera rútunni í kvöld. En það hefur samt verið okkar styrkur í gegnum tíðina að sækja hratt og keyra yfir andstæðingin ef hann ætlar að sækja á okkur en liðið spilar of varnarsinnaðan fótbolta í dag og svo hrynur spilborgin þegar við fáum á okkur mark. Er ekkert bjartsýnni fyrir leikinn heldur en aðra leiki liðsins í vetur. Það er allt í molum í kringum liðið þessa dagana eina sem menn geta gert er að rífa sig upp á rassgatinu og girða sig í brók. Liðsuppstillingin mun segja strax til um hvort við eigum séns á að vinna þennan leik en ég held að karlinn þori ekki að taka neina áhættu, en það hefur alltaf verið aðalsmerki okkar. Við vinnum leikinn en dugar það?
Friðrik says
Ekki láta markahlutfallið hjá Olympiakos í grísku deildinni blekkja ykkur. Olympiakos er eina góða liðið í þessari deild. Þeir eru reyndar búnir að fá sig 18 mörk í 24 leikjum í þessari deild. Held að ef United gat sett 5 úti gegn Leverkusen þá geta þeir skorað 4 gegn Olympiakos heima. Held við þurfum 4 því það er ekkert sem bendir til að við getum haldið hreinu.
Runólfur says
Er ég sá eini sem vill starta Welbeck í þessum leik? Hann og Rooney geta verið sitt hvorum megin við Van Persie í 4-3-3 leikkerfi með Carrick-Fellaini-Kagawa á miðjunni – Carrick fengi það hlutverk að sitja fyrir framan vörnina – Fellaini myndi þrýsta nánast alveg upp í box og Kagawa væri þessari svokölluðu holu. Rooney og Welbeck gætu gefið breidd ásamt því að þeir eru mjög góðir í link- up spili (Danny Welbeck er rosalega vanmetinn þar) og Welbeck gefur option á að stinga inn fyrir vörnina ef Olympiakos ætlar að lyfta upp.
Væri s.s. De Gea. Rafael – Jones – Vidic – Evra. Fellaini-Carrick-Kagawa. Welbeck – Van Persie – Rooney. Einu áhyggjurnar sem ég hef er að við erum ekki með nægilega fljóta hafsenta ef við ætlum að setja hápressu á Olympiakos – gæti komið í bakið á liðinu.
Valdi Á says
@ Runólfur:
Það væri gaman að sjá liðið eins og þú stillir því upp. Jú Vidic er seinn og Jones er enginn Usain Bolt en ætti að geta tekið sprettinn með sóknarmanni ef það þyrfti. Við þurfum bara að sækja til sigurs. Alveg sammála með hann Welbeck, klárlega vanmetinn, hefur bætt sig núna á þessu tímabiliað mínu mati.
Emil says
@ Runólfur:
Þetta lið er mjög sexí – tími kominn til að rífa þetta aðeins upp. Fer 5-1 þar sem Welbeck setur 2, Vidic 1 og RVP 2. Sáuð það fyrst hér. Rafael skorar svo sjálfsmark og meiðist, neitar hinsvegar að fara af velli og fær sitt annað gula spjald fyrir að reima sig fastann við markstöngina. Come on you Reds!