Þetta var ljúft. Þetta var klikkað. Þetta var öruggt og þetta var tæpt. Þetta var klassískt evrópukvöld á Old Trafford. Manchester United þurfti að gera eitthvað sem aðeins einu liði hafði tekist áður í sögu Meistaradeildarinnar, að snúa við 2-0 tapi í fyrri leik liðanna.
Byrjunarliðin voru svona
De Gea
Rafael Rio Jones Evra
Carrick Giggs
Valencia Rooney Welbeck
RvP
Bekkur: Lindegaard, Fellaini (91.), Fletcher (81.), Januzaj, Kagawa, Young (77.), Hernandez.
Olympiakos: Roberto, Maniatis, Holebas, Manolas, Marcano, Salino, N’Dinga, Perez, Fuster, Campbell, Dominguez
Það var ljóst að liðið þurfti að sækja frá fyrstu mínútu og liðsvalið kom nokkuð á óvart. Valencia kom aftur á kantinn ásamt Danny Welbeck, Rio fór í vörnina og Ryan Giggs sneri aftur á miðjuna eftir langa pásu. Fyrstu mínúturnar gáfu tóninn fyrir þennan leik. United sótti hratt þegar liðið fékk boltann og Ryan Giggs var miðpunktur í öllu spili liðsins. Það var augljóst að menn voru mættir til leiks til þess að skora að minnsta kosti þrjú mörk því að það var allt annar bragur á leik liðsins en hingað til í stjóratíð David Moyes. Menn litu upp og horfðu fram á við þegar þeir fengu boltann. Menn sóttu af ákefð og umfram allt, menn sóttu með miklum hraða. Þetta skilaði árangri og Ryan Giggs var drifkrafturinn. Hann var búinn að eiga frábæra fyrirgjöf á Wayne Rooney sem skallaði í stönginna áður en hann gaf glæsilega sendingu innfyrir á Robin van Persie. Hollendingurinn tók á móti boltanum með bringunni, varnarmaður Olympiakos keyrði inn í hann. Aðeins eitt í stöðunni. Víti. Van Persie steig sjálfur á punktinn og dúndraði boltanum í netið. 1-0. 25 mínútur liðnar. Allt hægt.
Svona hélt þetta áfram. United sótti af miklum krafti og hraða og náðu að pota inn öðru marki á besta tíma, rétt undir lok fyrri hálfleiks. Ryan Giggs átti aðra draumasendingu á Wayne Rooney sem kom boltanum fyrir á Robin van Persie. 2-0. Allt hægt. Í millitíðinni hafði David de Gea haldið okkur inní þessari viðureign með fáranlegri tvöfaldri vörslu eftir fína sókn Olympiakos þar sem hver annar en Patrice Evra hafði slökkt á sjálfum sér í vörninni.
Seinni hálfleikur spilaðist aðeins öðruvísi. Í fyrri hluta hans spilaði United af sömu ákefð enda enginn áhugi fyrir því að fara í framlengingu. Það bar árangur þegar hver annar en Robin van Persie fullkomnaði þrennu sína beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. 3-0. 8-liða úrslitin í sjónmáli.
Eftir þetta þriðja mark kom hið kunnulega Moyes-lið fram. Liðið bakkaði og David Moyes á hliðarlínunni hvatti þá áfram til þess. Það bauð bara upp á endurteknar sóknir frá Olympiakos og síðasti hálftíminn var ansi taugastrekkjandi fyrir United-aðdáendur. Old Trafford eins og hann leggur sig hvatti United-menn til að sækja í fjórða markið en menn sátu bara til baka og buðu Olympiakos upp á að skora. Sem betur fer er Olympiakos ekkert sérstakt lið og vörnin hjá United réði við verkefnið að þessu sinni.
Eftir fimm mínútna uppbótartíma flautaði dómarinn af og tuttugufaldir ríkjandi Englandsmeistar Manchester United eru því komnir áfram í hóp 8-bestu liða Evrópu á þessu tímabili. Ekki slæmt. Hreint ekki svo slæmt.
Hvað getum við tekið frá þessum leik? Ég vona að Moyes átti sig núna á því hvað hraði skiptir miklu máli. Þetta var ekki þessi týpíski göngubolti sem við höfum séð á tímabilinu hingað til. Menn voru ákafir, til í verkefnið og spiluðu af miklum krafti og hraða. Robin van Persie elti hvern einasta bolta og bauð sig eins og hann ætti heima í Amsterdam í staðinn fyrir að hanga í teignum eins og oft áður. Wayne Rooney var allstaðar. Antonio Valencia fékk að finna fyrir því í leiknum en hætti aldrei að reyna. Það merkilegasta var þó að Ryan Giggs spilaði eins og hann væri 25 ára á ný. Hann kom með sköpunarkraft inn á miðjuna og það er merkilegt að sjá hvað það getur breytt miklu. Fyrstu tvö mörkin urðu til vegna Ryan Giggs og þvílíkt unaðsleg tilbreyting sem það var að hafa miðjumann á miðjunni sem getur skapað færi í staðinn fyrir að gefa boltann bara áfram 2 metra á næsta mann.
Hvað þýðir þetta? Yfirleitt þegar liðið hefur hefur tekið skref fram á við hefur það tekið tvö til baka. Við skulum vona að David Moyes læri af þessum fyrsta hálfleik og fari að hvetja liðið til þess að spila með ákefð og hraða á nýjan leik. Það er eitthvað sem hefur einkennt öll meistaralið Manchester United.
Að lokum legg ég til að Robin van Persie og Ryan Giggs deili nafnbótinni maður leiksins. Þeir voru einfaldlega frábærir.
Það verður svo dregið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn.
Heimir says
hver á að búa til færi og opnanir fyrir RVP og Rooney ? ? ? sér enginn galla við þessa upstillingu ? eiga menn eins og Kagawa, Januzaj og Hernandez að sitja á tréverkinu á kostnað manns eins og Giggs sem er með fullri virðingu kominn yfir hæðina og hefur EKKERT að gera þarna inná ? ? ? menn sem hafa verið frískastir fyrir okkur í CL.
Robbi Mich says
Rio? RIO?! ERUÐI EKKI AÐ GRÍNAST?!?!
Siggi says
fínt að fá Welbeck inn… en Rio getur ekki spilað verr en síðast, eða hvað? Hefur allavega eitthverja á bekknum til að breyta leiknum seinna meir. Koma svooo
Sveinbjorn says
Persie, Rooney, De Gea voru ad sjalfsogdu hetjur sem eg elska asamt fleirum.
En fjandakornid, eg elska Fellaini. Hann tok thessar 5 extra minutur og skeindi ser med theim. Held an djoks ad boltinn hafi verid 30 sekuntur i leik af thessum 5 auka.
Lendum bara a moti Real næst og snytum theim
KPE says
Djöfull er ég fokkin ánægður með þennan sigur! Þetta var alvöru karakter.
GGMU
Björn says
Frábær leikur, minn madur leiksins klárlega Giggs, thvílíkur munur ad hafa hann tharna inná, vorum loksins hættulegir frammi med hann og sídan hrada menn á vængjunum og thess vegna var RVP ekki lengur jafn einangradur frammi.
Klárlega rétt ákvördun ad falla til baka sídustu mínúturnar enda höfdu their verid ad finna ágætis svædi bakvid Evra en fengu sídan enginn teljanleg færi eftir ad vid bökkudum.
Og ad lokum held ég ad Rio hafi trodid sokk upp í flestalla med thessari frammistödu, virkilega öruggur allan leikinn.
Atli Þór says
@ Heimir:
Hafði Giggs ekkert að gera þarna inná?
Einar T says
Persie – takk – vona að meiðslin séu ekki alvarleg. De Gea – það var lang mikilvægast að halda hreinu, þú varst stórkostlegur. Valencia með eitt auga, karakter… En það var hinn fertugi Giggs sem pródúseraði þennan sigur. Og Moyes, hann var heppinn…. megin heppnin falla þín megin í næstu leikjum.
Elías Kristjánsson says
Var greinilega farin að sakna þess sem fylgir því að horfa upp á liðið sitt í þessum ham. Spennan er það sem maður sækist eftir í þessu öllu saman af henni var af nógu að taka í leiknum. MU allir sem einn; til hamingju með LEIKINN. Bara flottur.
Cantona no 7 says
S N I L L I N G A R
roy says
Ein spurning til skýrsluhöfundar ?
Í leiksýrslu þinni ritar þú eftirfarandi:
„Eftir þetta þriðja mark kom hið kunnulega Moyes-lið fram. Liðið bakkaði og David Moyes á hliðarlínunni hvatti þá áfram til þess. “
Hvar eða hvernig sástu það að DM hafi hvatt menn til að leggjast til baka ?
Allavega voru þau á MUTV að tala um það að DM hafi endalaust verið að öskra og benda liðinu á að færa sig framar á völlinn.
Svo má vera að lið falli ósjálfrátt aftar á völlinn í svona stöðu, það sást hjá SAF og það sést hjá öðrum liðum..
Tryggvi Páll says
Danny Welbeck og Ashley Young voru farnir að spila sem bakverðir ásamt Rafael og Patrice Evra. Helduru að þeir fari að spila þar af sjálfsdáðum?
siggi utd maður says
Robin van Persie….. „bauð sig eins og hann ætti heima í Amsterdam“ – Alger gullmoli frá skýrsluhöfundi.
Ingvar says
Sammála skýrsluhöfundi, vorum á löngum köflum komnir með 6 manna varnarlínu.
Óhætt að segja að maður sé ánægður með sigurinn en í þetta skiptið féll þetta með okkur. Ætla ekki að vera neikvæður en við vorum drulluheppnir að ná að landa þessum sigri. Hvernig í ósköpunum þeim tókst ekki að skora hjá okkur veit ég ekki en svo má líka segja að það hafi verið komin tími til að þetta félli með okkur.
Batamerki frá síðasta leik en ég ætla leyfa mér að vera svartsýnn áfram, spilum aldrei vel 2 í röð.
roy says
#tryggvi páll
Ekki misskilja mig, mér fannst þeir falla aftarlega, en ég held að það gerist ósjálfrátt hjá leikmönnum, þú tekur færri sénsa. Þegar það gerist þá fer mótherjinn að sækja á fleiri mönnum og þá skapast usli og oft ná menn að tvöfalda á bakvörðinn, þá þarf kantmaðurinn að hjálpa.
Ég velti bara fyrir mér þeim rökum sem þú beitir, að DM hafi hvatt þá til þess. Sérstaklega í ljósi umræðunnar á MUTV að DM af verið öskrandi á liðið og sagt þeim að færa sig framar.
En þetta var góður sigur og mega allir vera glaðir. Svo má hrósa DM fyrir að hafa valið Giggs í liðið.
Liverpool fan says
Liverpool Fan segir,
Til hamingju með þennan sigur, jésus hvað Giggs er góður og De Gea vann þenna leik fyrir ykkur btw…
En ég vill bara segja út með Carrick hann er bara allt of hægur og skilar ekki sýnu í meistara liði ( brot á réttum tíma) ef Rooney væri ekki þetta duglegur að verjast skyndisóknum aftur og aftur væruð þið ekki einusinni i top 10 mundi ég halda.
Gaman að sjá Man u gera eitthvað spennandi en Bayern mun líklegast leika sér af ykkur i næstu umferð. :)
Íbbi says
Verð að vera sammála síðasta ræðumanni, Roy. Sá heldur ekki að DM væri að hvetja þá til þess að leggjast til baka.
Virkilega flottur leikur! Stöndum við bakið á okkar stjóra og liði. Næsta season verður fróðlegt.
Runólfur says
Ég styð Roy í þessari umræðu. Þetta gerist sjálfkrafa að byrja halda þegar þeir eru áfram í 3-0. Svipað og gegn Arsenal þegar menn virtust vera sáttir með stigið en Moyes sturlaðist á hliðarlínunni þegar United sprengdi ekki upp í lokin til að sækja sigur.
Allavega – fínn sigur (Sá bara seinni hálfleikinn). De Gea var roooooosalega öruggur. Svo öruggur að ég var viss u mað hann myndi gera mistök. Phil Jones var í Beast Mode allan seinni hálfleikinn – hann hefði hlaupið í gegnum steypu vegg hefðiru sett hann fyrir framan hann. Magnað að sjá Valencia með 50% sjón inn á vellinum (sem er ástæðan fyrir að hann má vera áfram – sem back up, meira um það seinna). Og svo voru Giggs, Rooney og Van Persie í sérflokki.
Svo verður maður að minnast á Welbeck – hann er ekki besti sóknarmaður eða kantmaður í heimi en djöfull hleypur hann … og hleypur og hleypur svo smá meira + hann sótti þessa aukaspyrnu sem kom okkur áfram :)
Ég væri til í meira af þessu og spái því að við vinnum West Ham … en ætli við tökum svo ekki skell gegn City.
En á meðan við erum í þessari keppni er allt hægt :) Liverpool 2005 er besta dæmið um það.
Friðrik says
Ætli Moyes verði herna eftir 20 ár og við munum þá líta tilbaka og segja hey muniði þegar Moyes sigraði Olympiakos 3-0 í úrslitaleik uppá jobbið sitt ? tja , ég veit ekki.
Siggi says
Flottur sigur hjá Man utd
Það var kraftur í liðinu og barátta sem ekki hefur sést áður á tímabilinu. Liðið skoraði þrjú mörk og er komið áfram sem um þetta snýst en skoðum aðeins þessi úrslit betur.
Hálf fullt glassið
RVP mættur á svæðið
DeGea frábær
Frábær úrslit og liðið skorar og heldur hreinu
Giggs leit vel út
Rooney er drifkrafturinn og er á fullu í 90 mín og er frábært fyrir liðið að hann hafi skrifað undir nýjan samning.
Jones var að fórna sér í þetta og krafturinn var kominn aftur.
Liðið fékk mörg færi annað en gegn Liverpool um daginn
hálf tómt glassið
Andstæðingurinn var ekki mjög sterkur og hafði misst tvo markahæðstu leikmennina sína fyrir skömmu.
Þeir fengu fullt af góðum færum í leiknum og á ég því í erfileikum með að hrósa vörninni en DeGea var stórkostlegur.
Liðið réði ekki gangi leiksins og var þetta eiginlega 50-50 leikur þar sem snilld DeGea og RVP réði úrslitum.
Ef maður hefði snúið dæminu við þá hefði maður verið brjálaður með mörkinn.
A) heimskulegt að brjóta svona af sér inní vítateig
B) Ekki skilja RVP aleinan eftir inní teig
C) Markvörðurinn á að taka þennan allan daginn, skotið í hans horn og ekki einu sinni alveg út í hornið.
En þegar illa gengur þá tekur maður alla sigra og góð úrslit alveg sama hvernig þau koma. Ég er ekki viss um að Moyes sé búinn að snúa við blaðinu og mér fannst fáranlegt að heyra Rooney tala um Kick start the season í viðtali 19.mars.
Ég er á því að til þess að liðið komist í fremstu röð aftur þá þurfi að reka þjálfaran og stokka uppí leikmannahópnum en ég er hræddur um að með þessum úrslitum þá fái Moyes annað tímabil og heilt sumar til þess að klúðra málunum.
úlli says
Þó það nú væri að við fengjum örlitla heppni. Óheppnin (í bland við ömurlegar frammistöður) hefur elt okkur á röndum á tímabilinu. Til dæmis í mikilvægum heimaleikjum gegn Everton og Newcastle ef ég man rétt sem töpuðust með skömmu millibili.
Svo er frábært að fá fleiri leiki á tímabilinum sem skipta einhverju máli og þó svo illa fari og eitthvað af liðinum á meginlandinu nauðgi okkur í næstu umferð verður það að minnsta kosti mikilvæg reynsla fyrir Moyes og liðið allt. Sigurvegari meistaradeildarinnar í ár verður sannarlega verðugur, man ekki eftir að hafa séð svona sterk 8 liða úrslit.
Keane says
Munaði engu nema markmanninum að við fórum áfram, ekkert sérstakur leikur á móti lélegu liði. Raunsæi, ekki neikvæðni.
Lengdi bara dauðastríðið.
Tommi says
Sammála mörgum hér að ofan. Ánægður með að komast áfram. Við förum ekki mikið lengra.
En ég var frekar þungur í leikslok. Sorglegt að horfa á liðið verja forrystu á OLD TRAFFORD gegn OLYMPIAKOS! Miðað við sögu, status og stærð þessa klúbbs… á þetta að vera svo miklu miklu betra.
Kristjans says
Verst að Giggs skuli vera 40 og ekki í standi til að spila hvern leik. Hann var frábær í gær og þarna sést hvað liðið getur gert fram á við þegar einhver skapandi er á miðjunni.
Verð líka að hróa Persie, frábært að sjá hann setja þrennu. Fyrir leik vildi ég að hann yrði settur á bekkinn, fannst ekki hafa sýnt mikið að undanförnu.
Vil ekki gera lítið úr þessum sigri en sterkara lið hefði hæglega getað refsað okkur mönnum. Olymipakos fengu alveg færin til þess að skora.
Verður fróðlegt að sjá hvaða lið okkar menn fá í næstu umferð. Að sama skapi verður fróðlegt að sjá hvernig liðið mun spila í næstu leikjum gegn West Ham og Man City.
Auðunn Sigurðsson says
Þetta var í fyrsta skiptið sem ég labba inn á Old Trafford og var alveg slétt sama hvernig leikurinn færi, mjög skrítin tilfinning vægast sagt.
Fyrir mér yrðu úrslitin alltaf win win, amk vonaði ég það.
Ef United myndi detta út þá myndi pressan á þennan Moyes aukast og vonaði að hann yrði þá rekinn en ef liðið færi áfram þá væri það líka fínt að sjálfsögðu.
En það er eins og United hafi verið að vinna heimsmeistaratitilinn í gær, amk hjá sumum aðdáendum liðsins.
Liðið var að spila gegn mjög lélegu Grísku liði, liði sem United á að valta yfir alltaf allstaðar, samt voru United heppnir á köflum. Bæði var það klaufaskapur leikmanna Olymp og svo auðvita De Gea að þakka/kenna að þeir skoruðu ekki mark.
Ég veit það ekki en persónulega fannst mér þetta ekki vera neinn glans leikur hjá United, en samt gerðu þeir það sem þurfti og það er að sjálfsögðu jákvætt.
Það pirrar mig alveg afskaplega mikið að maður eins og Kagawa fá ekki séns í þessu liði, alveg sama hversu lélegt liðið er í leiknum á undan þá fær hann bara ekki séns.
En svo fá skápar eins og Valencia, Young ofl endalausa sénsa, fatta bara ekki þennan blessaða Moyes.
Fannst alveg magnað að sjá hann í stöðunni 3-0 þegar hann var að reka menn tilbaka í stað þess að liðið héldi áfram á sömu braut.
Þessi úrslit gefa honum smá frið í bili amk, það verður fróðlegt að sjá á móti hverjum við drögumst næst og hvernig sú viðureign þróast.
Verð bar að segja alveg eins og er að ég er ekkert brjálæðislega spenntur fyrir því að mæta Bayer, Real, Barca eða PSG.
Dortmund yrði að mér finnst besti drátturinn fyrir Moyes, verður spennandi að sjá.. Spennandi leikir og dagar framundan.
Snobb says
Góð úrslit og góður leikur …. mikill hraði og meira að segja spenna í lokin :)
það má samt ekki gleyma því að liðið var frá Grikklandi .. og ætti ekki séns á að spila í PL ..
3-4 núll sigur var krafa af minni hálfu fyrir leik … og ég get brosað því leikmenn skiluðu eðlilegum sigri á mun lakara liði
Þetta var ekki taktískur sigur eins og sumir með Moyes blæti vilja meina (hann valdi jú rétta liðið, gef honum það) heldur sigur baráttu og vilja .. leikmenn lögðu á sig auka hlaupin sem þeir hafa ekki verið að gera í vetur.
Svooo var Valencia magnaður …. eineygður og einfættur .. samt flottur:)
Ingi Rúnar says
Sælir
Gódur sigur, loksins datt tetta med okkur einsog segir. Grikkirnir áttu svo sannarlega séns, vornin fannst mér ansi brothætt á stundum.
Loksins einhver kraftur í sókninni sem vonandi heldur áfram, búnir ad vera undarlega mikid upp og nidur hja okkur í vetur. Tekki nú ekki spilamennsku allra lidanna sem eru eftir eru en ég bara sé Man Utd ekki fara langra í keppninni, allra síst ef vid fáum Barca, Real eda bayern. Til tess erum vid bara alltof brothættir einsog er. En fótbolti er fótbolti, allt getur gerst.
Arnar says
@ Heimir: Heimir, éttu sokk!
Hjörtur says
Já það eru skyn og skúrir um hvað mönnum fannst um leikinn. Mér fannst fyrri hálfleikurinn alveg frábær, boltinn gekk vel milli manna, mikill hraði(sem hefur ekki séðst hjá liðinu í allan vetur) og menn lögðu sig alla fram alveg frá A-Ö og ekki hægt að lasta neinn þeirra, 2-0 í hálfleik og von. Jæja þá kom seinni hálfleikur og þriðja markið fljótlega, og eftir það duttu menn algjörlega á rassgatið þ.e.a.s. þá fóru menn að spila varnarleik, og taugarnar hjá mér útþöndust jæja jæja á nú að detta útúr 16 liða úrslitunum með því að leggjast í vörn, þar sem maður hefur séð það áður að það hefur aldrei góðri lukku að stíra, og hitt liðið þurfti bara að skora eitt mark til að sparka okkur út úr keppnini. En þetta lukkaðist í þetta skiptið, náðum að halda 3-0 sigri, og förum þá einu skrefinu lengra í þessari keppni, eða gætu skrefin orðið tvö? Kemur í ljós.
#moYES says
Hey muniði þegar #degeaout var trend? ég vill gefa moyes út tímabilið og 1 í viðbót
#teammoyes