Jæja, enn einn hörmungin af hálfu Manchester United þetta tímabilið, að þessu sinni gegn Everton á Goodison Park og nánast eindurtekning á leiknum á Old Trafford í desember þar sem Everton vann 1-0, þá með marki seint í leiknum, en sanngjarnt þó.
Þetta var uppstillingin í byrjun leiks:
Varamenn: Lindegaard, Giggs, Welbeck (75 mín), Hernandez (61 mín), Valencia (61 mín), Fellaini, Januzaj
Leikurinn byrjaði svo sem sæmilega hjá United. Fyrstu 20 mínúturnar voru okkar menn voru mun meira með boltann, létu hann ganga ágætlega og reyndu með þolinmæði að byggja upp sínar sóknir. Það reyndi hinsvegar lítið á Everton vörnina og þeir voru snöggir fram á við þegar þess þurfti, sem olli kunnulegum vandræðum í vörn United.
Á 27 mínútu dró fyrir sólu þegar augljós vítaspyrna var dæmd á United. Lukaku fékk boltann fyrir utan teig og reyndi skot á markið. Phil Jones rennur til sekúndubroti áður og reynir á einhvern óskiljanlegan hátt að bjarga andlitinu með því að stoppa boltann með hendinni, sem gekk upp hjá honum og kostaði liðið vítaspyrnu og gult spjald. Fáránlega ákvörðun hjá Jones og sérstaklega svekkjandi þar sem De Gea virtist vera með þennan bolta alveg á hreinu. Leighton Baines fór á punktinn og hamraði boltann í mitt markið.
Þetta breytti spilamennsku United lítið. Þeir héldu áfram að moðast með boltann á miðjunni og ógna nákvæmlega ekkert. Það kom í bakið á þeim á 43 mín þegar Seamus Coleman átti laglega stungusendingu inn í teig á Kevin Mirallas (sem Buttner spilaði réttstæðan) sem sett’ann snyrtilega í fjærhornið framhjá De Gea í markinu. Staðan 2-0 í hálfleik og nákvæmlega ekkert í kortunum hjá United sem benti til að þetta væri að fara að breytast eitthvað til hins betra.
[Picture] An Everton fan dressed as the Grim Reaper taunts David Moyes. 1-0 in the 27th minute (Baines penalty) #MUFC pic.twitter.com/W1sAHb7vpD
— RedMancunian (@RedMancunian) April 20, 2014
Það sem ég tók helst eftir í fyrri hálfleik, aðallega vegna þess að ég er ekki að eyða mínum frítíma í að horfa á Everton leiki, var að þeir spila bolta sem Moyes virðist vilja spila hjá Man Utd. Báðir bakverðir Everton, Baines og Coleman, voru mjög sókndjarfir í leiknum. Af og til gerðist það að þegar fyrirgjöf kom frá öðru hvorum bakverðinum (oftast upp við endamörk United) þá var hinn bakvörðurinn mættur inn í boxið sem viðtakandi. Þegar United vann boltann voru miðjumenn Everton duglegir að stoppa spilið og á nokkrum sekúndum voru Coleman og Baines mættir aftur í sínar stöður í vörninni. Þetta er eitthvað sem Evra og Rafael hafa átt í miklu basli með í allan vetur. Ég veit ekki hversu mörg mörk liðið hefur fengið á sig úr skyndisóknum þar sem annað hvort Evra eða Rafael eru enn á skokkinu til baka þegar markið kom. Þessi pæling mín kemur auðvitað engum á óvart enda reyndi Moyes að kaupa Baines í byrjun tímabils, og Coleman hefur einnig verið orðaður við liðið í slúðurdálkum í vetur (þó ólíklegt sé að tilboð verði gert í hann).
Allavega, seinni hálfleikur byrjaði bara eins og sá fyrri endaði. United héldu áfram á sínum bitlausa-gönguhraða-bolta. Á 61 mínútu gerði Moyes breytingar á liðinu. Nani og Evans komu útaf fyrir Valencia og Hernandez. Smalling datt niður í miðvörð, Valencia fór í hægri bakvörð, Hernandez upp á topp, Rooney datt niður í holun og Mata út á hægri kantinn. Á 75 mín kom Welbeck svo inn fyrir Kagawa.
Þetta breytti nákvæmlega engu. Leikmenn Everton voru svo miklu grimmari á alla bolta, hlaupandi út um allan völl í pressu og lokandi á sendingaleiðir United. Síðan um leið og Everton vann boltann keyrðu þeir fram völlinn og ollu ursla. Ég er hreinlega hissa á því að þessi leikur hafi ekki endað 4-0 því okkar menn áttu bara engin svör, nákvæmlega ENGIN, þeir hreinlega gáfust upp eftir 28 mín leik.
https://twitter.com/manutdfuture/status/457924767165997056
https://twitter.com/OliverKayTimes/status/457921479511113728
Ég nenni ekki að velta þessu meira fyrir mér, það er jú Páskadagur og svona. Hver var maður leiksins? Jú, David De Gea, enn og aftur.
Að lokum, skot í leiknum:
Já einmitt.
Jói says
Er ekki Evans inni fyrir Vidic?
Sigurjón says
Jú það er rétt hjá þér! Klúður hjá mér, sorry!
Robbi Mich says
KOMA SVO!
Hanni says
Útaf með Rooney og Nani og inná með Hernandez og Valencia
Jóhann says
Reka helvítis and skólans þjálvara ruslið sem kom frá everton
Jóhann says
Á að vera helvitis andskotans ruslið sem kom frá everton
Ingvar says
Hefðum bara þurft aðeins lengri tíma til að undirbúa þennan leik, svona extra 10-15 daga til að skoða skipulagið.
Hanni says
Vá. Fannst nokkrir jákvæðir punktar í hálfleik, þrátt fyrir að vera 2-0 undir og hafa ekki skapað sér neitt umtalsvert færi. Everton tók svo Utd í seinni hálfleik og stakk þeim í vasann. Í raun megum við þakka fyrir að tapið varð ekki stærra en raun bar vitni. Eini jákvæði punkturinn fyrir mig er að það væri gaman að sjá Everton taka 4. sætið og fá smá nýtt blóð í Meistaradeildina. Annars bara ÚFF……….
Hanni says
Þetta er ekki falleg lesning…..
https://twitter.com/OptaJoe/status/457927341503553536/photo/1
Best says
Nú er komið nóg, bless David Moyes :(
Karl Gardars says
#moyesout og hinir pappakassarnir með! Þetta er sorglegt í meira lagi!
Friðrik says
Hvaða vitleysa er í gangi eiginlega ? Ætla stjórnarformenn að horfa á liðið sökkva eða kyngja stoltinu ? Við fengum 1 færi sem kom á 86 min. Moyes er ráðalaus á línunni og svo erum við með vitlausan bróðir sem aðstoðarmann. Moyes hefur ekki gert neitt til að verðskulda að fá næsta tímabil. Trúi þvi varla að menn ætla leyfa honum að eyða peningum í sumar og láta hann skemma næsta tímabil líka áður en þeir reka hann. Smalling hefur ekkert sem hægri bakvörður þarf að hafa, ég set stórt spurningamerki við þjálfaragetu Moyes að geta ekki séð það.
Ég get einungis talið á annarri hendi leikmenn sem eiga skilið að klæðast United treyjunni á næsta tímabili: Rooney, Januzaj, Mata , Jones og DeGea. Aðrir hafa verið áhugalausir og lélegir.
Ingvar says
Moyes: „I thought we were the better team“.
Nei í alvöru moysee? Ertu virkilega svona clueless?
DMS says
Ég held að við getum allir talist hafa verið nokkuð þolinmóðir. Ef að það væru einhver batamerki í gangi á liðinu þó úrslitin væru ekki að falla með okkur þá gæti ég mögulega gefið Moyes smá séns, en það hefur hreinlega ekki verið málið í vetur. Andlaust lið sem er óskipulagt og hreinlega virðist ekki virka með liðsheild. Menn fara í leyfisleysi á djammið eftir tapleiki og enginn agi virðist ríkjandi. Rooney svínbeygir stjórann eftir sinni hentisemi og var skítlélegur í dag eins og hann er jafnan þegar hann mætir sínu gamla félagi. Þetta er svo hugmyndasnautt og fyrirsjáanlegt hjá okkur að það er engu lagi líkt. Við svörum aldrei mótlæti eins og við gerðum einu sinni áður. Þá var yfirleitt slæmt fyrir lið að komast yfir gegn okkur of snemma, þá vaknaði risinn. En í dag söfum við vært allan leikinn sama hvað gerist. Þvílík og endemis leiðindi sem það eru að horfa upp á svona spilamennsku.
Segja Moyes upp núna, láta Giggs klára tímabilið og fá svo einhvern annan í skipstjórasætið í sumar og gefa viðkomandi pening til að styrkja liðið. Sé engan tilgang í að láta hann klára seasonið fram á sumar. Ég trúi ekki öðru en það sé kominn pirringur í stjórnina og eigendur. Hræddur um að gamli Ferguson frekist hinsvegar og nái að tala þá inná að vinur sinn Moyes þurfi bara meiri tíma.
ellioman says
Ótrúlega erfitt fyrir mig að segja þetta, en já. Moyes má yfirgefa liðið núna. Ég hreinlega sé ekki manninn rífa liðið upp og gera þá að meisturum að nýju. Honum virðist líða illa þarna við stjórnvölinn og það sama á við um okkur sem horfum á hann stjórna þessu andlausa liði viku eftir viku.
Þetta var bara of stórt stökk fyrir kallinn. Engin skömm í því svosem en menn þurfa að kunna að átta sig á stöðunni og segja stopp, nú er komið gott (mér er sama hvort menn í þessu tilfelli er Moyes eða stjórnin sjálf).
Maður fær illt í hjartað að lesa orð hans eftir tapleikina. Það er eins og hann hafi verið á einhverju sveppatrippi í 90′ mínútur og sé bara ánægður að hafa verið á sama stað og stórstjörnur Manchester United…
Kjartan Ingi Jónsson says
Nú hafa meistaranir náð heilum 7 stigum af mögulegum 42 á móti liðunum í 1-8 sæti, frábært!!!
Out with the ginger goblin
DMS says
Ekki nóg með að það sé átakanlegt að horfa upp á liðið spila þá verður þetta yfirleitt enn verra eftir leikina þegar kallinn mætir í viðtöl.
http://www.433.is/frettir/england/yorke-og-carragher-undra-sig-a-ummaelum-moyes-hann-hlytur-ad-hafa-horft-a-a/
Nei nei nei…ekki meir Dave!
Nú þarf að sýna pung og kyngja þessu „við skiptum ekki svona oft um stjóra eins og hin liðin“ stolti sem hefur verið viðloðandi í allan vetur. Who cares hvað það kostar að segja honum upp og hversu mikið langtímamarkmið var að ráða hann inn. Þetta var voðalega rómantísk og falleg hugsun hjá Fergie, að skipa landa sinn og kollega í starfið enda hefur hann gert mikið úr litlu hjá Everton í gegnum árin. En sjáið þið hvað er að gerast hjá Everton núna með ungum og gröðum stjóra sem þorir að spila öðruvísi með nánast sama hóp? Kannski var Moyes bara kominn á endastöð með Everton liðið, komst ekki lengra en í að halda þeim viðloðandi í 5-8 sæti.
Fergie hefur séð sjálfan sig í Moyes að einhverju leyti. Þetta hefði verið voðalega fallegt allt saman ef þetta hefði gengið upp, en verkefnið var of stórt fyrir Moyes.
Ég held hinsvegar að næsta hindrun okkar verði hreinlega Sir Alex Ferguson, hann mun án efa ekki gefa sig í stuðningi sínum við Moyes. Trúi ekki öðru en að Glazerarnir taki viðskiptalega ákvörðun í þessu tilfelli. Hver veit, aldrei að vita nema þeir nái einhverjum stuðningsmönnum á sitt band með því að reka Moyes þvert á vilja Ferguson.
Hanni says
@ Friðrik:
Ég myndi vilja vilja skipta á Rooney og Kagawa en annars sammála þér, selja rest.
Keane says
Moyes er tapari, hann hefur sýnt það og sannað í allan vetur með fáránlegum ummælum, taktík, uppstillingum, skiptingum….os.frv.
Ég þarf ekki annað en að sjá framan í hann á hliðarlínunni til að fyllast algjöru vonleysi.. Ég get rétt aðeins ímyndað mér hvernig leikmönnum (sérstaklega þeim sem hafa unnið allt í boltanum, meira en Moyes hefur getað látið sig freyma um í sinni meðalmennsku) líður þegar hann stendur þarna á línunni klappandi og gargandi eins og nýskotin grágæs.
Jóhann says
Logsins er Moyes að takast að koma Everton upp fyrir manutd,burt með hann.
Siggi says
En eitt metið hjá Moyes.
Fyrsta skipti í 44 ár að Everton vinni báða leikinna gegn Man utd.
Liverpool liðið í fyrra var ekkert merkilegt en þeir treystu stjóranum og með sama hóp er hann að gera frábæra hluti og spila skemmtilegan fótbolta.
Eftir að hafa tekið Moyes frá Everton þar sem hann var búinn að vera í mörg ár þá væri kannski allt í lagi að gefa honum eitt tímabil í viðbót en það þarf að hreinsa til hjá liðinu það er ljóst.
Már Ingólfur Másson says
Þegar möguleikarnir eru annarsvegar að hreinsa út úr meistaraliði síðasta árs 7-10 leikmenn eða skipta út stjóra sem hefur aldrei unnið top 4 lið, þá er valið einfalt.
Vilja menn í alvörunni gefa honum séns á að móta liðið eftir sinni hugsun. Liverpool leyfði Hodgson að móta liðið að sínum hugmyndum og við hlógum okkur máttlausa yfir kaupum á útbrunnum Dana og ofmetnum og lélegum englendingum.
Hvaða lausnir býður Moyes uppá?
Í fyrra gátu Poolarar í það minnsta huggað sig við þá staðreynd að þjálfarinn þeirra virtist vera með ákveðna fílósófíu sem hann vildi spila eftir. Hjá Moyes er Plan a = Hár bolti inn í teig og plan b = annar hár bolti inn í teig.
Burtu með hann sem fyrst.
Ingi Rúnar says
Stundum verda men ad játa sig sigrada, erfitt já, en óhjáhvæmilegt.
Runólfur says
#MoyesOut
Hef reynt að verja manninn en þetta er ekki hægt.
Phil Neville má vera áfram en það þarf að lækka hann í tign – það má ráða Gary Neville sem aðstoðarmann með einhverjum færum þjálfara (Carlo Ancelotti helst). Steve Round má fara með Moyes til Norwich :)
Ingi Rúnar says
Jorgen Klopp
Ingi Rúnar says
Àstandid minnir mikid á Toyota Hiliux fasta í snjó uppá fjollum, en vill ekki láta draga sig upp…….af td. Bronco, Scout eda Hummer, SKÀL :)
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Finnst þetta sem Jamie Carragher sagði segja allt: „ég horfi á þetta lið og hugsa af hverju spiluðu þeir ekki svona þegar ég var að spila.“
Ég er því miður hættur að styðja hann Moyes þar sem ég sé ekkert jákvætt vera að gerast.
Karl Gardars says
Þessi grein er tímabilið í hnotskurn. http://thepeoplesperson.com/2014/04/20/david-moyes-should-be-getting-sacked-in-the-morning/