Uppfært 10:47: Ooooog Silly-Season er hafið af fullum krafti. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague heldur því fram að United sé að fylgjast með framvindu mála hjá Messi og liðið sé tilbúið að kaupa hann ef rétt er að hann sé óánægður hjá Barcelona. Einmitt það já.
Uppfært 10.09: Woodward og co virðast vera byrjaðir að leita í kringum sig varðandi það hver taki við af Moyes. The Telegraph greinir frá því að United muni heyra hljóðið í Guardiola og ítalskur blaðamaður greinir frá því að United hafi þegar haft samband við Jorge Mendes, umboðsmann Mourinho sem sé að íhuga málið. Er þetta ekki full keimlíkt eltingarleiknum við Thiago, Fabregas, Bale og Ronaldo frá síðasta sumri?
Exclusive: #MUFC set to approach #FCB coach Pep Guardiola. @Matt_Law_DT reports http://t.co/M5nNSmTQ7r pic.twitter.com/Btvbt9n5OI
— Telegraph Football (@TeleFootball) April 22, 2014
As reported by @DiMarzio : Mourinho is considering taking the Man United job. United already spoken to Mendes (his agent) about it.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) April 22, 2014
Uppfært 22.apríl 2014 kl 8.44:
Staðfest hefur verið að David Moyes hafi verið sagt upp starfi sem framkvæmdastjóri Manchester United ásamt Steve Round og Jimmy Lumsden. Giggs tekur við sem tímabundinn stjóri og verður Phil Neville honum til aðstoðar. Chris Woods verður áfram markmannsþjálfari liðsins út tímabilið. Moyes tók við starfi sem var honum einfaldlega ofviða. Hann á eftir að standa sig vel annars staðar. Óskum honum velfarnaðar þar.
* Klopp ætlar ekki að yfirgefa Dortmund fyrir United.
https://twitter.com/ManUtd/status/458508081039962112
https://twitter.com/ManUtd/status/458508276674879488
Uppfært 21.apríl kl. 14:50:
Staðan núna er sú að síðasta einn og hálfa klukkutímann hefur Twitter logað af „David Moyes verður rekinn“. Allir blaðamenn í Manchester eru með þetta og alveg kýrskýrt að þeir hafa þessar fréttir frá traustum heimildum. Ekkert hefur verið staðfest og nú er verið að gera því skóna að United sé að spila upp á að Moyes hætti af sjálfsdáðum til að spara uppsagnargreiðsluna. Shabbý ef satt er!!
Eins og staðan er núna virðist ekki svo sem neitt verði staðfest alveg á næstu mínútum og sagan gæti dregist fram á morgundaginn. En það virðist alveg 100% að David Moyes er „Dead Man Walking“
Heita slúðrið: Giggs tekur við út tímabilið, René Meulensteen kemur og hjálpar til. Van Gaal kemur í sumar. Nú eða Sörinn kemur og reddar tímabundið.
Hver vilt þú að taki við?? (merkja má við fleiri en einn!)
[poll id=12]
Þarna vantar alveg Joachim Löw!? Svo er Red Issue að ýja að því að Carlos Quieros sé möguleiki.
https://twitter.com/thossmeister/status/458254196538880000
https://twitter.com/dazjenno/status/458250956288061440
https://twitter.com/ManUtdMEN/status/458238445719408640
https://twitter.com/dazjenno/status/458241642714378242
https://twitter.com/TeleFootball/status/458238618134671360
https://twitter.com/DTguardian/status/458234262068936704
ellioman says
Damm damm damm damm!!
Ég segi að þetta sé mér að þakka/kenna. Ég gaf það út í fyrsta skipti á hérna á síðunni að ég vildi hann burt. Þeir hlusta á kjeppz (aha…mhmm… riiiight…).
Furðuleg tilfinning hjá manni að vera svaka kátur yfir að stjóri United verði rekinn… En svona er þetta. Þetta er án nokkurs vafa það langbesta í stöðunni.
Ritstjórn: Ef Moyes fer og Klopp kemur inn í staðinn þá býð ég upp á fyrstu umferð við næsta hitting! Ímyndið ykkur Klopp við stjórnvölinn og G.Neville/Giggs/Scholes honum til aðstoðar. Sleeef….
Keane says
Gerðu það vertu staðfest!!!!!!!!!!!!!!!!
Ingvar says
Haha enginn jafn spenntur og Keane að fá þetta staðfest, svo hann geti horft á leiki aftur :)
Pétur says
koma svo KLOPP, annars er ég sáttur með Van Gaal eða Simone
Keane says
@ Ingvar:
Mikið rétt !
Þá get ég líka hætt að röfla um þetta hvar sem ég kem og Liverpool menn ættu þá að geta fagnað, loksins verður Moyes á lausu, þeir hampa honum mest þessa dagana.
En nú bíður maður bara eftir staðfestingu!
Tryggvi Páll says
HALLELÚJAH! Ég var einn af þeim sem studdu Moyes framan af en þetta varð bara alltaf verra og verra. Að losa sig við hann er það eina rétta í stöðunni. Nú er það bara spurningin hver tekur við? Breska pressan segir Louis van Gaal.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Vonandi rétt og þá verður sungið hallelujah
http://youtu.be/L03JVPaZpyc
Egill says
lol af hverju er einn valmöguleikinn Mark Hughes?
En djöfull vona ég að þetta sé satt, þetta gengur hreinlega ekki lengur.
Friðrik says
Ekki gaman fyrir Phil að fá þær fréttir að hann þurfi að víkja fyrir bróðir sinn haha. En allavegana draumurinn væri að fá Klopp og Gary sem aðstoðarmann og Giggs þeim til aðstoðar. Klopp ætti að geta fengið til sín Reus , Hummels og Gundogan.
Bebe says
frekar vil ég moyes en þetta luis van gaal drasl.
Það vissu allir að hver sem er sem kæmi þarna inn myndi eiga hörmulega daga, það fyllir enginn upp í skarð ferguson. Ýmyndið ykkur mourinho með þennan hóp, hann væri í max 4-5 sæti. Munurinn á honum og moyes er þó að hann hefði keypt gæðahráefni fyrir 100mill.
Moyes var bara fórnað í gryfju sem enginn hefði ráðið við. Næsti stjóri verður í basli, að mínu mati ekki undir stjóranum komið hvar við verðum, heldur hverja við megum kaupa. Klopp er á þessum lista eini góði kosturinn að mínu mati, hann fengi með ér Reus mjög líklega, og hugsanlega 2-3 aðra leikmenn. Myndi endurlífga einn hæfileikaríkasta mann liðsins Kagawa og henda þessari varnalínu.
Magnús Þór Magnússon says
Bebe skrifaði:
Þú getur ekki trúað því að van Gaal sé verri kostur en Moyes, come on!
Kristján Birnir Ívansson says
Ekkert en staðfest, en hver veit hvað gerist.
Ingvar says
@ Bebe:
Þetta er svo mikið kjaftæði hjá þér. Heldur þú virkilega að engin manager hefði náð betri árangri með þennan hóp? Gaurinn er búinn að eyða 70 milljónum punda ef þú vissir það ekki. Að hann geti komið fram í fjölmiðlum og haldið því virkilega fram að hann sé ekki með nógu góðan hóp til að ná top 4 er bara hans sjálfsvíg að mínu mati, common ég veit að Fergie var with out doubt sá besti en það eru til margir snjallir sem hafa snefil af winning mentality sem höfðu getað náð meira útúr þessu liði.
Siggi says
Ég las hérna langa grein um daginn að þetta væri ekki Moyes að kenna. þetta var eins og ritgerð en núna eru sumir menn greinilega búnir að skipta um skoðun á Moyes.
Ég var á því að Moyes var alltof lítil fyrir þennan klúbb. Að láta stjóra sem aldrei hefur unnið neitt reyna að kenna leikmönum sem hafa unnið allt að vinna leiki. Þetta var dauðadæmt alveg frá byrjun og sá maður það fyrir áramót að þetta var búið(leikmenn voru ekki að leggja sig fram á vellinum fyrir hann) og var þetta eins og að horfa á Roy Hodgson með liverpool hér um árið.
Liðinu var spáð 2-3 sæti af flestum fjölmiðlum og að vera í 7.sæti er auðvita bara skammarlegt og dottinn úr öllum bikarkeppnum. Held að þessi Sunderland leikir kláruðu þetta og þótt að einhverjir fóru að hrósa Man utd fyrir að pakka í vörn í 180 mín gegn Bayern.
Næsti stjóri þarf að hreinsa vel til í leikmannahópnum og svo er spurninginn hverjir vilja koma til Man utd í þessu ástandi?
Klopp gaf það út í síðustu viku að honum liði vel hjá Dortmound og væri ekki að fara. Þeir eru líka hans lið sem hann hefur búið til og verða í meistaradeildinni.
Luis Van Gal væri flottur kostur ef árið væri 2000.
Mark Hughes væri góður kostur ef þetta væri ekki Man utd.
Ég er á því að ef Man utd vilja halda áfram að standa sig þá þurfa þeir einfaldlega að ráða Giggs í verkið og láta hann fá reynslu miklan aðstoðaþjálfara. Giggs veit alveg fyrir hvað félagði stendur og hverning það komst á þennan stall.
En hey þangað til að þetta er staðfest IN MOYES WE TRUST ;)
THE FIRED ONE
Björn Friðgeir says
Siggi: Ritgerðin var nú reyndar um það að þetta væri ekki BARA Moyes að kenna. tl; dr?
DMS says
Þori ekki að fagna fyrr en þetta hefur verið staðfest 100%.
Jurgen Klopp takk fyrir pent! En allir þeir sem hafa verið linkaðir við okkur eru mun skárri kostur en Moyes og hafa reynslu af því að vinna titla.
DMS says
Núna er verið að segja að forsvarsmenn United neiti að slá á þennan sterka orðróm í von um að Moyes segi sjálfur af sér á næstu dögum. Það sé mun ódýrara heldur en að reka hann, enda fékk gaurinn 6 ára samning.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Jæja, eins og alltaf tekst United að gera lokin á tímabilinu spennandi fyrir okkur aðdáendurna eins og alltaf :)
Kristjans says
Páskarnir virðast ætla standa undir nafni þetta árið sem hátíð trú, upprisu og vonar…
Bósi says
Hver daemir fyrir sig, en tha finnst mer ad hann aetti ad gera okkur og klubbnum greida, baeta fyrir skadann med ad spara okkur aurinn og segja af ser.
Hversu vandraedalegt er thad thegar studningsmenn annara lida eru ad berjast fyrir thvi ad halda thjalfara samkeppnis lidsins thvi hann er svo lelegur ?
Eg trui thvi og treysti ad Klopp kallinn komi i sumar, hann saknar litla Kagawa sinns :)
Auðunn Atli Sigurðsson says
Èg ætla að skàla þegar ég sé þessa frétt staðfesta.
Hrikalega ànægður að losna við þennan mann sem àtti aldrei að koma nálægt þessu liði, þvílík mistök hjá Ferguson að ráða þennan mann.
Ég sagði það frá degi eitt að hann væri ekki maður í þetta starf, fannst það svo liggja í augum uppi.
Það hefði komið mér mjög á óvart ef Moyes hefði náð einhverjum árangri, það er og hefur aldrei verið neitt við hann sem hefur bent til þess.
Siggi P says
Þetta eru merkilegar fréttir en ekki svo óvæntar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um peninga. Sigursæld gefur af sér peninga. Ef þú skilar ekki sigrum og það er engin von til að það breytist, þá ertu ekki maðurinn til að stýra klúbbi eins og Manchester United, stærsta fótboltaklúbbi í heimi.
Ég hef áður sagt hér í kommentum að þessi stjóraskipti voru mjög illa skipulögð. Það gekk ekkert upp. Þegar fór að ganga illa þá gerði Moyes illt verra með því að virðast fyrirmunað að sjá að þetta var bara ekki nógu gott hjá honum. Þetta endalausa tal um að reyna að gera erfitt fyrir andstæðingana, að gera betur næst, óheppni og vita bara ekki hvað þurfi til að ná sigri er það sem felldi hann í hugum aðdáendanna. Hvað hann sagði í búningsklefanum vitum við ekki, en það hafði sömu áhrif.
Hans verður minnst sem neðanmálsgrein í sögu Manchester United. Ég persónulega óska honum farsældar við það sem hann tekur sér næst fyrir hendur. En ég er hins vegar meira spenntur að sjá hvað verður um þetta ágæta lið okkar. Það þarf líklega stóra stjóra sem þorir og getur, og fær leikmenn til að vilja koma þrátt fyrir að það vanti Evrópukeppni næsta ár. Það er ekki ómögulegt að fara úr 7 í 1. Sagan endurtekur sig alltaf.
Andri Theodorsson says
Ég hef stutt Moyes í allan vetur, vendipunkturinn fyrir mig kom þegar hann sagði að Liverpool væri sigurstranglegra (þó að rétt sé) á OT – við hverju býst hann af leikmönnum eftir svona ummæli? Ekki virðingu allavega, nei… hann gróf sína eigin gröf. Vona að Klopp komi, vill ekki sjá Van Gaal!
Sigfús says
Ábyggilega hægt af Roy Hodgson fyrir lítið, fæst ekki með mæli frá Anfield road…
jonny says
hvernig væri að fá Jupp Heynckes til að taka við í svona 3 ár! Frábær með bayern
úlli says
Mér finnst menn vera að vanmeta mjög „réttur maður á réttum stað“ elementið. Til dæmis varðandi Klopp, hann er fullkominn fyrir Dortmund en mér finnst ekkert augljóst að hann myndi slá í gegn hjá okkur. Sama á við um Diego Simeone. Hann hefur flakkað á milli liða og reyndist svo vera réttur maður á réttum stað hjá Atletico. Mér finnst afar ólíklegt að hann myndi slá í gegn hjá okkur. Varðandi Van Gaal þá var hann heitasta nafnið fyrir 15 árum en ég veit ekki í dag. Var ekki leikmannahópur Bayern að brjálast á honum þegar hann var þar síðast? Annað dæmi um réttan mann á réttum stað virðist vera Brendan Rogers. Fyrsta tímabilið hjá honum var hins vegar ekkert sérstakt. Persónulega vil ég ennþá gefa Moyes annað tímabil því það er einfaldlega mjög erfitt að finna hinn fullkomna stjóra, og mér finnst þurfa meira en eitt tímabil til að sýna sitt rétta andlit.
Birgisson says
Sagt er að það eigi að reka núna því að Moyes hafi bara 1 ár tryggt af 6 ára samning ef ekki næst CL sæti. Það er vonandi að svo sé.
Pumba says
Van Gaal-inn ?? Hann verður búinn að sprengja klefann á innan við 6.mán.Miðað við það sem maður las þegar hann var hjá Bæjurunum þá var hann gjörsamlega trylltur úr frekju og yfirgangi og endaði þannig að honum var meinaður aðgangur að æfingasvæðinu. Endilega, ráða hann takk….
Atli says
Hann hafdi allavegna pung í ad vera eftirmadur fergie og hann gerđi sitt allra besta thannig hann á allt gott skilid thessi madur og eg óska honum velgengni í komandi starfi og alls hins besta.
Keane says
JÁÁÁÁÁHHHH!!!!!
Kominn tími til, maðurinn var gjörsamlega úr karakter hjá ManUtd.. Allt of stór biti fyrir hann.
Emil says
Sýnum Moyes þá virðingu að vera ekki að drulla yfir hann. Hann reyndi örugglega að gera sitt allra besta þó svo að þetta hafi ekki gengið upp hjá honum =)
GLORY GLORY!!
DMS says
Jurgen Klopp búinn að útiloka að taka við United skv. þessu. Vill vera áfram hjá Dortmund.
http://fotbolti.net/news/22-04-2014/klopp-aetlar-ekki-ad-taka-vid-man-utd
Þorri says
Ég er búinn að fylgjast með boltanum lengi og hef hort á okkar menn fara úr því að vera slakt lið í að vera besta lið evrópu og aftur í að vera slakir. Það er einn fyrirliði sem að mér fannst bera af varðandi leiðtogahæfileika og hefur hann síðar meir staðið sig mjög vel sem þjálfari með þó lítil fjárráð S. Bruce og myndi ég óska þess að hann tæki við skútunni. Hann hefur hugarfar sigurvegarans er frábær varðandi taktík og er nokkuð virtur í heimi knattspyrnunar. Er mikilsmetin af stuðningsmönnum Man Utd og gæti náð að sigla okkur á góðan stað – gefum honum tækifæri bruceermeðþetta.
Robbi Mich says
Þetta eru jafn miklar gleðifréttir og þetta eru sorgarfréttir. Gleðifréttir að David Moyes er farinn því hann var engan veginn starfi sínu vaxinn – og sorgarfréttir að það þurfti að fara þessa leið, sorglegt að það sé komið svona fyrir klúbbnum.
Ég var alltaf hræddur um að Man Utd myndi lenda í þjálfarasúpu á borð við þá sem Liverpool er búið að vera í síðustu ár, þegar SAF ákvað að hans tími væri kominn. Það var eiginlega óumflýjanlegt þegar jafn sterkur leiðtogi stígur til hliðar. Þess vegna fannst mér allt þetta ráðningardæmi hjá Man Utd mjög vanhugsað í fyrra þegar SAF ákveður að kveðja. Það var ekkert fyrirfram ákveðið plan hvað ætti að gera. Að sjálfsögðu átti stjórnin að vera búin að henda upp einhverju plani og undirbúa sig því það var ALLTAF vitað að hver sem tæki við, myndi ströggla því leikmannahópurinn er/var hugarsmíð Alex Ferguson, hans leikmenn sem kunnu að spila undir hans stjórn með hans leikkerfum. Af hverju í fjandanum var því ekki hugsað fram í tímann og David Moyes eða einver annar þjálfari ráðinn fyrst SAF til aðstoðar sem myndi svo taka við eftir eitt eða tvö tímabil, í staðinn fyrir að henda nýjum stjóra beint í djúpu laugina með alveg glænýjan leikmannahóp hjá glænýju félagi sem var hugarsmíð allt annars þjálfara? Þetta er allan daginn hrikalegt klúður hjá félaginu að gefa ekki nýjum stjóra „adjustment“ tímabil hjá félaginu ÁÐUR en hann tæki 100% við sem knattspyrnustjóri, eða gefa honum heilt tímabil til að átta sig á hlutunum – en núna er búið að reka hann þannig að hann fær ekki tækifæri til þess …
Þorri says
Hér má sjá tölfræðina hjá honum Bruce spilaði lengi með okkur hefur gert frábæra hluti með Hull er búinn að gera t.d Jelavic að einum besta leikmanni deildarinnar. Hugsið ykkur hvað leikmenn eins og Welbeck og Rooney gætu gert (Long vs Jelavic) Curtis Davis er nánast að spila sig inn í landsliðið var gleymdur áður en að Bruce dró hann upp og vakti til lífsins aftur Chris Smalling gæti nú grætt á því.
Sjáið tölfræðina hér þar tala fyrir sínu
http://www.transfermarkt.co.uk/en/steve-bruce/aufeinenblick/trainer_447.html
Sigurður Þorri says
Auðvitað eigum við að beina sjónum okkar að Diego Simone sem næsta þjálfara. Með honum myndum við fá Diego Costa ofl. Hann er að gera Atlético Madrid að stórveldi og fá þar menn til að spila yfir getu. Hver hefði nú trúað að þetta lið mundi slá út Barcelona í 8 liða útslitum Meistaradeildarinnar. Þarna er á ferðinni taktískur snillingur sem fær menn til að spila yfir getu. Líkt og Ferguson tókst svo vel.
Auðunn Sigurðsson says
Ber akkurat enga virðingu fyrir Moyes! Ber ekki virðingu fyrir trúð sem tekur við liðinu „okkar“ og leggur það nánast í rúst á 10 mán. gat varla tekið eina rétta ákvörðun í þessu starfi.
Hann sýndi það strax í upphafi að hann væri ekki þessu starfi vaxinn, hver ákvörðunin á fætur annari var röng og ílla ígrunduð.
Að losa sig við allt þjálfarateymið var fyrsti nagglinn í kistuna og að kaupa þennan Fellaini á næstum því 30.milj punda var ekki bara vond ákvörðun heldur sorgleg fyrir stuðningsmenn Man.Utd, nánast móðgun við klúbbinn.
Þannig hóf hann störf hjá þessu félagi, hann virðist aldrei hafa náð til leikmanna, sérstaklega ekki til þeirra sem eldri eru og hafa verið þarna svo árum skiptir og þekkja innanbúðarmál klúbbsins frá a-ö, auk þess var leikskipulag varla til staðar, hugmyndarleysi, viðtöl eftir leiki þar sem hann var ekki beint að vinna stuðningsmenn á sinn band osfr osfr.
Ég er hrikalega sáttur að vera laus við þennan trúð, það hefði verið skandall að halda honum.
Það var ákveðinn skandall að ráða hann í upphafi, að ráða mann sem aldrei hefur unnið neitt eða gert neitt sem stjóri annað en að halda miðlungsliði um miðja deild var vond ákvörðun.
En maðurinn er farinn sem betur fer þannig að maður þarf ekki að velta þessum manni eða hans störfum fyrir sér lengur, hann sýndi það og sannaði (sem maður vissi) að hann er miðlungsstjóri sem á heima hjá miðlungsklúbbum.
Nú er málið að vera bjartsýnn og horfa spenntur til framtíðar, það verður fróðlegt að sjá hver tekur við, ég ætla leggja undir að það verði Van Gaal.
Í mínum huga koma þrír til greina, Hann, Klopp eða Giggs.
Það kæmi mér ekkert alveg geðveikislega á óvart að Giggs fengi sénsinn, fer eftir hvernig honum gengur í þessum leikjum sem eftir eru og hvernig hann nær til leikmanna.
Stjórn félagsins mun eflaust fylgjast vel með hans störfum á komandi vikum og ef þeim líst vel á það sem þeir sjá þá er aldrei að vita hvað gerist með Giggs.
Þetta er reyndar ekki líklegasti kosturinn en kæmi mér persónluega ekkert brjálæðislega á overt ef það gengur vel.
Nú bíð ég bara spenntur eftir leiknum á laugardaginn, er viss um að það verður góð stemmning á vellinum, stuðningsmenn munu fagna því að Moyes sé farinn..
Það eru spennandi vikur/mánuðir framundan.
Þorri says
@ Sigurður Þorri:
Það er mikið til í þessu og ótrúlegt að sjá að Atletico séu að berjast við risana tvo og hugsanlega hafa betur. Simone er svona dálitið eins og Hrói Höttur er maður fólksins og er ég búinn að lesa að fygi við klúbbinn sé búið að aukast um 35% á heimsvísu eftir að hann tók við liðinu. Spurningin er hvað Beckham segir við því ef að hann kemur þeir eru nú ekki bestu vinir eftir árekstur þeirra á HM.
Óskalistinn minn er svona
1: Bruce
2:Simone
3:Keane
4:Hughes
5:G Neville
Steinar K. Kristinnsson says
Robbi mich er með þetta.
Svona í alvurunni, að fá van gaal að þjálfa þetta lið. Jesús kristur, ætla menn ekki að læra neitt af þessu með með moyes. Fyrst að það er verið að reka manninn sem var hent þarna frammi fyrir old trafford, átti aldrei möguleika, þá þarf að fá alvuru nafn sem staðgengil. Mann sem enginn vafi liggur á að leikmenn og allir aðrir drullist til að fylgja.
Að stíga skrefið til hálfs, með að fá eitthvað útbrunnið drasl eins og van gaal til að þjálfa þetta lið, mun sigla united í nokkur tímabil vonleysis í viðbót. ÞEssir Glazers fávitar eru náttúrulega gjörsamlega óhæfir í að stjórna þessu félagi, og geta þakkað sir alex það að hann hafi keypt ódýra leikmenn fyrir það ap þessi skuldsetningar leið þeirra sé ekki löngu farin eins og glitnir eða kaupþing í hruninu.
Þorri says
Held að með því að fá Bruce til að þjálfa liðið þá sé það svipað og þegar að Liverpool fengu Daglish .
Daglish fékk vinnufrið og gat unnið án þess að fá mikla pressu á sig og síðan tóku þeir sér tíma og réðu Rodgers. Held að ef að við fáum Bruce þá fái hann vinnufrið er elskaður og dáður af öllum í Manchester og síðan geta menn tekið rólega og yfirvegaðaákvörðun eftir það.
In bruce we trust
Keane says
Ekki sjá Bruce, það þarf stórt nafn til að taka við, rétt eins og þurfti þegar Moyes var valinn í staðinn. Bruce hefur enga reynslu af stjórnun klúbbs á ManUtd kaliberi.
Þorri says
Bruce er búinn að vera lengi í bransanum fyrirliði Man utd til fleiri ára og stýrt liðum sem stjóri í fleiri hundruð leikjum með mjög góðan árangur. Kosturinn við hann er að það væri engin pressa á honum fengi vinnufrið og gæti byggt upp lið í róligheitunum. Hann er mjög snjall á leikmannamarkaðnum og væri gaman að sjá hann með einhverja aura.
IN BRUCE WE TRUST
Guðmundur Hjalti Sveinsson says
@ Sigurður Þorri:
Ég er algjörlega ósammmála þér Sigurður Þorri – við vorum á góðri leið með að landa Seamus Coleman frá Everton og Fellaini er ekki svo slæmur. Hann er víst ferlega góður á æfingum og eldhress í partíum.
Menn verða að hugsa sinn gang þegar menn segja upp 6 ára samningi. Mér finnst þú hafa rangt viðhorf til þessa máls og ert eflaust með ranghugmyndir og rugludallur.
@ Sigurður Þorri:
JR says
Before you rejoice at the possibility of Moyes getting sacked ask yourself this.
Will Moyes leaving fix the following.
Make Giggs 20 years younger?
Make Cleverley a footballer?
Make Nani be able to cross a ball?
Make Young be able to do anything?
Make Evra 10 years younger?
Make Vidic 10 years younger?
Make Rio 10 years younger?
Give Phil Jones experience?
Stop RVP being injury prone?
Make Januzaj 5 years older?
make valencia use his left foot?
make man utd sign messi?
Our problems won’t go away with Moyes, even if he change our system.
Keane says
@ JR:
Futile arguments..
There were no signs of progress under Moyes, he was clueless from the start..
Einar B.E. says
Jæja, víst Jürgen Klopp er ekki laus þá er augljóst hver nú mitt fyrsta val: Tony Pulis!
Snobb says
Ég er, eins og aðrir MU menn, sáttur … en fyrst og fremst létt eftir þessa ákvörðun :)
Þetta var óumflýjanlegt .. ekki bara vegna úrslita heldur einnig spilamennsku og hugmynda leysi
Eins og flestir sem tjá sig um málið er ég á því að við þurfum að reyna að landa Klopp. Það virðist hins vegar vera léttara að segja en framkvæma .. og ef hann er svona ástríðufullur gagnvart sínu liði verður að virða það og gefa honum auka + fyrir það
Van Gaal ? verð að segja að ég hef ekki verið spenntur fyrir honum .. hann er snarÓður og gamall .. en hann er eingu að síður taktískur snillingur sem kann allt í boltanum … Myndi ekki hafa áhyggjur af því að hann myndi ekki standa sig .. og að leikmenn myndu spila fyrir hann … Hann gæti hins vegar skilið allt eftir í háalofti?
Simone er vissulega spennandi … hann er hins vegar ekki þessi freeFlowing manager … Hans árangur er fyrst og fremst byggður að skipulagi og aga (hef ég lesið .. ekki séð marga leiki)
Hef trú á því að þetta verði gert almennilega núna .. Fergi pressan er farin og við sökkvum ekki dýpra ef marka má það sem sagt er að peningar verði settir í uppbyggingu í sumar.
Nú þeir sem vilja eyða tíma sínum í eitthvað skemmtilegt og kynna sér líklegasta eftirmanninn má benda á þetta:
http://jeddavies.co.uk/wp-content/uploads/2014/04/Louis-Van-Gaal-interview.pdf
Atli Þór says
Mourinho selur sinn langbesta leikmann til United og segir að þetta muni allt skýrast í sumar. Auðvitað meinti hann að hann væri að koma til United og vildi taka Mata með. Svo sagði Ronaldo líka að hann myndi vilja vinna með Móra aftur og útilokar ekki endurkomu til Old Trafford. Ferguson réði Moyes til að taka skellin og gera verkefnið auðveldara fyrir Móra. Allt saman vel skipulagt samsæri!!
Már Ingólfur Másson says
Held að menn séu að gleyma einu spennandi nafni, manni með reynslu frá Old Trafford, kann á klúbbinn, þekkir menninguna og átti risastóran þátt í að nútímavæða Sir Alex á sínum tíma. Carlos Queiroz.
Annars hlýtur Klopp alltaf að vera fyrsti kostur, þó hann segi í dag að hann sé með „óbrjótanlegan samning“ við Dortmund þá er ekki langt síðan hann talaði um að vilja prufa EPL og að hann vildi ekki verða Sir Alex í Dortmund.
4 says
Leiðinlegt að þetta hafi ekki gengið upp hjá karlinum. Hann hefur sýnt það áður að maðurinn er góður stjóri en þetta virðist einfaldlega hafa orðið of stór biti fyrir hann. Við stuðningsmennirnir óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta í framtíðinni og vonum að hann muni eiga góðan feril með klúbbi í Úrvalsdeildinni.
Hjörtur says
Ég verð bara að segja eins og er, að ég eiginlega vorkenni Moyes því það er alltaf leiðinlegt að missa vinnuna sína. En eins og komið var þá held ég að þetta hafi verið nauðsinlegt, og er ekki í vafa að karlinn á eftir að komast í vinnu aftur. Hvað varðar nýjan stjóra, þá er eiginlega Mourhino á mínum óskalista, og átti ég alltaf von á já og bjóst við að hann yrði arftaki Ferguson, og þar af leiðandi svolítið hissa og svektur þegar Moyes var ráðinn. En það er óskandi að það fáist stjóri sem ræður við verkefnið, og laði til sín góða leikmenn og komi liðinu á þann stall sem það á að vera á, þ.e.a.s. í topp slag í öllum keppnum.