Þetta átti að vera svo flottur dagur í dag. Sólin skein og reif ég ófrísku kærustuna upp úr rúminu klukkan 11 í bröns niðrí miðbæ Köben. Svo settist maður eldhress upp í sófa með ískaldan Leffe tilbúinn að horfa á United endurtaka leikinn frá síðustu helgi er þeir völtuðu yfir Norwich á Old Trafford. Því miður gekk ekki allt upp eins og maður hafði planað.
Líkt og í Danmörku þá var sólin að skína fyrir leikmennina á Old Trafford í leik númer tvö af fjórum í stjóratíð Ryan Giggs. Fyrir leikinn skrifaði Giggs:
https://twitter.com/ManUtd/status/462566569630253056
Leikurinn
Giggs stillti liðinu upp svona í dag:
De Gea
Jones Ferdinand Vidic Evra
Nani Carrick Fletcher Young
Mata
Hernandez
og á bekknum voru þeir: Amos, Smalling, Valencia, Fellaini, Januzaj, Welbeck, Van Persie.
Í fyrri hálfleik voru United ágætlega sprækir. Nánast allan tímann með boltann en náðu þó aldrei að skapa sér nein almennileg færi. O’Shea var ekki langt frá því að skora sjálfsmark, Nani átti fína tilraun og svo áttum við hættulegt horn sem Mannone varði. Svo eftir hálftíma sækir Sunderland, Connor Wickham fer með boltann út að hornfána og á þessa stórfínu fyrirgjöf inn í vítateig United þar sem allir varnarmenn voru steinsofandi og horfðu á Sebastian Larsson taka á móti boltanum og smella honum framhjá De Gea í markinu (Vídeó). Svo þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks tók ég eftir því að Chicharito var inn á vellinum. Var búinn að steingleyma því að hann hefði verið í byrjunarliðinu, ósýnilegur var drengurinn.
Í seinni hálfleik reyndi United aftur og aftur að gera eitthvað en það gekk voðalega lítið upp. Ég var á tímabili byrjaður að óska þess að Giggs myndi henda Scholes inn á því 39 ára gamall Scholes hefði verið eitthvað mun betra en það sem ég var að sjá frá United. Ég man eftir tveimur hættulegum sóknum sóknir hjá United, þegar Chicharito potaði boltanum framhjá (gæti hafa verið varnarmaðurinn) og svo átti Vidic skalla framhjá sem virtist snerta höndina á Wes Brown.
Giggs reyndi að hrista aðeins upp í liðinu með því að setja Januzaj inn á fyrir Nani á 52′ mín, Van Persie inn á fyrir Mata á 66’mínútu (hans fyrsta leik síðan nítjánda mars þegar hann skoraði þrisvar gegn Olympiacos) og svo Welbeck fyrir Young á 67′ mín. Af þeim þrem átti Januzaj bestu innkomuna, hristi aðeins upp í liðinu og var oft að skapa færi (þó hann hafi klúðrað líka miklu) en því miður skilaði það ekki marki.
Dómarinn flautaði svo leikinn af á 94’mín og átti þetta hæga, hugmyndasnauða United lið ekki skilið meira en 0 stig í þessum leik. Þessi mynd lýsir því ágætlega hvernig leikmönnunum og manni sjálfum leið eftir þennan leik:
https://twitter.com/RedMancunian/status/462604229064916992
og svo til að nudda salti í sárin:
https://twitter.com/EPLStuff/status/462622575622111232
Nokkrir punktar
1. Giggs var ekki að fara gera nein kraftaverk í fjórum leikjum og það er engin spurning að United mun og þarf að skipta út allnokkrum leikmönnum í sumar. Við öll vitum um ansi marga leikmenn sem hreinlega eru ekki á United kaliberi (í dag voru það t.d. Nani, Young og Chicharito) en meir að segja fastamenn og traustir leikmenn fyrir United eins og t.d. Carrick (sem spilaði alveg hræðilega í dag), eru byrjaðir að spila eins og gamalmenni með slappa sjón (þetta á til dæmis líka við Ferdinand og Vidic). Það þarf uppstokkun og það þurfti hana fyrir nokkrum árum.
2. Það sem þessi leikur sýndi manni þó af hverju United þarf stjóra eins og Van Gaal (Já, ég er byrjaður að sættast við þá ákvörðun). Giggs er félagi allra innan liðsins. Já hann nýtur virðingar (að sjálfsögðu) en er hann það vægðarlaus að segja ansi mörgum leikmönnum að vinsamlegast finna sér aðra vinnu? Ég er ekki viss um það.
3. Þrátt fyrir að United hafi verið arfaslappt, eins og svo oft á þessu tímabili, þá verður maður nú að hrósa andstæðingnum þegar þeir eiga það skilið. Sunderland vörðust hrikalega vel og í þessum fáu sóknum, sem þeir áttu í dag, sköpuðu þeir hættulegri færi en United allan leikinn. Vel gert! Erfitt að skrifa þetta þar sem ég þoli ekki þetta lið (Já, út af helv Poznan þegar City vann titilinn!).
4. Ég veit það eru margir sem ekki þola Wayne Rooney (sorrí, ég er ekki meðlimur). En það eru fáir sem geta neitað því hvað Rooney er mikilvægur fyrir United. Alltaf þegar hann á slappan leik vilja stuðningsmenn selja en alltaf þegar það vantar manninn í byrjunarliðið spilar United eins og í dag. Ég er ekki að segja að þetta sé góð staða en áttum okkur á því að Rooney er langbesti leikmaður liðsins. Nú þarf einfaldlega að styrkja liðið á öðrum vígstöðum og finna kerfi sem fær okkar bestu leikmenn til að spila eins og þeir geta fyrir liðið.
5. Getur sumarið ekki bara byrjað núna? Ég get ekki meir!
Héðinn says
Lindegaard og Rooney eru báðir búnir að vera með einhverja flensu, það er líklega ástæðan fyrir fjarveru þeirra.
Finnst þetta ekkert spes lið, skíthræddur fyrir þennan leik því Sunderland eru búnir að vera flottir síðustu vikur. Hefði viljað sjá Valencia og Welbeck inná. Verður líka gaman að sjá RvP koma til baka, geri ráð fyrir því að hann fái einhverjar mínútur…
Andri says
Ánægður að sjá Nani fá tækifæri á hægri kantinum, hann skorar í dag.
Kjartan says
Eitthvað hefði nú verið sagt ef Moyes hefði valið þetta byrjunarlið. Út með Rio og Nani/Young og inn með Janus og Smalling,
Hjörtur says
Jæja þá held ég maður gefist upp á að horfa á þennan leiðinda leik. Utd liðið svo gjörsamlega úrræðalaust, þetta eru bara DM leikaðferðin spilað upp kantana, og gefið há bolta fyrir sem 10 manna vörn Sunderland er ekki í vandræðum með að hreinsa frá, en samt er haldið áfram út á kantana og gefa fyrir. Nei Giggsari góður þú verður að gera betur en þetta. Þarna voru leikmenn að mínu mati sem áttu alls ekki heima í liðinu t.d. Fletcher, Hernandez sem ætti ekki að vera byrjunarliðsmaður, því honum gengur best að koma inn síðustu 20-25 mín. eða svo.
Einar says
Þetta er dapurt. Liðsvalið svolítið óvænt. Carrick og Fletcher bara ekki góðir. Mata off – skil það ekki. Welbeck, svo mikill klaufi (ég veit, rosa efnilegur). Elska giggs og var að vona að hann myndi ná liðinu á skrið. Þetta er svakalegt hrun hjá einu liði. Gæti tekið áratug að ná upp árangri aftur.
Roy says
Þetta er skammarlegt. Fletcher og carrick eru svo búnir að það hálfa væri nóg. Hernandez er bara 15 mín maður. Young, ekki hægt að finna orð yfir hann. Allir þarna eiga bara að drulluskammast sín. Augnablik spilar hraðari bolta….
DMS says
Fletcher og Carrick voru virkilega slappir að mínu mati .Skildi ekki skiptinguna með Mata, hefði frekar tekið Fletch eða Carrick út og sett Robin van Persie inn og fært Mata þá frekar aðeins aftar. Þetta var mjög hugmyndasnautt. Ég held hreinlega að í svona stöðu þá vantar okkur einhvern til að öskra á þá, koma því inn í hausinn á þeim að girða sig í brók og skipta um gír. Giggsarinn er ekki alveg sú týpa, Moyes sennilega ekki heldur enda virtist enginn nenna að hlusta á hvað hann hafði að segja. Ferguson hefði rifið þá í sig eftir svona frammistöðu, hárþurrkan á hæsta styrk.
Ég held að Louis van Gaal sé maðurinn til að öskra og æpa. Það þarf að endurbyggja spilamennskuna frá grunni sýnist mér, menn vita ekkert hvað þeir eru að gera þarna inn á. Van Gaal er með ákveðna hugmyndafræði sem hann vill að sín lið spili, ef þú tekur ekki þátt þá færðu að fjúka. Það er bara þannig.
Ef ég væri miðjumaður hjá Manchester United þá væri ég hræddur um mína stöðu í sumar. Menn eins og Fellaini, Carrick, Fletcher og Cleverley ættu að vera smeykir ef United mun opna veskið í sumar. Fjandinn hafi það, spilum frekar ungum strákum sem virkilega vilja sýna sig og sanna heldur en andlausum mönnum sem eru með áskrift að sæti i byrjunarliði. Það er þá allavega auðveldara að fyrirgefa unglingunum fyrir slakar frammistöður eins og þessa.
Karl Gardars says
Algjörlega ömurlegt! Hundleiðinlegasti göngudrullubolti sem maður sér er ítrekað hjá okkar mönnum! Fletcher, carrick, young, rio, vidic og evra í ruslið strax! Það þarf eitthvað verulega mikið að gerast hjá þessu liði. Semja við Van Gaal og rusla út þessari meðalmennsku!
Siggi says
Þarna stimplaði Giggs sig út sem stjóri Man utd.
Til þess að hann ætti pínu möguleika á að halda liðinu hefði hann þurft að klára alla sína leiki sanfærandi og liðið að spila af krafti.
Ég sá engan mun á þessari framistöðu í dag og mörgum framistöðum hjá Moyes í vetur. Liðið gjörsamlega andlaust, hugmyndarsnaut og vantaði baráttu og vilja til þess að klára þetta.
Héðinn says
Skil ekki af hverju Carrick og Fletcher fengu að klára 90 mínútur. Kannski erfitt að setja útá það að þeir hafi byrjað því að við eigum ekki marga kosti á miðjuna, en þeir voru svo arfaslakir í dag að það hálfa væri hellingur. Ég var viss um að Fletcher yrði tekinn útaf strax í hálfleik en einhverra hluta vegna ákvað Giggs að halda þeim inná allan leikinn! Þarna tapaðist leikurinn, á miðjunni. Fyrir utan það að þeir tveir áttu mesta sök á markinu, Fletcher leyfði Wickham bara að koma með fyrirgjöfina og Carrick gleymdi sér og leyfði Larsson að rölta framhjá sér.
Sjálfstraustið hjá liðinu er bara alveg í núlli og það er erfitt að eiga við það, það þarf að vinna í því í sumar. Svo er algjört forgangsatriði að kaupa klassa miðjumann. Það hefur vantað í þetta lið í mörg ár. Við komumst upp með það í fyrra að vera bara með einn góðan miðjumann því að Carrick var hreint út sagt magnaður, en hann hefur verið slakur í ár og þá er miðjan hjá okkur bara ónothæf. Fletcher verður því miður aldrei sami maður og hann var fyrir veikindin, Cleverley er ágætis squad player og Fellaini passar bara engan veginn inní þann leikstíl sem við viljum sjá frá Man Utd…
Keane says
Giggs bjargar engu á 4 leikjum…héldu menn það virkilega???? Vandinn er mun dýpri en það.. ég er bara himinlifandi að óþverrinn hann david moyes er farinn!! Svo var einhver „stuðningsmaður“ að leggja til að gary neville yrði nr 2…..
Magnús Þór says
Keane skrifaði:
Hvernig væri það slæmt?
ellioman says
Keane skrifaði:
Af hverju gæsalappir utan um stuðningsmaður?
Mér finnst ekkert galið að velta því fyrir sér að hafa Gary sem nr.2 hjá United, ég persónulega hef gaman af slíkum pælingum (kannski er ég líka skrítinn). Held að flestallir séu nú sammála um að Gary sé afskaplega fróður um knattspyrnu, taktík og United og er erfitt að finna einhvern sem elskar þennan klúbb meira en hann. Helsti gallinn er að hann hefur enga reynslu fyrir þessa stöðu og það er að sjálfsögðu það helsta sem mælir á móti honum en ekkert að því að sjá „stuðningsmenn“ velta slíkum hlutum fyrir sér.
Ég persónulega myndi vilja hafa hann í teyminu sem verður næsta stjóra til handar (ásamt restinni af ’92 genginu)
Keane says
Gary neville hefur enga reynslu, svo virkar hann bara full breskur og íhaldssamur fyrir minn smekk.. ekki alveg það sem manutd þarf þessa dagana og ég held bara að það sé kominn tími á einhvern utanaðkomandi mann með reynslu. Þú mátt túlka gæsalappir alveg eins og þér sýnist ellioman, hugsana og skoðanafrelsi.
Bjarni says
Já þetta er orðið gott, vandinn er dýpri en svo að Giggs eigi að bjarga einhverju. Sunderland er á svaka skriði, einbeita sér vel að því að nýta þau fáu færi sem gefast. Það eru nokkri búnir á því í okkar liði, þeir hafa oft verið nefndir á nafn, það verður stokkað upp. Engin leið að giska á hvað yfirmenn eru að hugsa um næsta stjóra en þá lá fyrir síðasta vor að DM var reynslulaus að stýra stórum klúbbi. Mér er alveg sama hver tekur við, bara að hann sé hokinn af reynslu, með árangur og uppbyggingu í sínu liði og slétt sama þó hann verði ekki nema 2-3 ár. Það þekkist ekki í nútíma bolta í daga að hafa sama stjórann of lengi. Það er alltaf ætta á stöðnun og SAF staðnaði nokkrum sinnum en náði samt að komast úr hjólförunum með kaupum á nýjum leikmönnum eða betrumbætti þjálfarateymið. Það eru jú þeir sem skipta miklu máli.
Runólfur says
Eru menn að átta sig á því að Moyes var ekki einn ástæðan fyrir ömurlegu gengi í vetur? Meiðsli og almennur aumingjaskapur hafa spilað risastóran þátt í þessu hrottalega season-i.
Hvar er svo þessi sóknarbolti sem Giggs talaði um? Tveir hafsentar sem geta ekki varist framarlega á vellinum því þeir eru hægir – hafsent í hægri bakverði og tveir djúpir miðjumenn.
Ég er allavega ekki sáttur.
Guðjón Ingi Eiríksson says
Þvílíkt liðsval hjá Giggs og þvílík liðsstjórnun. Hvernig dettur honum i hug að hafa tvo afar hæga miðvallarspilara saman, þá Carrick og Fletcher, og Young á vængnum – mann sem getur ekki komið boltanum þokkalega fyrir markið og hefur engan leiksskilning. Og skipta svo Mata út af – eina leikmanninum sem var eitthvað að gera af viti. Inn með Van Gaal (fyrst Klopp er ekki valkostur).
Ingvar says
Sumir kannski að missa sig aðeins, klárlega ömurleg frammistaða en ekki hægt annað en að gefa Sunderland smá kredit, sáuð líka hvað þeir hafa gert í seinustu leikjum, óverðskyldað tap á Anfield, óheppnir að missa leikinn á Etihat og sigur á brúnni og þið hélduð að þetta yrði göngutúr í garðinum: )
ellioman says
Keane skrifaði:
Þar erum við sammála, hann hefur enga reynslu sem stjóri og það helsta vandamálið. En á móti kemur að hann hefur massífa reynslu af því að vera stjóri á vellinum (enda offisjal fyrirliði liðsins í fimm ár). Við erum bara nýbyrjuð að sjá hversu snjall hann út af því hann ákvað að fara vinna fyrir Sky Sports. Hann væri frábær viðbót í United teymið, Jan Aage Fjortoft sagði að hann myndi smellpassa í „Director of Football “ starf hjá United sem er ekkert svo galið heldur en ég myndi frekar vilja sjá hann vera einn af þeim sem undirbýr liðið fyrir hvern leik.
Keane skrifaði:
Uhmmmkay. Það þarf samt voðalega lítið að reyna túlka þetta eitthvað. Það að láta gæsalappir utan um orðið virkar eins og þér þyki hann ekki alvöru stuðningsmaður því honum datt í hug að hafa Gary sem númer tvö. Það þykir mér soldið sérstakt.
ellioman says
Runólfur skrifaði:
Neinei, held að við höfum alveg verið ágætlega á nótunum hingað til :)
http://www.raududjoflarnir.is/2014/03/10/i-skugga-risans-umraeda/
DMS says
Giggs má allavega eiga það að hann dettur ekki í „Við spiluðum vel en vorum óheppnir“ pakkann sem Moyes var alltaf í eftir svona leiki.
http://fotbolti.net/news/03-05-2014/giggs-vid-hofum-verid-i-vandraedum-allt-timabilid
Týpískt viðtal við Moyes hefði verið á þá leið að United hefðu haldið boltanum vel og við höfum fengið 1-2 góð skotfæri sem við nýttum því miður ekki.
Við þurfum utanaðkomandi mann inn með stórt egó til að gíra þessa ræfla almennilega í gang. Þeir sem verða ekki klárir í að taka þátt í verkefninu verða að fara, það er bara þannig.
Hjörtur says
Ég er ansi hræddur um að liðið þurfi allmikla grisjun í sumar. Ég horfði á 21 árs liðið spila við púllara þ.e.a.s. hluta af leiknum, þar var á ferðini mjög snarpir og að því er virðist mjög góðir leikmenn sem mér findist allt í lagi að leifa að spreita sig í þessum leikjum sem eftir eru. Svo er þetta Fabrigas slúður komið eina ferðina enn í umferð, ætla að vona að allt sumarið fari ekki í þá vitleysu eins og það síðast, að reyna að fanga manninn.
Keane says
Já drengir, svona er komið fyrir manni sem stuðningsmanni.
Hugmyndin um Giggs og class of 92 er mjög rómantísk og allt það og væri flott að sjá Giggsarann áfram sem aðstoðarmann og jafnvel sjá hann taka við einn daginn, en ég held bara að í dag þurfi nauðsynlega að fá inn reynslumikinn stjóra, sem hefur getuna til að stýra liðinu þangað sem það á heima. Erlendan eða innlendan? Gary Neville sem er mér kær eins og mörgum stuðningsmönnum, er víst ekkert alltof hrifinn af hugmyndinni um erlendan skipstjóra – það er víst ekki venjan hjá Manchester United.. bresk íhaldssemi? Eru einhverjir raunhæfir breskir valkostir ?
Það er spurning hvernig þetta fer og spennandi tímar í vændum.
Siggi says
Ég veit ekki hvað kallast spennandi tímar?
Það þarf að hreinsa vel til og er ekki víst að það takist að losa sig við allt ruslið í sumar.
Það verður að viðurkennast að með engan Ferguson og enga meistaradeild + ömurlegan árangur þá verður erfiðara að eltast við stór nöfn(það verður samt gert og einhver kemur).
Man City – eru líklega meistara í ár og þeir bæta við sig eins og alltaf.
Liverpool – hafa spila vel í vetur með ekki breiðan hóp og það koma einhverjir kallar þar inn
Chelsea – kaupa sér alvöru framherja og verða stórhættulegir
Arsenal – ef þeir halda sér heilum þá verða þeir stórhættulegir og svo virðist sem að það sé til nóg af penningum núna hjá þeim.
Ég er viss um að Man utd kemur sér í toppbaráttuna en þetta verður drullu erfitt hjá liðinu næsta vetur.
siggi utd maður says
Ég er t.d. einn af þeim sem vil sjá G. Neville vera númer tvö hjá okkur. Með þá þekktu nafni sem getur kennt honum öll trixin í þjálfarabókinni. Það öðlast enginn reynslu með því að lesa um það í bók. Af hverju ætti næsti „númer tvö“ ekki að vera heimamaður?
Gary Neville er United maður í gegn. Hann var stuðningsmaður, svo leikmaður, svo fyrirliði, og er aftur orðinn stuðningsmaður. Hann hefur virðingu núverandi leikmanna, stuðningsmanna og síðast en ekki síst, stjórnarmanna. Hann er líka með bein í nefinu, og væri alverg örugglega ekki þessi „já maður“ hjá nýja þjálfaranum.
Það sem endanlega sannfærði mig um að GN ætti að vera í þjálfarateyminu, var leikurinn á móti Liverpool sem tapaðist 3-0. Í beinni útsendingu sagði hann eftir innan við tíu mínútur að Moyes þyrfti að breyta um leiktaktík annars færi illa. Svo útlistaði hann hvaða breytingar þurfti. DM breytti engu og GN hafði rétt fyrir sér.
Maðurinn er það klár í fótbolta að stuðningsmenn Liverpool eru búnir að taka hann í sátt á SKY. Það segir eiginlega meira en allt.
Keane says
Spennandi tímar.. ja það verða vonandi einhverjar jákvæðar breytingar með nýjum stjóra, það þurfti t.d. fyrir þetta tímabil. Það breyttist skiljanlega ekkert undir Moyes, leikstíllinn og spilamennskan versnaði og menn virka hreinlega eins og þeir æfi eitthvað allt annað en fótbolta.. maðurinn var ekki rekinn að ástæðulausu, það hlýtur að hafa verið e-ð meira en lítið að..
City og Chelsea breytast ekkert, þau halda velli í toppbaráttunni, Liverpool hittu loksins á það með frábærum stjóra og eru orðnir verðugir andstæðingar um titilinn. Arsenal er alltaf spurningamerki, virðast aldrei hafa það sem til þarf að klára hlutina. Annars er mér nokkuð sama um öll hin liðin, ég vil bara sjá liðið mitt aftur í toppbaráttu á öllum vígsstöðvum þar sem það á heima.
Keane says
@ siggi utd maður:
Ég er sammála þér í því, vonandi ráða þeir ekki mann sem hefur bara lesið hvernigáaðverðaknattspyrnustjóri-manualinn, þá væru helvíti margir að berjast um bitann. Ætli þeir séu ekki búnir að brenna sig nógu mikið og færir um að forðast eldinn í þetta skiptið.