…loksins er þetta tímabil að taka enda.
United fer á ströndina á morgun, nánar til tekið suður til Southampton og spilar þar sinn síðasta leik undir stjórn Ryan Giggs. Í bili a.m.k. Giggs er búinn að vera að rótera nokkuð og gefa mönnum sénsa til að sýna tilvonandi stjóra hvað í þeim býr. Það verður ekki sagt að allir hafi gripið það tækifæri.
Það er því svolítið erfitt að spá hverjir fá aftur tækifæri, en ég spái þessu svona:
De Gea
Rafael Smalling Vidc Evra
Cleverley Fellaini
Nani Mata Januzaj
Van Persie
Lawrence og Wilson sem stóðu sig svo vel síðast verða á bekknum, þeir spila í úrslitleik U-21 deildarinnar gegn Chelsea á miðvikudaginn næsta Það er einhver smá séns á að Rafael verði orðinn góður og ég spái honum því þarna inn. Cleverley fær lokaséns til að sýna sig og Van Persie verður auðvitað á toppnum. Ólíklegt er að Rooney verði tilbúinn, en gæti sést á bekknum.
Ef Giggs kemur ekki inná þá get ég *staðfest* að það er vegna þess að hann hefur ákveðið að gefa þessu eitt ár í viðbót, eins og hann sagði nú í vikunni að hann væri að íhuga. Ef hann verður aðstoðarmaður Van Gaal sé ég enga ástæðu til að hafa hann ekki á leikmannalistanum. En auðvitað á hann að koma inná engu að síður og skora mark, svona til að eyðileggja ekki metið sitt að hafa skorað öll árin sín í deildinni.
Þetta lið á að geta spilað mjög skemmtilegan bolta en hvort það nægir gegn góðu liði Southampton sem mun að hluta verða brotið upp í sumar, enda kemur Shaw vonandi til okkar, og Lallana virðist á leið til Liverpool.
Nú er bara að klára þetta með smá stæl, spila flottan fótbolta, þakka Giggs fyrir að hlaupa í skarðið og reyna að fara inn í sumarið með smá bros á vör.
Svona til að að hressa okkur við er ágætt að lesa þetta viðtal við Juan Mata.Drengurinn er alltaf að koma jafnvel út á opinberum vettvangi, traustur gaur. Eitt það áhugaverðasta í þessu er:
He [Moyes] told me he thought I could play in any of the three positions behind the striker. I said, yes, I’d played in all three during my career.
Þannig að Mata er tilbúinn í að spila þar sem hans er þörf.
Annars var David de Gea í vikunni valinn leikmaður ársins bæði af leikmönnum og stuðningsmönnum
https://twitter.com/D_DeGea/status/464538124312662016
Verulega verðskuldað og verulega ánægjulegt að sjá að stuðningsmenn eru ekki algerlega stjörnublindaðir af Rooney sem hefur verið upp og ofan í vetur. De Gea er besti markmaðurinn í deildinni, á því á ekki að vera neinn vafi.
Saidi Janko, Svisslendingurinn ungi sem keyptur var sama dag og Fellaini í ágúst síðastliðnum var valinn besti varaliðsleikmaðurinn og engum á óvart var James Wilson unglingaliðsleikmaður ársins.
Skildu eftir svar