Í kvöld spilaði United sinn fjórða æfingarleik í þessum Bandaríkjatúr og halda þeir áfram að spila vel og gefa okkur góða von fyrir næsta tímabil. United með sanngjarnan sigur á Real Madrid, 3-1. Ashley Young með tvö mörk í fyrri hálfleik og Chicharito bætti einu við í seinni hálfleik. Gareth Bale skoraði mark Real Madrid.Það þýðir semsagt að United mætir Liverpool á mánudag og verður sá leikur spilaður á miðnætti. Ekki oft sem maður fær slíka stórleiki á æfingartímabilinu.
Fyrir leikinn sigraði Inter Roma með tveimur mörkum gegn engu þar sem Vidic skoraði eitt og var valinn besti leikmaður leiksins. Með sigrinum komst Inter upp fyrir United og þurftu okkar menn semsagt eitt stig út úr þessum leik til að ná efsta sætinu í riðlinum og tækifæri til að mæta Liverpool.
Samkvæmt Mark Ogden hjá Telegraph, þá er þetta mesti fjöldi sem hefur mætt á leikvöll í Bandaríkjunum til að horfa á fótboltaleik, 109 þúsund manns takk kærlega fyrir.
PIC: Were you one of the lucky ones inside The Big House today? This was the scene. #mutour pic.twitter.com/y0xRgL44hw
— Manchester United (@ManUtd) August 2, 2014
Van Gaal stillti liðinu svona upp í fyrri hálfleik:
De Gea
Keane Jones Evans
Valencia Herrera Fletcher(C) Young
Mata
Rooney Welbeck
Liði Real var hinsvegar stillt upp svona:
Casillas
Ramos Pepe Nacho
Arbeloa Illaramendi Alonso Carvajal
Modric Bale
Isco
Ég hef ekki náð að horfa mikið á United í þessari æfingarferð og var þetta fyrsti leikurinn sem ég horfi á frá upphafi til enda. Get ekki sagt annað en að maður sé afskaplega kátur með það sem Van Gaal er að gera.
Í fyrri hálfleik spilaði United oft á tíðum alveg glimrandi fótbolta og stjórnuðu spilinu. Það var svo á tuttugustu mínútu sem þetta flotta spil skilaði marki. Leikmenn United hófu stórkostlega sókn (sem tók um það bil tuttugu sendingar) sem endaði með að Fletcher sendir boltann á Rooney sem gefur hann til baka með laglegri hælsendingu, Fletcher kemur svo boltanum til Welbeck og hann yfir á Young sem á þetta laglega skot framhjá Casillas í marki Real. Það dugar ekkert að lýsa þessu með orðum, þetta mark þarf að sjá með eigin augun.
Leikmenn Real voru samt fljótir að jafna metin. Bale nýtti sér reynsluleysi Michael Keane í vörn United og náði að komast framhjá honum og gerði Keane þau klaufamistök að brjóta á Bale inn í vítateig (Verð að taka það fram að Keane lét þetta ekki á sig fá og spilaði þrusuvel fyrir liðið eftir þessi mistök). Bale steig svo á vítapunktinn og skoraði framhjá De Gea.
Tuttugu og átta mínútur liðnar og staðan 1-1. Stuttu síðar átti Bale stórhættulega hjólhestaspyrnu, sem hefði auðveldlega geta endað með marki en De Gea stóð sig vel og varði örugglega. Á þrítugustu og sjöttu mínútu skoraði Young sitt annað mark og annað mark United í leiknum. Young á þessa stórfínu fyrirgjöf á Rooney sem reynir að skalla boltann en rétt missir af boltanum. Það kom ekki að sök því boltann fór svona glæsilega framhjá Casillas og annað mark Young í leiknum staðreynd.
Welbeck meiddist stuttu síðar og var honum skipt út af fyrir Zaha. Rooney og Mata enda svo fyrri hálfleikinn með skemmtilegri aukaspyrnu þar sem Mata hleypur framhjá varnarveggnum, Rooney vippar boltanum til hans og Mata á skot framhjá. Staðan í hálfleik þarmeð 2-1.
Van Gaal gerði svo þrjár skiptingar í hálfleik. Luke Shaw, Tyler Blackett og Cleverley komu inn á fyrir Evans, Young og Herrera. Fjarvera Herrera hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins í byrjun seinni hálfleiks. United ekki að ná sama spili með Cleverley á miðjunni. Á sama tíma fannst mér Phil Jones meir og meir áberandi góður í vörn United. Það var svo á 80′ mínútu sem United innsiglaði sigurinn með flottu marki frá Javier Hernandez. Kagawa átti glæsilega fyrirgjöf inn í teig og náði Chicharito að skalla boltann laglega inn í markið.
Fyrir mann eins og mig, sem hafði ekki séð mikið af United eftir ráðningu Van Gaal, þá var þetta stórkostleg viðbrigði á spilamennsku liðsins frá því sem maður sá á síðasta tímabili. Allir leikmenn liðsins öruggari með botltann, alltaf að reyna spila boltanum framhjá andstæðingnum, mikið af flottum margar þversendingum yfir völlinn og „einnar-snertingar“ fótbolti. Leikmenn í sífellu að skipta um stöður, gera sig fría fyrir næstu sendingu o.s.frv. Á sama tíma voru varnarmenn liðsins að njóta sín einnig, Phil Jones þá sérstaklega (Evans var líka frábær). Svo er langt síðan maður hefur séð Fletcher spila svona vel og Young átti prýðisleik fyrir liðið. Það er alveg greinilega að allir leikmenn liðsins eru að reyna sanna sig fyrir nýja stjóranum og það eru gleðifregnir fyrir okkur sem styðja liðið.
Það er smá munur á þessari æfingarferð og þeirri síðustu:
Only pre-season but a marked difference to 2013 in the calibre of teams played by MUFC – & results achieved: pic.twitter.com/2TPsNBQ07r
— Alex Shaw (@AlexShawTel) August 2, 2014
Semsagt góður sigur í kvöld og ansi margir jákvæðir punktar. United er að ná betri tökum á þessu 3-4-3 leikkerfi Van Gaal og stefnir allt í stórskemmtilegt tímabil í vetur eftir ansi dapurt gengi á því síðasta. Næst er það hinsvegar Liverpool í úrslitunum á mánudag. Það verður sko enginn venjulegur æfingarleikur!
Magnús says
Flottur leikur
DMS says
Flottur leikur og spilamennskan góð. Mér skilst að Van Gaal sé enn að vega og meta liðið sitt þannig að það kemur svo sem ekkert stórkostlega á óvart að fleiri viðbætur hafi ekki átt sér stað ennþá. En ég trúi varla öðru en hann bæti við öðrum miðjumanni á svipuðum kaliber og Herrera. Því miður þá held ég að Cleverley muni ekki ná að covera þessa stöðu með fullnægjandi hætti.
Vidal eða önnur miðjumannskaup hljóta að vera á döfinni…en sennilega eru þau þó varla í forgangi því Van Gaal sagði að kaup á varnarmanni væru forgangsatriði.
Ég hélt að við myndum þurfa að bæta við okkur vængbakvörðum, en fjandinn hafi það Ashley Young er að ná að sannfæra mann um að hann ráði við þetta role. Shaw og Young vinstra megin, Rafael og Valencia hægra megin. Hljómar ekkert alltof illa núna hið minnsta. Hinsvegar mætti allavega bæta við a.m.k. einum miðverði upp á breidd að gera. Ekki séns að Smalling, Evans og Jones haldist heilir mjög lengi, því miður. Rafael og Smalling þegar búnir að meiðast í pre-season.
En það er svo margt jákvætt í gangi hjá okkur núna að maður getur hreinlega ekki beðið eftir að tímabilið hefjist. Það sést á öllu liðinu að sjálfstraustið er meira og allir virðast tilbúnir að leggja sitt af mörkum og læra á nýtt kerfi.
Krummi says
Stórkostlegt að sjá hvernig klúbburinn í heild sinni virðist vera að lifna við undir LVG. Allt umtal, öll viðtöl, allar fréttir bera þess merki að allt sé á uppleið.
Viðurkenni fúslega að ég hef ekki horft að leikina í USA í heild sinni en þó séð nokkuð mikið af highlights. Þau bera með sér að flestir leikmenn séu virkilega á tánum og hugarfarið virkar frábært á mann.
Ég má til með að nefna sérstaklega 3 leikmenn sem hafa vakið sérstaka athygli mína það sem af er:
1. Ander Herrera: Virðist vera ÞRUSUspilari. Klárlega að bæta miðjuspilið okkar. Ég tel þó mikilvægt að setja ekki of mikla pressu á hann strax, hann er að fara að spila sitt fyrsta tímabil á Englandi og þar að auki tel ég líklegt að annar miðjumaður verði keyptur fyrir lok gluggans.
2. Ashley Young: Við munum allir hvefrsu frábærlega hann byrjaði eftir að hafa gengið til liðs við okkur. En eftir 3-4 frábæra mánuði hefur leiðin legið niður á við. Síðasta tímabil hjá honum var ömurlegt, var lélegasti leikmaður liðsins aftur og aftur (og þá er virkilega mikið sagt). Ég var algerlega kominn með nóg af honum, notaði mörg tækifæri til að úthúða honum o.s. frv. Ég verð samt að viðurkenna hér að hann hefur komið mér á óvart núna í sumar. Bæði vegna þess að hann virðist vera að spila vel, en ekki síður vegna þess hugarfars sem hann er að sýna. Hann ÆTLAR sér að sanna sig og vinna fyrir því að endurheimta virðingu sína fyrir stuðningsmönnum. Svoleiðis kann maður að meta og þannig menn eiga skilið annan séns. Tek það samt skýrt fram að það er lokaséns og hann er enn á algjöru skilorði :)
3. Darren Fletcher: Hvað er í gangi? Þvílíkur karakter sem þessi drengur er! Það sem maður hefur séð af þessum leikjum er Fletch búinn að vera magnaður, mikið involveraður í mörkum o.fl. Hverig er með veikindin hans? Manni skildist að þetta væri ólæknanlegt og aldrei væri hægt að treysta á að hann gæti beitt sér undir miklu álagi lengi í einu. Veit einhver hver staðan er á þessum málum? Ef við erum að tala um að Fletcher sé „heill“ þá er ljóst að það jafnast á við kaup á nýjum miðjumanni. En við þurfum samt annann líka :)
Björn Friðgeir says
Fletcher fór í þrjá uppskurði, og sá síðasti bjargaði málunum þó það hefði engan veginn verið gefið mál. Og af því að það er einn á móti fimmhundruðþúsund að mænudeyfing myndi hafa slæm áhrif… og einn á móti fimmhundruðþúsund eru líkurnar á að fá bráðaristilbólgu sem hann var jú með… þá fór hann í allar þrjár aðgerðirnar ÁN mænudeyfingar.
Darren Fletcher: Harðari en allt hart.
(hann gæti þó þurft að læra smá líkindafræði, því bráðaristilbólga finnst í 1-20 manns af hverjum 100 þúsund á ári, en hitt er sagan eins og hann sagði hana)