Seint kemur upphitun en kemur þó.
Siðasti, eða næst síðasti, leikur United í Bandaríkjaförinni er í kvöld. Liðin eru komin til Detroit og munu í kvöld mætast á þriðja stærsta leikvangi heims, Michigan Stadium í Ann Arbor og uppselt er á leikinn. 109.000 manns munu sjá tvö af stærstu liðum í heimi mætasta.
Sigur, hvort eð er í leiknum eða eftir vítakeppni mun tryggja United sæti í úrslitum Guinness International Champions Cup í Miami á mánudaginn. Real er úr leik eftir jafntefli við Inter 1-1 (og tap í vítakeppni) og tap gegn Roma, 1-0.
Ólíkt fyrri leikjum hefur Van Gaal litið gefið upp um liðið í kvöld, en við búumst auðvitað við svipuðum skiptingum og fyrr, og að einungis fáir leikmenn spili allan leikinn. Chris Smalling er meiddur og verður ekki með en annars virðast allir heilir. Spilað verður 3-5-2 sem fyrr, enda er það nú orðin föst leikaðferð í klúbbnum, og varaliðið er farið að spila 3-5-2 líka.
Af Real er lítið að frétta nema auðvitað að Ronaldo spilar ekki. Hann var í viðtali hjá Paddy Crerand á MUTV í gær:
https://www.youtube.com/watch?v=EN2z5bImA8s
Paddy Crerand: Are you not coming back?!
Cristiano Ronaldo: Well of course, well it was one of my favourite clubs, Manchester, everyone knows that every time when I speak about Real Madrid I should speak about Manchester United, I love there, I was 18 years old, I win everything there, the people treat me like a god there so I appreciate and the future nobody knows…
Úr þessu kurteislega svari Ronaldos við mann sem hann virðir gríðarlega hafa menn búið til „Ronaldo útilokar ekki að snúa til baka“. Á æfingu í gær var eftir því tekið að Ronaldo var að benda liðsfélögum sínum á Crerand og augljóslega að segja þeim hversu mikill United maður Paddy væri:
Just saw Cristiano Ronaldo point out Paddy Crerand to his Madrid teammates in the tunnel. All looked. Crerand, 75, stood alone, humbled.
— Andy Mitten (@AndyMitten) August 1, 2014
Annars ætti Real að geta kallað á einhverja varamenn
Þetta er að sjálfsögðu upphitunarleikur, en United-Real er engu að síður viðureign sem enginn vill tapa, ekki síst þar sem það er í það minnsta ár þangað til þessi lið geta mæst í alvöru leik.
Það má því búast við hörkuleik og United vörnin mun sannarlega fá að sanna sig í kvöld
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Vona að við sjáum skemmtilegan fótbolta sem endar með sigri okkar :D