Í fyrsta skipti í 19 ár tekur Manchester United þátt í annarri umferð deildarbikarsins, Capital One Cup eins og hann heitir þetta árið. Þetta er auðvitað afleiðing af því að við komumst ekki í Evrópukeppni þetta árið.
Mótherjar okkar er eitt umdeildasta lið Englands, lið með stutta og leiðinlega sögu.
Árið 2003 fluttu eigendur Wimbledon liðið tæpa 100 km til norðurs, frá Plough Lane í suður-Lundúnum til nýbæjarins Milton Keynes. Eitt ár lék liðið þar undir nafni Wimbledon, en tók ári seinna upp nafnið MK Dons. Þó áður hafi félög flutt sig um set innanbæjar er þetta lengsti flutningur eins liðs. Ekki gátu stuðningsmennirnir flutt með og því var sem félaginu hefði verið stolið af þeim. Flutningum var ákaft mótmælt á sínum tíma og árið 2005 fór svo að MK Dons gáfu upp tilkall til sögu Wimbledon, skiluðu bikurum og öðrum minjum til bæjarráðsins í Merton þar sem Wimbledon var upphaflega, og hafa síðan litið á stofnár MK Dons sem 2004. Stuðningsmennirnir sem eftir voru stofnuðu áhugamannafélag í utandeild, AFC Wimbledon og hefur gengið það vel að það er nú komið í D deildina, League Two. Líta flestir á það félag sem hið eina sanna Wimbledon.
Eftir stendur óbragð í munni og löngu er orðið frægt að tímaritið When Saturday Comes, sem spratt úr grasrót knattspyrnuáhugamanna á níunda áratug síðustu aldar, og hefur ætið barist fyrir réttlæti og réttindum hins almenna knattspyrnuáhugamanns hefur MK Dons aldrei með í upphitun sinni fyrir tímabilið. Þegar stuðningsmenn allra annara liða eru spurðir út í tímabilið sem í hönd fer, stendur einfaldlega undir nafni MK Dons: „No questions asked“.
Það eru því ansi margir sem hafa horn í síðu MK Dons og þætti ekkert gaman að því að sjá þá vinna United á morgun. Liðið er nú í League One, C-deildinni, og hefur 7 stig eftir 4 leiki. Þeir gerðu 0-0 jafntefli við Coventry á laugardaginn.
Þrátt fyrir erfiða byrjun United ætti liðið samt ekki að eiga í erfiðleikum með að vinna á morgun.
En þá er spurningin hvernig líta á á leikinn. Það er ekki spurning í minum huga að þó að United sé ekki í Evrópukeppni þá verði sem fyrr að nota deildarbikarinn til að nota ungu leikmennina. Undir-21 deildin sem byrjaði fyrir tveim árum hefur sýnt sig að er ekki að gera sig sem undirbúningur, til þess er leikið allt of strjált. Gott dæmi um það er að næsti leikur í þeirri deild er ekki fyrr en um miðjan september. Það er því langt í það að unglingarnir fái næsta leik. Eins eru bara 2 dagar frá síðasta leik og því ekki ástæða til að hætta á frekari álagsmeiðsli.
Ég vonast því eftir að sjá liðið einhvern veginn svona:
Get ekkert verið að fela það að þetta er fyrirmyndin:
https://twitter.com/DoronSalomon/status/503847768323280899
Miðað við vesenið á miðjunni þá á ég erfitt með að sjá hvaða erindi Cleverley eða Fletcher eiga þarna, hvað þá heldur Anderson. Það bara hlýtur að vera að Van Gaal noti ungviðið og meiðslin eru þannig að það er ekkert mikið hægt að fylla upp í. Þetta er enda lið sem á að standa í hvaða þriðjudeildarliði sem er.
Ég hlakka til leiksins á morgun, og þá ekki síður ef þetta verður liðið. United hefur alltaf byggt á uppöldum leikmönnum en síðan ekki hikað við að kaupa réttu mennina á réttu verði sem styrkja liðið. Það hefur ekki verið gert undanfarin ár en núna sér fyrir endann á því, þó síðbúið sé. Þessi leikur sýnir því vonandi hina hliðina á félaginu, sem mótvægi við allt leikmannaslúðrið sem mun tröllríða Twitter þessa vikuna, enda vonumst við öll eftir Di María og tveimur í viðbót til að hressa okkur við.
Leikurinn hefst kl 19:00.
Karl Gardars says
Toppeinkunn fyrir liðs valið!!!
Upphituninn er líka fín sko.. :)
Robbi Mich says
Þetta lið er ekkert verra en það sem var stillt upp á móti Sunderland, þó síður sé.
DMS says
Er Nick Powell meiddur?
Magnús Þór says
Ég myndi halda að Joe Rothwell verði frekar á miðjunni en Tom Lawrence sem er framherji.
Valdemar Karl says
Stórefa að Blackett sé að fara spila þennan leik eftir að hafa spila 90min í gær, væri fínt ef Rojo fengi smá leikæfingu og bara svona til að sjá hann spila í fimmunni :)
Runólfur says
Kagawa er alltaf að fara starta. Annað væri helber sturlun.
Sama á líklega við um Nick Powell ef heill er.
Reikna líka með Welbeck og Hernandez saman frammi (þó ég kjósi Wilson vissulega).
Annars gætum við fengið mjög sóknarsinnað lið – verður spennandi.
Magnús Þór says
Marcos Rojo er aldrei að fara spila. Hann er ekki enn kominn með leikheimild.
Björn Friðgeir says
Ég var að reyna að finna eitthvað annað á miðjuna þarna, og minnti endilega Lawrence hefði verið á miðjunni í þessum leik sem hann spilaði í vor en hann var sóknarsinnaðri en svo.
Ætli það verði ekki þá Cleverley?
Eina ástæðan fyrir að starta Kagawa er til að reyna að selja hann. Er ekki augljóst hann er að fara?
Magnús Þór says
@ Björn Friðgeir:
Mig minnir að Giggs hafi stillt honum upp á vinstri kantinum. En jú held að Kagawa megi alveg fara.
Björn Friðgeir says
Mig langar bara að hann fái að spila. Þá fer Jennifer systir hans að mæta á völlinn
Rúnar Þór says
er Jennifer Lawrence systir Tom?
Hafsteinn says
Það verður gaman að sjá hvort að fyrrverandi leikmaður ÍBV Georg Baldock spili MK Dons í kvöld.
Magnús says
Rúnar Þór skrifaði:
Og þá vaknaði Liverpoolarinn Rúnar Þór. :)
Rúnar Þór says
@ Magnús:
er eins langt frá því að vera liverpool maður og maður getur verið, hvernig geturu haldið því fram um einhvern sem þú þekkir ekki neitt?