Lið Manchester United markaðist af því að aðeins tveir dagar voru frá síðasta leik. Jafnvel þó að við séum ekki í Evrópukeppni þetta árið var ekki talin ástæða til að stilla upp sterkasta liði
United byrjaði af krafti eins og vænta mátti gegn svona liði, og áttu strax færi. Powell átti flott skot utan teigs á 4. mínútu og fleiri skot á markið komu á undan og eftir.
United var auðvitað að spila mun betur, leyfðu samt MK að koma aðeins á sig og síðan komu sendingar fram til að opna. Anderson átti eina frábæra á Hernandez sem náði ekki að hrista af sér varnarmann á löglegan hátt, og skyndisókn endaði á stungu Kagawa inn á Welbeck, en þar var markvörðurinn fyrri til.
Fyrsta breytingin kom áður en 20 mínútur voru liðnar. Shinji Kagawa sem hlaut að vera fá sitt síðasta tækifæri til að sýna hvað hann gæti hafði lent í samstuði og þurfti að fara útaf með blóðnasir, sjóntruflanir og væntanlega vægan heilahristing. Januzaj kom inná.
MK var annars farið að taka vel á, Alli hefði átt að fá gult fyrir slæma tæklingu á Powell, en að öðru leyti var United með völdin.
En MK Dons tóku forystuna. Jonny Evans fékk boltann á vítalínunni við endamörkin, og gaf skelfilega slaka sendingu sem Ben Reece komst auðveldlega inní, Reece gaf út í teiginn og þar var Will Grigg og skoraði auðveldlega. Skelfilegt frá einum reyndasta manni liðsins.
Seinni hluti hálfleiksins var hreinlega drepleiðinlegur. MK pressaði og gaf United engin tækifæri til að byggja upp spil og United átti hreinlega ekki svar við því. Powell var einna skástur í slöku liði.
Í hálfleik kom Brasilíumaðurinn Andreas Pereira inná fyrir Saidy Janko. Pereira fór í holuna og Januzaj í hægri vængvörð. Ágæt byrjun fyrstu mínúturnar endaði á því að Jonny Evans var stálheppinn að fá ekki á sig víti fyrir að handleika boltann. Annars breyttist ekki neitt og síðasta breytingin var gerð á 56. mínútu. Það var algerlega viðbúið að James Wilson myndi koma inná, en undarlegra að hann skyldi ekki koma inná fyrir ósýnilegan Hernandez, heldur fyrir Powell.
Það var algerlega sanngjarnt að MK Dons kæmust yfir. Slök sending, og MK Dons komu hratt upp, fyrirgjöf og þó það væru 5 United menn í mynd og einn MK Dons maður þá var enginn nálægt Grigg sem skoraði sitt annað mark með að slengja brjóstkassanum í boltann. Skelfilegt mark. Anderson af öllum mönnum var næst Grigg en á engan hátt var hægt að segja að hann væri að dekka Grigg.
Þriðja markið kom skömmu síðar. Gauf útá velli, misstu boltann, MK Dons komu á hraðanum, Evans kom af hálfum huga í manninn og gat ekki stoppað stunguna og Benik Afobe skoraði örugglega
David De Gea þurfti síðan rétt á eftir að verja maður á mann, hefði átt að vera 4-0 þar og skömmu síðar var fyrirgjöf næstum búin að gabba hann, en hann náði að verja á línu.
Þannig það kom ekkert á óvart að Afobe skoraði fjórða markið, rúllaði í gegnum alla vörnina og inn í teig og skoraði, óverjandi fyrir De Gea.
Besta færi United kom rétt fyrir leiklok, en markvörður MK varði mjög vel skalla James Wilson. Anderson krýndi slaka frammistöðu með þrumuskoti hátt yfir markið á síðustu sekúndunum og niðurlæging varaliðs United var raunin.
Það hefur verið farið mikinn á samfélagsmiðlunum eftir leikinn. Stuðningnsmenn United láta sem heimsendir sé og stuðningsmenn annarra liða gætu ekki verið glaðari þó þeirra eigin lið hefði verið að vinna þennan leik.
Staðreyndir málsins eru einfaldar. Það var einn leikmaður úr besta byrjunarliðinu sem hóf þennan leik heill, David De Gea. Það er ekki hægt að finna að leik hans í kvöld Annar, Jonny Evans var að koma til baka eftir meiðsli og átti skelfilegan leik. Adnan Januzaj sem er að berjast um að komast í byrjunarlið í deild kom inná og var áhugalaus og slakur.
Síðan voru það mennirnir sem eru að berjast fyrir framtíð sinni hjá liðinu, Welbeck, Kagawa, Hernandez og Anderson. Welbeck reyndi a.m.k. en var samt slakur. Kagawa meiddist nær strax og ekkert við því að gera. Hinir tveir voru gjörsamlega glataðir.
Og loks voru það krakkarnir, Vermijl, Keane, Janko, James og Powell. Meðalaldur varnarinnar í fyrri hálfleik fyrir utan Evans: 20 ár. Og það sást. Varnarmistök trekk í trekk (ekki síst frá Evans)
Pereira var þolanlegur og James Wilson átti 3 af fjórum skotum liðsins á mark.
Hversu mikið mark er á þessu takandi þegar í mesta lagi þrir af þessum leikmönnum spila í besta byrjunarliðinu? Ekki neitt. Þetta er vissulega slæmt fyrir sjálfsálitið, en það er alveg staðreynd að liðið er komið í uppbyggingarfasa sem tekur tíma. 3-5-2 er líklega leikaðferð sem verður sett á hilluna eftir að Van Gaal hættir að eltast við að hafa alla þrjá af Mata, Rooney og Van Persie inná (smá umfjöllun um það í kynningargreininni um Di María) og þá verður skipt í 4-3-3. Van Gaal ætlar ekkert að missa sjónar á takmarkinu og ef einhver heldur að David Moyes væri betur fallinn að stjórna uppbyggingunni, þá veit ég ekki hvað sá eða sú er að hugsa. Það er mikið búið að velta sér upp úr eyðslu United síðustu 2 ár. Ekki einn af þeim leikmönnum sem þar er talinn með var inná í dag.
Við vissum í morgun hvað við þurfum af nýjum leikmönnum og kvöldið hefur ekkert breytt því. Nú hins vegar þarf að rífa upp smá sjálfstraust. Enn á ný, fæstir af bestu leikmönnunum okkar voru inná í kvöld, þeir fara alveg slakir að sofa. Kannske helst að þeir hafi of litlar áhyggjur af sæti sínu í liðinu.
Næsti leikur er á laugardaginn gegn Burnley og það verður nýtt lið sem kemur í þann leik.
Bjarni says
Ja hérna hér, segi nú ekki annað.
Karl Gardars says
Almáttugur hvað þetta er hrikalega slakt.
Eyjó says
Byrjaði Kagawa ekki?
Siggi says
Hvað er í gangi? Svar = nákvæmlega ekkert.
Maður hélt að þarna myndu vera hungraðir ungir leikmenn + leikmenn sem vilja sanna sig en allir eru að drulla á sig.
Powell sem margir eru spenntir yfir lítur út sem einn af lélegustu leikmönum á vellinum og tel ég alla MK Dons leikmenn með.
Anderson er c.a 10 kg of þungur og ætti ekki að spila í þessum búning.
Evans í jólaskapi og gefur þeim mark
Maður hélt að Hernandes og Wellbeck myndu nú eiga möguleika á að gera eitthvað en ekkert að gerast.
Januzaj kemur inná og sérst ekki.
Ég veit að Di Maria er kominn en það vantar eitthvað mikið í þetta lið og finnst mér stjórinn byrja skelfilega og vantar alla baráttu, ákveðni og vilja hjá leikönum Man utd( og tala ég nú líka um fyrstu tvo leikina). Ég hélt að stjórinn myndi allaveg koma með þetta inn í liðið.
Fyrir utan taktík sem virkar ekki þá er liðið gjörsamlega andlaust eins og það var undir Moyes.
Bjarni says
Er ad reyna ad atta mig hvad leg er altar ad not era hja ser. Honum hlytur ad leidast eins og okkur. Nu vantar Giggs a midjuna :) Er enn eitt afrekid i uppsiglingu? Vona ekki
Bjarni says
Sammala Ollie, tetta er ahradri nidurleid hja okkur. Uppb mun taka2 ar en ekki 3 manudi, Herrra LVG@ Siggi:
Runólfur says
Hahahahhahahahahahhahahahahahhhaha ég á í raun ekki orð!
jóhann says
senda þá alla til síberíu og gallan með helvitis aumingjar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Siggi says
Hvar er David Moyes þegar maður þarfnast hans?
Þvílíkt drasl þetta lið. Maður myndi halda að hálfleiksræða myndi koma liðinu í gang en þjálfarinnn og leikmenn hafa orðið sér til skammar í kvöld.
Það er ekki eins og meistaradeildinn sé að trufla liðið, þetta var bikar sem hægt var að vinna án þess að leikjaálag myndi trufla fyrir liðinu.
jóhann says
fari þessir leikmenn til helvítis gétannsem fótboltamenn er ekki til fyrirmindar reka þá alla,,,,
DMS says
Það er alveg greinilegt að menn kunna ekki rass að spila þetta blessaða kerfi. Menn fá alltof mikið pláss, aldrei varnarmaður nálægt andstæðingu þegar sótt er hratt á okkur. Miðjumennirnir elta ekki menn niður sem taka straujið inn á teig. Sendingar úr vörninni ná varla á samherja og greinilegt að menn eru gjörsamlega rúnir öllu sjálfstrausti.
Þetta er auðvitað bara hlægilega lélegt. Fyrsta markið er gjöf í boði Evans. Í öðru markinu er eins og að Anderson nenni hreinlega ekki að elta manninn til baka og er ekki nógu nálægt honum, en auðvitað var það ömurleg sending úr vörninni sem bjó til þá sókn fyrir MK Dons. Vermijl er líka latur, hefði einnig getað elt manninn til baka. Svipað gerist í þriðja markinu, sending sem misferst á slæmum stað og varnarmenn United ekki nógu nálægt mönnum og Anderson eltir ekki manninn af miðjunni sem tekur hlaupið inn á teig.
Er hægt að skipta þessum Vermijl út af fyrir keilu?
Ég held að Van Gaal þurfi að byrja upp á nýtt með alla sína hugmyndafræði. Ég held að hann hafi óvart gefið sér það að menn væru mun tilbúnari í verkefnið en þeir eru.
Krummi says
Fyrsta skot á markið eftir 72 mínútur…gegn C deildar liði. Einnig versti varnarleikur sem ég hef séð. Drekk mig í svefn
Robbi Mich says
Hvað í fo**anum er í gangi?! #MoyesIn
Bjorn says
Ég gat nú bara ekki annad en sprungid úr hlátri yfir thessu… Morkin theirra eru eins og ad labba fram hjá keilum, greinilegt ad Keane og Vermijl hafa engan áhuga á ad spila med thessu lidi, voru bara á jogginu, og hvad var í gangi med Januzaj?? Spiludum fínt á medan Kagawa var tharna sídan kom Januzaj inn og hann bara sást ekki… Greinilega enginn áhugi á ad vinna thennan leik.
Tony says
Rólegir á dómsdagsspánni. Reynslulausir menn að spila við lið sem öskrar af löngun til að vinna leikinn. Algert vanmat og menn engann veginn tilbúnir í leikinn. Janujaz er ekki tilbúinn til að valda ellefunni, Anderson kominn fram yfir síðasta söludag, Hernandez og Welbeck gera lítið til að sanna að þeir eigi heima í liðinu, Evans er ekki að sýna að hann sé á leiðinni í byrjunarliðið. Það vantaði bersýnilega leiðtoga í liðið og enginn dróg vagninn á miðjunni eða vörninni og Van Gaal á miklu meiri vinnu fyrir höndum heldur en hann eða eitthver annar hefur gert sér í hugarlund.
Ég held að flestir viti að Moyes var ekki aðal vandamálið heldur var það að enginn dregur menn áfram þegar illa gengur og baráttan í liðinu er horfin með Fergie. Þessi rasskellingu veldur því vonandi að menn setjist ekki á rassinn heldur rífi sig all hressilega á lappir og muni hvaða merki er á brjóstkassanum og hvað það þýði. Gaman að sjá Wilson og Perreira, líta vel út og hljóta að hafa rifið sig upp um sæti í hópnum miðað við frammistöðu hinna í leiknum. GGMU!!
eeeeinar says
Leikmannaglugginn er ekki búinn að þarna voru nokkrir leikmenn að spila sinn síðasta leik í treyjunni.. Anderson.. Hernandez.. þið megið halda áleiðis.
Evans er ekki tilbúinn tilbaka og við *verðum* að kaupa CB í vikunni. Slæmt hvað leikur liðsins brotnar í mola þegar Tom Cleverinho er ekki inn á
Karl Gardars says
@ Tony:
Sammála þér í einu og öllu Tony, sérstaklega með wilson og perreira og svo fannst mér welbeck vera að reyna.
En ég vil bæta við að okkar menn margir hverjir voru drullulatir og sendingarnar flestar voru ekki boðlegar í barnaskólabolta. Virkilega sloppy frammistaða.
Og svo spurning dagsins: Hvern andskotann var Anderson að gera inni á allan leikinn?? Er þetta einhver bölvuð samfélagstilraun? Ég myndi vilja sjá þennan mann gefinn ekki seinna en strax! Þvílík og önnur eins óvirðing við klúbbinn og söguna að hafa þennan metnaðarlausa letihaug á launaskrá.
Laddi says
Mín viðbrögð: http://www.npr.org/assets/news/2014/05/whYfFDU.gif
Thorleifur Gestsson says
Ég þarf sennilega að skrá mig fjarverandi í viku eða tvær, félagarnir sem styðja önnur lið eiga eftir að jarða mig ufff :(
Björn Friðgeir says
Að gefnu tilefni: Fátt er skemmtilegra en að geta eytt út leiðindum af því að ekki er gefið upp rétt netfang.
kjartantr says
Þessi blessaði leikur var eins og allir sáu hrein hörmung af hálfu United. Og ég veit ekki hvaða metnaðarleysi er hjá United-mönnunum, það hlítur að vera eitthvað mikið að. Þegar ekki er nú
einusinni hægt að afsaka nokkurn skapaðan hlut gagnvart dómgæslu eða nokkru öðru. Það var
allt svo metnaðarlaust.
Djarfur says
Það er ekkert sjálfstraust.
Van er snar gal og niðurbrots gaur sem mun aldrei ná Þessu liði upp úr meðalmennskunni.
Björn Friðgeir says
Snar gal? Niðurbrotsgaur? Hvers konar eiginlega bull er þetta?
Hvernig er hann að brjóta þetta niður?
Grímur Már Þórólfsson says
Versta við þennan leik að senior leikmennirnir voru verstu leikmenn vallarins, þar er Evans, Anderson og Hernandez. Allir þrír alveg skelfilegir. Welbeck var svosem líflegur en hafði engan með sér.
Björn Friðgeir says
Grímur Már Þórólfsson skrifaði:
Nákvæmlega. Síðasti leikur bæði Anderson og Hernandez. Ekki spurning. Evans þarf að hysja upp um sig brækur til að komast fram fyrir Rojo, Jones, Blackett og Smalling (í þessari röð)
runar says
Það er virkilegur veruleikaflótti að kalla þetta eitthvað vara-varalið. De Gea, Evans, Wellbeck og Hernandez hafa allir verið viðloðandi byrjunarliðið undanfarin ár (líka hjá Ferguson). Anderson var það þótt í minna mæli í svolítin tíma og Kagawa fékk ekki nægan tíma að mati stuðningsmanna undanfarin ár. Januzaj sem kom inn á þarf svo ekki að ræða.
Betra liðið vann einfaldlega í kvöld og Van Gaal þarf að taka tappana úr eyrunum og vakna við bjöllurnar ef hann ætlar ekki að taka Moyes á þetta. Það er reyndar spurning hversu vel Moyes hefði gengið með eyðslu upp á 100+ millur
Björn Friðgeir says
@ runar: Heldur þú að Anderson, Hernandez og Welbeck verði enn hjá United eftir viku?
Að auki kallaði enginn þetta varavaralið, bara varalið. Og það var það svo sannarlega.
Guðni Þór Þórðarson says
Svona leikur var ekki til að auka sjálfstraust ungul leikmannanna, alltof mikið af sorpi þarna því miður.
Siggi says
Alls ekki samála leiksýrsluni.
Já það voru ungir leikmenn þarna + nokkrir leikmenn sem hafa kostað margar milljónir punda og ættu að vera að sanna sig.
Liðið var samt að spila við MK Dons, lið sem er tveimur deildum fyrir neðan og að mér skilst var leikmaður þarna sem spilaði 90 mín sem var að spila fyrir ÍBV. Þetta er ekkert merkilegt lið og ættu efnilegustu leikmenn Man utd plús nokkrir landsliðsmenn með þaulreyndan þjálfara á bekknum og Man utd legend Ryan Giggs sér til halds og traust að gera betur gegn MK Dons.
Ég myndi alveg sætta mig við þetta ef við værum að spila á móti þokkalega sterku liði og ungu strákarnir og hinir einfaldlega ekki að spila vel en þetta helvítist andleysi og þetta leikerfi sem er ekki að ganga er það sem truflar mest. Þarna eru leikmenn inná sem eru með laun á viku sem dugar að reka nánast MK Dons fram að jólum en samt er liðið að drulla á sig.
Stjórinn kemur svo í viðtöl og er farinn að hljóma eins og David Moyes. Biður um þolimæði og segjir að liðið hafi verið að leggja sig fram.
„You don’t have to forget that we have nine injuries and we have a very young team. I have seen them trying to do their utmost best.“ Er stjórinn að AFSAKA tapið gegn MK Dons af því að liðið á við meiðsli að stríða
„We are building up a team and you cannot make (it) in one month, not in one year “ Er hann að byðja um að allir býði rólegir í eitt ár? á meðan verið er að eyða í Di Maria. Ég get ýmindað mér að Moyes hefði viljað hafa Di Maria og heilt tímabili með RVP og Mata.
eeeinar says
Siggi skrifaði:
Já og hann hefur fullan rétt á því. Di Maria er engin töfralausn heldur frábær styrking. Eitt ár er ekki mikill tími í knattspyrnusögunni. Við höfum haft áskrift af toppbaráttunni undanfarin 20 ár og því alltof góðu vanir, til allra hamingju :)
það var alltaf vitað að það kæmi lægð eftir tíma SAF. Núna eru loks Liverpool að komast almennilega upp aftur, þeir unnu deildina 89/90?! City var án bikars í 28 ár. United liðið er of veikt fyrir toppbaráttu og það þarf bara að stilla markmikin í takt við það og byggja upp með einu eða öðru móti.
Björn Friðgeir says
Enn og aftur: Ef ekki er gefið upp rétt netfang þá verður kommentinu eytt. Enginn nema ritstjórar sjá netfang en þau sem ekki hafa hugrekki til að gefa upp rétt netfang hafa ekki neitt til málanna að leggja.
Að því sögðu var ég búinn að svara „Runari“ sem gefur upp falsað netfang þannig að hann sleppur, þetta eina skipti.
Kvenfyrirlitning er ekki leyfð hér, ekki frekar en rasismi og aðrir fordómar.
Til þeirra sem eru ósammála leikskýrslunni eða kalla hana veruleikaflótta eða ég veit ekki hvað: Vinsamlega reyndið að andmæla einhverju í henni. Það er ekki nóg að kalla mann sem er búinn að vera stjóri í mánuð fávita og halda að það skýri allt. Ekki heldur að segja „þriðjudeildarlið! Eigum að vinna það!!“ og reyna ekki að skoða hvers vegna við unnum ekki.
Já, það á alveg eftir að taka Van Gaal tíma að byggja þetta upp. Það þarf að kaupa leikmenn og byggja upp nýtt lið úr rústum þess gamla. Leikurinn í gær sýndi ekki hvernig uppbyggingin gengur, vegna þess að þetta var á engan hátt
Ég treysti einum besta stjóra Evrópu fyrir verkinu. Hann fær tímann.
Siggi says
@ eeeinar:
Var ekki David Moyes að byðja um það sama en var hálshögvinn. Það gekk ekkert hjá Moyes að versla en núna hafa nokkrir rándýrir leikmenn komnir inn og þá á bara að gefa kallinum eitt ár stikk frí.
Mín skoðun: Fáranlegt
Man utd er sögufrægt, sigursælt lið með sem krefst árangur. Hann á að ná fínum árangri með lið með RVP, Rooney, Mata, Di Maria, De Gea, Jones, Herrera og Januzia og ekkert eitt ár kjaftæði.
Björn Friðgeir says
@ Siggi:
Eini sem talar um eitt ár ert þú. Van Gaal talar um þrjá mánuði. Þú ert brjálaður útaf einum leik.
„sögufrægt, sigursælt“ skiptir engu þegar hópurinn er brotinn. Það þarf að laga og er þegar byrjað á því. Þegar lið stendur sig jafn illa og í fyrra þá er ekki hægt að ætlast til að allt lagist á einni nóttu. Og þaðan af síður þegar verið er að dæma liðið af leik þar sem nær enginn af þeim mönnum sem eiga að laga hlutina er að spila.
Sigurjón Arthur says
Eigum við ekki að anda rólega og kannski vera með alvöru grjótharða gagnrýni þegar LVG hefur fengið þessa 3 mánuði og allir okkar bestu og nýjustu leikmenn eru saman komnir eins og t.d. Shaw,Herrera,Rojo,Di Maria,Garrick,Rooney,RVP,Mata og vonandi fleiri nýjir,eru mættir til leiks ?
eeeeinar says
Siggi skrifaði:
Rekum hann! Rekum alla! Hvaða þjálfari þarf meira en 2-3 leiki til að ná sínu fram? Bara aumkunnarverður og ósigursæll pappír einsog Van Gaal! Eða ekki.
Ég veit ekki hvernig þú færð það út að Van Gaal fái eitthvern ‘stikk frí’ tíma? Ég get ímyndað mér að hann verði undir talsverði pressu þar til hann nær árangri. Hann er einungis búinn að stýra liðinu í þremur alvöru leikjum. Van Gaal var ekki ráðinn sem tímabundinn plástur og ótækt að ætla sparka honum eftir svona stutta stund, róum okkur aðeins. Þetta hefur vissulega ekki byrjað vel en það er allt i lagi að anda aðeins út og reyna horfa á hlutina í stærra samhengi.
Varðandi Moyes, gekk virkilega ekkert hjá Moyes að versla? Ég veit ekki betur en hann hafi allavega keypt tvo leikmenn á 65m punda, það er aðeins meira en ekkert.
JO says
Ég hjó strax í eitt sem skrifað er í uppgjöri leiksins:
„Og loks voru það krakkarnir, Vermijl, Keane, Janko, James og Powell.“
Powell er fæddur 1994. Vermijl er fæddur 1992, Keane er fæddur 1993 og þá eru það bara James og Powell (og auðvitað Shaw) sem eru fæddir 1995 og gætu mögulega talist til krakka, enda einu undir tvítugu.
Til samanburðar má líta á keppinauta okkar:
Chelsea:
Zouma, Van Ginkel, Salah, Courtois – þetta eru menn fæddir tímabilinu 1992-1994, og þetta er allt annar klassi en við höfum fram að bjóða.
Coutinho, Moreno, Manquillo, Can, Sterling, Markovic, Flanagan – allt menn fæddir á þessu tímabili sem virðast vera miklu betri en ungdómurinn sem við höfum fram að bjóða.
Wilshere, Oxlade-Chamberlain, Chambers, Sanogo, Gnabry og hugsanlega Zelalem.
Þetta eru allt menn sem ég tel að séu miklu betri en þeir „krakkar“ sem við vorum að bjóða uppá í gær – og auðvitað eru þetta engir krakkar sem ég hef talið upp, heldur í flestum tilvikum með reynslu af úrvaldsdeild – og sumir í meira en 1-2-3 tímabil.
Ég hef af þessu verulegar áhyggjur!
Krummi says
Moyes eyddi 65 kúlum í tvo leikmenn (þar af einn nánast ónothæfan á 27,5 mills).
LvG hefur núna eytt nálægt 130 kúlum í 4 leikmenn. Samanlagt hafa þeir spilað 1 alvöru leik fyrir félagið (Herrera gegn Swansea). Einn leik. Reyndar ekki einu sinni einn leik, enda fór Herrera af velli eftir ca 60 mín.
Menn þurfa að róa sig. Gefum LvG amk nokkra mánuði áður en við komum með sleggjudómana.
Moyes fékk ágætis frið framan af en það sem gerði útslagið hjá flestum stuðningsmönnum var að í upphafi árs 2014 var alveg greinilegt að hann var á rangri leið með liðið. Það var afturför í einu og öllu og alveg ljóst að hann hafði ekki virðingu leikmanna. Þess vegna hefði þetta aldrei gengið hjá greyið manninum, jafnvel þó svo hann hefði fengið sumarið. Moyes hafði aldrei skýringar á neinu, gerði aldrei breytingar í leikjum sem breyttu neinu í rétta átt o.s.frv. Hann var ekki með neina sérstaka hugmyndafræði (nema náttúrulega að senda út á kannt og svo senda fyrir). Þar að auki hafði hann aldrei unnið neitt og var því algjörlega óreyndur á hæsta leveli knattspyrnunnar. Moyes var rangur maður á röngum stað.
LvG er einn reyndasti og virtasti stjórinn í Evrópuboltanum. Hann hefur gert ÖLL lið sem hann hefur stýrt að meisturum í sínu landi. Hann byggir á sinni eigin hugmyndafræði sem hann ítrekar að taki nokkra mánuði fyrir leikmenn að komast inn í og ná tökum á.
Það minnsta sem við getum gert er að standa við bakið á liðinu og stjóranum í þessa nokkru mánuði. Ef allt er í rugli eftir nokkra mánuði og augljóst fyrir alla að sjá að liðið er á rangri leið, þá fyrst getum við farið að setja spurningamerki við stjórann.
Elvar says
Held að það hann hafi verið að meina ekkert af þessum strákum nema Januzaj og Wilson hafa fengið tækifæri með aðalliðinu og síðan taka þeir allir saman leik fyrir aðalliðið. Þetta eru ennþá leikmenn í unglingaliðinu þrátt fyrir að vera jafngamlir einhverjum sem eru komnir í aðalliðið hjá öðrum liðum. Erum alveg með góða menn á þessum aldri en sumir sem spiluðu í gær eru ekkert að fara fá sénsinn í aðalliðinu myndi ég áætla. Erum með Jones, Shaw, Januzaj og Wilson á þessum aldri sem eru að fara spila fyrir aðalliðið. Þessir leikmenn sem þú taldir upp hjá Chelsea eru nú ekki mikið að fá að spila nema þá Courtouis og eigum við ekki að leyfa Can, Markovich, Moreno og Manqillo að sanna sig áður en við förum að telja þá mun betri en ungdómurinn okkar.
Það gekk nú ekki vel heldur hjá Ferguson þegar hann setti nýja leikmenn í byrjunarliðið úr unglingaliðinu s.s Giggs og þá og töpuðu .eir einmitt illa á móti neðrideildarliði. Það tekur allt sinn tíma og ekki er ég að stressa mig um of.