Leiksins í dag var beðið af mikilli eftirvæntingu. Eftir frábær lok félagaskiptagluggans var ansi fúlt að þurfa að bíða í 2 vikur eftir næsta leik. Fólk velti vöngum yfir því hvernig van Gaal myndi stilla liðinu upp, hvort hann myndi taka Mata, Rooney eða van Persie úr liðinu fyrir Falcao eða hvort hann myndi halda sig við 3-4-1-2 yfir höfuð.
Liðið sem hóf leikinn leit ca. svona út:
United hóf þennan leik af miklu kappi og Q.P.R. voru í nauðvörn nánast allan fyrri hálfleikinn. Nýju mennirnir Blind, Herrera og Di Maria léku mjög vel og langt síðan að miðja liðsins var jafn vel skipuð og í dag. Það var á 24.mínútu þegar dró til tíðinda. Angel Di Maria tók aukaspyrnu frá hægri kanti sem fór yfir alla þvöguna og lak inn á fjarstöng.
Eftir markið héldu United að sækja en Q.P.R. voru nálægt að jafna þegar varnarmenn misstu af boltanum og de Gea þurfti að taka Neuer takta sem misheppnuðust en sem betur fer náðu gestirnir ekki að nýta sjaldséð mistök spænska landsliðsmarkvarðarins.
Það var svo á 36. mínútu að Di Maria og Rooney lögðu boltann upp fyrir Ander Herrera sem mætti og skoraði örugglega framhjá Robert Green
Svo á 44. mínútu var mjög skemmtilegt samspil hjá Mata og Herrera sem komu boltanum inná Wayne Rooney sem skoraði með góða skoti á nærstöng
Staðan 3:0 í hálfleik.
Q.P.R. byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega og ætluðu greinilega að ná í það minnsta að minnka muninn. En þetta mjög svo verðskuldaða mark frá Juan Mata eftir eina af snilldarsendingum Di Maria kláraði þá endanlega.
Eftir þetta má segja að það hafi verið ‘Game Over’ á slæmri íslensku. United sótti þó alveg áfram en það var ljóst að það var ekki sama urgency.
Skömmu fyrir markið var Radamel Falcao farinn að hita upp við mikinn fögnuð vallargesta. Gaman var að sjá hann fagna marki Juan Mata í miðri upphitun. Hann kom síðan inná fyrir Juan Mata á 67. mínútu og Antonio Valencia fyrir Rafael en þeir höfðu báðir átt stórgóðan leik.
Greinilegt var að Falcao vildi mjög gjarnan skora en hann var kannski fórnarlamb þess að liðið var þegar komið í 4-0 forystu og á öðrum degi hefði hann ábyggilega náð að skora.
Þriðja og síðasta skiptingin kom svo á 82.mínútu þegar Angel Di Maria var tekinn af velli og í hans stað kom Adnan Januzaj. Belginn ungi hefði getað átt stoðsendingu á Falcao rétt fyrir leikslok en ákvað sjálfur að skjóta en boltinn fór yfir.
Lokastaðan því 4:0
Þetta var mjög ánægjulega frammistaða hjá liðinu í dag en liðið hefur ekki spilað svona vel í langan tíma. Rojo lék ágætlega í vinstra bakverði en það reyndi samt ekki mikið á hann í dag.
Daley „ekki Danny“ Blind átti stórgóðan leik í akkerinu og átti 112 sendingar og af þeim klikkuðu aðeins 5.
https://twitter.com/CheGiaevara/status/511196432746184704
https://twitter.com/MailMatchZone/status/511195902653247488
Ander Herrera var mjög góður líka og það var sérstaklega gaman að sjá hann skora.
En enginn lék jafnvel í dag og Angel Di Maria. Þvílík unun að horfa á þennan mann spila fótbolta. Hef ekki töluna yfir glæsilega sendingar frá honum í dag. Í hvert einasta skipti sem hann fékk boltann trúði maður því að hann gæti gert eitthvað stórkostlegt.
Maður leiksins að mínu mati er Angel Di Maria.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Mjög flott byrjunarlið og GEGGJAÐUR bekkur :)
Siggi says
Ef liðið vinnur ekki þennan leik þá hækkar hitastið undir stól stjórans um eina gráðu.
Robbi Mich says
Allt annað að sjá þetta lið heldur en það sem byrjaði á móti Sunderland fyrir einhverjum vikum síðan. Svo spái ég að Mata sýni heldur betur hvað í sér býr og setur allavega eitt mark og jafnvel stoðsendingu líka. En ef ekki, þá náttúrulega er Falcao leynivopnið á bekknum sem getur reddað hlutunum ef þetta gengur eitthvað brösulega hjá okkar mönnum í dag.
Sigurður says
De Gea að slá í gegn
Magnus says
Flottur leikur. Nú er bara að sjá Falcoa koma inn á.
Magnus says
Eða rėttara sagt Falcao
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Bara gleði :) Ekkert annað að segja
Krummi says
ohh, aah. oohhhh.
Ég styn af vellíðan eftir þennan leik. Alltof langt síðan síðast.
Di María, Blind, Herrera… Ooohhh.
Sveinbjorn says
Frábær leikur. Eina atriðið sem mér fannst skemmtilegra en mörkin og spilamennskan, var þegar dómarinn datt og áhorfendurnir byrjuðu að syngja: „Are you Gerrard in disguise?“.
silli says
Nú er tímabilið loksins byrjað!
Þvílíkt gaman að sjá þessa snillinga og leikgleðin er komin aftur.
Hjörtur says
Frábær leikur frábær liðsheild, en mörkin máttu vera fleiri miðað við öll færin. Nú þarf bara að fylgja þessu eftir, og skyldu sigur í næsta leik.
DMS says
Frábær leikur. Einu vonbrigðin eru að hafa ekki skorað fleiri mörk, fengum sannarlega tækifærin til þess. Mjög gott flæði í öllu liðinu og menn virtust mun öruggari í þessu leikkerfi heldur en 3-4-1-2 kerfinu. Nýju mennirnir litu hrikalega vel út og virtust hafa spilað með liðinu í langan tíma. Það var líka eftirtektarvert hvað við höfum fengið til liðs við okkur vinnusama leikmenn. Di Maria, Blind, Rojo og Herrera – þetta eru allt leikmenn sem hætta aldrei að hlaupa og gefa allt í leikinn. Frábær viðbót. Nú spyr maður sig hvort það hafi verið rétt ákvörðun að skipa D.Fletcher sem varafyrirliða, kemst hann auðveldlega í hópinn núna líka þegar Carrick kemur aftur úr meiðslum?
Hinsvegar skulum við samt vera með báða fætur á jörðinni og þökkum bara fyrir það að Rio Ferdinand skuli ekki vera lengur að spila fyrir okkur, greyið kallinn. Gott samt að sjá að hann fékk góðar móttökur, enda átti hann það alveg skilið eftir sitt framlag til klúbbsins undanfarin ár. En ég vorkenndi honum þegar maður sá nöfnin sem voru að keyra á varnarlínu QPR; Rooney, RvP, Di Maria, Falcao, Januzaj o.fl.
Finnst pínu erfitt að velja mann leiksins þar sem mér fannst allt liðið vera að spila mjög vel, en ætli Di Maria hafi ekki verið líflegastur. Rooney átti líka fínan leik sem og Herrera á miðjunni.
Bragi Skafta says
Þetta er gull.
https://vine.co/search/are+you+gerrard+in+disguise
Jón Þór Baldvinsson says
Er handviss að mörkin hefðu verið fimm ef greyið hann Januzai hefði sent fyrir til Rooney eða Falcao sem vor algjörlega opnir þarna í lokinn. Og þessi svokallaða skot tilraun var dauðadæmd frá fæðingu. Aðeins of gráðugur drengurinn, vill örugglega reyna vekja athygli á sér en hefði gert mun betur með að senda boltan við þetta tækifæri.
Valdemar Karl Kristinsson says
Daley Blind maður leiksins, ef hann spilar svona allt tímabilið verður 3-4. sætið leikur einn.
Bjarni Ellertsson says
Hreint út sagt glæsilegur leikur í gær þó fyrirstaðan hafi verið lítil. Enn smá óöryggi í vörninni + skógarhlaup markmanns en það má laga það. Allt annað að sjá til leikmanna, vilja sækja, halda boltanum og vinna vel sem lið. Markaskorun dreifist á liðið og það er gott en um fram allt, allir að hjálpa hver öðrum, minnti á gamla góða daga. Nú er bara að fylgja þessu eftir í næstu leikjum og sýna að við erum öflugt lið sem þarf að varast.
Cantona no 7 says
Frábær frammistaða og nú kannast maður við Man Utd.
Vonanadi verður bætt í hópinn í janúar.
G G M U
Krummi says
Núna er maður jafnt og þétt að komast aftur niður á jörðina aftur. Mögnuð frammistaða hjá okkar mönnum í gær gegn slöku liði QPR. En við megum líka líta til þess að Swansea, Sunderland, Burnley og MK Dons eru engin meistaraefni heldur. Við getum og eigum að vera afar sáttir með þennan leik.
Það er langt síðan við sáum liðið spila jafn vel og það gerði í gær. Hreinlega man ekki eftir því frá síðasta tímabili (nema ef vera skyldi útileikur gegn Leverkusen og heimaleikur gegn Olympiakos). Og ekki heldur margir frábærlega spilaðir leikir á tímabilinu 12/13, þrátt fyrir að við höfum unnið titilinn þá.
Einkunnir leikmanna:
DDG – 6. Ljónheppinn að kosta okkur ekki jöfnunarmark í stöðunni 1-0. Annars lítið að gera fyrir utan eitt skot.
Rafael – 8. Mikið rosalega sem ég er ánægður að sjá Rafael frá 12/13 aftur. Var frábær. Vonandi meiðslalaus.
Evans – 7. Traustur, spilaði boltanum vel frá sér og bjargaði okkur eftir ævintýrið hans DDG.
Blackett – 7. Traustur. Gaman að hafa uppalda að standa sig.
Rojo – 7. Var aggressívur og flottur heilt yfir, en seldi sig samt 2-3 sinnum. Góð lið hefðu refsað.
Blind – 8. Fór framúr mínum björtustu vonum. Er Blind improved Carrick? Magnaður leikur hjá honum.
Herrera – 9. Gjörsamlega frábær í leiknum, í sókn sem vörn í 90 mín. MOM fyrir mitt leyti.
Di Maria – 9. Þvílíkur leikmaður sem þetta er. Enn betri en ég hélt. Fyrsta sinn síðan Ronaldo var í liðinu sem ég iða hreinlega í hvert sinn sem einhver leikmaður fær boltann.
Mata – 8. Virkilega flottur í gær. 8 mörk í síðustu 10 leikjum í PL að ég held. Ekki hægt að taka hann út úr liðinu meðan hann spilar svona.
Rooney – 8. Fínn leikur hjá fyrirliðanum. Skilar nánast alltaf sínu, menn ætlast stundum til of mikils.
RvP – 6. Það er e-h ekki í lagi, virkar þungur og stirður. Gæti þó allt lagast með 1-2 mörkum frá honum.
Varamenn:
Falcao og Januzaj fá ekki umfjöllun hér, enda nokkuð hlutlausar innkomur.
Valencia hins vegar með enn eina vonbrigðarframmistöðuna. Hvað skeði fyrir manninn? Hann virkar gjörsamlega heillum horfinn.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
https://www.youtube.com/watch?v=gP3rwWq5dXE
Leikurinn fyrir þá sem misstu af honum (eins og ég)