Leikur Manchester United og Crystal Palace var ekki merkilegur fótboltalega séð nema fyrir þær sakir að í honum hélt David De Gea hreinu í fimmtugasta skipti fyrir Manchester United. 50 ,,hrein lök“ er ágætis árangur í 144 leikjum, sérstaklega ef litið er til þeirra varnarvandræða sem liðið hefur verið í nánast síðan að hann skrifaði undir. Leik eftir leik var hann, og er, með nýtt hafsentapar fyrir framan sig.
Flestir muna eftir því þegar hann skrifaði undir við Manchester United. Hér var á ferðinni ungur, óreyndur og frekar slánalegur náungi frá Spáni sem átti að taka við af Edwin Van Der Sar. Góður. Ekki skánaði það þegar hann fékk á sig klaufaleg mörk gegn Manchester City og West Bromwich Albion í fyrstu leikjum tímabilsins. Hvað þá þegar hann ,,stal“ kleinuhring úr Tesco (eða annarri stórverslun), þá fyrst fór skíturinn í viftuna. Margir skildu ekkert hvað United var að spá að kaupa þennan ræfil frá Spáni (og sumir skilja ekki enn – en það er þeirra vandamál) en það virðist sem Sir Alex og restin af teyminu sem valdi arftaka Van Der Sar hafi vitað hvað hún var að gera. Þetta var allavega enginn Mark Bosnich.
Hér má sjá rengluna skrifa undir og svo buffið sem hann er í dag (þó að þetta sé örugglega tveggja ára gömul mynd).
Eftir frekar erfitt fyrsta ár, þá sérstaklega leik gegn Blackburn um áramótin 2011-2012, má segja að De Gea hafi snúið blaðinu við. Á öðru árinu sínu vann hann deildina með Manchester United og var valinn í lið ársins (official lið ársins hjá deildinni allavega). Ekki amalegt það. Á síðasta tímabili tók reyndar við hörmungin sem var David Moyes en eini leikmaðurinn sem kom á einhvern hátt vel út úr því tímabili var okkar maður. Hann var valinn „Players´Player Of The Year“ og „Fans Player Of The Year“.Hann var orðinn algjört Fan Favorite og nánast fyrsti leikmaður á blað. Stuðningsmenn og í raun allir sem horfðu á leiki með United voru orðnir vanir að sjá De Gea eiga stórkostlegar markvörslur aftur og aftur. Hér má sjá brot af stórkostlegum markvörslum drengsins frá því í fyrra:
http://www.youtube.com/watch?v=jPSuFgo702s
Í ár hefur hann svo aldeilis ekki hætt að heilla menn og átti líklega sína bestu frammistöðu í Manchester United treyju (og líklega á ferlinum) gegn Everton. Orð eru óþörf þegar maður hefur Youtube (afsakið gæðin):
http://www.youtube.com/watch?v=v6V34NEJK9M
Því miður tókst honum að fara úr lið á litla putta og missir af næstu tveimur landsleikjum Spánar (sem hann hefði líklega byrjað) en við United stuðningsmenn biðjum til Allah og annarra æðri máttarafla að okkar maður verði tilbúinn í Arsenal leikinn um næstu helgi. Það síaðsta sem United má við er að missa sinn besta mann í meiðsli.
Að lokum endum við þetta á markvörslu sem De Gea finnst örugglega ekkert leiðinlegt að rifja upp með góðvini sínum Juan Mata.
Jón Þór Baldvinsson says
Er allveg sannfærður um að hann á eftir að vera titlaður sá besti í sögu klúbbsins og jafnvel heimsins þegar hann leggur upp hanskana. Allveg ótrúlegt að spánn skuli ekki nota hann meira, held þessi tryggð þeirra við útbrunninn casillas vera meira en lítið furðuleg en þannig er nú það. Bara rétt eins og hvað Mata hefur fengið fá tækifæri hjá þeim þó hann hafi verið í hópi þeirra bestu ár eftir ár. Þeir virðast ekki vilja nota leikmenn sem spila utan spánar mikið sem er fáránlegt, sérstaklega eftir hvernig þeir skitu á sig í heimsmeistarakeppninni.
McNissi says
Þó að maður taki ekki mikið mark á fréttum um að hann sé að fara til Real sem poppa upp eins og gorkúlur þá verður United að passa sig á því að vera ekki ósamkeppnishæfir og án meistaradeildar lengur en bara þetta tímabil. Það bíður bara uppá að menn eins og DDG fari í betri lið sem bjóða uppá titla. Það gæti því verið crucial að ná í meistaradeildarsæti núna því annars kæmi mér ekki á óvart að hann fari þá í sumar, því hann á skilið að vera í topp-klassa liði þessi strákur.
Bósi says
Hann er i top klassa liði.