United fór á Emirates í dag með enn eina miðvarðasamsetninguna og afturhvarf til 5-3-2 leikaðferðarinnar. Nauðsynlegt vegna þessara hrikalegu meiðsla sem verið hafa að hrjá liðið
Bekkur:
Lindegaard, Fletcher, Herrera, Young, Mata, Januzaj, Wilson
Lið Arsenal er svo skipað:
Szczesny, Chambers, Mertesacker, Monreal, Gibbs, Ramsey, Arteta, Wilshere, Oxlade-Chamberlain, Welbeck, Sanchez
Arsenal byrjaði mun betur í leiknum og það hjálpaði ekki að strax á fjórðu mínútu komu 40. meiðsli United í vetur. Já, fertugustu. Luke Shaw sneri sig illa á ökkla og gat ekki haldið áfram. Hann haltraði þó um í tíu mínútur þangað til að hann var tekinn útaf fyrir Ashley Young.
Í millitíðinni hefði Arsenal verið búið að skora og fá víti. Jack Wilshere var að verki í bæði skiptin. Fyrst fékk hann sendingu innfyrir en var of lengi að hlutunum og á endanum var skotið ekki nógu gott, David de Gea varði mjög vel. Síðan átti hann í höggi við Luke Shaw, Shaw virtist hafa meiri áhuga á manninum en boltanum. Úti á velli hefði verið dæmt, en inni í teig var þetta ekki alveg nógu afgerandi brot.
Áfram hélt Arsenal að drottna yfir leiknum. United komst ekkert áfram og vörn United var gríðarlega brothætt. Smalling var þar manna skástur en Blackett verstur. De Gea var hins vegar frábær og varði allt sem á markið kom. Ein besta varslan kom þegar Oxlade-Chamberlain fékk stungusendingu, en De Gea kom vel útá móti og blokkaði á endanum skotið.
https://vine.co/v/OJlm1eIV2q0
Þegar hálftími var liðinn var Wilshere enn og aftur að verki, en í þetta sinn af því hann átti að fá rauða spjaldið. Wilshere braut klaufalega á Fellaini, brjálaðist í átt að dómaranum þegar flautan gall og þegar Fellaini koma á eftir honum með hrópum sneri Wilshere sér við og skallaði Fellaini. Nú er Fellaini höfðinu hærri og því fór skallinn í bringuna á Fellaini sem brást forviða við.
United náði uppúr þessu allt í einu nokkru spili með Wayne Rooney og Ángel Di María í broddi fylkingar. En færin sáust ekki og það var Arsenal sem var frekar ógnandi undir lok hálfleiksins.
United var gríðarheppið að sleppa með jafnt inn í hléiið og gat eingöngu þakkað David de Gea það.
Jack Wilshere lauk þátttöku sinni í leiknum snemma í seinni hálfleik þökk sé dúndrandi tæklingu Paddy McNair sem hitti hann beint í fótinn. Varla var hann farinn útaf fyrr en að United skoraði það sem ég kallaði á Twitter:
Þetta er ósanngjarnasta og viðbjóðslegasta og yndislegasta mark sem ég hef séð #djöflarnir
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) November 22, 2014
United sótti upp vinstra megin, Di María gaf inn á teiginn þar sem Fellaini lúrði rangstæður. Gibbs komst framfyrir Fellaini og sá síðarnefndi ýtti á Gibbs sem lenti þá í samstuði við Szczesny um leið og Szczesny kýldi frá. Boltinn barst til Valencia sem nelgdi fyrir eins og alltaf, og í þetta sinn var Gibbs enn hálf vankaður, slæmdi fæti í boltann og stýrði honum í netið. Hrikalegt sjálfsmark og auðvitað alfarið gegn gangi leiksins, enda United ekki búnir að eiga skot á mark!
Szczesny þurfti að fara útaf eftir þetta samstuð og það verður að segjast að það er gott að sjá að læknar liðanna eru farnir að taka höfuðhögg alvarlega.
Arsenal sótti auðvitað stanslaust eftir þetta og United pakkaði. Nú var þó Smalling búinn að taka sig saman í andlitinu og hélt vörninni á floti. Fellaini og Carrick komu sterkir til hjálpar og Ashley Young átti bara prýðisleik. En Arsenal fékk samt færin og það var sem fyrr De Gea semhélt liðinu á floti með öruggum markvörslum.
Önnur skipting United kom á 75. mínútu. Robin van Persie var búinn að vera ósýnilegur í leiknum og James Wilson kom inná. Wilson hlýtur að byrja næsta leik gegn Hull.
Sókn Arsenal þyngdist og United bakkaði. Það var samt augljóst hvað United spilaði uppá. Rooney og Di María voru sífellt að hreyfa sig frammi við miðju og það bar árangur á 86. mínútu. Arsenal voru orðnir of gráðugir og þegar boltinn barst til Fellaini rétt utan teigs þurfti ekki nema eina nákvæma sendingu frá honum á Di María og Ángel og Rooney voru komnir tveir á móti einum. Di María sendi á Rooney sem spilaði inn í teig og vippaði létt yfir Damian Martinez varamarkvörð Arsenal. Sigurinn þá í höfn, en ekki alveg.
Vegna mikilla meiðsla í seinni hálfleik bætti dómarinn við heilum átta mínútum. United var næstum komið í 3-0 með spegilmynd af öðru markinu, stunga Rooney á Di María sem var á eigin vallarhelming með engan Arsenal mann milli sín og markmanns. Di María fór alla leið uppí teig, en í stað þess að leika á markmanninn reyndi hann vippuna og hún fór framhjá.
Það fór því um mann þegar Arsenal skoraði strax. Giroud komst í of gott færi og De Gea náði aðeins að stýra þrususkotinu í netið. Síðustu þrjár mínúturnar voru þrungnar spennu en sigurinn var United.
Þetta er einn svakalegasti, og fyndnasti leikur sem ég hef séð. United mætti til leiks með hálfvængbrotið lið eins og svo oft áður, náði engan veginn upp neinu spili, en fór með öll stigin heim. United skoraði tvö mörk en áttu ekki nema eitt skot á rammann. Það voru sem fyrr segir nokkrir leikmenn sem stóðu sig þokkalega, aðrir sem voru arfaslakir og einn sem var lang-, lang-, LANGbestur
Engu að síður var Louis van Gaal ekkert að missa sig í hrósinu. Hann sagði jú De Gea hafði verið mjög góðan í viðtali við Sky, en við blaðamenn sagði hann líka
Van Gaal not totally satisfied with De Gea. Says he has many qualities but needs to improve in other areas. "I'm not praising, believe me."
— Daniel Taylor (@DTathletic) November 22, 2014
Þar á Louis án efa við boltadreifingu De Gea sem má bæta sig á því sviði Engu að síður segi ég:
Semja við hann! Strax!
Við þurfum þennan markmann næstu 15 árin!
DMS says
3-5-2…..var það ekki fullreynt? Verðum komnir í 4 manna vörn í hálfleik spái ég.
silli says
352/532
DMS says
Shit hvað vörnin er shaky…..og enn einn meiddur, Shaw farinn út af. Djöfull er þetta ógeðslega pirrandi!
silli says
Þvílíkt rán!.. Mér finnst samt okkar menn hafi verið búnir að leggja duglega inn í lukkusjodinn upp á síðkastið. Loksins féll það réttu megin..
Rauðhaus says
Yfir heilt season er það bara þannig að (i) stundum er maður óheppinn og tapar stigum þegar maður það ekki skilið – líkt og við höfum nokkrum sinnum gert það sem af er tímabili, og, (ii) stundum nær maður að landa 3 stigum þegar maður á það í raun ekki fyllilega skilið.
Að því sögðu þá verður þó að gefa LvG hrós fyrir að hafa lagt leikinn svona upp, hann er að díla við fáránleg meiðslavandræði og gerði frábærlega í dag. Ég gjörsamlega elska það sem hann sagði eftir leikinn (what a man):
„I am convinced that I made the right decision [3-5-2]. I think it’s a quality decision, by me“.
En hér koma nokkrar hugleiðingar eftir leikinn.
1. DDG: Besti markvörður PL?
2. Paddy McNair: 4 byrjunarliðsleikir, 12 stig. Nuff said?
3. Smalling: Verður að fá smá hrós, var mjög góður í dag. Nokkra svona leiki í viðbót drengur og ég skal hugleiða það að fyrirgefa skituna á móti Sjittí.
4. Fellaini: Rólegir á því hvað ég er farinn að dýrka manninn. Hann er svo viðurstyggilega dirty og gjörsamlega óþolandi mótherji. Okkur hefur vantað svona karakter á miðjuna í mörg ár. Ég elska hvað mótherjarnir hata hann, elska það. En…………. það þýðir samt ekki að ég vilji í alvörunni að það sé hann sem beri boltann upp völlinn þegar við vinnum hann. Raunar alls ekki. En hann gerði samt fáránlega vel í seinna markinu okkar og áttí raunar stóran þátt í báðum mörkunum. Enn einn stórleikurinn hjá honum, meira svona takk.
5. Rooney: Var algjörlega frábær í dag, eins og alltaf gegn Arsenal. Núna vil ég að þið Rooney haters (þið vitið hverjir þið eruð) étið hattinn ykkar. Rooney er algjörlega stórkostlegur knattspyrnumaður, opnið augun og sjáið það. Plís, bara ykkar vegna. Það er svo margt sem Rooney gerir sem hann lætur líta fáránleg einfalt út en er það svo sannarlega ekki. Þetta vita flestir þeir sem hafa spilað fótbolta. Í raun ekki svo ósvipað því sem oft var sagt um Paul Scholes.
6. RvP: Núna er ég kominn með nóg. Ég vil að hann byrji næsta leik á bekknum, þetta er einfaldlega ekki nógu gott. Mata/Falcao/(jafnvel Wilson) inn fyrir hann. Er hann bara búinn fyrir fullt og allt? Ég óttast það virkilega hans vegna. Ótrúlegur leikmaður þegar hann er í alvöru standi en ég held því miður að það sé liðin tíð. Því miður.
Friðrik says
RVP er búinn, hann er ekkert að fara í sama formið og 12/13 leiktíðina, hann er orðinn 31 árs. Síðustu 2 leikir hafa verið rosalega lélegir af okkar hálfu þó ég kvarta ekki að fá 6 stig útúr þeim en í dag vorum við heppnir að vera ekki að tapa 3-0 í hálfleik.
Stefán Ísak Agnarsson says
Vá geggjað að ná að vinna þennan leik þar sem aðeins 1 skot komst á markið. Hinsvegar var De Gea og Carrick klárlega menn leiksins.
Carrick bjargaði hægri,vinstri stórhættulegum færum sem Arsenal komst í.
Fellaini var síðan einnig solid og náði að vinna mjög marga bolta, sérstaklega þegar Arsenal fóru með alla fram seinasta korterið.
Stefán Ísak Agnarsson says
Svo er ég rosalega ánægður að Paddy og Blackett hafa staðið sig vel, Valencia solid og Wilson fékk fínan spilatíma. Restin er very questionable, hinsvegar þá nær Rooney alltaf að setja mark sitt á leikinn einhvernveginn þrátt fyrir að eiga lélega leiki en hann þarf að gera mikið meira, sem og margir.
Rauðhaus says
RvP spilaði í u.þ.b. 75 mínútur í gær. Á þeim tíma náði hann að snerta boltann 12 sinnum (3 af þessum 12 voru þegar hann tók hornspyrnu). Hann átti einungis tvær heppnaðar sendingar í leiknum, færri en allir aðrir leikmenn sem komu við sögu. Til samanburðar átti DDG 7 heppnaðar sendingar bara í fyrri hálfleik.
KPE says
RVP var látinn spila hægri sóknarkannt eða ehv í gær í þessu 3-ehv leikkerfi. Hentaði honum væntanlega ekki . Get lofað ykkur því að RVP er ekki búin og mun hann skila inn nokkrum helvíti fínum mörkum í vetur.
DMS says
Ég kannski geng ekki svo langt að segja að RvP sé búinn þó hann sé búinn að eiga slaka leiki undanfarið. En hann má alveg fá hvíld í næsta leik, það á enginn að eiga áskrift að byrjunarliðssæti óháð frammistöðum.
Varðandi leikinn þá sá ég hreinlega ekki fram á að við myndum fá meira en í mesta lagi 1 stig úr viðureigninni eins og hún spilaðist framan af. En þessi meiðslavandræði í vörninni eru bara djók. Það væri gaman að sjá hvernig önnur lið myndu standa sig undir svona aðstæðum.
Þessi sigur lyftir okkur upp töfluna og lyftir vonandi sjálfstraustinu líka. Við förum svo vonandi að endurheimta menn úr meiðslum á næstunni. Er eitthvað vitað hvenær Jones, Evans og Rojo eru væntanlegir aftur?
Snorkur says
Þetta var merkilega skemmtilegt .. :)
Hefði reyndar auðveldlega geta verið hræðilegt því þessi leikur var sennilega einn af þeim verri á þessu tímabili hvað bolta varðar .. en maður fyrirgefur slæma spilamennsku oftast ef sigur næst :P
Fellaini er að koma virkilega vel út núna .. De Gea er bara að verða betri og svo er ég rosalega sáttur við Paddy í vörninni (er núna formlega kominn í GoPaddy liðið), Blackett hins vegar ekki að heilla mig mikið . er góður stoppari en virðist ekki mikið meira en það. Varð t.d. alltaf hræddur þegar hann fór að senda til baka..
en jamm gríðarlega sáttur við 3 stig :) þó á jörðinni, er ekki alveg viss um að við hefðum unnið CP í seinasta leik með svona spili :P
Runólfur Trausti says
Skulum hafa það á hreinu að Rooney er hvergi nálægt Scholes í fótboltalegri getu. Rooney er góður í fótbolt en Scholes er hann ekki. Sendinga tölfræðin hans ein er sönnun þess. Annars er allt tal um „distribution“ hjá De Gea mjög undarlegt, hann er að ég held með flestar heppnaðar sendingar hjá markmanni í deildinni. Annars var Rooney flottur leiknum – eins og margir. Sem stendur ætti Juan Mata að taka stöðuna hans RVP og Rooney upp á topp og Mata þar fyrir neðan. Sama hversu margir vilja meina að Mata hafi klúðrað sínum sénsum og bla bla þá er hann markahæsti leikmaður United per mín. í vetur að ég held (og hefur í raun tryggt liðinu 4 stig með mörkum sínum, mark í 1-1 jafntefli gegn Sunderland og 1-0 sigri gegn Burnley).
Jóhann B says
Rangstaða í fyrsta markinu? Nei ég er ekki sammála, ef farið er alveg eftir línunni þá er löppin á Gibbs samsíða löppinni á Fellaini þó svo að hluti af líkamanum á okkar manni hafi verið fyrir innan þá á skóknarmaðurinn alltaf að njóta vafans eins og gert var í markinu sem Arsenal skoraði, en það hef ég ekki séð nógu vel aftur í endursýningu en er nokkuð viss um að þar sé Giroud fyrir innan okkar menn þegar sendinginn kemur. Bestu menn í þessum leik að mínu mati voru De Gea og Carrick, einnig voru Smalling og P McNair góðir í vörninni
Rauðhaus says
Það sem ég skrifaði að ofan var að Rooney lætur flókna hluti líta einfalt út. Það er til marks um gæði. Svo benti ég á að Paul Scholes gerði þetta líka, hann lét erfiða hluti líta út fyrir að vera lítið sem ekkert mál. Það er einungis þetta sem ég var að benda á með Rooney – að hann hafi þennan eiginleika og það verður stundum til þess að menn átta sig ekki á hæfileikunum.
Það þarf ekkert að segja mér um ágæti Paul Scholes, hann var ávallt minn eftirlætis leikmaður fyrir klúbbinn og er enn.
Ég veit hins vegar ekki hvort ég get skrifað undir það að Rooney komist „hvergi nálægt Scholes í fótboltalegri getu“. Þó ég sé sammála um að Scholes hafi heilt yfir verið betri (á sínu sviði – mjög erfitt að bera saman menn sem spila öðruvísi hlutverk) þá verður ekki litið framhjá því að Rooney er spölkorn frá því að verða bæði markhæsti leikmaður klúbbsins okkar og enska landsliðsins frá upphafi. Þar fyrir utan er mjög margt annað sem hann leggur til liðsins. Eitthvað hlýtur maðurinn að geta í fótbolta.
Ég er sammála þér með Mata. Hann er frábær leikmaður og ég vil sjá hann spila, jafnvel prófa hann aftur hægra megin þar sem hann kom inná á móti Crystal Palace – þ.e. ef Falcao er orðinn heill. Annars setja Rooney upp og Mata fyrir aftan.