Hvernig skoruðum við ekki í þessum leik?
Byrjunarliðið var svona. Óbreytt frá sigurleiknum gegn Newcastle á annan í jólum.
Bekkur: Lindegaard, Rafael, Smalling, Shaw, Fletcher, A.Pereira, Wilson.
Tottenham:
Bekkur: Vorm, Dier, Walker, Lamela, Dembele, Paulinho, Soldado
Tottenham getur líklega þakkað Hugo Lloris fyrir það að United hafi ekki kafsiglt Tottenham í fyrri hálfleik og gert út um þennan leik. Við fengum fjöldamörg færi og þrátt fyrir að vera með Robin van Persie, Wayne Rooney, Juan Mata og Radame Falcao í fremstu víglínu vantaði meiri gæði í að klára færin.
Strax á 7. mínútu átti Juan Mata góða sendingu inn fyrir á Wayne Rooney sem var í góðri stöðu aleinn í teignum en tók illa á móti boltanum og færið rann út í sandinn.
Á 18. mínútu stakk Juan Mata boltanum á Falcao sem átti gott hlaup og kom sér í virkilega fína stöðu en skot hans að marki var frekar afleitt og Lloris átti ekki í vandræðum með það.
Á 22. mínútu átti Juan Mata aukaspyrnu í stöngina. Boltinn barst fyrir markið og þar voru Robin van Persie og Falcao í baráttunni við að hnoða boltanum inn en Vlad Chiriches gerði vel í að hreinsa.
Á 24. mínútu tók Rooney fína hornspyrnu og boltinn hnoðaðist í átt að marki eftir að Phil Jones skallaði hann eftir talsvert öngþveiti. Boltinn fór yfir marklínuna eins og marklínutæknin sýndi fram á en Jones var dæmdur rangstæður, réttilega.
Á 34. mínútu flaug Falcao inn í teiginn eftir varnarmistök Tottenham en líkt og í fyrra færi hans breyttist boltinn í blöðru um leið og hann ætlaði að skjóta og Lloris var ekki í vandræðum með að verja.
Á 40. mínútu fékk svo Robin van Persie trademark Robin van Persie færi eftir trademark Michael Carrick sendingu. Carrick lyfti boltanum yfir vörnina þar sem Van Persie hafði tíma og rúm til að taka niður boltann, Lloris var ekkert að stressa sig á því að koma á móti og loka markinu og van Persie virtist því ekki vera alveg viss um hvort hann ætti að taka boltann niður eða hamra á markið. Hann ákvað að taka boltann niður en náði ekki góðu skoti eftir að Lloris kom á móti.
Á 43. mínútu átti Ashley Young fínan sprett upp vinstri kantinn og átti flotta sendingu fyrir, með vinstri meira að segja. Wayne Rooney kom á ferðinni en náði ekki að stýra skallanum sínum nógu utarlega og Lloris gat varið.
Á 44. mínútu var Ashley Young aftur á ferðinni og sneri boltann alveg unaðslega í átt að samskeytunum en Lloris tókst á einhvern meistaralegan hátt að blaka boltanum yfir. Þetta var frábært skot frá Young og enn betri markvarsla frá Lloris.
Dómarinn flautaði svo til hálfleiks og staðan því 0-0. Tottenham áttu nokkur hálffæri í fyrri hálfleik en ekkert í líkingu við þann fjölda færra sem leikmenn United voru að koma sér í og það var gjörsamlega óskiljanlegt að United væri ekki búið að sigla þessum leik heim í fyrri hálfleiknum. Það átti eftir að bíta okkur í rassinn því að Tottenham menn voru mikið mun sterkari í seinni hálfleik. Þeir pressuðu framar á vellinum og gáfu miðjumönnum okkar engan tíma á boltanum og því var öll sóknaruppbygging okkar lömuð. Varnarmennirnir byrjuðu að negla boltanum fram og það var auðvelt fyrir varnarmenn Tottenham að glíma við það. Okkur tókst þó að skapa tvo færi sem verða að flokkast sem dauðafæri
Á 55. mínútu átti Carrick fína sendingu upp kantinn á Juan Mata, Mata kom honum fyrir og þar var Robin van Persie mættur í markteiginn, sendingin var kannski í aðeins of óþægilegri hæð fyrir hann náði engu að síður skoti en boltinn fór yfir.
Á 68. mínútu átti Rafael, sem kom inn á fyrir Antonio Valencia, lága fyrirgjöf út í teiginn þar sem Juan Mata kom aðvífandi. Hann ætlaði hinsvegar ekki bara að skora heldur ætlaði hann einnig að sprengja netmöskvana í tætlur og dúndraði hann hátt hátt yfir þegar ef til vill hefði verið betra að leggja hann smekklega í annaðhvort hornið.
Þessi tvö færi voru það eina af viti sem United gerði í seinni hálfleik sem snerist að mestu leyti um ódýrar aukaspyrnur, lélegar sendingar, tæklingar og klafs.Tottenham-menn voru sterkari í seinni hálfleik en fyrir utan eitt færi í lok leiksins voru þeir ekki að skapa sér hættuleg færi. Seinni hálfleikurinn var eiginlega alveg afskaplega dapur og lítil gæði yfir fótboltanum sem var spilaður
Spurs v Man Utd typical of recent Premier League games – no control in midfield, poor defensive shapes, just about finishing v goalkeeping
— Michael Cox (@Zonal_Marking) December 28, 2014
Það verður því að líta svo á að United hafi tapað tveimur stigum hér í dag enda hefði liðið á góðum degi sett 3-4 mörk, færin voru allavega nógu góð til þess og spilamennskan liðsins í fyrri hálfleik verðskuldaði nokkur mörk. Það sást hinsvegar í seinni hálfleik að okkar leikmenn voru orðnir þreyttir enda allir að spila sinn annan leik á innan við 48 tímum. Það má setja spurningarmerki við það. Það hefði t.d. verið frábært að eiga ferskan Juan Mata á bekknum til þess að koma inn á í seinni. Jafnframt má setja spurningar við skiptingarnar hjá Van Gaal sem skipti inn þremur varnarmönnum fyrir varnarmenn í seinni hálfleik þegar miðjan og framlínan okkar var steindauð. Wilson hefði getað komið með sprengikraft í framlínuna gegn þreyttum löppum Tottenham-manna.
Þó má koma Louis van Gaal til varnar þá voru möguleikarnir til þess að breyta byrjunarliðinu eða koma með jákvæðar skiptingar takmarkaðar. Fellaini og Herrera eru meiddir og eftir ævintýri Fletcher gegn Aston Villa virðist Louis van Gaal ekki treysta honum. Miðjumennirnir voru því nánast sjálfvaldir og því ekki hægt að nýta þá af bekknum ef til þess myndi koma.
Stig á þessum útivelli er þó ekki alveg glatað og jákvætt að halda þessari ósigruðu hrinu gangandi. Ef sigur vinnst gegn Stoke á nýársdag er hægt að vera þokkalega sáttur með þessa jólatörn.
Ashley Young var sprækur, Juan Mata var mjög öflugur í byrjun leiks og David de Gea var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Falcao var að reyna á fullu en þetta gekk ekki alveg upp hjá honum í dag. Maður hefur á tilfinningunni að hann sé svo þvílíkt að reyna að sanna sig en ef til vill myndi hann græða á því að skrúfa sig niður um eina stillingu?
ellioman says
Shaw á bekknum! Nice!
Þrír varnarmenn á bekknum! Nice!
Enginn Herrera né Di Maria! Muuu!
Nákvæmlega sama byrjunarlið og gegn Newcastle! :/
Þetta verður fjör en maður er smá hræddur um meiðsli þar sem tveir leikir á tveim dögum fyrir leikmennina er ekkert grín.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Því miður alveg sama byrjunarliðið, tek undir með ellioman að ég óttast meiðslin og þreytu
Hef verið að lesa að De Gea á að fara sem skiptimynt uppí Bale, vá hvað ég myndi aldrei vilja það. Við eigum að hafa De Gea í markinu okkar næstu 10+ árin ef við getum
Atli says
Þetta verður erfitt, nákvæmlega sama byrjunarlið og á föstudaginn og enginn galdramenn á bekknum til að koma inná.
DMS says
Mikið finnst mér greyið McNair shaky í sínum aðgerðum í vörninni.
Finnst hálf ótrúlegt að við skulum ekki vera búnir að skora í þessum fyrri hálfleik miðað við færin, Hugo Lloris í stuði.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ég veit að ég er bara að hlusta á leikinn í útvarpinu og hef þessvegna kannski ekki rétta sýn á leiknum en miðað við það sem ég hef heyrt að þá skil ég ekki hvernig við getum verið ennþá í stöðunni 0-0. Getur orðið okkur dýrt ef þeir ná að skora eitt mark
Ingvar says
Er virkilega hræddur um að þessi klúður í fyrri hálfleik eigi eftir að koma í bakið á okkur
Hjörvar Ingi says
Rafeal komin inná, er ég eini sem hugsaði strax: „Shit, rautt spjald“
DMS says
Fannst við sterkari í fyrri hálfleik og getum sjálfum okkur um kennt fyrir að klúðra þessum færum. Virtist draga töluvert af báðum liðum í síðari hálfleik, skiljanlega. Hugo Lloris var valinn maður leiksins (Barclay’s man of the match).
Var Wilson á bekknum? Hefði alveg fundist í lagi að henda honum inn fyrir Falcao til að fá smá meiri hraða og snerpu í framlínuna þegar farið var að draga af mönnum í síðari hálfleik.
Hvernig er annars standið á mönnum? McNair og Evans meiddir eða hvað?
ellioman says
@DMS
Held að Van Gaal hafi sagt leikmönnunum að ef þeir eru eitthvað smá smeykir við meiðsl, að láta vita um leið. Held að meiðslatalan sé komin upp í 49 núna. Þetta er algjör geðveiki.
Er alveg sammála að maður hefði viljað sjá Wilson koma inn á en ég held að LVG hafi ekki haft möguleika á því. McNair var mjög shaky og virkaði meiddur um miðjan seinni hálfleik.
Var því virkilega ánægður að sjá Shaw koma inn á í nokkrar mínútur. Við erum ekki enn búnir að fá að njóta þess að hafa hann í liðinu á þessu tímabili (af viti amk). Svo þegar Blind og Di Maria koma til baka erum við komnir kannski með næstum því fullt lið og hálft tímabilið eftir. Það gerir hlutina spennandi.
Karl Garðars says
Fyrri hálfleikur var fínasta skemmtun. Sá seinni var einn sá leiðinlegasti sem ég hef séð.
Falcao hefur líklega farið á dóttir dómarans einhvern tímann, þessar endalausu árásir á hann voru ekki eðlilegar.
Við skiptum 3svar í vörninni FFS!! Síðan smellir Spurs inn Dembele og Lamela og voru heldur skárri aðilinn á köflum.
Ég verð sáttur við fjórða sætið í lok leiktíðar og í skýjunum með það þriðja.
Við erum með þokkalega breidd en guð hjálpi okkur ef við værum með í fleiri keppnum. Þetta meiðslakjaftæði er orðið ferlega þreytt og það getur ekki annað verið en að united fari að taka til í skottinu á sér með það.
Ef við lítum kalt á málið þá var þetta eins hjá DM og undir það síðasta hjá SAF. 3 stjórar, 3 mjög ólíkar nálganir á boltanum en sama meiðslavesenið. Hvað er í gangi?
Mata var flottur.
Runólfur Trausti says
Viðurkenni að ég missti af leiknum sökum þreytu/þynnku. Ætlaði að tékka á leiknum þegar ég vaknaði í hálfleik en síðast þegar ég var þunnur og gáði hvað staðan var hjá Man Utd þá var hún 3-1 gegn Leicester … svo ég ákvað að endurtaka ekki þau mistök (Hvaða sadismi er það samt að United eigi hádegisleik í dag og á 1. janúar? Fucking FA).
En allavega, miðað við þessar lýsingar þá virðist ótrúlegt að United hafi ekki unnið leikinn. Hlakka til að sjá MOTD í kvöld allavega. Held að Van Gaal hafi vanmetið þreytuna í leikmönnum og þess vegna stillt upp sama liði. Hann hefur væntanlega bara sagt þeim að keyra sig út og svo fá þeir frí núna í 1-2 daga jafnvel og svo verður eitthvað breyttu liði stillt upp gegn Yeovil.
Á móti kemur líka að liðið hefur unnið það marga leiki þegar það var lélegt að það hlaut að koma góður leikur sem vannst ekki!
Kv. RTÞ
Runólfur Trausti says
PS. Djöfull sem þetta jafntefli er ennþá meira svekkjandi akkúrat núna samt!
Karl Garðars says
Já, þetta verður góð umferð fyrir Arsenal OG SWANSEA (koma svo Gylfi)!! :)
Heiðar says
Þetta meiðslavesen er óþolandi. Það voru engir möguleikar á bekknum í dag. Wilson virtist vera góður kostur en líklega var rétt hjá van gaal að binda vörnina enda spurs frískari seinasta fjórðung leiksins. Van persie var hræðilegur í dag. Gerði allt rangt í teignum og tapaði ollum skallaboltum. Eitt stig á whl eru samt alltaf fín úrslit. Nú er komið að mjög erfiðum útivelli gegn stoke. Verður seint sagt að þetta jolaprogramm sé létt.