Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!
Fyrirkomulagið er þannig að við birtum tvo byrjunarlið, eitt sem á að rúlla upp QPR á heimavelli og annað sem á að ná í sigur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Runólfur birti sína færslu í gær en í dag er komið að Bjössa:
Hendum báðum liðunum upp strax:
Liðið sem á að taka QPR og rúlla því upp: Demant á diskinn minn
Liðið sem á að taka Chelsea á, hemja þá og vinna leikinn:
Ég veit ekki hvort það sé dæmi um hversu grunnur hópurinn hjá United er í raun en ég sé bara ástæðu til að skipta út tveim leikmönnum á milli þessara tveggja liða.
Vörnin í báðum liðum er nær eins. Vörn United í vetur hefur ekki verið sannfærandi og þrigjgja manna vörnin er langt frá því að vera einhver draumur. Ólíkt Louis van Gaal hef ég trú á Rafael, amk eins og hópurinn er núna, þó að það hljóti að teljast nær öruggt að það kemur nýr hægri bakvörður til United í ár, annað hvort strax í janúar eða í sumar.
Marcos Rojo er lang skásti miðvörðurinn og Smalling þokkalegur. Vinstra megin var Ashley Young að standa sig vel sem hættulegur vængvörður en ef liðið þarf að verjast þá er Luke Shaw betri kostur.
Demanturinn er sú leikaðferð sem stuðningsmenn hafa verið sáttastir við í vetur og með Di María vinstra megin ætti að vera hægt að fá smá hraða og sköpun í spilið, nokkuð sem hefur vantað í vetur. Þessi hugmynd Van Gaal að láta hann spila frammi á ekki uppi á pallborðið hjá mér frekar en öðrum
Carrick á auðvitað sitt sæti samkeppnislaust og ég hef fulla trú á Herrera hvort sem það er til bera uppi spil eða verjast.
Gegn Chelsea þýðir síðan ekkert annað en að vera með þrjá miðjumenn sem geta allir varist og því fær Mata að hvíla gegn sínum gömlu félögum. Fellaini kemur með hörkuna sem þarf.
Framar ættu Di María og Rooney síðan að geta stutt Falcao og skapað færi sjálfir. Ég er enn á því að Falcao muni sýna hvað í honum býr, en Robin van Persie hefur ekki gert nógu vel í vetur til annars en að sitja á bekknum. Wayne Rooney er auðvitað búinn að vera lykilmaður í vetur og er fastamaður, og auðvitað frammi frekar en á miðjunni. Gegn Chelsea er hinsvegar viðbúið að hann þurfi að detta aftur til að hjálpa, nokkuð sem hann er ef eitthvað er of duglegur við.
Á morgun fær Spaki maðurinn að láta ljós sitt skína.
Stefan says
Það vantar 1-2 mjög reynda CB, sem getur tekið pressuna af þessum strákum, vissulega er virkilega gott að hafa Rojo sem er enginn auli og svo er Valencia og Rafael þarna líka sem hafa verið í þó nokkur ár + Carrick sem breytir öllu.
Tómas says
Ánægður að sjá Herrera í báðum liðunum. Hinsvegar Björn trúi ég ekki að þú sért á Falcao vagninum. Maðurinn á minna heima í þessari deild en Forlan á sínum tíma sérstaklega eftir þessi meiðsli.Hvernig getur fólk verið á Falcao vagninum. Eftir allt sem Rvp hefur gert.
Maðurinn er bæði með miklu betra first touch sem skapar hættu og getur lagt miklu meira upp. Ég held að fólk sé svolítið blint á þessum manni.
Keane says
Enginn Daley Blind?
Björn Friðgeir says
Ég er alveg límdur við sætið í Falcao vagninum. Ef RvP væri að spila eins og fyrir tveim árum þá væri hann í liðinu en ég sé ekki ástæðu til að gefa honum frekar séns en Tígrinum eins og hann hefur verið að spila núna. Það verður að gefa Falcao meiri sénsa, því ef hann fer í gang þá er ekki spurning að hann raðar inn mörkum.
Þar að auki er hann að vinna mjög vel fyrir liðið!!
Nei, enginn Daley Blind ef allir eru heilir. En þessir leikmenn eru ekkert að fara að spila alla leiki og Blind á eftir að spila mikið. Og næsta tímabil verður hann fastamaður!
Audunn Sigurdsson says
Hmm Fellaini frekar en Blind er ekki my cup of tea.
Rauðhaus says
Finnst þetta fínustu lið hjá Bjössa.
Ég set þó spurningamerki við Rafael en veit hreinlega ekki hvort ég treysti öðrum betur þarna… Okkur vantar bara svo átakanlega nýjan hægri bakvörð og hafsent.
Í seinna liðinu set ég líka spurningu við Falcao, hann á enn eftir að sannfæra mig. Ég myndi jafnvel freistast til að hafa Rooney uppi á topp í staðinn og Di Maria og Januzaj úti hægra og vinstra megin. Sækja svo hratt með fljóta menn á könntunum.
Ottó says
Ég sit í vagnstjórasætinu á Falcao vagninum, en ég hef engu að síður óbilandi trú á RVP. Ánægður með bæði þessi lið